Morgunblaðið - 18.11.1964, Side 26
26
MORGUNBLADIÐ
Miðvikudagur 18. nóv. 19®
2. deildar lið Vals hafði í fullu
tré við dðnsku meistarana
Liðin skildu |Öfn 27:27
að Hálogalandi í gær
ANNARRAR deildar lið Vals og Danmerkurmeistararnir í
handknattleik, Kaupmannahafnarliðið Ajax, skildu jöfn eft-
ir allharða og í lokin mjög tvísýna baráttu. Skoruðu bæði
kið 27 mörk. Reyndar má segja að Valsmenn létu sigurinn
renna sér úr greipurrt fyrir sakir fljótfærni, því þeir höfðu
mark yfir er 40 sek. voru eftir af leik, en skutu þá í óvissu,
misstu knöttinn og fengu á sig mark, sem réði jafntefli
leiksins. —
Frammistaða dönsku meist-
aranna verður að kallast slök
í þessum leik. Liðið byrjaði
vel og sallaði mörkum á Val
í byrjun en einhvers tauga-
óstyrks gætti hjá hinu unga
Valsliði og vörnin var mjög
opin í byrjun og Jón Ólafsson
í markinu mistækur framan
af. Þannig náðu Danir 6 marka
forskoti á fyrstu 10 mín. leiks-
ins og stóð þá 10-4.
* VALSMENN
TAUGAÓSTYRKIR
Gekk allt á móti Val framan
af og fyrir utan hina opnu vörn
þeirra mistókust bæði Hermanni
og Bergi vítaköst. Leit út fyrir
stórsigur Ajax-manna.
En Valsmenn létu ekki hug-
fallast. Þeir skiptu um mark-
vörð (Finnbogi kom inn í stað
Jóns) og loksins tókst hinum
snöggu og góðu skotmönnum
þeirra að finna veilurnar hjá
Dönunum. Tók nú að saxast á
forskotið og í leikhléi höfðu Dan-
ir 2 mörk yfir, 13-11.
* JÖFN STAÐA
Eftir þriggja mínútna
leik í síðari hálfleik var stað-
an jöfn, 13-13, og Sigurður
Guðjónsson tryggði Val for-
ystu 3 mín, siðar. Hófst nú
hin harðasta barátta og varð
tvívegis jafnt, 14-14 og 15-15.
En nú hafði Valur tekið frum-
kvæðið í leiknum og missti nú
ekki forystuna lengi vel. —
Komust Valsmenn tvívegis í
3 marka forskot.
★ SLAGSMÁL
Á síðustu 8 mín. leiksins
tóku Danir upp mjög harða
leikaðferð, völduðu menn
mjög fast og káfuðu og stimp-
uðust. Valsmenn tóku á móti
á sama hátt og leikurinn var
á stundum alls ekkert líkur
handknattleik, heldur bar
Þorsteinn Hallgrímsson tryggði sigur lR yfir Ármanni.
69—53 er liðin mættust í Reykjavíkurmótinu í körfuknattleik sL
sunnudag. Ljósm.: Sv. Þorm.
28 manns á hondknattleiksnóm-
skeiði á Akureyri —
leiðindasvip stympinga og
káfs.
Á þessari leikaðferð högnuð
ust Danirnir, því hinir ungu
og lítt reyndu leikmenn Vals
gerðu sig í þessum hama-
gangi seka um nokkurt kæru-
leysi í sendingum og óðagot í
markskotum.
Tveim mínútum fyrir leiks-
lok tekst Dönum að jafna,
26-26. Sigurður Dagsson skor-
ar fyrir Vai og.virtist þá sig-
urinn vera í hendi Vals. Þeir
höfðu meira að segja náð
knettinum aftur og sóttu
meðan sekúndurnar liðu. Þá
reyndi Bergur markskot í
mikilli tvísýnu. Danir náðu
knettinum, brunuðu upp og
jöfnuðu. Valsmenn voru svo
enn í sókn er leiktíma var
lokið. Þá hafði Jörgen Eriksen
verið vísað öðru sinni af velli
fyrir tilburði til handalög-
mála.
* LIÐIN
Beztu menn Dananna voru
nú Jan Wichmann sem skoraði
mjög er á leið leikinn. Framan af
var Ove Ejlertsen máttarstólpi
liðsins bæði í vörn og sókn. Þeir
Peter Nielsen, Kurt Christiansen
I og Ove Andersen áttu og góðan
leik, en enginn Dananna býr yfir
þeirri skothörku og snerpu sem
íslenzkir handknattleiksmenn
standa agndofa gegn. Þvert á
móti virðist styrkur danska liðs-
ins fyrst og fremst felast í sam-
spili og samvinnu leikmannanna
allra — en það hefur ekki nægt
til sigurs móti stórskyttum Fram
og hinu unga liði Vals.
Hjá Val báru Sigurður Dags-
son, Hermann Gunnarsson og
Bergur hita og þunga leiksins, en
hvergi var veikur hlekkur hjá
Val eftir að þeir fengu þétt vörn
sína í upphafi leiks. Þó skorti
nokkuð á öryggi í samleik fyrir
framan varnarmúr Dananna
meðan verið var að finna smug-
una til markskotsins.
Markhæstu menn Vals voru
Sigurður Dagsson 9, Bergur
Guðnason 7 og Hermann Gunn-
arsson 5. Af Dönum skoruðu
mest Ejlertsen 8, P. Nielsen 6,
Wichmann og Christiansen 4
hvor.
Dómari var Magnús Pétursson
og gerði margt vel, en auðvelt
var að sjá oftar brotna „skrefa-
regluna" en þau tvö skipti sem
hann dæmdi samkvæmt henni.
— A. SL
Læknar fá Clay ekki til að þegja
EINN af þeim starfsþáttum sem
Handkniattleikssambandið lagði
ríka áhrezlu á á s.l. ári var leið-
beinendanámskeið. Hið fyrsta
slíkra var haldið í Reykjavík
1963 og síðan stóð HSÍ að öðru
í september s.l. á Akureyri. Var
Ungmenna- og íþróttaféiögum á
Norðurlandi og héraðssambönd-
um boðin þátttaka og sóttu það
28 manns. Námskeiðið var haldið
á Akureyri og sá Hermann Sig-
tryggsson um allan undirbúning.
Kennarar voru Karl Benedikts-
son iandsliðsþjálfari IISÍ og Frí-
mann Gunnlaugsson dómari.
HSÍ greiddi allan uppihalds-
kostnað þátttakenda meðan á
námskeiðinu stóð svo og allan
undirbúningskostnað.
Mikil ánægðja ríkti meðal þátt
takenda um námskeiðið og má
fullyrða að það hafi orðið hand-
knattleiknum til mikils gagns í
framtíinni.
Nýtt heímsmet
Snells í mílu-
hluupi
NÝSJÁLENDINGURINN Peter
Snell bætti í gær heimsmet sitt
í míluhlaupi (1609 m ). Hljóp
hann vegalengdina í Auckland á
3.54.1 en eldra heimsmet hans
var 3.54.2. Annar varð Odlozil
Tékkóslóvakíu á 3.56.4.
Snell á heimsmetin í 800 m.,
880 yarda hlaupi og 1000 m.
hlaupi auk míluhlaupsins. Hann
varð OL-meistari í 800 og 1500
m. hlaupum
CASSIUS Clay er nú á bata-
veigi og farinn að ganga lítil-
lega um gólf í sjúkrastofunni.
Blaðamönnum hefur enn ekki
verið leyft að tala við hann og
kona hans Sonji, lágvaxin en
fögur, hefur bannað allar
myndir af henni, en blaða-
menn sækja mjög eftir viðtali
og myndum af henni. Sam-
kvæmt múhameðskum siða-
venjum má eiginkona ekki
koma fram í sviðsljósið um of.
Yfirlæknar sjúkrahússins
skýrðu blaðamönnum svo frá
í gær að Clay yrði ekki fær
um að keppa í hnefaleikum
næstu sex mánuði. Aðgerðin
hefði tekizt mjög vel og bat-
inn væri hraður og góður.
Harold Conrad auglýsinga-
stjóri leiksins heimsótti Clay
í gær. Hann sagði eftir á:
„Hann talar allt of mikið.
Læknarnir reyndu að fá hann
til að þegja og kona hans
reynir slíkt hið sama. Að
sumu leyti er hann leiður —
en á milli leikur hann á als
oddi. Hann er farinn að hafa
áhyggjur af sköttum ársins og
öðrum fjármálum. Æfingarnar
fyrir lei'kinn kosta hann 75
þúsund dali. Nú í fyrsta sinn
þjaka hann fjárhagsáhyggjur.
En í aðra röndina hefur hann
gaman af því og gerir að
gamni sínu“ sagði auglýsinga-
stjórinn.
Clay var klukkustund á
skurðarborðinu og læknirinn
sem aðgerðina framkvæmdi,
dr. McDermott, segist hafa
gert aðgerðina án endurgjalds.
Læknirinn segir að Clay verði
útskrifaður af sjúkrahúsinu
um næstu helgi en verði síðan
að hafa hægt um sig í 3 vikur
Clarence X, talsmaður mú-
hamedstrúarhreyfingar Clays
segir að Clay hafi talað um
það við sig að hann hlakki til
að mæta „stóra birninum“ í
hringnum áður en um allt of
langt líður. Hann er ákafur í
að komast til æfinga á ný.