Morgunblaðið - 18.11.1964, Qupperneq 27
Miðvikudagur 18. nóv. 1964
MORGUNBLAÐIB
27
Hið svokallaða „auditorium“ í viðbyggingu Menntaskólans. Hektor, Kristinn Ármannsson, er
fremst á myndinni. Athygli vekur, að sæti eru á upphækkuðum pöllum. Þarna geta verið allt
að 50 nemendur í senn.
Viðbygging Menntaskó!-
ans vel á veg komin
Þar verður kennsla í sérgreinum með
nýjustu tækjum og aðferðum
— HIÐ nýja viðbótarhús-
næði Menntaskólans x
Reykjavík má ekki skoð-
ast sem viðbót til þess að
skólinn geti bætt á sig
fleiri nemendum, heldur
aðeins sem bót á aðstöðu.
Þörfin fyrir fleiri mennta-
skóla í Reykjavík er orðin
mjög brýn, þar eð nem-
endafjöldinn er orðinn svo
mikill, að skólinn okkar
fær vart við ráðið.
Svo mælti rektor Mennta-
skólans í Reykjavík, Kristinn
Ármannsson, er hann bauð
blaðamönnum í gær að skoða
hið nýja viðbótarhúsnæði skól
ans, sem nú er mjög vel á veg
komið. Tvær kennslustofur
hafa þegar verið teknar í notk
un, fyrir húmanísk fræði og
vart mun líða á löngu þar til
starfsfræðsludeildin tekur þar
bólfestu, en aðstaða til kenn
slu i efna-, eðlis- og niáttúru-
fræði verður þar öll hin full-
komnasta.
í byggingarnefnd Mennta-
skólans eiga sæti Kristinn
Ármannsson, rektor, formaður
Birgir Thorlacius, ráðuneytis-
stjóri og Hörður Bjarnason,
húsameistari ríkisins. Teikn-
ingu að húsinu hafa gert
Hörður Bjarnason og Skarp-
héðinn Jóhannsson arkitekt.
Byggingarnefndin, arkitekt
ar og nokkrir kennarar sýndu
bláðamönnum viðbótarbygg-
inguna, en viðstaddur var enn
fremur menntamálaráðherra,
dr. Gylfi Þ. Gíslason.
• Eins og fyrr segir gat rektor
þess, að tilkoma hins nýja
skólahúss væri aðeins aðstöðu
breyting hvað kennslu snerti.
Aðstaða til kennslu í gamla
skólahúsinu, sem er 90 ára
gamalt, kvað rektor frernur
óþægilega, enda hefði það
jafnvel komið fyrir, a’ð kenn-
arar skólans hefðu hlaupið í
felur, þegar útlendingum
hefði verið sýnt húsið. Rektor
talaði um þörfina á fleiri
menntaskólum og nefndi t.d.
til samanburðar, að Norð-
menn teldu, að i borgum væri
nauðsyn á einum menntaskóla
fyrir hverja 25 þúsund íbúa.
„I Reykjavík eru að vísu þrír
skólar, sem rétt hafa til áð
brautskrá stúdenta", sagði
rektor, „en tveir þeirra eru
sérskólar, sem ekki er rétt að
kalla menntaskóla."
Ennfremur sagði rektor:
.— samkvæmt skýrslum hag
stofunnar eru nú alls 3.300
unglingar á aldrinum 19 til 20
ára. Tala stúdenta á því ald-
ursskeiði er hins vegar 330 —.
eða 10%. Sumum hefur fund-
izt þetta nokkuð lág prósentu
tala, en þess má geta til sam-
anburðar, að Norðmenn eiga
17% stúdenta í þessum aldurs
flokki, Svíar 20%, Danir 8%,
Þjóðverjar 7% og Bretar 10%.
Rektor taldi mikils um
vert, að í nánustu framtíð
yrði ger'ð rannsókn á þörf-
inni fyrir fleiri menntaskóla og
getu ríkisvaldsins í þeim efn-
um.
Fjöldi nemenda í skólanum
eykst jafnt og þétt. Árið 1940
voru í Menntaskólanum í
Reykjavík 258 nemendur, 1950
voru þeir 449, 1960 voru 687
nemendur og nú eru í skól-
anum 930 nemendur. Þess má
geta, að fyrir um það bil einni
öid voru aðeins 30 nemendur
í skólanum.
Auk kennslu í gamla skóla-
húsinu fer kennsla nú fram
í Þrúðvangi, en þar eru 5 stof
ur, sem eru tv'ísettar. Einnig
er kennt í hinu svokallaða
Fjósi, sem í rauninni var upp
hafiega hesfihús, en Jón Þor-
kelsson, rektor, hafði á sínum
tíma geymslu þar fyrir klára
sína. Félagsheimilið íþaka er
notað til söngkennslu og að
baki skólans er leikfimishúsið
eitt hið elzta sinnar tegundar
hérlendis og lítt stærra en
venjuleg skólastofa.
Hin nýja vfðbótarbygging
Menntaskólans er sérstaklega
gerð fyrir kennslu í sérgrein-
um, þ.e. nátturufræðigrein-
um, efnafræði, eðlisfræði, svo
og í kennslu í tungumáluTn. Er
miðað við að í þessu skóla-
húsnæði verði hægt að beita
nýjustu tækjum og aðfer’ðum
1 þessum kennslugreinum.
Kennslustofurnar eru yfirleitt
stórar, sumar helmingi stærri
en í gamla skólahúsinu, þar
sem kennsla í þessum grein-
um fer að mestu fram sem
verklegar æfingar við sérstak
lega gerð vinnuborð. í nán-
um tengslum við kennslustof-
urnar eru geymslur fyrir
kennslutæki og á'höld og jafn
framt vinnuherbergi kennara.
Stofur með upphækkuðum
sætum (auditoria) eru tvær,
— önnur er fyrir rúmlega 50
nemendur, en hin fyrir 27
nemendur. í stofum þeim,
sem ætlaðar eru til tungu-
málakennslu, er gert ráð fyrir
að koma fyrir tækjum til
málakennslu, þar verður einn-
ig bókasafn og lesstofa. f kjall
ara er fyrirhuguð kaffistofa
fyrir nemendur, fatageymsla,
ýmsar geymslur og vinnustof
ur, aðstæ’ður fyrir nemendur
til ýmiss konar starfsemi, svo
sem ritstjórn skólablaðs,
myrkvastofa í sambandi við
Ijósmyndaiðju nemenda og
sitthvað fleira.
Lýsing í skólastofunum vek
ur sérstaka athygli, en hér
er um bandarískt „patent“ að
ræða, flórensljós með sér-
stökum skermi.
Gunnar Norland, mennta-
skólakennari, drap á athyglis
verða hugmynd, sem lýtur að
málakennslu. í at'hugun er, að
segulbandstæki verði notuð
við kennsluna, en slíkt fyrir-
komulag mun þurfa töluvert
rými, þar éð hólfa þarf nokk-
urn hluta hinnar húmanísku
deildar í bása fyrir nemendur
en gert er ráð fyrir að til
hliðar verði samstæða af
segulbandstækjum, sem stjórn
að verði ffá stóru stórnborði.
Ekki er þó ákveðið, hvort
þessi háttur mun verða tek-
inn upp.
Hi'ð nýja skólahús er kjall-
ari og tvær hæðir. Stærð þess
er 5.000 teningsmetrar og má
til samanburðar geta þess, að
gamla skólahúsið er 4.450 ten
ingsmetrar eða 550 tenings-
metrum minna en þessi nýja
bygging. Sést af þessu, að hér
er um mikla byggingarfram-
kvæmd að ræða. í þessu rtýja
skólahúsi eru á efri hæð fjór-
ar eiginlegar kennslustofur og
einn fyrirlestrarsalur, sem
rúmar 50—60 nemendur, þar
sem m.a. geta farið fram sýn-
ingar, bœði á kvikmyndum og
skuggamyndum við mjög gó'ð
ar aðstæður. Þá eru og lítil
kennaraherbergi og geymslur
Á neðri hæð eru 3 stórar
kennslustofur, kennarastofa
og mörg litil vinnu- og
geymsluherbergi. Við ganga
fyrir framan kennslustofur
eru sýningarskápar fyrir ýmsa
muni sem kennarar vilja
kynna nemendum, 'svo sem
náttúrugripi (t.d. dýrahami og
steina a.fl.) eðlisfræðiáhöld
(sameindalíkön, molekylmod-
el) og sitthvað fleira.
Eins og áður segir, hafa þeir
Hörður Bjarnason og Skarp-
héðinn Jóhannsson, teiknað
húsi'ð. Jón Bergsteinsson, bygig
ingarmeistari hefur séð um
framkvæmd verksins, en eftir
litsmaður með byggingunni
hefur verið Ásgeir Markússon
verkfræðingur.
— AS\~t)ing
Framh. af bls. 2t
Hermann Guðmundsson frá
Hafnarfirði tók næstur til máls.
Gagnrýndi hann, að skýrsla
etjórnar ASI væri ruglingsleg og
óskipulega sett upp. Einnig taldi
hann erindrekstur og fræðslu-
starfsemi sambandsins ófullnægj
endi, en nokkur afsökun á því
sleifarlagi væru þau fjárhags-
vandræði, sem ASÍ á nú í. Her-
mann sagði, að á undanförnnm
tveimur árum hefði verið haldið
betur en oftast áður á kjaramál-
unum af hendi stjórnar ASÍ. .—
Einkum þótti honum takast vel,
«ð stjórn Alþýðusambandsins
skjddi hafa haft forgöngu um
þær viðræður, sem leiddu til
samkomulagsins við ríkisstjórn-
ina í vor.
Sigurður Guðmundsson, full-
trúi verzlunarmanna, kvaðst
Iharma þá sundrung sem nú
ríkir innan verkalýðssamtak-
nnna. Taldi hann allt of mikinn
tíma starfsmanna félaganna fara
í pólitískar kosningar, sem haldn
«r væru árlega eða jafnvel oft
á ári innan félaganna. Hann
ræddi um, að nauðsynlegt væri
eð bæta úr verstu göllunum á
skipulagi Alþýðusambandsins.
Lagði hann fram tillögu þess efn
is, að stjórnir félaganna skyldu
kosnar á tveggja ára fresti í stað
árlega, eins og nú er gert.
Þá lagði Sigurður einnig fram
tillögu þess efnis, að Alþýðusam-
bandið beitti sér fyrir setningu
nýrrar vinnulöggjafar. Taldi
hann það heppilegt fyrir ASÍ
því að annars mundu aðrir hafa
um það forystu.
Óskar Hallgrímsson, fulltrúi
rafvirkja, tók næstur til máls.
Sagði hann, að þrátt fyrir miður
skemmtilegan hátt á kosningu
stjórnar ASÍ fyrir tveimur ár-
um, hefði vel tekizt með einingu
og samstarf um hagsmunamál
samtakanna á undanförnum ár-
um. Taldi hann það vilja mikils
meirihluta verkalýðshreyfingar-
innar að sú eining og það sam-
starf ríkti einnig á þessu þingi.
Þá gagnrýndi Óskar val full-
trúa ASÍ í Kjararannsólmar-
nefnd. Hann átaldi einnig aðild
Alþýðusambandsins að bækl-
ingi um Efnahagsbandalag Ev-
rópu og taldi margt þarfara við
fé samtakanna að gera. Einnig
áieit hann mjög misráðið, að fé,
sem safnað var erlendis til styrkt
ar verkfallsmönnum sumarið
1961 skyldi notað sem rekstrar-
fé Alþýðusambandsins.
Snorri Jónsson, framkvæmda-
stjóri ASÍ, las upp og skýrði
reikninga sambandsins, og voru
þeir samþykktir samhljóða.
Hannibal Valdimarsson svar-
aði nokkrum orðum þeirri gagn-
rýni, sem fram kom á fundinum
á störf stjórnar ASÍ.
Kosið var samhljóða í eftirtald
ar nefndir:
Verkalýðs- og atvinnumálanefnd:
Eðvarð Sigurðsson, Reykjavík
Tryggvi Helgason, Alaureyri
Björn Jónsson, Akureyri
Sturla Sæmundsson, Reykjavík
Snorri Gunnlaugsson, Patreksf.
Björgvin Jónsson, Skagaströnd
Björgvin Sighvatsson, ísafirði
Elínbergur Sveinsson, Ólafsvík
Jón Sigurðsson, Reykjvík
Guðjón Sigurðsson, Reykjavík
Sverrir Hermannsson, Reykjavík
Trygginga- og öryggismála-
nefnd:
Hermann Guðmundss., Hafnarf.
Kristinn Á. Eiríksson, Rvík
Baldur Svanlaugsson, Akureyri
Ásbjörn Pálsson, Reykjavík
Jóhanna Egilsdóttir, Reykjavík
Pétur Siguðrsson, ísafirði
Kristján Jóhannsson,
Sjómannafélag Reykjavíkur
Fræðslunefnd:
Björgúlfur Sigurðsson, Reykjavík
Tryggvi Emilssonr Reykjavík
Karvel Pálmason, Bolungarvík
Hrafn Sveinbjarnarson,
Hallormsstað
Jón H. Guðmundsson, ísafirði
Pétur Stefánsson, Reykjavík
Gunnar S. Guðmundsson,
Hafnarfirði
Skipulags- og laganefnd:
Snorri Jónsson, Reykjavík
Björgvin Sigurðsson, Stokkseyri
Einar Ögmundsson, Reykjavik
Jón Snorri Þorleifsson, Rvík
Guðmundur Björnsson, Stöðvarf.
Óskiar Hallgrimsson, Reykjavík
Jóna Guðjónsdóttir, Reykjavik
Magnús L. Sveinsson, Reykjavík
Einar Jónsson, Reykjavík
Fjárhagsnefnd:
Einar Ögmundsson, Reykjavík
Kristján Jóhannsson, Dagsbrún
Reykjavík
Sigfinnur Karlsson, Neskaupstað
Sveinn Gamalíelsson, Reykjavík
Óskar Hallgrímsson, Reykjavík
Bergsteinn Guðjónsson, Rvík
Björn Þórhallsson, Reykjavík
Allsherjarnefnd:
Sigurður Stefánsson, Vestm.eyj.
Hulda Sigurbjörnsd., Sauðárkr.
Pétur Pétursson, ísafirði
Guðm. J. Guðmundsson, Rvík
Sigurður Jóhannsson, Akureyri
Pétur Kristjónsson, Kópavogi
Eggert G. Þorsteinsson, Rvík
Þórunn Valdimarsdóttir, Rvík
Sigurrós Sveinsdóttir, Rvík
Einar Magnússon, Akranesi
Bjarni Guðbrandsson, Rvík
Fundum þingsins lauk klukk-
an rúmlega 6 í gærkvöldi. SíÖau:
um kvöldið fóru þingfulltrúar í
boði Sjómannadagsráðs og sáu
kvikmyndina „Á heitu sumri“ í
Laugarásbíói. Alþýðusambands-
þingið heldur áfram störfum i
dag, og hefjast þingfundir kl.
4 eftir hádegi.
t
Konan mín,
ÞÓRUNN GUBMUNDSDÓTTIR
Barónsstíg 63,
sem andaðist 11. nóvember sl., verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju fimmtudaginn 19. nóvember kl. 10,30 f.h.
Kristmann Ágúst Runólfsson.