Morgunblaðið - 03.12.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.12.1964, Blaðsíða 14
14 MOHGUNBLADI& I Hmmtúðagur S. de*. 1964 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. f lausasölu kr. 5.00 eintakið. EFLING ÆÐRI MENNTUNAR að var vel til fallið að há-* skólastúdentar skyldu til- einka hátíðahöldin 1. desem- ber baráttunni fyrir eflingu Háskólans og íslenzkrar vís- indastarfsemi. Sjálfkjörinn ræðumaður um þetta efni var að sjálfsögðu háskólarektor, Ármann Snævarr. Hann sagði m.a. í ræðu sinni: „Það er ein af grundvallar- staðreyndum þessa máls, að í vændum er mikil fjölgun stúdenta hér á landi næstu ár og áratugi. Með nákvæm- um forsagnaraðferðum er hægt að komast nærri því, hver þessi þróun verði næstu 20 árin. Nú ljúka u.þ.b. 10 af hundraði af 20 ára árgangin- um stúdentsprófi hér á landi. í Noregi er hliðstæð tala í grennd við 17 af hundraði og í Svíþjóð nálægt 16 af hundr- aði. Má fastlega búast við svipaðri þróun hér á landi. Vorið 1966 mun þessi hundr- aðstala hér á landi verða kom- in upp í nálega 12% og ef við- koma stúdentanna næði 16% eftir 8 ár, yrðu stúdentatalan orðin 624 árið 1972 og kæmist upp í 665 vorið 1974, en hún var í grennd við 330 sl. vor. Við þessari ánægjulegu fjölg- un stúdenta þarf að búast af stórhug og framsýni og eru þar ekki ráð nema í tíma séu tekin.“ Þessar upplýsingar sýna svo ekki verður um deilt, hve brýn nauðsyn það er að gera stórátak til að efla alla að- stöðu til æðri menntunar hér á landi. Við íslendingar erum staðákveðnir í því að dragast ekki aftur úr öðrum þjóðum, hvorki menningar- og efna- hagslega. Vegna fámennis okkar verðum við að hagnýta hæfileika sérhvers einstakl- ings til hins ýirasta. Nú á tímum er það fyrst og fremst menntunin, tæknin og fjármagnið, sem þarf til þess að þjóðirnar geti sótt fram til batnandi lífskjara. Háskóla- rektor bendir á, að sérstakan gaum þurfi að gefa kennslu- greinum, sem varði atvinnu- vegi þjóðarinnar, svo sem landbúnaðarvísindi, fiski- fræði, haffræði og þeim grein um, sem varða iðnað. Það er ljóst, að nauðsyn- legt er að treysta tengslin milli Háskólans og atvinnu- vega þjóðarinnar og stórauka rannsóknir í þágu þeirra. Að vísu halda menn að minna sé gert í þessu efni en raun er á, því að sannleikur- inn er sá, að furðu mikið er gert, þrátt fyrir takmörkuð fjárráð og misjafna aðstöðu. Hitt er þó ljóst, að þessa starf- semi verður stórum að auka. íslendingar ættu nú að strengja þess heit að efla mjög Háskólann og vísinda- starfsemi almennt; betri fjár- festing er áreiðanlega ekki tiL LANGUR VINNU- DAGUR, LÖNG FRÍ JAft er um það rætt, hve vinnudagur sé langur hér landi, og áreiðanlega er það rétt, að íslendingar vinna al- mennt meira en margir aðrir, enda eru 2—3 kynslóðir að breyta örsmáu þjóðfélagi í samfélag, sem býður þegnun- um lífskjör á við það sem bezt gerist. Á hinn bóginn eru frídagar hér á landi fleiri en í flestum löndum öðrum, eins og greint var frá hér í blaðinu í gær, þar sem taldir voru upp frí- dagar í ýmsum Evrópuríkj- um og í lj'ós kom, að í aðeins einu eða tveim löndum voru fleiri frí- og helgidagar en hér á landi. Oft hefur verið um það rætt, að ef til vill væru helgi- dagar of margir hér; að heppilegra væri að leitast við að stytta vinnudaginn en fækka heldur helgidögum. Sjálfsagt skiptir þetta ekki miklu máli fyrir velfarnað manna og hvíldartíminn mundi ekki mikið breytast, þótt slík breyting yrði. En þegar menn kvarta und- an löngum vinnudegi er samt rétt að þeir hafi hitt í huga, að hér eru frídagar fleiri en víðast annars staðar. FRJÁLS GJALD- EYRISVIÐSKIPTI jarabætur undanfarinna ára hafa ekki sízt byggzt á því, að innflutningur til landsins hefur verið frjálsari en áður. Þess vegna hefur vörpframboð aukizt og nú fæst úrval góðra vara, sem í mörgum tilfellum er miklu ódýrara en áður, miðað við launatekjur. En aðalatriðið er, að menn geta fengið þær vörur sem þeir þarfnast, og þegar þeir þarfnast þeirra, gagnstætt því sem áður var. Því er hins vegar ekki að neita, að enn er hluti af inn- flutningnum þvingaður vegna viðskiptanna við kommúnista ríkin. Óleyfilegt er að kaupa sumar vörutegundir annars Asigling skammt frá IMew Vork 16 norskir sjdmenn fdrust ÁRDEGIS s.l. fimmtudag' sigldi farþeg-askipið Shalom þvert á norska olíuflutninga- skipið Stolt Dagali út af strönd New Jersey í Banda- ríkjunum, braut það í tvennt og fórust 16 sjómenn er skut ur norska skipsins sökk svo til strax eftir áreksturinn. Shafjom er nýj'asta farþega- skipið í ísraelska fiobanuim., rúmlega 25 þúsund lestir. Norska skipið var tæpieiga 13 þúsund lestir. Mikil þoka var þegar árekst urinn varð. Shiailom var á leið til Karabíska hafsins með 1976 man/ns um borð, far þega og áhöfn. Eniginn meidd ist alvarlega um bprð í far- þegaskipinu, en stórt gat kom á stefni þess. Ekki þó svo að það kaemist ekki af eigin rammleik til New York, þar sem gert verður við það. Af norska skipinu eir það að segja að margir af áhöfn- inni köstuðust í sjóinn við á- reksturinn, og þaðan var þeim bjargað í bjöngunarbáta frá Shalom eða þyrlur, sem komu frá sitöðvuim strand. gæzíiiunnar bandairísku. Björg unaraðgerðir gerngu erfiðlega í fyrstu vegna þokiunniar, og biðu margir norsku sjómann anna í margar klukkustundir um borð í framjhluta sikips síns, sem óttazt var að kynni að sökkva þá og þegar. Marg ir norsku sjómannanna voru mjöig þjakaðir þegar þeir Iþks komiu til New York, en þair var þeim komið í sjúkrahús og eru nú á bata/vegi. Framhluti Stolt Dagali á fl oti. staðar frá, og við höfum tíð- um þurft að sæta misjöfnum viðskiptakjörum af þessum sökum. Það er þess vegna kátbros- legt, þegar kommúnistablað- ið er í ritstjórnargrein í gær að reyna að rökstyðja það, að í rauninni séu viðskipti við kommúnistaríkin frjáls, en gjaldeyrir sjávarútvegs og fiskiðnaðar sé með lagaboði tekinn af þessum atvinnuveg- um, þegar um útflutning til annarra ríkja sé að ræða, eins og blaðið heldur fram. Síðan ræðir blaðið um vörukaup frá Sovétríkjunum og bætir við: „Þá ber tafarlaust að beina þangað vörukaupum til að hagnýta þessa möguleika til fulls, þó það kosti að skerða einræði verzlunarauðvaldsins að sama skapi.“ Gagnstætt verzlunarfrelsi leggur kommúnistamálgagnið þannig til, að þvinguð við- skipti verið aukin. Veit það þó jafnvel og allir aðrir, að með viðskiptafrelsinu bötn- uðu viðskiptakjör landsins stórum, ekki einungis vegna betri kjara á frjálsum mörk- uðum, heldur líka vegna þessr að hagkvæmari samningar náðust við vöruskiptalöndin, þegar við gátum, vegna batn- andi gjaldeyrisstöðu, sýnt þeim fram á, að við værum ekik nauðbeygðir til að kaupa mikinn hluta vörumagns okk- ar frá þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.