Morgunblaðið - 03.12.1964, Qupperneq 17
U * ié
' Fimmtudagur 3. des. 1964
MORCÚ NBLAÐIÐ
1?
Bótamál vegna
bifreiðaáreksturs
ÞANN 9. október sl. var kveð-
inn upp í Hæstarétti dómur í
máli, er reis út af bifreiða-
árekstri, sem átti sér stað á mót-
um Hringbrautar og Laufásvegs.
t máli þessu var fjallar um, hvor
aðili skyldi bera skaðabótaskyldu
veigna þessa bifreiðaáreksturs.
Málsatvik eru þau, að um kl.
19.00 þriðjudaginn 22. maí 1962
var bifreiðinni R-ll ekið austur
Hringbraut á hægri akrein. Bif-
reiðinni R-8427 var ekið frá Lauf
ásvegi yfir nyrðri akbraut Hring-
Ibrautar. Þar sem bifreiðastjóri
Ihennar ætlaði að aka vestur
Hringbrautina, staðnæmdist
íhann milli eyjanna, sem skilur
akbrautirnar, vegna umferðar á
eyðri akbrautinni, en afturendi
(bifreiðar hans stóð þá út í nyrðri
akbrautina. Var þá árekstur með
bifreiðunum þannig, að R-ll
rakst á hægri hlið R-8427. Urðu
allmiklar skemmdir á báðum bif
reiðunum, svo og slys á mönnum,
er í þeim voru.
Eiigandi bifreiðarinnar R-ll
höfðaði síðan mál gegn eiganda
bifreiðarinnar R-8427 og krafði
bann bóta vegna árekstursins.
Samkomulag varð um, að sakar-
efni skyldi skipt, þannig að í
máli þessu var einungis fjallað
um skaðabótaskyldu, en ekki
bótaupphæð.
Ökumaður bifreiðarinnar R-U
skýrði svo frá hjá rannsóknar-
lögreglunni, að hann hefði ekið
á hæigri akrein austur Hring-
brautina. Hann hafði ekki litið á
braðamæli bifreiðarinnar og því
ekki getað gert sér grein fyrir
því, hver hraði hennar var, en
taldi ekki ólíklegt, að hraðinn
hefði verið um eða laust yfir 50
Ikm. Hann kvaðst hafa séð R-8427
íkoma að Hringbrautinni frá Lauf
ásveginum og hægt hefði verið
á ferð þeirrar bifreiðar við gatna
mótin. Hefði hann talið víst, að
bifreiðinni yrði ekki ekið yfir
Igatnamótin. Allt í einu hefði
hann svo áttað sig á því, að
R-8427 var ekið inn á götuna og
í veg fyrir bifreið hans. Hefði
hann þá hemlað með fullu átaki,
en þá hefði verið orðið örstutt
á milli bifreiðanna.
Stefndi, eigandi bifreiðarinnar
R-8427, skyrði svo fra, að hann
hefði ekið bifreið sinni að Hring
braut frá Laufásvegi. Kvaðst
Ihann hafa orðið að bíða nokkuð
við gatnamótin vegna umferðar
«ustur Hringbrautina. Kvaðst
hann síðan hafa séð, að gott færi
gafst til þess að komast yfir
nyrðri akbrautina. Hefði þá ein
bifreið nálgast gatnamótin á
vinstri akrein Hringbrautar, og
á eftir henni hefðu komið bif-
reiðar bæði á vinstri og hægri
Bkrein, en hann hefði ekki beint
athygli sinni að þeim, enda ekki
óttast þær, svo og hefði hann
ekki veitt neinni bifreið athygli,
•e® ekið var áberandi hratt.
Hann kvaðst síðan hafa ekið í
fyrsta ganghraða stigi í meðal-
lagi hratt út á gatnamótin. Hefði
hann þá ekki beint frekari at-
hygli sinni til hægri, þar éð
hann taldi sig ekki þurfa þess.
en beint athyglinni allri að um-
ferðinni á syðri akbraut, en þar
var nokkur bifreiðaumferð. Er
hifreið hans hefði verið komin
með framenda á móts við eyjuna
é milli akbrautanna hefði hann
hægt á ferðinni og ætlað að
etöðva bifreiðina fyrir umferð-
inni vestur Hringbraut. Hann
kvaðst þó ekki hafa stöðvað bif-
reiðina alveg. Hefði hann þá ekki
vitað fyrr en hötgg mikið kom á
hifreiðina. Nokkur vitni voru
leidd í málinu, en eigi gefst hér
færi á að rekja framburð þeirra.
Stefnandi byggði kröfu sína í
málinu á því, áð stefndi hefði
með gálausum akstri bifreiðar
sinnar einn átt alla sök á árekstr
inum, og bæri því al leggja á
hann óskipta fébótaábyrgð á
tjóni því, sem af árekstrinum
varð. í fyrsta lagi hefði stefndi
ekið inn á aðalbraut án þess að
,gæta þar biðskyldu sinnar gagn-
vart umferð um þá götu. í ann-
an stað hefði hann ekki beint
athygli sinni að umferð, sem
kom austur Hringbrautina, er
hann ók inn á gatnamótin. I
þriðja lagi hefði hann sýnt það
iglapræði, að stöðva bifreið sína
þannig, að hluti hennar var á ak-
brautinni og með því lokað ak-
brautinni fyrir R-ll.
Stefndi gerði þá kröfu í þess-
um þætti málsins, að fébóta-
ábyngð árekstursins yrði skipt
þannig, að % hlutar ábyrgðarinn-
ar féllu á stefnanda, en % hluti
á stefnda. Stefndi byggði þessa
kröfu sína á því, að umferðin
austur Hringbrautina, hefði .ekki
truflað stefnda til að aka yfir
hana. Ökumaður R-ll hefði ekið
bifreið sinni of hratt, og einnig
hefði hann ekið fram úr annarri
bifreið við gatnamótin, en til
þessa atriða beggja megi rekja
megin orsök þess, að árekstur
varð. Hugsanlega meðorsök
stefnda á árekstrinum megi
rekja til þess, að bifreið hans
skagaði út í akbraut Hringbraut-
arinnar, en þess bæri þó að gæta,
að hann var á ferð, en ekki alveg
stöðvaður, er áreksturinn varð.
Niðurstöður héraðsdómsins
urðu þær, að lögð var á stefnda
% hlutar ábyrgðarinnar. Var tal-
ið að hann hefði ekki sinnt bið-
skyldu sinni gagnvart umferð á
Hringbrautinni og ennfremur
hefði hann vanrækt að koma bif-
reið sinni svo fyrir milli ak-
brautanna, að hún hindraði ekki
umferð um hana, en til þess
hefði hann haft nægileg rúm.
HinS vegar hefði bifreiðinni R-ll
verið ekið of hratt og ökumaður
hennar ekki sýnt þá varúð við
aksturinn, sem af honum mátti
krefjast, þar sem gatan var bæði
hál oig blaut.
f forsendum að dómi meiri-
hluta Hæstaréttar segir svo:
„Með skírskotun til hins áfrýjaða
dóms, en af gögnum málsins er
Ijóst, að bifreiðinni R-ll hefur
verið ekið all mikið fram yfir
löglegan hraða, þykir rétt, að
aðiljar beri að jöfnu fébóta-
ábyrgð á tjóni því, er hlauzt af
árekstri bifreiðanna." Varð sú
niðurstaða Hæstaréttar. Þá var
málskostnaður fyrir Hæstarétti
felldur niður.
Einn dómari, prófessor Theó-
dór B. Líndal, skilaði sératkvæði
í máli þessu og segir svo í at-
kvæði hans: „(Stefndi) beindi
athygli sinni að umferð frá austri
um syðri akbraut Hringbrautar,
en fyiigdist illa með umferð að
vestan um nyrðri brautina, þótt
honum bæri að hafa nánar gæt-
ur á umferð þar. Hins . vegar
var hraði bifreiðarinnar R-ll
óhæfilegur. Að þessu athuguðu
og að öðru leyti með tilvísun til
forsendna hins áfrýjaða dóms
verður að telja ökumenn beggja
bifreiðanna í sök. Þykir hæfilegl
að (stefndi) beri % af tjóni því,
er stefnandi hlaut af bifreiða-
árekstri þeim, sem mál þetta
fjallar um. Báðir ökumenn óku
þannig, að ámælisvert er og þyk-
ir því rétt, að hvor aðili beri
sinn kostnað af áfrýjun málsins.“
\ — Um bækur
Framhald af bLs. 6
Ennfremur er mönnum lögð sú
lífsregla, sjálsagt að gefnu tilefni,
„að á miðilsfundi skyldu menn
koma þvegnir og í hreinum fatn-
aði.“
★
Nafn þessa greinasafns, Mis-
vindi, er að því leyti vel til fund-
ið, að höfundi verður tíðrætt um
blaðadeilur sínar fyrr og siðar.
Kennir margra grasa í þeim hug-
leiðingum. í greininni fslenzk
blaðamennska hnaut ég um
þessi orð:
„Láta mun nærri að það sem
sem gert hefir mig þjóðkunnan,
sé ádeilugreinar þær, er ég hefi
ritað í meira en hálda öld.“
Við þessi ummæli er ekki
nema eitt að athuga, og það er
þetta: Hvaða sönnun hefur Snæ-
björn Jónsson fyrir því, að hann
sé þjóðkunnur maður?
Ég minnist ekki að hafa
nokkru sinni fyrr vitað mann
lýsa yfir slíku og þvílíku, enda
er varla á færi nokkurs dauð-
legs manns að dæma um, hversu
frægur hann sjálfur er.
Auðvitað má deila um, hve
þekktur maður skal vera til að
teljast þjóðkunnur. Ég gizka á,
að flestir mundu því aðeins telja
mann þjóðkunnan, að nálega
hver karl og kona á gervöllu
landinu kannaðist við hann af
orðspori, og væri þó aðeins taldir
þeir landsmenn, sem komnir
eru til vits og ára. Éig dreg
mjög í efa, að helmingur fulltíða
manna á íslandi, hvað þá fleiri,
kannist við „ádeilugreinar“ Snæ-
bjarnar JónssöViar.
Ef allur sá fjöldi, sem lætur
eftir sig greinar í íslenzkum dag-
blöðum, á að teljast til þjóð-
kunnra manna, getur ekki leik~
ið vafi á, að við íslendingar eig-
um aligert heimsmet í þjóðkunn-
um mönnum — miðað við fólks-
fjölda.
En hvort sem Snæbjörn Jóns-
son er meira eða minna þekktur,
er ekki um að villast, að hann
hefur verið liðtækur í blaða-
deilum. Þeir, sem hafa ekki vit-
að það fyrr, geta nú sannreynt
það af bók hans.
Hins vegar er mér nokkur ráð-
gáta, hvers vegna hann lætur nú
endurprenta þessar svokö'lluðu
ádeilugreinar sínar. Deiluefnin
eru yfirleitt svo fáferígileg sem
framast má verða. Sums staðar
er varla á hreinu, á hvað er verið
að deila og hvers vegna.
En eflaust hafa þessi deilumál
verið mikilvaag frá sjónarmiði
höfundar. Og það má vera ljóst
af þessum sýnishornum greina
hans, að hann hefur ekki látið
troða sér um tær umtölulaust.
Það mætti segja mér, að allt eins
hafi hallað á andsæðinginn, þeg-
ar í brýnu sló. Af því væri hægt
að draga þá ályktun, að höfund-
ur skuldaði ekki neinum neitt í
þeim sökum.
En víkjum aðeins að einni
greininni, sem nefnd er íslenzkt
landráðamál. Þar gerir hann
grein fyrir persónulegum erjum
sínum við einhverja menn í upp-
hafi heimsstyrjaldarinnar síðari.
„Fer því fjarri,“ segir hann
meðal annars, „að nú sé mér
gremja í hug til nokkurra þeirra
manna, er á sínum tíma vildu
svifta mig mannorði og bökuðu
mér fjárhagstjón og talsverð
leiðindi. Mér er algerlega mein-
laust til þeirra allra, lifandi ag
látinna.“
Við niðurlag sömu greinar
segir og:
„Ég lét mér nægja að verja
mannorð mitt. Mér mun því
aldrei verða borið á brýn að ég
sýndi hefnigirni gagnvart þeim
mönnum, er tilefnislaust höfðu
ofsótt mig.“
Þetta eru fögur orð. En það er
kannski vegna þess, að ég skil
ekki hugsanagang höfundar, að
mér finnst grein hans vera hreint
ekki svo meinlaus, sem hann vill
vera láta. Og þar sem þetta um-
rædda mál, sem hann kveðast
hafa unnið fyrir dómstóli, var í
rauninni persónulegs eðlis, fæ
ég ekki skilið, hvað hefur komið
honum til að endurvekja það nú
að aldarfjórðungi liðnum, ef hon-
um væri nú horfin öll gremja til
þeirra manna, sem „tilefnislaust
h’öfðu ofsótt“ hann.
í síðari hluta Misvindis eru
minningargreinar um ýmsa karla
oig konur, og er sá hluti bókar-
innar stórum viðfelldnari.
Erlendur Jónsson.
- Kvennadálkar
Framhald af bls. 12
haldið bazar á vorin og stað-
ið fyrir kaffisölu á kirkjudeg-
inum okkar.“
„Vinnið þið kannski að baz-
armunum í saumaklúbbnum? “
„Bæði og, eftir því sem hver
og einn vill. Hér fær hver og
einn að ráða sér sjálfur.
Saumafundirnir okkar eru
fjörugir og skemmtilegir og
ekki spillir það kátínunni að
vera sér þess meðvitandi, að
með því að hittast af og til
getum við látið eitthvað gott
af okkur leiða.“
Þegar hér var komið sögu,
bauð húsmóðirin, Þórey Berg-
mann, öllum í kaffi, og yfir
rósóttum og fagurskreyttum
tertum var tekið upp léttara
hjal, sem forboðið var að láta
á þrykk ganga.
— Zonta-klúbburinn
Framhald af bls. 15.
un í meðferð heyrnardaufra.
2. Vinna þarf að því að full-
orðnir fái fullan aðgang að
fullkomnustu heyrnarhjálp-
arstöð.
3. Vinna þarf að því að starf-
semi heyrnarhjálparstöðvar-
innar nái til allra landsins
barna, þannig að aðstaða
þeirra sé söm, hvar sem þeir
búa á landinu.
Zontaklúbburinn ætlar ekki að
láta hér staðar numið. Hann hef-
ur í hyggju að kosta aðra stúlku
til sérþjálfunar i heyrnarmæling-
um eða jafnvel styrkja ungan
lækni til sérnáms í þessari grein.
Bættir möguleikar hinna heyrn
ardaufu barna til að fá þann
bata sem kostur er á og um leið
eðlilegt og hamingjusamt líf þeim
til handa, er takmarkið sem
stefnt er að.
Því er nú enn farið af stað I
fjáröflrínarskyni og er Zonta-
klúbburiinn bjartsýnn um árang-
urinn.
(Fréttatilkynning).
KEFLAVÍK
Hefi opnað aftur að Tjamargötu 17.
Gjörið svo vel að panta jólalagninguna tímanlega.
Hárgreiðslustofan ÍRIS.
Verzlunarstarf
Duglegur karlmaður óskast í kjöt-súð.
*
Verzl. Asgeir
Sími 34320.
Höfum fengið nýja sendingu
af sérstaklega falleg-
um kjólum, m.a.
ódýrir unglingakjólar
úr riffluðu flaueli
og ullarefni.
Tilvaldir jólakjólar
fyrir dótturina.
Tízkuverzlunin Guðrún
Kauðarárstíg 1.
Sími 15077. Bílastæði við búðina.