Morgunblaðið - 03.12.1964, Page 26
26
MORCU N BLAÐIÐ
i
Fimmtudagur 3. des. 1964
| Mttafiííttir morgiiudsi RIS illlHilii * 1
• ,> \ ’ s , J
jr
Armann vann KR 5:2 í slags'
málaleik í sundknattleik
Kven- og drengjasveit Ármanns
settu met i boðsundum
ENN ER J>að Ármann, sem fagn-
ar sigrinum í sundknattleik. í»eir
unnu í gærkvöldi hið unga, en
vaxandi lið KR-inga með 5 mörk
um gegn 2. Sá sigur er þó nokkru
stærri en gangur leiksins gaf til
kynna, því tvö mörk sín fengu
Ármenningar nokkuð ódýrt,
Lélegur leikur
Liðin eru mjög jöfn. Ekki er
hægt að segja að þau séu góð, því
meirihluti leiksins voru ólögleg
slagsmál og helmingur af því
sem ekki var slagsmál var leik-
ið eftir aðferðinni „eitthvað í átt
ina að marki mótherjanna“.
KR skoraði fyrst úr vítakasti
(Sigmar Björnsson) en Siggeir
Siggeirsson jafnaði með góðu
skoti. 1:1 stóð eftir leikfjórðung.
í 2. leikfjórð. náði Pétur Krist-
jánsson forystu fyrir Ármann
með snöggu skoti. f 3. leikfjórð
ungi var heppnin sannarlega með
Ármenningum er Gunnar Jóns-
son skoraði þrívegis, að vísu með
góðum skotum, en eftir að hafa
fengið ^knöttinn fyrir tilviljun
eina. Lokaorðið höfðu svo KR-
ingar eftir fallegt upphlaup rétt
fyrir leikslok og skoraði Dani
einn er leikur í liði þeirra.
-- XXX ----
Sundknattleikur svona leife-
inn getur orðið spennandi en
aldrei verður hann skemmti
legur, til þess eru slagsmálin,
káfið og tilviljanirnar allt of
mikið atriði. Lið KR hefur vel
kraft á við Ármann, en skort-
ir reynslu. En þess verður
ekki langt að biða að KR
steypi Ármanni af áratuga-
löngum valdastóli í þessari
greín.
Sundkeppnin
Sjö sundgreinar fóru fram áð-
ur en úrslitaleikurinn hófst. Ekki
var þar um nein glæsileik að
ræða í fullorðinssundunum utan
það eitt a'ð Guðm. Gíslason sigr-
aði með yfirt>urðum í 200 m
bringusundi nær keppnislaust á
2.41.2 mín og virðist geta ógnað
metum í þessari grein einnig en
hann hefur átt öll met í öllum
öðrum sundgreinum.
Davíð Valgarðsson sýndi til-
þrif í 100 m og Trausti Júlíusson
kom þar skemmtilega á óvart.
Hrafnhildur sigraði í kvenna-
sundunum en var nú óvenjulega
þung enda ekki æft að undan-
förnu.
Metin settu að þessu sinni urng
lingar í boðsundum. Sveit Ár-
manns setti íslandsmet í 3x50 m
þrísundi kvenna á allgóðum tíma
og sveit Selfoss var einnig undir
gamla metinu. í metsveit Ár-
manns voru Eygló Hauksdóttir,
Hrafnhildur Kristjánsdóttir og
Matthildur Guðmundsdóttir.
Þá setti sveit Ármanns drengja
met í 4x50 m skriðsundi á 1.55.1
í sveitinni voru Gunnar Kjartans
son, Gísli Þórðarson, Þorsteinn
Ingólfsson og Trausti JúMusson.
Drengjasvedt Ægis var einnig
undir gamla metinu.
Nokkuð var hávaðasamt á
þessu móti — ekki af fögnuði j
fólksins, heldur af skvaldri og
gólum unglinga í tíma og ótíma.
Ný ljós í sundihöllinni eru áhorf
endum slæm og gefa næsta ná-
lega birtu. Hátalarakerfið er
mun verra en í fyrra og vart
faægt að greina hvað þulur segir
Helztu úrsMt:
100 m skriðsund karla. 1. Davíð
Valgar'ðsson ÍBK 59.6 2. Trausti
JúMusson Á 1.00.8 3. Logi Jóns-
son KR 1.03.7.
100 m bringus. kvenna 1. Hrafn
faildux Guðmundsd. ÍR 1.25.0 2.
Matth. Guðmundsd. Á 1.27.4 3.
Eygló Hauksd. Á 1.28.8 1
200 m bringus. karla Guðm.
Gíslason ÍR 2.41.2 2. Árni Þ. Krist
jánsson SH 2.48.5 3. Fylkir Ágústs
son Vestra 2.49.0.
50 m skriðs. kvenna. Hrafnh.
Guðmundsd. ÍR 30.3 2. Ingunn
Guðmundsd. Selfoss 32.0 3.
Hrafnlh. Kristj'ánsd. Á 32.0.
3x50 m þrísund kvenna. Ár-
mann 1.51.4 (Met) 2. Sglfoss
1.55.1 3. Ægir 1. 59.6.
4x50 m skriðsund karla.
Drengjasv. Á 1.55.1 2. Sundfél.
Hafnarfj. 1.57.5 3. KR 1.58.7.
Juventus frá Torino tryggði
sér rétt til 8 liða úrslita í
Evrópubikarskeppni borga
(Messeby-bikarnum) með 1-0
sigri yfir franska liðinu Stade
Francais. Fyrri leik liðanna
lauk með jafntefli.
Alþjdða OL-nefndin setur
knattspyrnusambandinu
kröfur
HEIMUT Kaeser, framkvæmda
stjóri alþjóða knattspyrnusam-
bandsins hefur skýrt svo frá, að
alþjó’ða Olympíunefndin hafi
krafizt þess að innan eins árs
verði aliþjóðlegt samband áhuga-
knattspymumanna. Kaeser bætti
því við að krafa þessi væri hlægi
leg.
Skoðun þessa lét Kaeser í ljós
í viðtali í svissnesku blaði þar
sem hann ræddi um áðurnefnda
kröfu allþjóðasambandsins. Hann
bætti þvi við að alþjóðanefndin
gedði sér ekki ljóst hvað hún
væri að tala um. Alþjóðanefndin
verður að meta kröfur nútimans
og skilja mismunandi sjónarmið.
Það gæti faún vel ef húrk kynnti
sér starf alþjóðaknattspymusam-
bandsins sem teldi ótrúlegan
fjölda landssambanda þar sem
sinn væiri si’ður í landi hverju
varðandi afstöðuna til atvinnu-
mennsku og áfaugamennsku.
Danir unnu
*
IsraeBsmenn 1:0
DANIR fengu svolitla sárabót
fyrir tapið geign Grikkjum s.L
sunnudag er þeir í gær sigruðu
landslið ísrael með 1—0 i Jaffa.
Þessi leikur var vináttuleikur og
ekki liður í neinni alþjóðakeppni
sem tapleikur Dana gegn Grikkj-
um.
ísraelsmenn áttu meira I fyrri
hálfleik en smám saman tóku
Danir völdin. Markið kom um
miðjan síðari hálfleik. Ole Mad-
sen var einn með markverði
fsraels en sendi til Tom Sönder-
gaard sem var óvaldaður og skor-
aði af 15 m. færi.
ppiliniPif!
Irsku körfuboltamennirnir
áhyggjufullir
HRAFNHILDUR
vann tvær greinar
fyrir leik við IR
Lið þeirra tapaði fyrir skömmu
í fyrsta sinn í 80 leikjum
FRÉTTARITARI Mbl. í Bel-
fast á írlandi segir að mót-
herjar ÍR-inga í 1. umferð
um EvrópubiEar í körfuknatt
leik, liðið Collegians í Belfast,
hafi þungar áhyggjur af því,
hversu liðinu gengur miklu
ver að skora stig nú en áður.
Hæfnin til að skora var um
þriggja missera skeið það
vopn liðsins, sem gerði það
ósigrandi bæði í deildakeppni
í írlandi og í bikarkeppninni
í Norður-írlandL
E>n frá því í október að
keppnistímabilið í írlandi
hófst hefur liðið átt í mestu
erfiðleikum og basli með að
sigra lið sem það vann áður
létt og auðveldlega.
Og fyrir 3 vikum kom reið-
arslagið fyrir liðið. Það tap-
aði leik fyrir liði bandarískra
hermanna — og þetta var
fyrsti ósigurinn sem það
beið í 80 leikjum.
Þjálfari liðsins Brian Mc-
Mahon segir að margir liðs-
menn þess hafi leikið í
landsMði af og til og þeir séu
höfuðstoð liðsins. Hann tel-
ur leik liðsins úti á vellinum
eins góðan nú og áður en get-
an til að skora hafi minnkað
og enn ekki verið endurheimt
þrátt fyrir ítrekaðar tilraun-
ir. „Við getum aðeins vonað“,
segir hann „að hæfileikinn
komi aftur í ljós þegar við
hittum ÍR“.
Collegians öðluðust tæki-
færi tii að taka þátt í Evrópu
keppninni þegar liðið Celtic
í Belfast taldi það of áhættu-
samt fjárhagslega að taka
þátt í keppninni þriðja árið
í röð. Celtic Mðið hafði áunn-
ið sér réttinn til þátttökunnar
nú sem fyrr. Collegians sem
urðu í öðru sæti í úrsMtum
um réttinn ákváðu að nota
sér tækifærið og verða annað
írska liðið sem mætir í keppn
inni. Collegians eru núver-
andi bikarmeistarar í körfu-
knattleik í írlandi. Liðið bygg
ir sinn leik mest í kringum
hinn ágæta körfuknattleiks-
mann McMahon sem er 1,93
sm og landsliðsmanninn Ge-
orge Clarke sem æfinlega er
stigahæstur í keppni. Þessir
skara fram úr í Mðinu. Tvær
aðrar „stjörnur“ eru Eddie
Mulholland sem lék í liði
Cambridge og Bob Abbott
sem verið hefur í úrvalsliði
alls brezka flughersins.
Liðsmenn eru aMir írskir og
búa flestir í og við Belfast.
Aðspurðir kváðust þeir
ekki hafa byggt upp neina
sérstaka leikaðferð fyrir leik-
inn við ÍR-inga, en myndu
treysta á almenna hæfileika
liðsins og ákvarðanir yrðu
ekki teknar fyrr en þeir sæju
lið ÍR-inga.
5>tjorn Frjalsiiprouasamoanos
íslands sem endurkjörin var
á ársþingi FRÍ um helgina. í
fremri röð f.v.: Björn Vil-
mundarson, Ingi Þorsteinsson,
form. og Þorbjöm Pétursson. |
Aftari röð f.v.: Höskuldur
Goði Karlsson, Örn Eiðsson,
Jón M. Guðmundsson og
Svavar Markússon.
(Ljósm. Sv. Þorm.)
Urslit í
körfuboltakeppni
ÚrsMt leikja í körfuknattleiks-
móti Reykjavíkuir í KR-húsinu
þann 1. desemiber.
1. leikur KR-6 Árm.-4
2. —KR-26 Árm-23
3. —ÍRb-19 Áa-14
4. —KFR-30 ÍR-25
5. —ÍR-53 KR-34
Búlgarar og
Rússar 0-0
LANDSLIÐ Búlgara og Rússa 1
knattspyrnu skildu jöfn í lands-
leik á sunnudag. Hvorugt liðið
skoraði mark. Leikurinn var lið-
ur í undankeppni heimsmeistara-
keppninnar sem lýkur í Eniglandi
1986.
Moskvuliðið Dynamo sigraði
liðið Alianz í Lima á þriðju-
dag með 2-1 í knattspymu-
leik þar sem staðan var 1-0
fyrir heimamenn í hálfleik.