Morgunblaðið - 12.12.1964, Blaðsíða 2
Í2
MORGUNBLAÐIÐ
- Laugardagur 12: des. 1964
tiamrafellið í leigu hjá
Esso í New York
< He'ur verkefni fyrir hálft næsta ár
TEKIZT hefur að leigja Hamra-
íellið, olíuflutningaskip Sam-
ífoandsins, til 30 daga flutninga
íyrir Esso í New York. Það mun.Jands á þessu ári. En þetta er
sigla frá Venezuela til hafna í
lEvrópu, Norður-Aemríku eða
Suður-Ameríku, skv. upplýsing-
um sem fréttamenn fengu hjá
Hirti Htjartar, forstjóra skipa-
deildar SÍS, en samningar um
jþetta voru gerðir í fyrrakvöld.
Verð er hagstætt, samsvarar
•43 % shilling á tonnið. Að öðru
leyti mun Hamrafellið flytja á
jþessu ári 3 farma fyrir Olíufé-
lagið frá Suður-Ameríku til ís-
lands og fara í 4-6 vikur í flokk-
unarvíðgerð, og eru þannig verk
efni fengin fyrir hálft árið, en
síðan verður reynt að fylla í
skörðin með leiguferðum, en
Hjörtur taldi að erfiðleikar yrðu
•á að fá þær, þó svo vel hefði
tekizt til núna, einkum þegar
ikemur fram á sumarið.
Hamrafellið missti, svo sem
áður hefur verið frá skýrt, flutn-
inga þá ,sem það hafði í fyrra
á 40% af olíunni frá Rússlandi
til Islands, er Rússar buðust í ár
til að flytja í ár til íslands al^a
oiíuna fyrir 25 shillinga tonnið,
sem er lægra en fragtverðið sem
Hamrafellið þurfti að fá. En
markaðsfragtin varð að meðal-
tali í fyrra 33 shillingar á tonn-
ið á olíuflutningum Hamrafells-
ins. Við þetta stóð Hamrafellið
uppi 14. nóv. í haust verkefna-
laust fyrir árið 1955, ag skýrði
Hjörtur blaðamönnum frá þeim
erfiðleikum á blaðamannafundi í
gær. Um 3 möguleika var að
ræða, selja skipið, leigja það eða
reyna að klóra í bakkann og
halda skipinu undir íslenzkum
fána. Var síðasti kosturinn tek-
inn. Síðan hefur verið unnið að
því að fá verkefni fyrir skipið,
sem sigldi á meðan af stað upp á
von og óvon og loks í fyrrakvöld
tókst að fá fyrsta verkefnið;
leigja skipið til olíuflutninga í
30 daga fyrir betra verð en feng-
ust í olíuflutningunum til Rúss-
aðeins byrjunin á baráttu við að
finna verkefni og semja um þau,
sem standa mun allt næsta ár,
ságði Hjörtur, og ekki er að vita
hvernig gengur næst. Má búast
við að ekki náist eins góðir samn
ingar.
Þrjár ferðir með oliu til íslands
Næsta ferð skipsins verður
svo sennilega farmur fyrir Olíu-
félagið í janúar, og verður hann
fluttur til Keflavíkur, en þá geta
skipsmenn fengið að koma heim
til fjölskyldna sinna. Verða tveir
aðrir slikir farmar fluttir til ís-
lands fyrir Olíufélagið, sem á
hálft skipið, sennilega í maí og
september.
adttb.
Dómur kveðinn upp yfir togaraskipstjóranum á Kingston Jacinth. Frá vinstri: Þorsteinn Steft'nfl
son hafnarvörður, Sigurður M. Helgason bæjarfógetafulltrúi, forseti dómsins, Bergrþóm Krist-
jánsdóttir, ritari dómsins, Bjarni Jóhannesson skipstjóri og Ragnar Stefánsson dómtúlkur, sem er
að þýða úr gerðabók réttarins fyrir sakborning, en hann situr gegnt dómendum. Ljósm. Sv. P.
260 þús kr. sekl
Akureyri 11. des.
DÓMUR var kveðinn upp um
hádegið i dag í máli Harry Shak-
speare Ford skipstjóra á togar-
anum Kingston Jacinth frá Hull,
sem tekinn var í fyrrakvöld að
ólöglegum veiðum út af Geir-
ólfsgnúpi.
Skipstjórinn var dæmdur til að
greíða 260 þús. krónur i sekt og
til greiðslu satkarkostnaðar auk
þess sem afli og veiðarfæri voru
gerð upptæk.
Skipstjóri áfrýjaði dóminum til
Hæstaréttar.
Eftir að trygging hafði verið
sett fyrir greiðslunni hélt tog-
arinn úr höfn. — Sv. P.
Fangelsisdómur á
bátsskipstjóra úr
Vestmannaeyjum 11. des.
RÉTTARHÖLDUNUM í máHi
skipstjóranna fjögurra, sem tekn-
ir voru við meintar ólöglegar
veiðar í landhelgi út af Ingólfs
höfða í fyrradag, er lokið, að
undanleknu máli skipstjórans á
m/b Björgu VE 5.
Dæmdir voru: Ágúst Bergsson
skipstjóri á Kap II. VE 4 og
hlaut hann 20 þús. króna sekt
og afli og vefðarfæri upptæk
gerð, Adolí Magnússon skipstjóri
á m.b. Ingþóri, sem hlaut sama
dóm og Guðmundur Guðfinns-
son Kap VE 272, er hlaut 30 þús.
króna sekt og afli og veiðarfæri
upptæk gerð og auk þess tveggja
mánaða varðhald. Dómur hans
er þyngri en hinna sökum þess
að um ítrekað brot var að ræða.
Yfirmonnaskipti
hjó varnaríiðinu
ÞANN 16. janúar n.k. verða yfir-
mannaskipti hjá varnarliðinu á
Keflavíkurflugvelli. Þá mun
Paul D. Buie, flotaforingi, sem
verið hefur yfirmaður varnar-
liðsins, kveðja, en við yfirstjórn-
inni tekur Ralph Weymouth,
flotaforingi.
„HljóÖláti" maðurinn
í ríkissfjórninni
| Dean Rusk, ufanríkisráðherra
UTANRiKISRAÐHERRA
Bandaríkjanna, Dean Rusk,
seni væntanlegur er hing-
að tii lands í dag, hefur
gegnt því embætti frá 1961.
Það var Kennedy Banda-
ríkjaforseti, sem skipaði Rusk
í embætti utanríkisráðherra,
er hann myndaði stjórn sína.
Rusk var fljótiega nefndur
„hljóðláti" maðurinn innan
ríkisstjórnarinnar, vegna þess
að hann er mjög hlédrægur
og á vart annað áhugamál en
að hugsa vandamálin, kryfja
þau til mergjar og finna heilla
drjúga lausn. Embætti utan-
ríkisráðherra er mikilvægast í
stjórn Bandarikjanna, þegar
frá er talið embætti forsetans
sjálfs og ætla mætti, að Kenn-
edy hefði þekkt Rusk náið,
þegar hann ákvað að útnefna
hann utanríkisráðherra. Svo
var þó ekki, Því að fundum
þeirra bar fyrst saman fáum
dögum fyrir útnefninguna. En
Kennedy þekkti Rusk af orð-
spori, því að hann hafði lengi
starfað að alþjóðamálum, þótt
hann léti lítið á sér bera.
Áður en Rusk tók við em-
bætti utanríkisráðherra var
hann forseti Rockefelles-stofn
unarinnar. Hann er fæddur í
Georgíu í febrúar 1909. Var
faðir hans prestur og kenn-
ari, þar til hann missti rödd-
ina vegna sjúkdóms í hálsi og
vann þá fyrir fjölskyldu sinni
sem bréfberi. En þrátt fyrir
litlar tekjur, kom hann fimm
börnum sínum til mennta. —
Dean Rusk var góður náms-
maður og stundaði nám í Ox-
ford, þar sem hann hlaut styrk
vegna góðs námsárangurs. —
Frá Oxford hélt hann til Ber-
línar til þess að auka mennt-
un sína og strax og heim kom
árið 1934, var hann ráðinn að-
stoðarprófessor í stjórnvísind-
um og alþjóðasamskiptum við
Mills College í Oakland í Kali-
forníu.
í síðari heimsstyrjöldinni
gegndi Rusk herþjónustu og
var m.a. varaformaður for-
ingjaráðs Josephs Stillwells í
Burma. Að stríðinu loknu
gekk hann I þjónustu hermála
mótor-
Eyjum
Um mál skipstjórans á Björgu
VE 5 er það að segja, að því var
frestað um nokkurn tima, og frek
ari réttarhö'ld og rannsókn fara
fram í því máli, þar sem skip-
stjóri óskaði eftir sérstökum
verjanda, sem ekki bafði verið
tilnefndur er málið var dómtek-
ið. — Björn.
Hljóma-hljóm-
leikar til á^óða
fyrir Flateyrar-
söfmmina
HLJÓMSVEITIN HLJÓMAR í
Keflavík gengst fyrir skemmt-
un í Nýja bíói í Keflavík kl. 4
í dag, laugardag. Allur ágóðinn
af skemmtuninni rennur til Flat-
eyrarsöfnunarinnar.
Vetrorhjólpin
í Hafnarfirði
VETRARH J ÁLPI'N í Hafnar-
firði er tekin til starfa og er
þetta 25. starfsár hennar.
í fyrra söfnuðust 114.200,00 kr.
Þar af lagði bæjarfélagið fram
45 þús, en einstaklingar og fé-
lagasamtök ásamt þeim er lög'ðu.
í almenna 9Öfnun, hitt. I fyrra
var úthlutað í 179 staði bæði
fjölskyldum og einötaklingum,
Vetrarhjálpn í Hafnarfirði
kvað þörfina sízt minni nú en
í fyrra og taidi mikla ástæðu nú
til að styrkja og gleðja þá sem
minnstu hafa úr að spila fyrir
jólin.
Skátar munu fara um bæinn
næistkomandi mánudag og þriðju
dag eins og undanfarin ár og
kvað Vetrarhjálpin þess vænzt
að bæjarbúar tækju þeim vel áð
vanda.
Þá mun stjórn VetrarhjáIpar-
innar einnig táka á móti gjöif-
um en hana skipa:
Garðar Þorsteinsson prófastur,
sr. Kristinn Stefánsson, Þórður
Þórðarson, framfærzlufuilltrúi,
Gestur Gamalíelsson, kirkju-
garðsvörður og Gísli SLgurgeirs-
son, heilbrigðisfulltrúi.
Batik og Kera-
mik í Gallery 16
SÍÐDEGIS í dag verður opnuiS
í Gallery 16 sýning á munum úi
keramik og batik. _ Standa að
henni tvær listakonur, frú Sig-
rún Jónsdóttir (batik) og frú
Hedi Guðmundsson (keramik)
Einnig verða á sýnin,gunni nokk-
ur Rya-teppi, sem frú Sigrún
hefur gert.
Framhald á bls. 31
Dean Rusk
ráðuneytisins í Washington,
en í janúar 1948 gerðist hann
starfsmaður utanríkisráðu-
neytis Bandaríkjanna og
gegndi störfum þar meðan
Harry S, Truman var forseti.
Hann sagði af sér þegar
Dwight D. Eisenhower tók
við forsetaembætti 1953 og
varð þá forseti Rockefeller-
stofnunarinnar, en var um
leið ráðgjafi Johns Foster
Duiles um ýmis mál.
Dean Rusk er kvæntur og
þriggja barna faðir.
l.tOST var um allt land í gæt
eins og undanfarið. Á Vest-
fjörðum var talsverður strekk
ingur og snjóaði norðan til.
Víðast ananrs staðar var úr-
komulaust. Fór að hvessa sunn
anlands upp úr hádegi ag alli
því lægðin sem sést á kortinu
um 500 km fyrir sunnan landi.
Var hún á hreyfingu norð-
austur.
Veðurhorfur næsta sólar-
hring. — SV-land, Faxaflói:
Ailhvass NA í nótt en hvass
norðan á morgun, skýjað með
köflum. —; Breiðafj. og mið:
Allhvass í nótt, hvass N á
morgun, sums staðar dálítil
snjókoma. Véstfirðir og mið:
NA hvassviðri eðá stormur.
Norðlægari á morgun, dálitil
snjókoma. Norðurland og NA-
land: NA stinningskaldi, síðan
hvass norðan, dálítil snjókoma.
Norðurmið: NA og síðar N
hvassviðri og snjókoma. —
Austfirðir, NA-mið og Aust-
fjarðarmið: NA hvassviðri eða
stormur, norðlægari á morg-
un, snjókoma. SA-land og SA
mið: NA hvassviðri eða storm-
ur og víða snjókoma fyrst, en
léttir til með norðan hvass-
viðri í fyrramálið. — Austur-
djúp: SA hvassviðri og rigning
fyrst, gengur í SV hvassviðrí
með skúrum sunnan til en
N hvvassviðri og slyddu norð-
an tiL