Morgunblaðið - 12.12.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.12.1964, Blaðsíða 6
MORGU N BLAÐIÐ Laugardagur 12. des. 1964 UM BÆKUR íslenzkar liósmæður fslenzkar Ijósmæður III. Æviþættir og minningar. Séra Sveinn Víkingur bjó til prentunar. Kvöldvökuútgáfan h.f. Akureyri. í ÞES'SU þriðja bindi ritsafnsins, íslenzkar' ljósmæður, eru 33 þættir. f einum þættinum, Ljós- mæður í Örævum, er getið þrett- án kvenna er fengizt hafa við ijósmæðrastörf. Hefur þá verið sagt frá 100 ljósmæðrum í öllu ritsafninu. Þessar ljósmæður hafa starfað víðsvegar um land- ið, allt frá því seint á 18 öld, og fram undir miðja þessa öld. En flestar hafa þær lifað og starfað á seinni hluta 19. aldar og á fyrstu áratugum þessarar aldar, eða áður en tæknimenningin gerði alger þáttaskil í lífi þjóðar- innar. Það er sameiginlegt einkenni allra þessara ljósmæðraþátta, að þeir eru lausir við mælgi, skemmtilegir að lesa, og þeir igeyma margþættan menningar- sögulegan fróðleik. Ljósmæðurn- ar hafa kynnzt öllum stéttum þjóðfélagsins og högum þeirra. Það sýnist hafa verið sameigin- kijt öllum þeim ljósmæðrum, sem þættir þessir segja frá, að þær hafa tekið að sér starfið vegna áhuga, en ekki vegna laun anna ,sem lengst af voru mjög lítil. Og sumar Ijósmæðurnar rriunu hafa gefið bláfátækum sængur konum eins mikið oig narri launum þeirra sjálfra. Þess er getið nokkrum sinnum, að þær klæddu sig úr nærfötum sínum til þess að skýla hvítvoðungnum, er hann kom í veröldina, því að svo fátæk var móðirin, að hana vantaði allt til þess. Stundum bjuggu þær sig út með nærföt og annað, sem þær þóttust vita að móðir og barn myndu van- haga um. Ekki var þó því láni að fagna, að ljósmæðurnar væru að jafnaði mjög vel efnum bún- ar. Margar þeirra bjuggu við þröngan kost, en þær voru dug- miklar og fórnfúsar og létu ekki eigin fátækt buga sig. Yfir flest- u* *m þeirra var höfðingleg reisn. Örbirgð sumra sængurkonanna var átakanleg. Ég tek hér upp nokkrar línur úr þætti um Guð- rúnu Einarsdóttur, er var ljós- móðir í Selvogi um síðustu alda- mót, og sagt er um, að hafi í senn verið ljósmóðir og læknir byggð ariagsins: „Húsakynnin voru svo hrorleg, að naumast gátu þau kallast skýli fyrir gripi, hvað þá mannabústað ir. Sængurkonan lá á hlöðnum grjótbálki, engin sæng, aðeins gamalt heyrusl í fletinu og breidd vaðmálsdula undir kon- una. Við þesar ástæður ól kon- an tvíbura og heilsaðist bæði börnum og móður sæmilega. Eng in flik var til utan á börnin, eng in hreinlætistæki, engin dula til þess að unnt væri að skipta um í rúminu, né heldur til að klæða konuna í að loknum bamsburðin um. Ljósmóðirin hafði engin önnur ráð en að klæðast sjálf úr fötunum að miklu leyti, til þess að nota þau til þess að hlúa að konunni...... Ljósmóðirin tók annað bamið heim með sér, en hitt tók nágrannakona......Yfir leitt var það venja Guðrúnar að t&ka börnin og fóstra þau hjá sér fyrstu vikurnar, er heimilis- ástæður voru örðugar og fátækt- ar maður áttu í hlut.“ „Hún kom ætíð sem ljósgeisli á heimilið..... Skörungsskapur- inn og stjórnsemin voru svo ör- ugg og góð, að líkt var sem allir erfiðleikar væru úr vegi ruddir. Henni var að fullu treyst til hvers sem gera þurfti“. Þannig er kom izt að orði um Jórunni ljósmóð- ur Jónsdóttur í Rauðanesi. Líkt Lucíuhátíð á morgun EINS og undanfarin ár heldur fslenzk-sænsika félagið Lúcíuhó- tíð á Lúcíudaginn 13. desember. Verður fagnaðurinn haldinn í Leikhúskjallaranum á sunnudags kvöld og þar ýmislegt til sikemmt unar að venju. Sænski sendikenn arinn Sven Magnús Orrsjö mun flytja Lúsíuræðu, Krisitinn Halls son syngur einsöng með undir- leik Carls Biilidhs og síðast en ekki sízt koma fram Lúcía og þemur hennar, syngja og skenkja gestum Lúcíukafifi. Að lokum verður stiginn danis. þessu er sagt af höfundum þátt- anna um fleiri ljósmæður. Allsstaðar kemur það fram í ljósmæðraþáttunum, að Ijósmæð- urnar voru jafnan viðbúnar og fljótar í heimabúnaði, þegar þeirra var vitjað, hvort sem var að nóttu eða degi, og hvernig sem heimilisástæður þeirra voru. Kjarkur þeirra virðist og jafnan hafa verið óbilandi. Þær lögðu út í dimma hríðarbylji, fóru yfir illfæra fjallvagi, og þess voru dæmi, að þær lögðu út í ár á undan fylgdarmönnum sínum, er þeir töldu ófærar. Og í sjóferð- um sýndu þær sama hetjuskap- inn. Það er undrunarvert, hvað þeim varð sjaldan að tjóni þessi dirfska. Það er aðeins getið einn- ar yfirsetukonu, er fórst af slys förum er hún var sótt til sæng- urkonu, Var það Margrét Rich- arðsdóttir frá Búðum í Fárskrúðs firði. Fórst hún í snjóflóði í Kyrruvíkurskriðum ásamt einum fylgdarmanna sinna á leið til Vattarness árið 1895. Oft kemur það fram, hve mjög margar ljósmæðranna treysta æðri handleiðslu, og að trú þeirra hafi orðið þeim aflgjafi til þrek- virkja og úrræða. í tveim þátt unum er sagt frá trú þeirra á duldar verur. í íslenzku þjóðsög um eru margar sagnir um huldu- fólk, og er sú ein tegund þeirra, að huldumenn vitji stundum mennskra kvenna til þess að sitja yfir konum sínum. Tvær slíkar sögur eru í þáttum þess- um. Er þar talið að Ijósmæður þessar, hafi þakkað það fyrir* bænum álfkona þeirra, er þær sátu yfir, hve vel þeim heppnuð- ust ljósmæðrastörf sín. Önnur þessara ljósmæðra andaðist árið 1836 en hin 1904. Get ég þessa til að sýna, hversu margra grasa er að leita í ritsafni þessu, og hversu trú og hjátrú hefur stund- um orkað á ljósmæðurnar í starfi þeirra. Sögurnar um hetjudáðir þær, sem sagt er frá í ritsafninu ís- lenzkar ljósmæður, eru hvatning til óeigingjarnrar manndáðar, en á slíkri hvatningu er þjóðinni nú mikil þörf. Hetjusögur ljós- mæðranna eiga það skilið að verða skipaður veglegur sess meðal sígildra islenzkra bók- mennta. Ljósmæður nú á tímum og um alla framtíð munu vinna störf sín af skyldurækni sem formæð- ur þeirra. En aðstæður a’llar fyrir ljósmæður nú og launakjör eru ólík en áður fyrr. Fyrir nokkrum áratugum mátti heita að landið væri nær veglaust, og ljósmæður sem aðrir urðu að ferðast gangandi, þegar ill var færð vegna snjóa, en annars á hestum. Og stundum er þess get- ið, að ljósmæðumar sjálfar tróðu ásamt fylgdarmönnum sínum slóð fyrir hestana. En nú eru komnir vegir um allar byggðir landsins og farartækin eru bílar og flugvélar. Og allsleysi og ill húsakynni, sem oft getur um í ritsafninu ís- lenzkar ljósmæður, munu nú ekki finnast lengur hér á landi. Að sjálfsögðu eru ekki allir þættir ljósmæranna jafnvel sagð- ir, en allir eru þeir betur sagðir en ósagðir. Og hafi þeir allir þökk er ritað hafa þætti þessa eða á annan hátt unnið að út- komu þeirra. Útgáfan er útgefandanum til sóma, bæði að efni og frágangi. Þorsteinn M. Jónsson. Hjálmar Þorsteinsson rRökkurstundir## síðasta ljóðabók Hjólmars á Hcfí KOMIN er út ný ljóðabók eftir Hjálmar Þorsteinsson, Hofi. Nefnist hún „Rökkurstundir“, og „verður síðasta ljóðabókin, sem ég gef út“, sagði Hjálmar, sem nú er 78 ára, er hann leit inn í ritstjórnarskrifstu blaðsins í gær. Ljóðin í bókinni eru að lang- nieaíu leyti ferskeytlur, en þar eru einnig minningarljóð og kveðjur. Jón Pálmason á Akri skrifar um Hjálmar í nokkrum formáls- orðum að bókinni. Þar segir m.a.: „ . . . . Hagmælskan er ótviræð og í gegnum öll ljóðin skín, svo ekki er um að villast, sá frjáls- legi, drengilegi og ljúfmannlegi hugsunarháttur, sém aldrei hef- ui leynzt fyrir augum okkar, sem þekkjum manninn bezt alla götu frá æskuárum og fram á þennan dag. — Ljóðin sýna sanna mynd og greinilega af góðum manni og geðfelldum, sem sjálfsbjargarvið- leitnin og góðviljinn hefur lyft yfir margvíslega örðugleika langrar ævi.“ Síðasta ljóðið í bókinni nefnist ,.Kveðjur“. Þar segir í fyrstu vís- unni: Það sem mundi mér í hag, mæta hrundin tvinna, raulaðu undir rímnalag „Rökkurstunda" minna. * SKEMMDARVERK ÁJÓLATRJÁM Nú hafa jólatré verið sett upp víða í borginni og þegar r búið að kveikja á þeim, a.m.k. mörgum. Jónas Hallgrímsson í manntalinu, hringdi í mig í fyrradag og sagði, að eitt þess- ara trjáa hefði verið staðsett í Bústaðahverfinu — þar sem hann býr, við Réttarholtsveg minnir mig að hann hafi sagt. En ljósin höfðu ekki logað á trénu nema í sex eða sjö stundir, þe.gar framkvæmda- samir imglingar höfðu brotið flestar perurnar neðst á trénu. Sagði Jónas, að til lítils væri að veita borgurunum þetta augnayndi úr því að ánægjan með jólatrén væri ekki almenn- ari en svo, að böm og ungling- ar gengju á þau oig skemmdu. Ég er honum fyllilega sam- mála. Og ég er satt að segja undrandi. Mér finnst það furðu- mikil skemmdarfýsn að ganga á jólatré til þess að vinna spjöll. Að vísu má e.t.v. segja að jólatré sé sérstaklega girni- legt þeim bömum, sem hafa þörf fyrir að valda tjóni og gera náunganum gramt í geði. ★ SLÆMT UPPELDI En ég sagði við Jónas, að þetta væri foreldrunum að kenna. Þeim hefði ekki tekizt betur að ala upp börn sín. „Já, að nokkru leyti þeim að kenna“ svaraði hann — „en kennaram- ir geta undir flestum kring- umstæðum verið mjög áhrifa- ríkir leiðbeinendur.“ Síðan slitum við tali og okk- ur kom saman um, að hvort sem sökin væri hjá foreldrum eða kennurum, þá væri það fyrst og fremst slæmt uppeldi barna, sem hér væri um að ræða. if BRÁÐLÆTI Það er e.t.v. ekki rétt að minnast á það í þessu sambandi, en mér finnst fólk yfirleitt — og einnig borgaryfirvöld allt of bráðlát í jólaskreytingunni. Hvers vegna að vera að kveikja á jólaljósum á húsum jafn snemma? Mér finnst ekki eiga að tendra ljósin á jólatrjánum fyrr en komið er fast að jól- um eða ekki fyrr en á aðfanga- dag. Þagar það er gert jafn- snemma og nú verða jólatrén og skrautljósin orðin „gömul“ á jólunum — og fólk veitir þeim ekki lengur neina sérstaka at- hygli. Ég hef áður minnzt á þetta og tel ástæðu til að drepa á það enn einu sinni. ★ UMFERÐ ARÖR Y GGI Og hér kemur bréf frá Missi- sippi: Biloxi, Missisippi, 7. des ’64 Kæri Velvakandi. Undirritaður hefur legið yfir Morgunblaðinu, því blaðapakki kom i morgun, en þeir eru allt- af kærkomnir. Ég veitti því athygli að tvö slys urðu með stuttu milli'bili með þeim hætti að sjúkra- og lögreglubifreið óku, með lúð- urinn í gangi, yfir götu á rauðu ljósi. Oft vill það verða, er menn aka með lokaða glugga að illa heyrist í lúðrum þessara bif- reiða og orsakast því árekstrar. Samskonar slys voru tíð 1 Bandaríkjunum um tíma og var þá gerð tilraun sem þótti heppn- ast vel og mætti ef til vill nota hjá okkur. Úrræðið var fólgið I því að ‘ smásenditæki var sett í sam- band við lúðurinn og samsvar- andi móttökutæki og rofar við hin sjálfvirku stillitæk um- ferðaljósanna, og virkar þetta þannig að aki sjúkra-, lÖigreglu- eða slökkviliðsbifreið með lúð- urinn í gangi verða öll ljós rauð innan vissrar fjarlægðar frá bifreiðinni. Þegar hún er svo komin framhjá taka hin sjálfvirku tæki aftur við stjórn- inni. Ég er viss um að þessi út- búnaður þyrfti ekki að verða mjög dýr, og gæti t.d. tækni- deild Landsímans hæglega smíð- að slík tæki og komið þeim fyrir. Virðingarfyllst Þorgrimur Halldórsson. B O S C H rafkerfi er í þessum bifrelðum: BENZ SAAB DAF TAUNUS NSU VOLVO OPEL VW Við höfum varahlutína. BRÆÐURNIR ORMSSON HF. V esturgötu 3. Simi 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.