Morgunblaðið - 12.12.1964, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.12.1964, Blaðsíða 23
í Laugardagur 12. des. 1964 MORGU N BLAÐIÐ 23 hvað þá þjóðfélaginu. Það er hrópað hátt um þetta, og flestum ráðamönnum virðist koma það allspænskt fyrir sjónir. En er við öðru en þessu að búast? Hin hrað fara breytiþróun atvinnu-, við- ekipta-, skemmfana- og menn- ingalífs og raunar allra aðstæðna hefur ruglað uppalendur í rím- inu og þá ekki'síður hina menn- ingarlegu forsjármenn þjóðarinn- ar, sem ekki hafa hirt um að sjá fyrir, að í skólunum sé lögð ekki Bídri áherzla á lífrænt starf nem- andans og siðferðilega og félags- lega þjálfun hans en á ítroðslu fræðilegra námsatriða — og láta það svo rólegir líðast, að yfir hina ungu kynslóð sé án afláts hellt úr sorpkyrnum ísienzkrar og erlendrar gróðafíknar. í um- ræðum um sjónvarpsmálin voru það meginrök sumra sjónvarps- gyllenda, að það tæki því sann- arlega ekki að tala um meinleg éhrif amerísks hermannasjón- varps sem uppeldistækis, sið- ferðilega og þjóðernislega, þar eð hinni ungu kynslóð væri daglega og óátalið af öllum boðið upp á glæpa- og klámmyndir í bíóun- um með amerísku tali — og á boðstólum væru hvarvetna handa íslenzkum börnum erlendar myndasögur, þar sem morð, mannvíg og hvers konar aðrir glæpir væru tilreiddir í litum og línum. Þarna var svo sem ekkert ofsagt, en hins vegar hefði mátt bæta þar við sorpritunum ís- lenzku, sem að því leyti eru gefin út með ríkisstyrk, að þau njóta frábærra vildarkjara um tollun, samtímis því sem hátollar eru á bókapappír, enda hvers konar er- lend sorprit með öllu tollfrjáls! Þá mundi mega minna á í þessu sambandi áfengisflóðið úr hin- um mikla Gvendarbrunni ís- lenzkra ríkistekna — og loks það frelsi, sem æska landsins sér að íslenzkir stjórnmálamenn og verndarar lýðræðis og menningar veita sjálfum sér til hagræðingar staðreyndum, jafnt í sókn sem vörn. . . . Og hvort mundi æskan e r(a sér von verulegrar leiðsagn- ar og menningarlegrar örvunar frá íslenzkri list í orðum, litum Og línum? Mundi það svo sóma forráða- mönnum uppeldismála, menning- arforkólfum og stjórnmálaleið- togum að blímskakka augum og berja sér á brjóst út af því unga fólki, sem gerir sig sekt um ýmis konar misferli og skrúfar *umt svo mjög upp kveikinn í lampa lífsorku sinnar og lífs- nautnar, að hann ósar í sífellu, linz ljósið kafnar, án þess að hafa tiokkru sinni þjónað þeim til- gangi að lýsa til starfs og stríðs é vegi manndóms og menningar? V Ég er ekki í neinum vafa um það, að mikill þorri þeirra æsku- manna, sem ganga meira og minna á glapstigum, finnur sig einmana, finnur sig án hvers kon •r hlýrrar og styrkrar hand- leiðslu, finnur sér ekkert það gefið, sem fái veitt vaxandi lífs- þorsta, svölun og þrótti og starfs- orku verkefni. Þeir eygja fæstir nokkurt markmið, þessir æsku- menn, ekkert, sem vert sé stríðs og starfs, en sjá hins vegar mörgu girnilegu að sér ýtt til augna- bliks nautnar og finna æpandi falskan tón í hvers konar vand- lætingarhrópum hinna eldri. Það, sem svo að þessum æskumönnum «r vikið sem tómstundayndi, verður ekki annað en glerbrot með rósum og kroti, — þeir sjá þar hvergi vegvísi að eftirsóknar- verðu marki. En það er ekki aðeins þetta nnga fólk, sem statt er í vanda. í hinni miklu meginfylkingu, sem fer með gát og tekur þátt í á- byrgu námi og starfi, eru — sem betur fer — fjölmargir, sem finnst, að hið íslenzka nægta- þjóðfélag fullnægi ekki eðlislæg- um kröftum þeirra — á einn veg- inn til raunverulegs frelsis, á annan veginn til hugsjónalegra markmiða — og í þriðja lagi og ekki sízt til réttlætis, sem ekki fari í manngreinarálit. Þeir sjá misræmi milli hinna fögru orða og loforða landsfeðranna, koma auga á blekkingar og svikagyll- ingar, heyra hrópað hátt um þetta misferli og vita þagað um annað og stundum að þeirra dómi meira. Þeir reka sig á, að þrátt fyrir allt tjáningarfrelsið, er fátt tekið verr upp en ef ungur maður leyfir sér að láta í ljós skoðun, sem brýtur í bága við þau sjónarmið í þessu eða hinu vandamáli, er einhverjir af þeim flokkum, sem eru yfirlýstir hyll- endur og verndarar grundvallar- atriða vestræns lýðræðis og frelsis, hefur sett á hinn ginn- heilaga stimpil flokksforustunn- ar. — Ég gef mig oft á tal við unga menn, ef mér gefst til þess sæmi- lega hentugt tækifæri. Og ég hef nokkra æfingu í að víkja þannig að ýmsum vandamálum, að sá, sem ég tala við, finni hjá sér hvöt til að létta á sér. Og aftur og aft- ur hef ég komizt að raun um, að hjá ungum manni, sem hefur gert sér viðhlítandi grein fyrir misræminu í hinum kommúníska heimi milli áróðursathafna og árangurs annars vegar og yfir- lýstra markmiða á hinn bóginn — og hugsar alvarlega um fram- tíð síha og þjóðar sinnar — þarf ekki djúpt að grafa, unz út brýzt æsileg og hartnær örvæniskennd reiði, þar sem aflavakinn er særð réttlætistilfinning og vængstýfð- ur vilji til starfa og baráttu í þágu jákvæðrar og þjóðhollrar framvindu undir fána lýðræðis- ins. Þessi reiði snýst gegn áheil- indum á sviði stjórnmála, fjár- mála og menningarmála og hinni þrálátu stöðnun viðhorfa við lýð- ræðinu, verndun þess og leít að raunverulegum úrræðum til að bæta úr ágöllum þess. Ráðþrota og fullir óþols ljúka þeir gjarnan máli sínu með því að spyrja: „Hvað á maður að gera? Hvað getur bjargað því, sem við — þrátt fyrir allt — eigum að þakka það, sem við erum — og við trú- iuH, raunar þykjumst vita að unnt sé að umbæta, ef þeir eldri fást til að leyfa okkur að segja þeim til syndanna og taka eitt- hvert tillit til vilja okkar og skoð ana, í stað þess að kasta á okkur rýrð, fordæma okkur fyrir ung- æðishátt og barnaskap?“ V Ég hef áður skrifað um þessi mál, rækilegast í grein, sem birt- ist í Eimreiðinni árið 1956, þá er ég hafði út af almenningsbóka- söfnum landsins athugað allvand- lega hin svokölluðu sorprit. Eng- inn tók undir, en hins vegar var ráðizt fautalega á mig í sorprit- unum, en sú mun þó hafa orðið raunin, að forráðamenn þeirra hafi komið sér saman um að fara með meiri gát og háttvísi fram- vegis. Að þessu sinni var það tvennt, leikrit og bókarkorn, sem kom mér til að grípa ennþá einu sinni til ritvélarinnar ög festa á pappír hugleiðingar um þessi mál, er urðu mér ærið hugstæð á þeim árum, sem ég var að kynna mér sem rækilegast eðli, starfshætti og árangur ríkjandi einræðisstefna og vega og meta kosti og galla lýðræðisins og um leið hyggja að þeirri hættu, sem yfir því vofir frá tveimur mjög ósammála, en þó að nokkru sam- virkum aðilum, þess eigin mönn- um, sem misnota það frelsi, er það veitir og sýna tómlæti þeirri nauðsyn að víkjast mannlega við breyttum tímum — og frá harð- skipulögðum áróðri fulltrúa ein- ræðisins, en árangur athugana minna kom fram í bókinni Gróð- ur og sandfok. Leikritið er Forsetaefnið eftir Guðmund Steinsson, sem hefur ekki, svo að vitað sé, haft nein afskipti af deilumálum dagsins, en gefið út tvær skáldsögur og upp á síðkastið sýnt mikinn og lofsverðan áhuga á viðleitni ungra leikara og höfunda til að þreifa fyrir sér um ný form á vettvangi leikritagerðar, svið- setningar og leiktækni. Fyrri skáldsaga Guðmundar er allóbjörgulegur samsetningur manns, sem virtist annað tveggja einstæður sérvitringur og um leið ritklaufi — eða þá staddur í úlfa- kreppu ákafrar viðleitni til að eignazt persónulegan stíl. Hin skáldsagan er hrein og bein, and- stæða þeirrar fyrri. Hún er hag- lega formuð og blæfögur ástar- saga, sem vitnar um jafnvægi í stílbrögðum og tilfinningalega hófsemi, sem stundum jaðrar við vöntun á blóðhita. — Maríumynd í daufum, svo sem tregakenndum og þó sætlegum litum. í Forsetaefninu kemur upp úr dúrnum, að Guðmundur er einn hinna reiðu manna þjóðfélagsins, sem ýmist eru ungir að árum eða svo seinir til þjóðfélagslegs þroska, að tilfinningalíf þeirra og vitsmunaleg viðleitni til mót- og meðraka hafa ekki fyrr en á miðjum aldri náð viðhlítandi skilyrðum til samvinnu. Leikritið vitnar um það, að einmitt brotin á þeim leikreglum lýðræðisins, sem eru því ófrávíkjanleg skil- yrði til heillavænlegs árangurs í samtíðinni og líf þess er undir komið á vegum framtiðarinnar, hafa orðið honum mjög alvöru- þrungið viðfangsefni, en hins vegar koma svo til þær raunar virðingarverðu formtilraunir, sem eru honum og félögum hans daglegt umtals- og umhugsunar- efni. Þær hafa reynzt honum svo ríkar í huga, að þær ganga í fyrirrúmi fyrir tjáningareðli boð- skapar hans og ádeilu. Honum finnst, að hann verði að finna boðskap sínum persónulegt og um leið nýstárlegt form, en hins gæt- ir hann ekki, að efni leiksins og tilgangur gera sínar kröfur til formsins, og án þess að skáldinu takist að samræma þ^tta þrennt, kröfur persónuleika síns og kröf- ur efnis og tilgangs, er unnið fyr- ir gíg, hve nýstárlegt og í sjálfu sér haglegt sem formið kann að virðast. Það fer ekki vel á því, að maður sé svo frumlega og snyrti- lega klæddur, að sá sem hann á erindi við, glápi á hann eins og tröll á heiðríkju og taki annað hvort ekki eftir því, sem hann segir — eða taki það alls ekki alvarlega. Formalismi Guðmund- ar hefur ekki orðið honum lausn- arorð, heldur fjötur um fót, svo að hann gæti eins vel látið vand- lætingarorð sín hljóma meðal hraunstyttanna í Ódáðahrauni og yfir löndum sínum, sem hann þarf að vekja til andstöðu eða fylgis En hvað sem þessu mikilvæga atriði líður, verður þeim, sem áður sá og heyrðu þá vá, sem ekki aðeins stendur við dyr lýðræðisins, heldur á sér sæti innarlega í salarkynnum þess, ljós sú staðreynd, að Guð- mundur Steinsson er þar síður en svo blindur eða daufur áhorf- andi, og ef dæma má af skáldæð og einmitt formgáfu hans, mundi mega ætla, að hann ætti eftir að láta til sín taka um þessi efni af leiksviði í formi, sem væri allt í senn: haglegt, nýstárlegt og samræmt þörf hans til að segja á almennt áhrifaríkan hátt þau alvöruorð, sem hann réttilega finnur og sér að þarf að koma á framfæri við þjóð hans. Bókarkornið, sem ég vék að, heitir Rismal, og höfundur þess er Hilmar Jónsson, bæjar- og héraðsbókavörður í Keflavík. Hann fjallar þar um þjóðfélags- mál og bókmenntir. Greinarnar, ANTONIO Segni, fyrrum allan mátt í hægri hiið. Italíuforseti, sem sagði .af sér embætti nú fyrir nokkrum Myndin er tekin af Segni í forsetahöllinni og bað eru dögum, er á góðum batavegi, barnabörn hans, Maria og eftir veikindin síðsumars, en Antonio, sem með honum eru hefur þó ekki fengið aftur á myndinni. sem flestar hafa verið birtar ein- hvers staðar áður, vitna ljóslega um það, að honum er nærfellt ástríðuþrungin alvara, enda á hann sér dálítið sérstæða og eftir- tektarverða sögu. Um tvítugt var hann mikill dá- andi austræns einræðis. Þá tók hann sig upp og fór til hinnar miklu heimsborgar Parísar, þar sem mætast fulltrúar hinna marg víslegustu stefna og strauma í stjórnmálum, bókmenntum og listum, og þar leitaði hann á vit skoðanabræðra sinna frá ýmsum löndum heims. Hann kynntist bellibrögðum þeirra og óheilind- um og varð sér þess meðvitandi, að eins og París er svolitið annað en Paradís, er járntjaldið ekki aldeilis markalína milli hins lang þráða þúsundáraríkis og Sódóma og Gómorra hins vestræna auð- valdsskipulags. Og hann átti sér þann manndóm að venda sínu kvæði í kross, ekki þó þannig, að gerast ákafur og gagnrýnislaus dáandi alls í skipan hins vest- ræna heims, heldur varð honum það mál málanna að hrópa varn- aðarorð til forustumanna lýð- ræðisins með þjóð sinni, benda á, hvers vant væri og hverjum stoð- um yrði rennt undir öryggi lýð- ræðisskipulagsins í framtiðinni. Hann er fljóthuga og ákafur, því að honum finnst bæði mikið í húfi og margt þurfa að segja, og í ljósi persónulegrar reynslu sinnar virðast honum í rauninni staðreyndirnar liggja í augum uppi. Þess vegna er hann óþreyju fullur, ærið hvatvíslegur og oft fljótlátur og grefur stundum stutt til raka. Veilur eru því ekki vandfundnar í málflutningi hans eða einstökum dómum, en hins vegar haggar það engan veginn heildarniðurstöðum, og oft er mál hans þrungið réttlátri reiði og auðfundið, að hann skortir ekki djörfung eða er að hugsa um að gera þessum eða hinum til hæfis. Mergurinn málsins í greinum hans er þessi: Eru ekki komin rismál hjá for- ustumönnum lýðræðisins, tími til þess kominn, að þeir horfist í augu .við þá staðreynd, að eins og nú er farið málum með ís- lenzku þjóðinni sé lýðræðinu sú ein hætta búin frá einræðissinn- um, sem stafar af veilum þess sjálfs, skorti forsvarsmanna þess á heilindum í starfsaðferðum og málefnaflutningi, deyfð þeirra og makræði og vöntun á djörfung til að taka ómjúkum, en raunrétt- látum tökum á meingerðarmönn- unum, hvort sem þeir eru póli- tískir spákaupmenn í röðum lýð- ræðissinna, skoðanalausar gróða- hýenur og hálfgildings gangster- ar eða beint eða óbeint áróðurs- tól einræðisins á vettvangi stjórn mála, uppeldismála, bókmennta eða lista? V Svo vildi ég þá leyfa mér að spyrja með hinum reiða höfundi og mörgum ungum og hugsandi manni, sem ég hef haft kynni af: Mundu ekki komin rismál? Er þess ekki brýn og bráð nauðsyn, að ábyrgir menn á öllum sviðum íslenzks félags- og menningarlífs horfist í augu við þá staðreynd, að mál er nú að linni andvara- leysinu um framtíð lýðræðisins, — að þeir sem heyrandi heyra og sjáandi sjá geri sér grein fyrir, að þeir megi ekki óttast svo mjög brigsl meingerðamanna og sof- andi sauða um skerðingu hins ó- metanlega og hálofaða frelsis, að þeir þori ekki að gera mun á já- kvæðu og neikvæðu, á hvitu og svörtu, á góðu og vondu, — að þeir verði, hvað sem öllu yfir- borðshjali um frelsi líður, að leyfa sér að hætta því að hampa því neikvæða, að dá það svarta, að verðlauna það, sem er og verð- ur ævinlega af því vonda? Mér hefur, virzt, að loddararn- ir, daufingjarnir, hinir hunzku uppgjafarmenn — öll sú fylking, sem er jafnháskaleg þróun lýð- ræðisins, sé eitthvað tekin að ugga að sér. Þeir hafa sem sé fundið upp nýtt slagorð, sem flýg ur nú manna á milli — og þykir ærið spaklegt. Það er: „Látið þið menninguna í friði! Verið þið ekki að skipta ykkur af menning- unni . ..“! En öll menningarsag- an, öll íslandssagan segir okkur einmitt hið gagnstæða — og þá ekki sízt saga okkar frá því á síðari hluta 18. aldar. Ég efast ekki um, að einræðis- ríkin austrænu komist smátt og smátt það á veg — misjafnlega fljótt eftir aðstæðum — að þar hafi allir nóg að bíta og brenna, þar takist að koma á allmikilli festu í atvinnu- og athafnalífi. En þar mun tiltölulega fámenn yfir- stétt, stjórnmálalega, tæknilega og hagrpekilega menntaðra manna h öll völd, taka allar ákvar^ ifa einkarétt á öllu, sem m örugga afkomu, Allur manna mun hafa nægileg og fæði, búa við mannsæmandi húsakost, njóta vissra, en takmarkaðra réttinda, fá einhæfa og sérhæfða fræðslu, miðaða við þarfir þjóðfélagsins þá og þá til framleiðslu á þessu eða hinu sviði atvinnulífsins. Þegar svona er orðið háttað, þá er kominn sigurtími einræðisins í hinum vestræna heimi, ef þar fer svo fram, sem nú horfir. Þeim mun sí og æ fjölga, sem kjósa ró, öryggi og festu í stað glundroða og oft og tíðum öryggisleysis. En er nokkru tapað, þó að þessi verði þróunin? Og þá hverju? Ekki öðru en því, sem er grund vallahugsjón lýðræðisins og vest- rænnar menningarþróunar og ó- frávíkjanlegt lífsskilyrði smáþjóð anna — og þá ekki sízt slíkra kot- þjóða sem okkar Islendinga: A# hver einasti einstaklingur sé fæddur til þess réttar að þjóðfé- lagið veiti honum skilyrði til al öðlast manndóm og menningu i fullu samræmi við þann efnivið sem í honum er. Guðmundur Gíslasua Haplia.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.