Morgunblaðið - 12.12.1964, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.12.1964, Blaðsíða 28
£8 MORGUNBLADIÐ Laugardagur 12. des. 1964 SVARTAR RAFPERLUR EFTIR PHYLLIS A. WHITNEY - Ég hugs-a oft um flautuleikararm, sem ég hefði getað gii :t. ’ — Það er fallega gert af yður. Samtalið var á enda. Úti fyrir beið Ahmet til þess að fylgja henni aftur í Sjávarhúsið. Tracy var orðin ofurlítið hress ari í huga. Það voru horfur á, að hún fengi að vera hérna í viku, og úr því að svo væri, var hugs- anlegt að teygja það upp í hálf- an mánuð. Þegar hún kom aftur í her- bergið sitt, opnaði hún svala- dyrnar og gekk út. Það hafði dregið úr rigningunni og ljósin voru að koma upp og hækkuðu upp eftir Evrópuströndinni, handan Bosporus. Þegar hún stóð þarna, greip hana fyrirvaralaust einhver o- notakennd — það var sársaukinn af sári, sem var of nýlegt til að vera gróið og endurminningin um óróvekjandi gamlan atburð. Fyrir neðan svalirnar teygði sjórinn sig hægt og mjúklega, svo hættulega djú,pur og sterk- ur. Hún þurfti átak til að slíta sig frá honum og sneri augunum að upplýstu svæði undir svölunum, sem sköguðu fram. Það var hellu iagt og tröppur lágu niður í sjó- inn. Við þessar tröppur stóð Ahmet með bátshaka í hendi. Meðan Tracy var að horfa, heyrði hún skellina í vélbát, sem beygði úr aðalálnum í áttina til hússins og kom í ljós á næsta andartaki. Þetta var mjór bát- ur með útskorið stefni. Maður stóð í skutnum og stýrði honum til lands. Undir tjaldi yfir miðj- um bátnum sat farþegi, en ekki sást af honum nema fæturnir. Með fimlegri hreyfingu teygði Ahmet bátshakann og síðan var báturinn bundinn og farþeginn steig léttilega á land. Um leíð og 4 hann gekk hellulagða svæðið, leit hann upp til hússins og birt an féll á andlitið á honum. Þetta var skuggalegt, dálítið hrukkótt andlit, en höfuðið dökkt og vel lagað. Tracy hafði séð myndir af honum oftar en einu sinni. Mað- urinn var Miles Radburn. Skyldi þessi óvænta heimkoma hans þýða það, að hún ýrði að hitta hann í kvöld? Við kvöld- verðinn, ef til vill? Fyrr hafði hún verið við því búin, en nú kveið hún fyrir því, sem það kynni að hafa í för með sér. Þegar Radburn var horfinn inn í húsið, sneri Tracy aftur til her bergis síns. Hún gat ekki setið kyrr, heldur stikaði fram og aft- ur yfir stóra gólfið með gylltu gólfábreiðunni, en hvíti köttur- inn horfði sviplaus á hana. Þeg ar barið var að dyrum, flýtti hún sér að svara, og var spennt að vita, hversu fljótt þessi fundur þeirra mundi verða. Fazilet Erim gekk inn, létt- um skrefum. — Fyrirgefið, að ég trufla yður, sagði hún. — Sylvana sendir mig til að spyrja hvort yður sé sama þó að þér borðið kvöldverð í herberginu yðar í kvöld. Þá þarf ekki að segja hr. Radburn strax, að þér séuð komin. Ef talað er rólega við hann í kvöld, getur það búið hann undir að hitta yður á morg un. Er yður sama? Tracy var alveg sama og sagði það, og varð fegin. Tyrkneska stúlkan dokaði við, og vildi sýni lega ekki fara strax. — Ég hef ekki komið hér inn vikum saman, sagði hú.n og leit allt í kringum sig. — Og ég verð alltaf niðurdregin þegar ég geri það. Það er alveg eins og eitt- hvað af frú Radburn hafi orðið hér eftir. Ég verð reið þegar ég kem hingað inn. Reið af því að einmitt þetta teppi, sem vinkona mín valdi sjálf í Istambul skuli hafa orðið hérna eftir, þegar hún sjálf var farin. Tracy hlustaði þegjandi á hana. — Henni þótti svo vænt um sjóinn, hélt Fazilet áfram. — Stundum fórum við út á báti saman, bara til þess að geta hleg ið og látið eins og bjánar, og án þess að nokkur ströng augu hvíldu á okkur til að segja okk- ur, að við værum nú ekki krakk- ar lengur. En nú er hér enginn hlátur eftir í þessu herbergi. Það er of nærri sjónum, sem hún elskaði, en sveik hana að lokum. — Hún drukknaði, var það ekki? spurði Tracy og átti erfitt með að koma upp orðunum. — Já. Fazilet kinkaði kolli. — Þarna úti, innan sjónmáls frá húsinu. Hefði einhver verið við gluggann og séð til hennar, hefði það ef til vill aldrei skeð. Það var eitt kvöld eins og núna er. Kannski er það þess vegna, að mér finnst hún alltaf vera á ferð inni hér í stofunni, þegar rigning er. Fazilet reif sig upp úr draum um sínum. —• Afsakið þér, sagði hún. — Þetta er allt yður óviðkomandi. Ég ætla að fara að sjá um mat- inn handa yður. Þegar Fazilet var farin út, dró Tracy þykku gluggatjöldin fyrir Hana langaði ekki lengur að horfa á sjóinn. Kötturinn sett- ist upp og horfði á hana, með einhverja várkárni í augnaráð- inu. Hún klappaði honum mjúk- legr. — Fyrst af öllu verðum við að breyta nafninu þínu, sagði hún lágt við hann. Ég mundi líklega fara að gráta i hvert sinn sem ég nefndi það. Hvernig mundi þykja að fá tyrkneskt nafn . . . eins og Yasemin, til dæmis? Hvíti kötturinn mjálmaði lágt, en ekki gat Tracy vitað, hvort það var til samþykkis eða mótmæla. Um nóttina sváf hún vært og draumlaust í stóra rúminu, enda uppgefin til líkama og sálar eftir þennan stranga dag. Tracy vaknaði morguninn eftir við hávaða, eins og þúsund han ar væru á ferli. Gegn um rifu við svalahurðina, teygði sig ofur- lítill, rakur ljósgeisli og gaf til kynna að rigningunni hefði stytt upp og sólin væri komin upp. Hún renndi sér fram úr rúminu og gægðist út. Hæðirnar á ströndinni hinum megin sundsins voru ferskgræn- ar eftir regnið og Bosporus var dökkblátt undir ljósari bláum himni. Sólskinið og hressandi morg- unloftið styrkti viljaþrek henn- ar og einbeitni. Brátt átti hún að hitta Miles Radburn. Hún varð að vera vel undir þann fund búin. Halide kom með morgunverð á bakka, með brauði og sýróps- kenndu tyrkknesku kaffi. Tracy kunni vel við að drekka við borð úti við gluggann. Henni fannst ekki lengur vera reimt í herberg inu og hvíti kötturinn dapurlegi var farinn. Þegar Fazilet leit inn, heilsaði hún henni brosandi. — Sylvana vill tala við yður, sagði Fazilet. — Hún býður yð- ur í vinnustofu hr. Radburns. — Er . . . er hann þar líka? Hin stúlkan hristi höfuðið. — Hann fer alltaf í göngu eftir morgunverð. Það er víst einhver enskur siður. Hann kemur nú fljótt aftur en mágkona min vill tala við yður fyrst. Herbergi Miles Radburns voru líka á annarri hæð en vissu inn til lands. f vinnustofu hans, bak við stórt valhnotuborð, sem allt var þakið bókum og blöðum, sat Sylvana Erim. Hún bauð henni góðan daginn, vingjarnlega og benti henni á stól. Svo benti hún fingri skipandi og Fazilet hlýddi samstundis og fór út úr stof- unni. Tracy fór að hugsa um, hvort einhverjar erðakenningar hefðu kiennt Fazilet að beygja sig svona skilyrðislaust undir ekkjuvald- ið. Þegar Sylvana var hvergi nærri, virtist stúlkan vera miklu kátari og sjálfstæðari. Sylvana benti allt um kring í stofunni með fallegum, gimsteina settum höndunum. — Þér sjáið, góða mín: Þetta er það, sem þér komið til að eiga við að stríða- Tracy sá það. Hin geysistóra stofa var í engu betri röð og reglu en skrifborðið. Bækur lágu út um allt. í einu horninu stóð borð með hárri hrúgu af skjöl um og þykkum skjalamöppum. Eini græni bletturinn í allri þessari hrærigrautar-eyðimörlo var teikniborð með einhverju hálfkláruðu verki á. Að koma þessu öllu í lag hefði verið þrekvirki, jafnvel undir beztu skilyrðum; en með Rad- burn andvígan sér, virtist það von laust verk. Hún gekk um stofuna og stanzaði við teikniborðið, þar sem lá löng ræma af pappír með einhverju tyrknesku letri á, teiknuðu með sótbleki. Frú Erim tók eftir áhuga henn ar. — Þetta er gömul, tyrknesk skrautritun. Hr. Radburn hefur fengið mikinn áhuga á að stæla þessa skrift, enda þótt hann geti auðvitað ekki lesið hana. En kom ið þér nú; hann hlýtur að fara að koma og við verðum að tala við hann um þetta. En ég er hrædd um, að ég hafi ekki neiu ar góðar fréttir að færa yður. Tracy settist niður og horfði á gestgjafa sinn. Frú Erim var klædd, eins og Fazilet, á Parísar vísu. í morgunbirtunni sýndist yfirlitur hennar enn blómlegri en áður. En sama róin hvíldi yf ir allri persónu hennar. Það var greinilegt, að hún viidi láta alla alla viðmælendur sína vera sér sammála, og Tracy hugsaði sér að vera við öllu búin. Hún mátti ekki láta þessa konu hræða sig, né heldur fá sig ofan af fyrir- ætluninni með hingað komu sinni. Reyðarfjörður KRISTINN Magnússon, kaupmaður á Reyðarfirði, er umboðsmaður Morgunblaðs- ins þar í kauptúninu. Að- komumönnum skal á það bent að hjá Kristni er blað- ið einnig selt í lausasölu. Eskifjörður í BÓKSÖLUNNI á Eskifirði er umboð Morgunblaðsins a Eskifirði. Seyðisfjörður UMBOÐ Morgunblaðsins í Seyðisfjarðarbæ er í Verzl. Dvergasteinn. Blaðið er þar einnig í lausasölu fram til kl. 11,30 á kvöldin. „Bar- inn“, veitingastofa, hefur blaðið í lausasölu. Fáskrúðsfjörður F R Ú Þórunn Pálsdóttir er umboðsmaður Morgunblaðs- ins á Fáskrúðsfirði og hefur með höndum þjónustu við kaupendur blaðsins í bæn- um. í söluturni hjá Marteini Þorsteinssyni er blaðið selt í lausasölu. Blcaðburðafólk óskast til blaðburðar í eftirtalin hverfi G/ettisgata I Hringbraut 92-121 Kjartansgata Freyjugata Skólavörðustígur Sími 22-4-80 KALLI KUREKI -*- -*- Teiknari: J. MORA v 1. Montan sér Kalla fara út úr t kaffihúsinu og fara til efnagrein- ingarskrifstofunnar. Skýrslan ætti eð vera tilbúin núna. 2. Jæja, eyddi ég þrem dögum til W£LL,1’M PLAYIN’ IT CASEY' I ^ OIDM'T POST TH’CLAIM NOTICES ' TILLl OOULD FINOOUT WHATI HAP f l'LL ElPE BACK AN’ POSJ ’EM,; THENCOMEBACK t AN'EE&ISTERI að ríða hingað til einskis? Ef þú hefur fundið æðina, sem þessi sýnishom koma frá, Kalli, þá getur þú bráðum ferðast í þinni eigin járnbrautarlest. Ég hef aldrei séð hreinna gull. Þú ættir að kaupa landið strax. 3. Það hef ég hugsað mér að gera. Ég setti ekki niður skilti á staðnum en nú ætla ég að gera það og koma svo aftur og kaupa landið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.