Morgunblaðið - 12.12.1964, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLADIÐ
TjftVigardagtir 12. des. 1964
IMýjustu bækur Almenna bókafélagsins
Surtsey og kvæði og dansleikir
Félagið hefur gefið út 18 bækur á árinu
+ KOMIN eru út hjá Al-
menna bókaíélaginu tvö ný
rit — bókin um Surtsey, sem
dr. Sigurður Þórarinsson hef-
ur séð um — og Kvæði og
dansleikir, tveggja binda rit-
verk í útgáfu Jóns Samsonar-
senar, magisters. Er hið síðar-
nefnda íyrsta verkið í safni,
sem bera á heitið fslenzk þjóð
fræði og unnið hefur verið
að á vegum AB um alllangt
skeið. Má segja, að næstu
bækur séu senn fullunnar og
tilbúnar til prentunar, þeirra
á meðal verða bækur um ís-
lenzk orðtök, sem prófessor
Halldór Halldórsson hefur
unnið að og málsháttasafn,
sem málfræðingarnir Bjarni
Vilhjálmsson og Óskar Hall-
dórsson hafa tekið saman.
'A' Jólahók Almenna bóka-
fétagsins í ár verður Kvæða-
kver Egils Skallagrímssonar.
Baldvin Tryggvason, fram-
k vsemdastjóri AB og Tómas Guð-
mundsson, formaður bókmennta-
ráðs félaigsins, boðuðu frétta-
menn á sinn fund í gær og
skýrðu þeim frá útgáfubókum
félagsins á árinu sem eru nú orðn
ar átján — og þá fyrst og fremst
frá þessum nýju bókum. Vegna
verkfails prentara hefur orðið
nokkur dráttur á útkomu þeirra.
• Hið mfkla rit KVÆÐI OG
DANSLEIKIR er sem fyrr segir
í tveim bindum, samtals á níunda
hundrað blaðsiður. Að meigin-
hluta tekur bókin til fornkvæða,
sem svo hafa verið nefnd, viki-
vaka og viðlaga, en af öðrum
efnisflokkum má nefna stökur,
kviðlinga, afmorskvæði, þulur og
langlokur. Jón Samsonarson,
magister, hefur unnið að þessu
riti í nokkur ár, kannað í því
skyni sæg handrita í innlendum
og eriendum söfnum og orðið
margs visari. Gerir Jón grein
fyrir því í ýtarlegri 240 bls. rit-
gerð í upphafi 1. bindis.
Aftan á kápu bókarinnar segir:
„Þetta er á sínu sviði veglegasta
safn þeirra kvæða, sem orðið
hafa til með þjóð vorri á liðnum
ökham, og hefur fæst af þeirn
verið tiltækt fyrr en nú, enda
sitthvað ekki áður komið í leit-
irnar. í»arf því ekki að efa, að
KVÆÐI OG DANSLEIKIR eign-
ist sæti meðal grundvallarrita í
þjóðlegum bókmenntum íslend-
inga, og áreiðanlega er hér um
að ræða mikla námu fróðleiks,
þar sem jafnvel eitt vísuorð eða
viðlag bregður stundum ótrúlegri
birtu yfir umhverfi og aldarfar,
en langt mál gæti gert. Þetta er í
bezta skilningi skáldlist ailrar
þjóðarinnar, oftast einföld í snið
um og kannske fátækleg við
fyrstu sýn, en ávallt jafnforvitn-
isleg og þeim mun hugþekkari,
sem menn kynnast henni betur.
Því umfram allt er þetta ósvik-
inn mannlegur skáldskapur,
sprottinn upp úr önn og ást-
ríðum kynslóðanna, og þess
vegna einnig hverjum manni
hinn hollasti skemmtiiestur."
Jón Samsonarson, magister,
sem annaðist útgáfu bókarinnar,
er fæddur á Bugðustöðum í
Hörðudalshreppi í Dalasýslu 24.
janúar 1931. Hann lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum í
Reykjavik árið 1953 og magisters
prófi í íslenzkum fræðum frá
Háskóla ísiands árið 1950. Er Jón
einn þriggja manna frá upphafi,
er hlotið hafa ágætiseinkunn við
magisterspróf frá Háskólanum.
Frá próflokum hefur Jón Sam-
aonarson unnið mikið að fræði-
störfum heima og erlendis. Hann
hefur verið sendikennari við há-
skólann í Kaupmannahöfn frá
haustinu 1963, en jafnframt unn-
ið að rannsóknum í Árnasafni. Á
sumrin hefur hann að mestu starí
að í Landsbókasafni.
• Eftir bókinni um SURTSEY
hefur verið beðið með mikilli
eftirvæntingu, að því er Baldvin
Tryggvason tjáði fréttamönnum.
Hafa félaginu þegar borizt á ann
að þúsund pantanir á bókinni frá
innlendum aðilum og fjölmangir
erlendir aðilar pantað hana og
gert fyrirspurnir um hugsanlega
útgáfu, m.a. útgáfufyrirtæki á
Norðuriöndum, Englandi, Ítalíu,
Sviss, Spáni og Japan.
Baldvin sagði, að aldrei hefði
verið lögð jafn mikil vinna í
neina bók féiagsins af sömu gerð
og Surtseyjarbókin er. Auk teikn
inga í formála hefur hún að
geyma fimmtíu myndir, sem vald
ar voru úr meira en þúsund Ijós-
myndum og er helmingur þeirra
Utmyndir. Við val myndanna var
í senn farið eftir fegurð þeirra
og heimildargildi og má segja,
að þær reki þróunarsögu eyjar-
jnnar frá upphafi, Dr. Sigurður
Þórarinsson skrifar innigangsrit-
gerð um gosið, — en hann hefur
haft mestan vanda af bókinni
ásamt Torfa Jónssyni, teikni-
kennara, sem hefur ráðið útliti
og uppsetningu. Kassagerð
Reykjavikur hefur annazt
myndamót og prentun mynda
bókarinnar, sem er 112 blaðsíður
að stærð. Sagði Baldvin starfs-
menn Kassagerðarinnar hafa
lagt sérstaka alúð við verk sitt,
enda væri árangurinn eftir því
frá'bær.
• 18 BÆKUR Á ÁRINU
Sem fyrr segir hefur Aimenna
bókafélagið alls gefið út átján
bækur á árjnu. Er þar fyrst að
geta þeirra þriggja bóka, sem
bætzt haía við í bókaflokkinn
LÖND OG ÞJÓÐIR, en þær eru
MEXICO, eftir W. W. Johnson,
í þýðingu Þórðar Arnar Sigurðs
sonar, SÓLAR.LÖND AFRJKU
eftir R. Coughton, í þýðingu Jóns
Eyþórssonar og SPÁNN eftir
Hugh Thomas i þýðingu Andrés-
ar Kristjánssonar. Að þvi er
Baldvin Tryiggvason upplýsti
hafa sennilega engar bækur fé-
lagsins náð jafn almennum vin-
sældum og þessi þókaflokkur.
AIls er nú komnar tiu bækur, en
af þeim eru tvær, FRAKKLAND
og BiRETLAND uppseldar og
margar aðrar senn á þrotum. Að
sögn Baldvins verður ekki unnt
að endurprenta þær.
Fuglabókin — FUGLAR ÍS-
LANDS OG EVRÓPU — var í ár
gefin út að nýju, endurskoðuð og
nokkru steerri en sú fyrri, sem
út kom fyrir tveim árum og seld
ist upp á skömmum tíma.
Af öðrum fræðiritum um is-
lenzka náttúru kom út á þessu
ári bókin GRÓÐUR Á ÍSLANDI
eftir Steindór Steindórsson frá
Hlöðum. Er hún grundvallarrit
um íslenzk gróðurlendi, byggð á
áratuga rannsóknum höfundar-
ins, og jafnframt sögulegt fræði-
rit.
Um sálfræðileg efni hafa kom
ið út tvær bækur á árinu, UM
ÆTTLEIDINGU eftir dr. Símön
Jóhannes Ágústsson og VERÖLD
MILLI VITA eftir dr. Matthías
Jónasson.
Þær bækur, sem hér hafa verið
taldar teljast allar til alþýðlegra
fræðirita. Svo er og um bókina
ÞÆTTIR UM ÍSLENZKT MÁL,
sem út kom í október sl. Dr. Hall
dór Halldórsson annaðist rit-
stjóm bókarinnar, en þar rekja
Baldvin Tryggvason framkvæ mdastjóri AB með myndirnar
SURTSEY, og Tómas Guðmu ndsson, skáld með hið mikla rit
KVÆÐI OG DANSLEIKIR.
sex íslenzkir málvisindamenn
uppruna og sögu íslenzkrar
tungu og ræða stöðu hennar i
nýrri menningarþróun. Sagði
framkvæmdastjórinn, að við-
bröigð almennings við þessari bók
hefðu valdið forráðamönnum fé-
lagsins nokkrum vonbrigðum.
Enn sem komið er hefði fólk
sýnt henni lítinn áhuga. „Við
bjuggumst reyndar aldrei við, að
hún yrði nein metsölubók, sagði
Baldvin, — en þegar þess er gætt,
hve mjög verndun móðurmáls-
ins hefur verið höfð á orði að
undanförnu, hefði mátt ætla, að
hún yrði kærkomin fleiri mönn-
um, en reynzt hefur til þessa.“
Á öndverðu ári gaf AJB út bæk-
ur eftir tvö íslenzk skáld, PÁF-
ÍNN SITUR ENN í RÓM eftir
Jón Óskar — en það eru ferða-
hugleiðingar frá Ítalíu oig Ráð-
stjórnarrikjunum — og AUSTAN
ELLIVOGA fyrstu ljóðabók
Böðvars Guðmundssonar, stú-
dents við norrænudeild Háskóla
íslands. Bók Böðvars er nú að
mestu uppseld, sem mun ein-
stakt um Ijóðabók ungs skálds,
að því er framkvæmdastjórinn
Framihald á bls. 29.
— Ákærur
Framhald af bls. 1
mælum dómsmálaráð uney ttsins í
Washington.
Sem kunnugt er, var 21 maður
handtekinn vegna morðanna í
Missisippi, en einn þeirra hefur
ekki enn verið yfirheyrður. Er
•það Horace Doyle Bamette frá
Louisiana, en hann hefur játað
skriflega að hafa átt þátt í morð-
unum.
Blökkumannaleiðtogjnn Martin
Luther King, sem nú er staddur
í Osló, þar sem hann veitti við-
töku friðarverðlaunum Nóbels,
ræddi réttarfarið í Mississippi í
norska útvarpinu í dag. Sagði
hann, að eftir afgreiðslu máls
mannanna 19 ætti öllum að vera
Ijóst, að blökkumenn nytu engra
réttinda í Mississippi, eftir að
þeir heyrðu fregnimar um að
mennimir 19 hefðu verið lótnir
lausir í Meridian og ákærurnar
á hendur þeim látnar niður falla.
King kvaðst vona, að ríkisstjórn
in í Washington gerði allt, er í
hennar valdi stæði til þess að
réttlætinu yrði framfyigt og
morðingjarnir dæmdir.
King sagðist ætla að skora per
sónulega á ríkisstjórnina að grípa
til sinna ráða er hann kæmi
heim. Eina lausnin til að fá rétt-
lætinu framfylgt í Mississippi
væri að setja viðskiptabann á
vörur, sem ríkið framleiddi. —
Myndu yfirvöld þess þá neyðast
til að sýna blökkumönnum rétt-
læti til iþess að forðast efnahags-
legt skipbrot. Hann sagði, að af
góðmennsku yrðu menn að neita
að kaupa baðmull og aðrar mikil-
vægar framleiðsluvörur Mississ-
ippi.
Sem kunnugt er, vom þrir
menn, er börðust fyrir jafnrétti
blökkumanna í Mississippi, tveir
hvitir og einn þeldökkur, myrtir
í ríkinu í sumar. í s.l. viku var
21 maður handtekinn vegna morð
anna. Sambandslögreglan (FBI)
sá um rannsóknir á morðunum
og voru mennirnir handteknir
samkvæmt tilvísun hennar, en nú
segir rétturinn í Meridian, að
sönnunargögn þau, er FBI lagði
fram gegii 19 af mönnunum séu
ekki nægileg til þess að höfða
mál gegn þeim.
i www—nmimwiwMww. ...... —---------------------
Stjórn minnlngarsjóðslns: Torfi Hjartarson, tolístjóri, Þorsteinn Ö. Stephensen, leiklistaretjóri
og Agnar Klemens Jónsson, ráðnneytisstjóri.
— Reumert
Framh. af bls. 32
tungu. Hún fór til Kaiup-
manniaJvafnair og varð ein vin
sæJasitia leikkj>na Konunglega
leikhússins þar.
Það eir athyglisvert við
stofTKUn minningarsjóðs frú
SteÆaníu að ættingjar og af-
komemdiur hennar kctna ekki
nálægt sjóðsstjórminni. Tveir
bræðw frú Önnu vom þó
viðstaddir á bl a ðaimanna
fundinuim í gær, þeir Geir og
Óskar ,Borg. Aðepurðir
»k.ýrðiu þeir svo frá að stoax
í upphafi hatfi verið ákveðið
að sjóðiurihn yröi ekki neitt
fjölsky'Mufyrirtæðci, heldur
men n ing arsj óð<u.r, sem öi) 1 u.m
væri opinn. Þess vegna hafi
óekylidium mönnum verið fal
in forustan. Og bræöurnir
tókiu það fram að málið væri
í góðwn höndium, sem ekki
verðiUT dregið í afa.
Eins og að fraimaín segir er
stofnfé sjóósi ns nú uan 300
þú&und krónur. Er ætlunin
að hefja nú söfnun fyrir sjóð
inn því hugmynd stl'jfnerida
er að sem flestir einstakiinig
ar og félög eigi aðiid að hon
um. í því sambandi hieáur ver
ið ákveðið að þeir aðilar,
sem tilkynna framlög sín fyr
tr 15. febrúar n.k. teljist
stofnféJagar ásamt þeim
Önnu Borg og Po«l Reumert.
Hefur ri'kisskattstjóri greitt
götu sjóðsmyndunar með því
að gera framJög til sjóð®ins
skattfrjáls.
Þessi heimild ríkisskatt-
stjóra er í samrjemi við ný
lög, er samþykkt voru á síð
asta þingi, og ná til nokkurra
félaga og stofnana.
Þeir, sem áhiuga haifa á þvr
að taka þátt í framJivæmd
þessia noenningarmáls geta
snúið sé tilj máJXlutn1ngsskrif
sjjfu Einars B. Guðimvunds-
sonair, Guðilauigs Þonláksson-
ar og Guðmiuindair Pétursson-
ar, AðaJsáræti 6 (Morgun-
blaðsihúsinu). eða til dagiblað
anna í íteiykjaivíik..
Rusk
Framhald af bls. I
hans komi til Reykjavíkur
um kl. 18:55.
Á flugvellinum mun
Bjami Benediktssson, for-
sætisráðherra, taka á móti
Dean Rusk, ásamt þeim Agn
ari Kl. Jónssyni, ráðuneytis-
stjóra, Sigurjóni Sigurðssyni,
lögreglustjóra og Guðmundi
Benediktasyni, deildarstjóra í
íorsætisráðuneytinu.
Utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna mun ræða stuttlega
við blaðamenn á Reykjavík-
urS'ugvelli. Síðan verður ek
ið til bústaðar ameríska sendi
herrans við Laufásveg, þ;ir
seir. Dean Rusk mun dvelj-
meöan hann stendur hér við.
Kl. 19:45 mun forsætisráð
herra Bjami Benediktsson
hafa boð inni fyrir utanríkis
ráðherrann og fylgdarliS
hans. Sitja það m.a. ráðherr
ar, sendiherrar Atlantshafs-
banda lagsrík janna, forselar
Alþingis, borgarstiórinn í
Reykjavik og örfáir fleiri
em bættismenn.
Á sunnudag fer Dean Rusk
ki. 6:45 frá Reykjavikurfiug
velli til Keílavíkur, en þaðan
flýgnr hann kl'.. 7:45 til Par-
ísar.
Eins og áður hefur veriS
greint frá, kemur utanríkis-
ráðherrann hingað í boðí rík
isstjórnar íslands.
— Rúður
Framhald af bls. 1
var Poul-Henri Spaak, utan-
rikisráðherra Belga, að halda
ræðu um Kongómálið. Þar
beyrðist sprengingin greini-
lega og allt komst í uppnám
litla stund. Rúður í þeirri hlið
byggingar SÞ, er að ánni snýr
nötruðu, en engin brotnaði.
Eftirlitsmenn, er voru á ferð
um East River, þegar sprengj-
an sprakk segja, að hún hafi
þeytt vatninu fimm metra í
loft upp.
Benedikt Blöndal
heraðsdomslogmaður
Austurstræti 3. — Sími 10223