Morgunblaðið - 12.12.1964, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.12.1964, Blaðsíða 16
16 MORCU N BLAÐIÐ Laugardagur 12. des. 1964 Útgefandi: Framkvæmdast j óri: Ritstjórar: Auglýsingar: Útbreiðslustjóri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 I lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavxk. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstrseti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. VEGAÆTLUN TIL FJÖGURRA ÁRA TT'yrsta vegáætlunin, sem ■ gilda á til fjögurra ára, hefur nú verið lögð fyrir Al- þingi. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að á næstu f jór- um árum verði varið 1058 miilj. kr. til vegamála, brúa- gerða og gatnagerðar í kaup- stöðum og kauptúnum. Er þessa fjár að mestu leyti afl- að með tollum og sköttum á umferð- og ökutæki, þegar undan er skilið fast framlag ríkissjóðs á fjárlögum, 47,1 millj. kr.' á ári. Af þessari heildarupphæð er greidduý allur kostnaður við framkvæmd ogstjórnvegamál anna. Það fé sem rennur til sjálfra vegagerðanna, lagn- ingu hraðbrauta, þjóðbrauta og landsbrauta nemur á árinu 1965 61,9 millj. kr., á árinu 1966 56,5 millj. kr., á árinu 1967 57,5 millj. kr. og á árinu 1968 60,5 millj. kr. Samtals verða þetta 236,4 millj. kr., sem varið verður til nýrra þjóðvega næstu fjögur ár. Hér er þó ekki talið með láns- fé, sem lagt verður fram til nokkurra vega, enda ekki end anlega ákveðið, hve mikið það kann að verða. Til fjallvega og reiðvega mun á tímabilinu verða var- ið tæpum 2 millj. kr. á ári eða samtals 8 millj. kr. Til brúargerða er gert ráð fyrir að varið verði 119 millj. kr. á áætlunartímabilinu og til sýsluvegasjóða 45,7 millj. kr. — Til vega í kaupstöðum og kauptúnum verður sam- kvæmt áætluninni varið 132,6 millj. kr. næstu fjögur ár. Til viðhalds þjóðvega er gert ráð fyrir 90 millj. kr. á næsta ári, 95 millj. kr. árið 1966, 100 millj. kr. árið 1967 og 105 millj. kr. árið 1968. Samtals til viðhaldsins í 4 ár kr. 390 millj. kr. Þetta eru stærstu drætt- ir hinnar nýju vegáætl- unar, sem samkvæmt lögum skal endurskoða á tveggja ára fresti. Engum dylst, að verulega auknu fjármagni er nú varið til þessara þýðingarmiklu mála. En verkefnin, sem fram undan bíða eru stórbrotin. Flestir þeir vegir sem lagðir hafa verið eru ófullkomnir og vegagerð úr varanlegu efni er rétt aðeins hafin með lagn- ingu hins nýja Keflavíkur- vegar, sem verið er að steypa. í heilum landshlutum eins og t.d. á Vestfjörðum og Aust- fjörðum er fjöldi byggðarlaga einangraður marga mánuði ár hvert, vegna vegleysis eða ófullkominna vega um fjöll og heiðar. Lagðir þjóðvegir eru nú samtals taldir rúmlega 6200 km. að lengd. Ruddir og ófull- gerðir vegir eru 2600 km. og ófærir þjóðvegir eru taldir 622,4 km. að lengd. Af þessu verður ljóst, að geysileg verkefni eru fram- undan í vegamálum okkar. Þá eru og óbrúaðar á þjóð- vegum 69 ár, sem byggja verð ur á 10 metra brú eða lengri. Á þjóðvegum eru einnig ó- byggðar 174 brýr, 4-—10 metra að lengd. Óbrúaðar ár á sýsluvegum eru 134. Einnig á sviði brúargerð- anna er því mikið og dýrt verkefni framundan. Vegirnir eru lífæð fram- leiðslunnar til lands og sjáv- ar í öllum landshlutum. Þeir eru ekki aðeins lagðir í þágu þeirra héraða, sem þeir liggja um, heldur í þágu þjóðarinn- ar í heild. Engin þjóð getur til lengdar unað við það að geta ekki ferðast um land sitt á nútíma samgöngutækjum. Þess vegna ber að fagna auk- inni festu í framkvæmd vega- málanna, enda þótt segja megi að enn þurfi að herða rúður- inn. EINRÆÐISHERRA Á VILLIGÖTUM TVTkrumah, forseti Ghana, ^ hefur lagt mikið kapp á það að vera talinn höfuðleið- togi hinna nýfrjálsu Afríku- þjóða. En forysta hans virðist ætla að verða þjóð hans dýr. Fjárhag þessa unga ríkis er nú svo komið, að við borð liggur að það verði gjald- þrota. En á sama tíma og fjárhag- ur ríkisins er að komast í kalda kol, heldur Nkrumah áfram að byggja skrauthallir fyrir sjálfan sig. Er hann nú að byggja fjórðu höllina, sem gert er ráð fyrir að kosti um 3 millj. dollara eða um 130 millj. ísL kr.! Nkrumah er einn þeirra Afríkuleiðtoga, sem næstir. standa kommúnistum. Hann hefur haldið fjölda ræðna um sósíalisma sinn og jafn- réttisást. Jafnhliða hefur hann svift þessa nýfrjálsu þjóð persónufrelsi og mann- helgi og komið á stjórnarfari, sem er hremt einræði og harð stjórn. Það sætir vissulega engri Málverk Cézannes, sem seldist lyrir uppkæð sem svarár ttl 60 mUljónum íslenzkra króna. Frakkar óánæqðir vegna málverkasölu til Englands F Y RIR nokkrum dögum ríkti mikil reiði meðal list- unnenda í Frakklandi. — Ástæðan var sú, að eitt af frægustu málverkum Céz- annes var selt til Englands fyrir upphæð, sem nemur um 60 milljónum ísl. kr. Málverkið, sem nefnist „Les grandes baigneuses“, var í eigu einkasafns, en var selt ásamt tveimur öðr- um málverkum eftir Céz- anne úr sama safni. Það var brezka listasafnið í London, sem keypti mál- verk Cézannes, en söfn í Bandaríkjunum keyptu hin tvö. Franskir listunnendur gagn- rýndu franska ríkið harðlega fyrir að hafa ekki keypt mál- verk Cézannes, en menningar- málaráðherra landsins, André Malraux, lýsti því yfir, að ekkert af frönsku ríkislista- söfnunum hefði haft efni á að kaupa málverkið á því verði, sem krafizt var. Einnig sagði ráðherrann, að málverkið væri ekki sérlega vandað og þyldi t.d. ekki samanburð við annað frægt málverk Cézann- es, sem er í eigu Barnes-safns- ins í Phíladelphíu í Banda- ríkjunum. Á málverkunum þremur, sem seld voru úr franska einka safninu, eru sýndar konur í baði, en raunverulega voru það karlmenn, sem sátu fyrir, er Cézanne málaði þau. Notaði hann karlmenn sem fyrirsæt- ur, vegna þess að á síðustu ár- um sínum var hann mjög hræddur við að hneykslissög- ur spynnust um sig, fengi hann konur til að sitja fyrir. Þegar Cézanne vann að baðmyndun- um þremur, fór hann til árinn- ar Arc við Aix-en-Provence og teiknaði .unga hermenn, sem böðuðu sig þar. Þessar teikningar notaði hann síðan, er hann málaði myndirnar. Þótt Frakkar hafi misst mörg málverk Cézannes út fyrir landamærin, eiga þeir enn langstærstan hluta. af verkum meistarans. Eihka- safnið, sem seldi Bretum hina stóru baðmynd hans, gaf Louvre-safninu fyrir skömmu aðra mynd eftir hann, og er hún metin á um 42 milljónir íslenzkra króna. Dóttir Chaplins leik ur aðalhlutverkiö i kvikmynd um GERALDINE, dóttir Charlie Chaplins, á að leika aðalhlut- verkið, hlutverk Toniu, í kvikmynd, sem bandaríska kvikmyndafélagið Metro- Goldwyn-Mayer hyiggst láta gera eftir hinni frægu skáld- sögu Boris Pasternaks, „Dr. Zhivago". Svo sem menn muna, hlaut Pasternak fyrir furðu, þótt aðrar þjóðir Af- ríku, sem nýlega eru lausar undan oki nýlenduskipulags- ins, skelli skollaeyrunum við kröfum Nkrumah um að verða talinn aðalleiðtogi þeirra. Dr. Zhivago bók sína bókmenntaverðlaun Nóbels en var meinað að veita þeim viðtöku. Kvikmynd þessi verður tek- in á Spáni, skammt frá Mad- rid og eru upptökur þegar hafnar. Auk Geraldine leika í kvikmyndinni um Dr. Zhiv- ago, Omar Sharif, Rod Steiger Og Julie Christie, en handritið að myndinni gerir Robert Bolt, sá er átti heiðurinn af kvikmyndahandritinu að „Brúnni yfir Kwai-fljótið“ Leikstjóri er David Lea. Þetta er mikili sigur fyrir Geraldine, sem lagði út á leik- listarbrautina þvert ofan í vilja föður síns. Hún hóf feril sinn sem dansmey, lærði í London og var vel fagnað er hún kom fram á sviði í París og hefur einnig leikið sma- hlutverk i franskri kvikmyncL En með hlutverki sínu í þess- ari mynd um Dr. Zhivago, gefst henni tækifæri til þess að komast áfram í banda- rískum kvikmyndum, ef henni tekst’ vel upp og ef hún vili

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.