Morgunblaðið - 12.12.1964, Side 31

Morgunblaðið - 12.12.1964, Side 31
Laugardagur 12. des. 1964 MOHGUNBLAÐIÐ 31 Nýmœli í dagsetningar- merkingu mjólkurhyrna Gengur í gildi nk. miðvikudag FORRÁÐAMENN Mjólkursam- j solunnar í Reykjavík boðuðu fréttamenn á sinn fund í gær í tilefni þess að í samræmi við nýja reglugerð um mjólk og mjóikurvörur, sem heilbrigðis- málaráðuneytið hefur gefið út, mun frá og með næsta miðviku- degi verða upp tekin ný dagsetn- lngarmerking á mjólkurhyrnum á sölusvæði samsölunnar. — Mjólk nrsamsalan selur daglega um 83,00« lítra af nýmjólk á svæði sínu, og lætur nærri að neyzlan á mann sé um 0,8 lítrar á dag. 87% mjólkurinnar er seld á hvrnum. Á fundinum kom l>að fram m.a. að Mjólkursamsalan fyigist vel með nýjungum í hyrnugerð, og segja forráðamenn hennar, að ef fram komi ný teg- und af hyrnum, sem ekki muni hækka verð mjólkurlítersins að marki, muni ]>að verða tekið mjög tii athugunar að breyta hyrnuforminu, hinni svonefndu Tetra-pakkningu. Nýmælið í dagsetningarmerking — Rússar Framhald af bls 32 venjulegt fiskitroll, sem vel hefði getað verið, því á þessum slóð- um hefir lóðað á fiski á 55—75 faðma dýpi, allgóðar lóðningar. Jón Einarsson tjáði okkur enn- fremur að í fyrrinótt hefðu 24 skip fengið alls 20.800 mál síld- ar og hefðu nokkur þeirra sprengt næturnar eða rifið og misst í botninn. Veiðisvæðið er 65—70 mílur SA af A frá Norðfjarðarhorni. Meðal skipa þeirra, sem eru að veiðum fyrir austan er Helgi Flóventsson og hefir hann nú fengið á einni viku 6.500 mál og lagt upp í Neskaupstað. Er há- setahlutur á þessari einu viku um 35 þúsund krónur. unni á mjólkurhyrnunum felst í því, að þær yerða dagsettar síð- asta leyfilega söludag. Heimilt er að selja mjólkina 2 dögum eftir gerilsneyðingardag. Sú mjólk, sem út verður send n.k. miðviku dag 16. des. verður þannig dag- sett föstudaginn 18. des., og eftir þann tíma má ekki selja hana. Helztu breytingar frá fyrri reglugerð eru í fáum orðum: strangari kröfur um meðferð mjólkur og einnig heimilað að mjólk sé seld tvo daga eftir gerilsneyðingu 1 stað eins dags áður. í 2. og 7. tölulið eru kröfur strangari til framleiðenda um að kæia mjólkina á fullnægjandi hátt strax eftir mjaltir, og gæta þess að hún hitni ekki á ný. í 2. gr. 8. tölulið er aðeins heimilað að flytja þær smávörur með mjólkinni á mjólkurbílum, sem ekki geta valdið óhreinind- um á vörum eða ílátum. í 3. gr. 2. tölulið er nú bannað að selja sem neyzlumjólk, þá mjólk, sem flokkast í 3. og 4. flokk í stað 4. flokks áður. í 3. gr. 5. tölulið eru rýmkuð ákvæði um aldur mjólkur áður en hún er gerilsneydd, og er það nauðsyn þar sem flutningsleiðir lengjast stöðugt. 1 3. gr. 7. lið og 4. gr. 2. lið eru ákvæði um að umbúðir skuli merktar með síðasta leyfðum söludegi og að heimilt sé að selja mjólk í tvo daga eftir geril- sneyðingardag. Þessi aðferð, að sýna síðasta söludag á umbúð- unum, er nú notað víða um heim, bæði á mjólk og öðrum vörum, sem þola ekki langa geymslu, og þykir gefa neytendum betri upp- lýsingar um geymsluþol og vöru- gæði en sú sem notuð hefur ver- ið, að sýna aðeins gerilsneyðing- ardag. Undanþága er þó frá þessu ákvæði í 4. gr. " lið ef sérstak- lega stendur á svo sem eftir stór hátíðir. *' í 4. gr. eru strangari ákvæði um kælingu í mjólkurbúðum og í 8. gr. 15. lið er leyfður hámarks gerlafjöldi lækkaður úr 100.000 gerlum í ocm í 50.000. Fyrri reglugerð er frá árinu 1953, en með bættum vélakosti mjólkurbúa og mjólkurstöðva, betri meðferð mjólkurinnar þar, hjá framleiðendum, á flutninga- leiðum og á sölustöðvum hafa vörugæðin aukizt svo síðan hún var sett, að hægt var bæði að herða á kröfum við gæðamat og jafnframt tryggja fyllstu vöru- gæði, þótt sölutími sé lengdur. Hjá Mjólkursamsölunni verður þessi breyting næsta miðvikudag 16. des., og verður mjólk, sem þá verður gerilsneydd og að nokkru send út, dagsett 18. des. — Gallery 76 Framh. af bls. 2 Af keramikmunum má nefna kaffi- og testell, könnur ýmiss konar, veggplötur, stórar skálar og kertastjaka. Og úr batik verða á sýningunni upplýstar vegg- skreytingar, gardínur og vegg- tjöld, kjólar, lampaskermar, dúk- ar og servíettur sérstaklega gerð- ar fyrir leirmuni frú Hedi og síðast en ekki sízt altarisklæði og höklar. Verður þar á meðal fyrsti hökullinn, sem gerður er fyrir íslenzka kirkju. — Er það Kópa- vogskirkja, sem hefur valið þessa óvenjulegu gerð hökla. Frú Sigrún er m.a. kunn af hinum fjölmörgu munum, sem hún hefur gert fyrir íslenzkar kirkjur, auk þess sem hún hefur um árabil starfað sem handa- vinnukennari. Frú Hedi er aust- urrísk að ætterni, kom til Is- lands árið 1960, giftist ári síðar íslenzkum manni og settist hér að. — Æðsta ráðið Framhald af bls. 1 um vettvangi. Æðstu leiðtogar Sovétríkjanna virtust undrandi, er þeir heyrðu Beljak nefna nafn Krúsjeffs. Mikhail Suslov, helzti hugmyndafræðingur Sovétstjórn- arinnar, sat og las skjöl undir ræðu Beljaks, en er hann heyrði nafn Krúsjeffs, leit hann upp og hlustaði með athygli. -vður en gengið Aar til atkvæða um fjárhagsáætlunina fyrir 1965, hélt Kosygin, forsætisráðherra, stundarfjórðungsræðu. — Hann minntist á gagnrýnina, sem fram hefði komið, en sagði, að væri á heildina litið kæmi í Ijós, að all- ir ræðumenn teldu áætlunina skref í framfaraátt og væru ánægðir með hana. I fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir að útgjöld til hernaðar verði lækkuð um 3,8%. Sagði Kosygiin, að blöð á Vesturlönd- um hefðu rangtúlkað fregnirnar um lækkunina og sagt, að Sovét- ríkin neyddust til þess að fram- kvæma hana vegna slæms á- stands í efnahagsmálum. Þetta væri ekki rétt, því að lækkunin væri framkvæmd á þeim grund- velli, að sovézkur iðnaður og vísindi hefðu tekið fram'förum og gætu nú framleitt á ódýrari hátt þau hergögn, er nauðsynleg væru. Síðan sagði Kosygin, að góð efnahagsafkorria Sovétríkjanna byggðist fyrst og fremst á því, að landbúnaðurinn rétti við og benti á, að í fjárhagsáætluninni væri gert ráð fyrir eflingu hans. Einnig væri lögð áherzla á efl- Ingu létts iðnaðar og aukna fram- leiðslu neyzluvara. Gert er ráð fyrir að þjóðar- tekjur Sovétrikjanna nemi um 5 þús. milljörðum fsl. kr. árið 1965 og er það 8% hærri upphæð en á vfirsitándíindi ári LEIKFÉLAG Reykjavíkur hefur í vetur sýnt saman tvo einþátt- unga, Brunna kolskóga eftir Ein- ar Pálsson, og Sögu úr dýragarð inum eftir Edward Albee. Báðir þessir einþáttungar hafa vakið verðskuldaða athygli, en sýning um er lokið fyrir nokkrum dög- um. Vegna margra áskorana hefur Leikfélagið ákveðið að hafa enn eina sýningu á „Dýragarðinum“ á morgun kl. 15.30, Ekki var unnt að sýna báða einþáttung- ana sökum veikinda leikara í Brunnum kolskágum. Það er venja hjá leikhúsun- um að gera hlé á sýningum í nokkurn tíma fyrir jólin, og svo verður að þessu sinni. Leikfélag- ið vinnur nú að jólasýningu sinni á „Ævintýri á gönguför“, og verða síðustu sýningar félagsins á sunnudag. Auk „Dýragarðsins“ sýnir félagið þá um kvöldið „Sunnudag í New York“. Er það 89. sýning á þessum gamanleik oig jafnframt sú iiðasta. Kynningarvika „Varð bergs“ á Akranesi Frá þingmann.afundi NATO í Paris í nóv. s.l. Á mundinni sjást m.a. íslenzku fulltrúarnir Matt-hias Á. Mathiesen, Benedikt Gr öndal og Guðlaugur Gislason, en á myndina vantar Björn Fr. Björnsson, sem einnig sat fund inn. Benedikt Gröndal, alþm. og Guðm. Björns- son, kennari tala á fundi félagsrns „VARÐBERG“ — félag ungra áhugamanna um vestræna sam- vinnu — á Akranesi, efnir til fundar í félagsheimilinu „Röst“ Akranesi, næstkomandi sunnud. 13. des. 1964, kl. 2 e.h., en um þessar mundir stendur yfir sér- stök kynningarvika á vegum félagsins. Þar mun Guðmundur Björns- son kennari segja frá kynnisför „Varðbergs“ og „Samtaka um vestræna samvinnu“ til Noregs og V-Þýzkalands nýverið, en í þeirri ferð kynntust þátttakend ur ýmsum mikilvægum atriðum varðandi varnir Vestur-Evrópu, auk þess sem komið var til Ber- línar, bæði austur- og vestur- hluta borgarinnar. Með frásögn- inni verða sýndar litskuggamynd ir úr förinni. Einmg mun Benedikt Gröndal alþm. mæta á fundinum og flytja erindi um málefni Atlantshafs- bandalagsríkjanna. Benedikt er fyrir skömmu kominn heim af fundi þingmannasamtaka Atlants hafsbandalagsins, sem haldinn var í Paris, en hann hefur um árabii verið einn af fulltrúum íslands í þeim samtökum. Auk þess, sem að framan grein ir, verða kaffiveitingar á fund- inum. Bæði Varðbergsfélögum og gestum þeirra gefst kostur á að sækja fundinn. Þessa dagana stendur yfir á vegum Varðbergs á Akranesi kynningarvika um Atlantshafs- bandalagið og þátttöku íslands í starfsemi þess. í sýningarglugga verzlunarinnar „Huld“ við Kirkjubraut hefur verið komið fyrir ljósmyndum af ýmsum veigamiklum þáttum 15 ára sögu bandalagsins, m.a. uppbyggingu varnanna, samstarfi utan hern- aðarsviðsins o.s.frv. Einnig er dreift á Akranesi kynningarriti um bandalagið og aðdraganda að stofnun þess. — Spaak Framh. af bls. 1 inn kynþáttur í heiminum ber meiri sök en annar. en til eru varmenni, sem vísa á bug heil- brigðri skynsemi. Þannig var Hitler og mér þykir leitt að þurfa að segja, að þannig er Gbenye einnig. Hann er maður, sem hik aði ekki við að skrifa — tíu dög- um áður en fallhlífahermennirn ir lentu í Stanleyville — að hann hefði líf 300 Belga og 800 Banda ríkjamanna á sínu valdi og þeir yrðu drepnir, ef árás yrði gerð á borgina. Hver getur gerzt svo djarfur, að verja slíkan mann?“ Spaak sagðist vilja benda á, að það bryti í bága við alþjóða- lög að taka gisla og kvaðst telja, að hann gengi ekki of langt þótt hann segði, að haiin væri þess fullviss nú, eins og alltaf frá því að ákvörðunin um að senda fall hlífamennina til Stanleyville hefði varið tekin, að það hefði verið skylda sín að taka þessa ákvörðun. Óhjákvæmilegt hefði verið að bjarga gislunum, þótt ljóst hefði verið, að aðgerðirnar í Stanleyville gætu dregið dilk á eftir sér. Hrifning á samsöngvum Karlakórs Akureyri, 11. des. KARLAKÓR Akiureyrar hef- ur haldið tvo samsöngva með Lucíuihátíð í samkomuhúsi bæj- arins fyrir fu/ilu húsi og við mikla hrifniogu áheyrenda í bæði skiptin. Þriðji samsöngur- inn verður í Akureyrarkirkju á sunnudagskvöld. Söngstjóri er Áskell Jónsson, og í hlutverki heilagrar Lucíu er frú Halla Árnadóttir, sem syngur einsöng í Mariuversi eft ir söngstjórann. Henni fylgja 8 hvítklæddar meyjar. Undirleikari er Guðmiundur Kr. Jóhannsson og einsöngvar- ar, auk frú Höllu, Eiríkur Ste- flánsson, Jóhann Daníelsson og Jóhann Konráðsson. Einnig kemiur fraiu kvar'tett kórfétaiga, Akureyrar sem Guðmundur Kr. Jóhanns- son hefur þjáofað í vetur. í lv>n um eru Gísli Bjarnason, Jóhann Daníelsson, Hreiðar Pálsson og Eiríkur Stefánsson. Á söngskránni eru 18 log eft ir erlenda og innlenda höfunda, þ.á.m. Björgvin Guðmundsson, Sigfús Halldórsson, Sigvalda Kaldalóns, Áskel Jónsson, Brahms, Verdi, Mozart og ,Biz>et. Viðtökur áheyrenda voru hin- ar hjartanlegusbu og kór ctg ein söngvarar urðu að endiurtaka mörg lög. Sérstaka hrifningu vakti þegar heilög Lúcía og meyjar hennar birtust Ijósum prýddar í myrkvuðum salnutm, hófu upp söng sinn og boðuðu komu jólannia- og haakkandi sóh Sv. P.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.