Morgunblaðið - 20.01.1965, Side 16
16
MCRGUNBLADIÐ
Miðvikudagur 20. jan. 1965
BIRGIR GUÐGEIRSSON SKRIFAR UM
HLJÓMPLÖTUR
AÐ svo miklu leyti, sem
nokkuð verður fullyrt um
slíkt, er óperan „Carmen'* eft-
ir Bizet vinsælasta ópera í
heimi. Þetta verk var flutt í
fyrsta sinn 3. marz 1875 við
geysilegar óvinsældir. Þrem
mánuðum síðar dó tónskáldið
úr hjartabilun tæplega þrjá-
tíu og sjö ára að aldri. Ekki
leið á löngu að óperan næði
hylli fólksins. Sagt er, að Bis-
marck hafi séð hana tuttugu
og sjö sinnum. Liszt, Wagner
og Nietsche höfðu hana í
miklum hávegum og Tchaikov
sky sagði, eftir að hafa séð
hana og heyrt árið 1876, að
innan tíu ára yrði hún vin-
sælasta ópera í heimi. Vin-
sældir þær, sem „Carmen"
hlaut skömmu eftir andlát tón
skáldsins hafa ekki einungis
haldizt æ síðan heldur aukizt
ár frá ári, og nú þegar þetta
er skrifað í ársbyrjun 1965,
hafa þrjár hljóðritanir á þessu
meistaraverki Bizet komið á
markað með nokkurra mán-
aða millibili.
Seinasta hljóðritunin á
„Carmen“ var gefin út
skömmu fyrir áramótin síð-
ustu og fer þar Maria Callas
með aðalhlutverk. Callas er
eins og við vitum skapmikil
listakona og kunn fyrir alls
konár óhljóð, sem að hennar
sögn eiga að vera persónu-
einkennum viðkomandi hlut-
verks til framdráttar. Þessi
hljóðritun hefur ekki borizt
til landsins ennþá, en er örugg
lega athyglisverð. Önnur
hljóðritun á „Carmen" kom
út á vegum E>ecca með Regina
Resnik í aðalhlutverki. Resnik
er fyrir all nokkru búin að
missa röddina að verulegu
leyti og er þessi hljóðritun
m.a. þess veigna lítt girnileg
til eigu. Þriðja hljóðritunin
kom út í vetur á vegum RCA
undir stjórn Herbert von
Karajan þar sem Leontyne
Price og Franco Corelli fara
með aðalhlutverkin. Þessi
hljöðritun er svo mörgum kost
um prýdd, að rétt er að huga
nokkuð nánar að henni.
Dálítið undarlegt er það,
hve menn skiptast í tvo hópa
að því er hljómsveitarstjór-
ann Herbert von Karajan varð
ar. Engu er líkara en sumum
þyki fínt að skíta hann út og
lasta. Aðrir hafa hann í svo
miklum metum, að þeir telja
hann öðrum núlifandi hljóm-
sveitarstjórum fremri. Álit
hinna síðamefndu er örugg-
lega nær sanni. Afstaða
þeirra, sem lasta Karajan er
talsvert skiljanleg hvað sin-
fóniska tónlist áhrærir. Gam-
alreyndir tónlistarunnendur
eru að öllu jöfnu þrælavanir
að heyra sinfóníur Brahms og
Beethovens fluttar af mönn-
um eins og Weingartner,
Walter, Furtwángler, Kousse-
vitsky, Toscanini o.s.frv. Við
þann hrikalega samanburð
finnst þeim Karajan heldur
smár. En heyri þeir hann
stjórna óperu, mundi efalaust
margur endurskoða álit sitt á
Karajan sem hljómsveitar-
stjóra.
f óperuflutningi er Herbert
von Karajan næsta makalaus.
Reyndar höfum við ekki ýkja
mörg sýnishorn með fyrr-
greindum hljómsveitarstjór-
um, þar sem þeir stjóma óper
um. En þó all nokkur. Hvað
sem öðru líður mun óhætt að
staðhæfa, að Karajan nái
meiri nákvæmni f flutningi
en nökkur hinna. Það hefur
reyndar oft verið sagt, að hug
ur og hjarta Karajans sé fyrst
og fremst óperan, og af hljóm
plötum að dæma, er það ekki
fjærri lagi.
Sem dæmi má nefna heilan
aragrúa af óperu-hljóðritun-
um og skulu hér nokkrar
taldar: „Brúðkaup Figaros",
„Töfraflautan“ og „Cosi fan
tutte“ eftir Mozart, „Rósa-
riddarinn“, „Capriccio“ og
„Ariadne auf Naxos“ eftir
Richard Strauss. Beztu óper-
ur Verdis þ.e.a.s. „Falstaff“
ög „Othello“ að ógleymdri
óperu Humperdincks „Hans
og Gréta“. Það raunalega
við þessa upptalningu er
skortur á Wagner-óperum.
Að vísu er til gömul og góð
upptaka á „Meistarasöngvur-
unurn" auk þriðja þáttar
„Valkyrjunnar“ og þar með
ekki meir. Það er grátlegt, að
Dacca skyldi ekki fá Karaj-
an til þess að stjóma sínum
frábærlega hljóðrituðu Wagn-
er-upptökum. Við getum að-
eins beðið og vonað að úr
því verði einhvem tíma bætt.
Hljóðritun RCA (tæknifræð-
ingar Dacca sáu um hana) á
„Carmen" verður, þegar allt
kemur til alls að teljast ein
bezta ef ekki bezta hljóðrit-
un, sem út kom á árinu 1964.
Fer þar allt saman. Stórbrot-
inn flutningur, makalaus
hljóðritun og glæsilegur frá-
gangur. Þessi upptaka kom
hingað til lands í örfáum ein-
tökum og mun gersamlega
uppseld. Dómar erlendis voru
ágætt sýnishorn þess, að krit-
ik er fyrst og fremst smekks-
atriði, þegar öllu er á botninn
hvolft. Þannig fannst einum
gagnrýnenda flutningur Kar-
ajans allt of hæigur og ger-
manskur, en öðrum fannst
hann svo æsandi og spenntur
í spilinu að hann hélt naum-
ast út að hlusta á verkið. En
flestir voru sammála um að
þetta væri einhver skorkost-
legasti flutningur, sem þeir
hefðu heyrt á óperunni.
Leontyne Price fer með
hlutverk Carmen. Hennar fá-
gæta raddfegurð nýtur sín í
bezta máta. Sumum finnst
röddin of fögur fyrir hlut-
verkið, en slíkt er firra. Ann-
ar eins flutningur hefur varla
heyrzt síðan Conchita Super-
via söng forðum, en þeir dag-
ar eru löngu liðnir. Leontyne
Price kemur manni vissulega
talsvert á óvart hér a.m.k.
við fyrstu heyrn, en hún vinn-
ur sífellt á við frekari endur-
tekningar. Víst er að Karajan
hefur setið með hana klukku-
tíma eftir klukkutíma við að
þjálfa hana og skóla við
flutning verksins. Price syng-
ur hér oft nokkuð hásri rödd
ag letilegri, en erótískt. Og
hið síðastnefnda leggja þau
Karajan og hún vitaskuld í
samræmi við eðli og tilgang
tónskáldsins, megin áherzlu á.
Hvort Price gengur of langt
hvað það varður, skal ósagt
látið, en vissulega fer hún oft
fram á hengiflugið.
Franco Corelli syngur hlut-
verk Don José af þeirri inn-
lifun og raddfegurð, sem
molar alla gagnrýni á með-
höndlun hans á nótnagildi oig
slíku, en því er mjög ábóta-
vant Corelli, sem hefur ein-
hverja fegurstu og volduig-
ustu rödd, sem ítalskur tenór
getur státað af nú í dag, syng
ur hér (eins og í „Andrea
Chenier“) af þeirri hjartans
sannfæringu og innblæstri,
að engum er verulega láandi,
þótt hann sé með gæsahúð
meirihluta þess tíma, sem
Corelli gefur hljóð frá sér.
Túlkun Corelli er frábær ag
einstök.
Robert Merrill fer með hlut-
verk nautabanans Escamillo.
Sá persónuleiki er leiðinlegur
af hendi höfundar og Merrill
gerir hann enn leiðinlegri.
Röddin hörð og stíf, en jafn-
Heibert von Karajan
Karajan hlustar
framt talin ein sú bezta við
Metropolitan óperuna í New
York, svo líklega mun mörg-
un þykja hann ágætur í þess-
ari upptöku. Minni hlutverk
eru vel frambærilega sungin.
Þegar allt kemur til alls,
er það samt sem áður Karaj-
an og Philharmóníuhljóm-
sveitin í Wien sem mynda
kórónu þessarar meistara-
legu upptöku. Hlutur Karaj-
ans er slíkur, að hinir þvæld-
ustu hlutar óperunnar hljóma
sem nýir og allt verkið í
heild sem innblásið á staðn-
um. Menn skyldu aðeins
hlusta á upphafið, forleikinn,
og svo endinn. Allt, sem þar
er á milli er eins stórkost-
leigt af hendi hljómveitartjór-
ans. Sá sem af vandvirkni og
opinni dómgreind hlýðir á
þennan flutning, mun vissu-
lega segja við sjálfan sig: Hví
líkt feiknarlegt stórmál er
Herbert von Karajan orðinn,
sem hljómsveitarstjóri.
Eins og áður var að vikið
eru tóngæði upptökunnar frá-
bær. Ég hefi naumast heyrt
eins góða hljóðritun hvað þá
betri.
Ein nýjasta upptakan á „Le
Sacre du Printemps“ („Vor-
blót“) eftir Stravinsky er frá
Deutsche Grammophon þar
sem Karajan stjórnar Phil-
harmóníuhljómsveitinni í Ber
lín. Þetta er að líkindum
tæknilega bezt gerða hljóð-
ritun, sem hingað hefur borizt
frá Deutsche Grammophon.
Túlfcun Karajans og leikur
þessarar undraverðu hljóm-
sveitar er svo kynigimagnað-
ur og yfirþyrmandi að við
borð liggur að hin ágæta
þriggja ára gamla hljóðritun
undir stjórn höfundarins
standi uppi sem smámál við
hliðina á þessu „risafyrir-
tæki“. Enskir gagnrýnendur,
sem margir hverjir hafa um
áratugabil gengið með ger-
manahatur í maganum ag
kannske víðar, finna þessum
flutningi það til fðráttu að
hann sé germanskur, en viður-
kenna þó að hann sé í efsta
gæðaflokki. Það sem þeim þyk-
ir minus, getur okkur hæg-
lega virzt plús.
Eins og við vitum, seldist
heildarútgáfa Deutsche
Grammophon á sinfóníum
Beethovens í stóru upplagi
hérlendis og í heild munu
hafa selst a.m.k. ein milljón
eintaka að þeirri afbragðsút-
gáfu. Skömrnu fyrir jól sendi
Deutsche Grammophon frá
sér annað albúm með ýmsum
helztu hljómsveitarverkum
Brahms undir stjórn Karaj-
ans. Þær plötur eru seldar á
mjög hagstæðu verði miðað
við að allar sjö séu keyptar
sem heild. Hver plata mun
vera næstum 100 krónum ó-
dýrari en gerist um aðrar og
sambærilegar hljómplötur.
Eftir fyrri reynslu að dæma
af eldri hljóðritunum á sinfó-
níum Brahms í meðförum
Karajans, stenzt hann naum-
ast samanburð við menn eins
og Toscanini, Furtwángler eða
Bruno Walter. Þess ber þó að
geta, að upptaka sú, er Karaj-
an gerði skömmu eftir sein-
aista stríð á „Þýzkri Sálu-
,messu“ eftir Brahms, héfur
oft verið talin hans stærsta
afrek á sviði hljóðritunarinn-
ar, „Þýzka Sálumessan" er í
þessari nýju útgáfu og verður
fróðlegt að kynnast henni nán
ar. Því miður eigum við þess
ekki kost að gera samanburð
á flutningi Karajans á „Sálu-
. messunni“ og fýrngreindra
hljómsveitarstjóra, þar eð
enginn þeirra skildi eftir sig
arf til seinni sikynslóða á þeim
skylningi og því innsæi, er
þeir báru til þessa verks.