Morgunblaðið - 05.02.1965, Page 1
28 síður
Þriggja ára smygl-
mái fellt niöur
Olögleg stöðvun bifreiðarinnar, sem flutti
írsku happdrættismiðana frá Goðafossi
Newark, New Jersey,
4. febrúar — (AP) —
BANDARÍSK yfirvöld hafa
fellt niður ákæru á hendur
þremur mönnum í New Jersey
fyrir að hafa reynt, með að-
stoð þriggja manna af áhöfn
Goðafoss, að smygla til Banda
ríkjanna írskum happdrættis-
ntiðum að verðmæti rúmlega 6
millj. dollara í marz 1962. Var
það aðstoðarsaksóknari Banda
ríkjanna, J. Norris Harding,
sem skýrði frá þessu í dag.
Bandaríkjamennirnir þrír,
sem viðriðnir voru mál þetta,
eru Frank J. Gardner, fulltrúi
hjá Nacirema félaginu í New
Jersey, Harry T. Venable,
vörubílstjéri, og Angelo F.
Ferraro, forstjóri flutningafé-
lagsins Ferraro Transport Co.
Inc.
Menn þessir voru handtekn-
ir hinn 12. marz 1962 í Jersey
City sakaðir um að hafa reynt
að smygla í iand úr Goðafossi
tveimur kössum með samtals
80 pökkum af írskum happ-
drættismiðum. — Stjórnaði
Gardner aðgerðum, en miðana
átti að flytja með bifreið frá
Ferraro-félaginu og var Ven-
able ökumaðurinn. Lögreglan
stöðvaði bifreiðina á bryggj-
unni.
íslenzku sjómennirnir þrír,
sem talið var að Bandaríkja-
mennirnir hafi fengið til að
flytja happdrættismiðana frá
írlandi, voru einnig handtekn-
ir, en þeim leyft að halda heim
viku síðar gegn tryggingu fyr-
ir því að þeir kæmu til Banda-
ríkjanna ef nauðsyn krefði til
að bera vitni í málinu.
Segir Norris Harding, sak-
sóknari, að málið hafi verið
látið niður falla vegna þess
að málsgögn bentu til þess að
lögreglan hafi ekki farið eftir
settum regium, þegar hún
stöðvaði bifreiðina með happ-
drættismiðunum.
Her sest vélbáturinn lngolfur frá Sandgerði logandi á hafinu út af Sandgerði, en eldur kom upp í honum í gærmorgun og
flaug á skammri stundu um allt skipið. (Ljósm.: Helgi Hallvarðsson). — Sjá nánar frétt á baksíðu
'Karl-Birger
Blomdahl
hlýtur tónlistar-
verðlaun
N or ðurlandaráðs
Osló, 4. febr. (NTB).
SVÍANUM Karl-Birger Blom-
dahl var í dag úthlutað tón-
listarverðlaunum Norður-
landaráðs að loknum fundi
dómnefndar í Osló. En dóm-
, nefndin er skipuð tveimur
fulltrúum frá hverju Norður-
landanna.
Verðlaunin eru veitt fyrir
óperuna „Aniara“, sem er sam
in við söguljóð Harry Mar-
tinssons, en það fjallar um
sálarástand farþega i geim-
skipi.
Verðlaunin nema 50 þús-
und dónskum krónum (um
311 þús. kr.), og er þeim nú
úthlutád í fyrsta sinn. Sam-
kvæmt reglugerð eru verð-
Framh. á bls. 27
Hvetur til fimmvelda ráðstefnu með þátttöku Kína
Það eru brotleg ríki en ekki stofnskráin, sem eiga
sök á vanda SÞ, segir Johnson
París og Washington,
4. febrúar — (AP-NTB) —
DE GAULLE, forseti,
hélt blaðamannafund í París í
dag. Hvatti hann m.a. til að
boðuð yrði fimmvelda ráð-
stefna með þátttöku Kína til
að endurskoða stofnskrá Sam-
einuðu þjóðanna, að gull-
trygging á gjaldeyri yrði tek-
in upp í stað þess að miða við
sterlingspund eða dollara, og
sagði að endursamneining
Þýzkalands væri mál, sem
leysa bæri innan Evrópu „frá
Atlantshafi til Úralfjalla, þ.e.
án aðildar Breta og Banda-
ríkjamanna.
Síðar í dag ræddi John-
son, Bandaríkjaforseti, við
blaðamenn. Kvaðst hann ekki
geta dæmt um ummæli de
Gaulles fyrr en hann hefði
lesið þau yfir, en benti hins
vegar á að vandræði SÞ ættu
ekki rót sína að rekja til stofn
skrárinnar, heldur til þess að
einstök lönd hafa ekki staðið
við skuldbindingar sínar gagn
vart samtökunum, og með því
gerzt brotlegir við stofn-
skrána.
Framhald á bls. 8
Hélt
kjördæminu
DE GAULLE VILL ENDUR-
SKOÐUN STOFNSKRÁR SÞ
Kosygin kemur til Norður
Vietnam á laugardag
Hefur viðkomu í Peking þótt Kínverjar
hafi ekkert við hann að ræða
Moskvu, 4. febr. (AP-NTB)
ALEXEI Kosygin, forsætis-
ráðherra Sovétríkjanna, kom
í dag til borgarinnar Irkutsk
í Siberíu á leið sinni til Hanoi,
höfuðborgar Norður-Vietnam.
Á morgun, föstudag, kemur
hann við í Peking og ræðir
þar við kínverska leiðtoga.
Mun hann einnig koma við í
Peking á heimleiðinni frá
Norður-Vietnam.
Haft er eftir Chen Yi, varn-
armálaráðherra Kína, að Kín-
verjar eigi ekkert ósagt við
Kosygin, en hafi hann eitt-
hvað við þá að segja, muni
þeir að sjálfsögðu hlusta.
Framhald á bls. 2,7
AUKAKOSNINGAR fóru fram í
þremur kjördæmum í Bretlandi
í dag. Um miðnættið var kunn-
ugt um úrslit í einu kjördæm-
anna, Altringham og Sale við
Manchester. Hélt íhaidsflokkur-
inn kjördæminu, og hlaut Ant-
hony Barber, fyrrum heilbrigð-
ismálaráðherra, kosningu, en
hann féll í öðru kjördæmi við
kosningarnar s.l. haust.
íhaldsflokkurinn hlaut að
Iþessu sinni 20.380 atkvæði (hafði
24.982), Verkamannaflokkurinn
11.837 (14.945) og Frjálslyndi
flokkurinn 7.898 (13.429).
í hinum tveimur kjördæmun-
um yerða úrslit kunn á morgun.
Hiaut íhaldsflokkurinn báða
þingmenn kjörna við sí'ðustu
kosningar með miklum meiri-
Ihluta atkvæða.