Morgunblaðið - 05.02.1965, Side 2
MORGUHBLAÐIÐ
FSstuáagur 5. febrúar 1965
Tvíourasysturnar Guðrún og Sigríður Jónsdætur.
„Eg ætiaði ekki að trúa þessu"
sagði Sigríður G. Jónsdóttir sem hlaut
hæsta vinninginn í happdrætti DAS
Þ A Ð hlýtur að vera afar
skemmtileg tilbreyting, að fá
einn góðan veðurdag tilkynn-
irngu um, að í dag sé maður
heilli íbúð auðugri en í gær.
En því miður eru slíkir lukk-
unar panfílar ekki á hverju
strái. Það var af þessum sök-
um að við lögðum leið okkar
upp í Bogahlíð 13 og hittum
þar að máli Sigríði G. Jóns-
dóttir, en hún varð einmitt
fyrir þessu happi. Hún átti
fjóra miða í Happdrætti DAS,
og á miðvikudaginn bárust
henni þær fréttir, að miði
hennar, númer 2087, hefði
fært henni stærsta vinning-
inn, sem var íbúð eftir eigin
vali að verðmæti 500 þúsund
kr.
Sigríður er skipsþerna á
Heklunni og hefur starfað í
átta ár hjá Rikisskip ásamt
tviburasystur sinni, Guðrúnu,
en hana hittum við einnig fyr-
ir í Bogahlíð 13, því þær syst-
ur leigja þar saman.
„Ég ætlaði varla á trúa því,
að þetta væri satt,“ svaraði
hún, þegar við spurðum hana
hvernig henni hefði orðið við.
„Við vorum eiginlega ný-
komnar í land, þegar forstjóri
DAS sagði mér þessar fréttir,
og eins og ég sagði áðan, ég
ætliaði alls ekki að trúa
þessu.“
„Er búið að ákveða hverniig
á að nota vinninginn?" spurð-
um við.
„Við höfum nú ákveðið að
setjast að í nýju íbúðinni, þeg
ar við erum búnar að velja
hana, en forstjórinn sagði
ökkur, að það lægi ekki svo
mjög á því.“
„Hefurðu unnið áður i happ
drætti, Sigríður?"
„Nei, ég hef ekki unnið áð-
ur, en aftur á móti hefur Guð-
rún unnið þrisvar í happdrætt
inu, tvisvar tíu þúsund krónur
og einu sinni fimm þúsund
krónur. Annars er þetta í ann
að skipti, sem stórvinningur
vinnst af skipsmanni á Hekl-
unni. I fyrra skiptið var það
Sigurður heitinn bryti, en
hann vann stórt einbýlishús
inni í Alftamýri.“
„Hvernig líkar ykkur sjó-
menskan. Þið hafið ekki hugs
að ykkur að hætta henni?“
„Nei, alls ekki. Sjórinn á
mjög vel við okkur, og þar
að auki erum við orðnar svo
rótigrónar þarna, að við eig-
um erfitt með að hætta.
Áður en við byrjuðum hjá
Ríkisskip, unnum við 13 ár
sem afgreiðslustúlkur hjá
Mjólkursamsölunni, svo við
virðumst eiga erfitt með að
skipta um starf.“
„Og þið eruð auðvitað
ákveðnar í að halda áfram að
spila í happdrætti?"
„Já, það erum við.“ svara
þær báðar og það er ekki svo
furðulegt, því fæstir geta stát-
að af því að spila í happdrætti
og látið það skila gróða."
Landsspítalinn
fær stórgjöf
Minningargjöf Bjarna Þorlákssonar trésmiðs
SUNNUDAGINN 31. janúar
sl. var landlækni, Sigurði Sig-
urðssyni, afhent minningar-
gjöf til Landsspítala Islands
að upphæð rúml. 623 þús.
krónur. Tildrög eru þau er
hér segir:
Hinn 29. apríl 1956 lé*t hér í
Reykjavík Bjarni Þorláksson,
trésmiður, Grettisgötu 35, ókvænt
ur og barnlaus. Hann kvað svo á
í erfðaskrá, er hann gerði að
viðstöddum fulltrúa borgarfóget-
ans í Reykjavík, 3. apríl 1956, að
af eftirlátnum eignum sínum
skyldi stofna sjóð, er bæri nafn
foreldra hans, Ingibjargar
Bjarnadóttur og Þorláks Jónsson-
ar hreppstjóra, Þórukoti, Álfta-
nesi, og móðursystur hans, Sig-
ríðar Bjarnadóttur, húsfreyju,
Hliði, Álftanesi.
Fé sjóðsins skyldi, að öðru
hhitverki hans loknu, varið til
„kaupa á herbergi eða herbergj-
um í líknarstofnun, svo sem spít-
ala eða elliheimili, og skal her-
bergið bera nafn mitt og þeirra
venzlamanna, er í 1. gr. getur“,
segir orðrétt í erfðaskránni.
Á sjóðnum hvíldi sú kvöð, sam
kvæmt 2. lið erfðaksrárinnar, að
nákomin frændkona gefandans,
sem verið hafði ráðskona hans í
36 ár, skyldi njóta framfærslu-
eyris úr sjóðnum, meðan hún
lifði. Nú hefur svo skipazt, að
af sjóðnum er leyst þessi kvöð,
og er fé hans því nú laust til af-
hendingar.
Samkvæmt erfðaskrá Bjarna
Þorlákssonar skyldu þeir Gizur
Bergsteinsson, hæstaréttardóm-
ari, og Jónas Guðmundsson, fyrr-
verandi ráðuneytisstjóri, vera
stjórnendur minningarsjóðsins.
Þeir hafa nú ákveðið að verja
sjóðnum til greiðslu kostnaðar
við fjögurra manna sjúkrastofu í
nýbyggingu Landsspítala íslands,
sem nú er nær fullgerð, og hefur
landlæknir og þeir aðrir, sem
þar um fjalla fyrir hönd Lands-
spítalans, fallizt á að veita fénu
viðtöku, en það er afhent kvaða-
lpust að öðru en því, að fest
verði upp í sjúkrastofunni hag-
lega gerð silfurtafla, sem á er
svohljóðandi áletrun:
„Sjúkrastofa þessi er gefin til
minningar um hjónin Þorlák
Jónsson hreppstjóra, Þórukoti,
Álftanesi, f. 29/6. 1840; d. 22/7.
1877 og Ingibjörgu Bjarnadóttur
f. 10/12. 1841; d. 17/9. 1928, svo
og Sigríði Bjarnadóttur hús-
freyju, Hliði, Álftanesi, f. 24/11.
1833; d. 15/6. 1910.
Gefandi: Bjarni Þorláksson
trésmiður, Grettisgötu 35, Reykja
vik f. 31/1. 1873; d. 29/. 1956.“
Töfluna og áletrunina hefur
Framhald á bls. 27.
Dæmdar 860 þús.
krónur í slysabætur
Piltur lamaðist við fall í súrheysgryfju
EINHVERJAR hæstu skaðabæt-
ur vegna slyss voru dæmdar i
Hæstarétti nýlega, þegar eiganda
búsins Saltvik á Kjalarnesi var
gert að greiða ungum pilti, sem
varð fyrir slysi í súrheysturni
þar 860,5 þús. kr., sem er um
60% af tjóni piltsins, en hann
lamaðist upp að herðablöðum.
Var allt tjónið talið vera 1,4
millj. kr., en pilturinn ber 40%
þess sjálfur. Við þetta bætast svo
vextir á upphæðina síðan slysið
varð, og verða skaðabtæurnar
með því á aðra milljón kr.
Málsatvik eru þau að 16 ára
piltur, Viðar Guðnason, var að
aka heyi í hlöðu sumarið 1959.
í hlöðunni var votheysgryfja og
á henni barmur, 150 sm. á hæð.
Ók hann dráttarvél, sem dró hey-
vagn. Af vögnunum var mokað
yfir í heyblásara, sem síðan blés
heyinu inn í hlöðuna. Voru tveir
menn við þetta verk. Skyndilega
hætti heyblásarinn að starfa, án
þess að hreyfillinn stöðvaðist og
mun stífla hafa valdið.
Votheysgryfjan, sem hér um
ræðir, var rétt við hlöðuopið.
Þegar heyið hætti að fara gegn-
um blásarann, stökk Viðar upp
á vegg súrheysgryfjunnar og
mun hafa ætlað að endanum á
rörinu á heyblásaranum, en það
lá yfir gryfjuna. Hann steig út
Hijfníng d sin-
lóníutónleikum
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ís-
lands hélt tónleika í Háskólabíói
í gærkvöldi, var húsið troðfullt
og geysileg hrifning ríkti á hljóm
leikunum. Stjórnandi hljómsveit
arinnar var Gustav König, en
einleikari var Rögnvaldur Sigur-
jónsson, píanóleikari. Viðfangs-
efni hljómsvéitarinnar voru tvö:
Fyrst var Píanókonsert nr. 1 i
d-moll, op. 15 eftir Brahms, lék
Rögnvaldur Sigurjónsson þar
einleik, og var honum ákaft
fagnað. Síðara viðfangsefm Sin-
fóníuhljómsveitarinn var Sin-
fónía nr. 7 í a-dúr, op. 92 eftir
Beethoven. Bæði hljómsveitar-
stjóra og einleikara bárust blóm-
vendir.
Sjálfstæðismenn
á Akureyri
VÖRÐUR, félag ungra Sjálfstæð-
ismanna á Akureyri, heldur
kvöldverðarfund í kvöld, föstu-
daginn 5. febrúar, kl. 19.15 í
Sjálfstæðishúsinu, litla sai.
Jón E. Ragnarsson, stud. jur.,
frá sjtórn Sambands ungra Sjálf
stæðismanna, flytur erindi, sem
hann nefnir: Viðreisnin heldur
áfram.
Félagsmenn eru hvattir til þess
að sækja fundinn og koma stund
víslega.
Tunnuverksmiðian á Siglu-
firði hefur störf að nýju
SIGLUFIRÐI, 4. febrúar. — Nýja
tunnuverksmiðjan, sem verið
hefur í byggingu sl. sumar og
vetur, hefur störf í dag. Gert er
ráð fyrir að hún verði farin að
vinna með fulium afköstum öðru
hvoru megin við næstu helgi.
Fyrir nokkru var skipað hér
á iand töluverðu magni af tunnu
efni og viðbótarefni er væntan-
legt í marzmánuði næstkomandi.
Við tunnuverksmiðjuna mun
starfa rösklega 40 manna hópur
og gert er ráð fyrir að verksmiðj
an muni starfa fram á vorið, eftir
því sem aðstæður leyfa.
Þetta er steinbygging í hólf og
gólf og fyllstu varúðar gætt í
hvívetna, enda hafa hvorki meira
né minna en 4 verksmiðjur hér
orðið eldi að bráð. Er næsta úti-
lokað talið að slíkt geti endur-
tekið sig í þessum húsakynnum.
Fyrirhugað er að reisa allstórt
stálgrindahús, geymsluhús við
verksmiðjuna og stendur til að
það komi innan skamms.
af, en ofan á gryfjuna höfðii
verið lagðar bárujárnáplötur, sétu
létu undan er hann steig á þær.
Féll pilturinn 5 m. niður og slas-
aðist þannig að hann lamaðist al-
veg upp að herðablöðum. Er hana
talinn 100% örýrkí.
Pilturinrt vdr1 séndúé til Amet'-
íku og reyndar á honum læknis-
aðgerðir, sem báru einhvern
árangur, en voru dýrar, kostuðu
yfir hálfa milljón króna. Þá er
örorkutjónið metið á rúma millj-
ón kr. og ofan á það bætast bæt-
ur fyrir þjáningar og lýti og þes*
háttar.
Niðurstaða hæstaréttar er sú»
að pilturinn hafi að vísu farið I
nokkru fljótræði út á bárujárns-
plöturnar, en það hafi þó verið
stórfellt gáleysi af hendi ráðs-
mannsins á búinu að leggja slíka
burðarmagnslausa þekju yfir
gryfjuna. Var sök þannig skipt,
að eigandi búsins, Stefán Thor-
arensen, var talinn eiga að bera
60% af tjóni drengsins, en hanti
sjálfur 40%. Allt tjónið var talið
vera kr. 1.437.592,91 og af því
fær Viðar því 1 bætur kr. 860,
555,70. Upphæð þessi á þó eftir
að hækka vegna vaxta síðan slys-
ið varð og fer þá vafalaust á aðra
milljón. Þá var eiganda búsins
gert að greiða málskostnað.
Eigandi búsins i Saltvík mun
ekki hafa verið tryggður fyrir
slíkum slysum fremur en bænd-
ur eru yfirleitt.
í undirrétti hafði eiganda bús-
ins verið gert að greiða 25%
tjónsins eða upphæðina 313 þús.
en Hæstiréttur hækkaði bæði
prósentuna og upphæðina.
Trofim Lysenko.
Lysenko
r w *
■ onao
Moskvu, 4. febr. (NTB).
LÍFFRÆÐINGNUM umdeilda
Trofim Lysenko, hefur verið
vikið úr starfi sem forstöðu-
maður erfðafræðistofnunarinn
ar í Moskvu.
Kemur þetta fram í grein,
sem formaður sovézku vísinda
akademíunnar, Mstislav V.
Keldysh, ritar í Pravda í dag.
Ræðst hann þar einnig mjög
á Lysenko, sem hann segir
eiga sök á því að rannsóknum
á'sviði líffræði hafi lítið mið-
að áfram að undanförnu.
Segir Keldysh að sovézkir
vísindamenn, undir forustu
Lysenkos, hafi einskorðað sig
við eigin skoðanir í líffræð-
inni í stað þess að taka tillit
til þróunar, sem átt hefur sér
stað á því sviði. En skoðanir
þeirra brutu oft í bága við
niðurstöður, nýjustu rann-
sókna og staðreynda, er sann
aðar hafa verið með tilraun-