Morgunblaðið - 05.02.1965, Síða 8

Morgunblaðið - 05.02.1965, Síða 8
8 MORGUNBLAÐID Föstudagur 5. febrúar 1965 (iá&i Áiiíí t£3LLÍ Stjórnarfrumvarp um 5 prs. hækkun elli- og örorkulífeyris FRAM er komið á Alþingi frum- vaxp frá ríkisstjóminni um heim ild til handa ráðherra um, að greidd skuli 5% uppbót á elli- ogr örorkulífeyri frá 1. júií 1964. í frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir heimild til að breyta upp- hæð bóta samkv. almannatrygg- inarlögum í samræmi við breyt- ingar á grunnkaupstaxta verka- manna við almenna fiskvinnu, sem kunna að verða. Þetta hefur í för með sér, að tryggingar hækka eftir því sem kaup verka- manna hæhkar. Fór fyrsta um- ræða um frumvarpið fram í Efri deild í gær. EFRI DEILD Almannatryggingar Emil Jónsson, félagsmálaráð- herra, fylgdi úr hlaði frumvarpi stjórnarinnar um breytingu á lögum um almannatryggingar, en efni þess er samkv. 1. gr. frum varpsins á þessa leið: Nú verður breyting á grunn- kauptaxta verkamanna við al- menna fiskvinnu, og er þá ráð- herra heimilt, að fengnum tillög- um tryggingaráðs, að breyta upp hæðum bóta samkvæmt lögum þessum í samræmi við það. Ráðherra setur með reglugerð ákvæði um framkvæmd þessara laga að fengnum tillögum Trygg ingastofnunarinnar. Þá er einnig í frumvarpinu svo hljóðandi ákvæði: Ákvæði til bráðabirgða Ráðherra er heimilt, að fengn- um tillögum tryggingaráðs, að ákveða, að gpeidd skuli 5% upp- bóta á elli- og örorkulífeyri á tímabilinu frá 1. júlí 1964 til gildistöku laga þessara. Uppbót þessi skal greidd með bótagreiðslum fyrir j úlímánuð 1965. Gerði félagsmálaráðherra grein fyrir efni frumvarpsins og athugasemdum þeim, sem fylgja því, en þar segir m.a.: Bætur almannatrygginga hafa jafnan verið samræmdar almenn um launahækkunum og þá ýmist verið miðað við almennt verka- mannakaup eða laun opinberra starfsmanna. Síðan kjaradómur gekk um laun opinberra starfs- manna, hafa bætur þó verið sam- rærndar verka • mannakaupi. í stað þess að verða að breyta lögunum í hvert skipti, sem breyt ingar verða á grunkaupi, virð- ist hagkvæmara að hafa almenna heimild til slíks I lögunum. Slíka heimild er að finna í lögum um atvinnuleysis- tryiggingar. Nokkurt álitamál get ur verið, við hvaða kauptaxta heimild af þessu tagi á að miðast. Hér er lagt til að miðað verði við þá tegund verkamannavinnu, sem algengasta má telja hér á landi, þ.e. almenna fiskvinnu. Hefði ráðherra þá heimild til að breyta upphæðum bóta í sam- ræmi við breytingar á grunn- kauptaxta verkamanna við al- menna fiskvinnu. Með grunn- kauptaxta er þá átt við alla þrjá þætti kauptaxtans, þ.e. dagvinnu taxta, eftirVinnutaxta og nætur- vinnuaxta. Ef innbyrðis afstaða þessara þátta kauptaxtans breyt- ist, yrði breyting hans að mælast sem breyting vegins meðaltals þáttanna þriggja. Þyngd hvers þáttar í meðaltölunni yrði þá að vera í sem beztu samræmi við raunverulega skiptingu vinnu- tímans hjá verkamönnum í fisk- iðnaði á hverjum tíma. Um verðlaigsuppbót á bætur fer samkvæmt ákvæðum laga um verðtryggingu launa. í frumvarpi því, sem hér ligg- ur fyrir er lagt til með ákvæði til bráðabirgða, að ráðherra verði heimilað, að fengnum tillögum tryggingaráðs, að ákveða, að 5% uppbót verði greidd á elli- og örorkulífeyri frá 1. júlí 1964 til gildistöku laga þessara, en áætla má, að hækkun grunnkaupstaxta við almenna fiskvinnu á árinu 1964 eins og sú hækkun er skil- greind hér að framan, hafi ein- mitt verið um 5%, þegar tillit er tekið til sérstakrar hækkunar vikukaups. Elli- og örorkubætur nema ca. 450 milj. króna á árinu 1964 og kostnaður stofnunarinnar vena þessa ákvæðdn miun því nema ca. 34 millj. króna miðað við tímabilið 1. júlí 1964 til 31. des. 1965. Þar eð iðgjöld og fram- lög hafa nú verið ákveðin fyrir árið 1965, verður fyrst unnt á árinu 1966 að jafna halla þann sem verður hjá Tryggingastofnun ríkisins vegna uppbótarinnar. Vert er að vekja athygli á því að ef heimild, sú, sem frumvarp þetta gerir ráð fyrir, verður not- uð til þess að hækka allar bætur, frá gildistöku laganna, mun halli stofnunarinnar á árinu 1965 verð allmiklu hærri en 34 millj. króna. Ólafur Jóhannesson (F) tók næstur til máls og kvað þá breyt- ingu nauðsynlega, að taka þyrfti fram í frumvarp inu, að skylt yrði að breyta upphæðum bóta í samræmi við grunnkaups- taxta verka- manna, en ekki yrði einungi= um heimild að ræða eins og seg ir í frumvarpinu. Emil Jónsson svaraði og sagði að enginn vafi myndi leika á því, að þessari heimild yrði beitt und- ir öllum kringumstæðum. Þá kvaðst hann ekki vera á móti því, að orðalagi frumvarpsins yrði breytt í þá átt, sem Ólafur Jó- hannesson hafði rætt um, ef al- mennur vilji væri fyrir því. Var frumvarpinu síðan vísað til 2. umræðu og félagsmálanefnd ar. NEÐRI DEILD Samkomudagur reglulegs Al- þings Frumvarp um, að reglulegt Alþingi 1965 síuli koma saman laugardaginn 9. okt. 1965 var til 2. umræðu og var afgreitt til 3. umræðu. Að loknum fundi í Neðri deild var fundur settur þar að nýju og frumvarpið tekið til 3. umræðu. Engar umræður urðu um frumvarpið og var því síðan vísað samhljóða til Efri deildar. Launaskattur Frumvarp ríkisstjórnarinnar um launaskatt var til 3. umr. í Neðri deild. Hannibal Valdimarsson Albl.) kvaðst áður hafa gert grein fyrir þeirri skoðun sinni, að launa- skattinn bæri ekki að taka af vörubifreiðarstjórum, heldur af þeim, sem keyptu vinnu þeirra. Skírskotaði hann síðan til samninga Þrótt ar í Reykjavík og vörubifreiðar stjóra, þar sem hann taldi, að það kæmi skýrt fram, að vöru- bílstjórar væru launþegar. Þá sagði hann, að samkomu- lag hefði orðið við félagsmála- ráðherra um að láta athuga þetta atriði ag fór hann fram á, að umræðum um það yrði frest- að á meðan þessi athugun færi fram. Björn Pálsson (F) gerði grein fyrir breytingartillögu við frum- varpið, sem hann og Jón Skafta- son hafa flutt, en éfni þess er, að launagreiðendur þurfi ekki að greiða launaskatt af tekjum skráðra sjómanna á fiskiskipum, sem eru minni en eitt hundrað Framhald af bls. 1 Aður en Johnson ræddi við fréttamenn var á það bent í Washington að óeðlilegt væri að fela Kínverjum að taka þátt í endurskoðun á stofnskrá SÞ þar sem þeir væru ekki og hefðu aldrei ver ið meðlimir samtakanna. Um eitt þúsund fréttamenn voru saman komnir á fundi de Gaulles í Elysée hÖllinni í dag Forsetinn gekk beint í ræðustól og bað fréttamennina að bera fram þær spurningar, er þeir óskuðu eftir að fá upplýstar. Ein fyrsta spurningin vakti nokkra kátínu, því fréttamaðurinn spurði: Er þorandi að spyrja hvernig heilsufar forsetans sé? De Gaulle svaraði um hæl: Ég hef það prýðilegt, en þið megið vera vissir um það að ég dey einhverntíma. Fyrsta alþjóðamálið á fund- inum var gulltrygging á gjald- eyri. Lagði de Gaulle til að boð- að yrði til ráðstefnu á vegum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins til að kanna möguleika á því að breyta skráningu gjaldmiðils frá því sem nú er miðað við dollara og pund yfir í gulltryggingu. Taldi hann rétt að þessa ráðstefnu sæktu fulltrúar tíu mestu við- skiptaþjóða heims og reyndu að komast að samkomulagi um trygginguna. En þar til svo verð- ur, taldi forsetinn rétt að Efna- hagsbandalag Evrópu kæmi á fót innbyrðis tryggingu gjald- miðils ríkjanna sex, sem þar eiga hlut að máli. Eins og kunn- ugt er eru hvorki Bandarikin né Bretland aðilar að Efnahags- bandalaginu. ENDURSKOÐUN MEÐ ÞÁTTTÖKU KÍNA Varðandi endurskoðun á stofn skrá SÞ sagði de Gaulle að rétt væri að boða fulltrúa Sovétríkj- anna, Bretlands, Frakklands, Bandaríkjanna og Kína til ráð- stefnu í Genf um málið. En öll ríkin nema Kína eiga fastafull- trúa í Öryggisráði SÞ, og stóðu að stofnun samtakanna í San Francisco fyrir 20 árum. En varð andi Kína hefur de Gaulle haldið því fram að kommúnistastjórnin í Peking væri lögleg stjórn og þess vegna ætti fulltrúi Kína að fá sæti það, sem nú er skipað brúttósmálestir. Ræddi hann síðan nokkuð um vexti af lánsfé. Sagðist hann vilja stjórninni vel, enda vildi hann ölum vel og hefði hann gefið stjórninni heilræði 1960 um að hafa gemgislækkunina þá minni og sömuleiðis vaxtahækkun- ina. Komst hann svo að orði, að ef farið hefði verið að ráðum hans myndi öll- um þykja vænt um stjórnina. Þá ræddi hann um það, að lækka bæri vexti að samnings- bundnum skuldum líkt og á öðr- um skuldum. Þá taldi hann, að mikill munur væri á tryggingar- kjörum báta, hvort þeir væru undir 100 tonnum að stærð. Hvað launaskattinn snerti, þá taldi Björn Pálsson, að það væri ósanngjarnt að láta útgerðina bera hann, enda yrði hann þá oft greiddur af óraunhæfum tekjum. Þá sagði hann ennfremur, að hér ríkti svæðaskiptinig varðandi útlán banka til útgerðarmanna og komst hann svo að orði, að þrælakerfi ríkti í útlánastarfsemi til úterðarinnar. Samkvæmt beiðni Hannibals Valdimarssonar var umræðum um frumvarpið síðan frestað. fulltrúa Formósu hjá SÞ, Forsetinn sagði að nauðsyn- legt væri að endurskoða starf- semi Sameinuðu þjóðanna, því starfsemin hefði tekið miklum breytingum á undanförnum ár- um, og farið út fyrir þann ramma, sem samtökunum var ætlaður. „Við getum bjargað samtökunum og tryggt frið í heiminum", sagði hann. De Gaulle benti á að eitt alþjóðaríki með alþjóða rikisstjórn og al- þjóða þing væri draumur einn enn se"m komið er. Og Samein- uðu þjóðirnar hafa brugðizt skyldu sinni, sagði hann. Þær hafa jafnvel gengið svo langt að grípa til hernaðaraðgerða í Kongó og fleiri löndum. Frakkar hafa frá upphafi verið andvigir afskiptum SÞ að deilu- málunum í Kongó og neitað að greiða sinn hluta kostnaðar samtakanna þar. Næst snerust umræðurnar að málefnum Þýzkalands, og þá sérstaklega að endursameiningu landsins. Þar kom de Gaulle fram með kenningu sína um að þetta mál yrði að leysa innan Evrópu, þ. e. frá Atlantshafi tii Úralfjalla. Taldi hann það frá- leitt af Sovétríkjunum að halda að unnt væri að skapa þýzka ein- ingu með því að útfæra það stjórnarkerfi, sem þau hafa komið á í Austur Þýzkalandi, yfir á Vestur Þýzkaland. En jafn fráleitt taldi hann fyrir Vestur- veldin að ætla sér að beita At- lantshafsbandalaginu til þess að þvinga Sovétríkin til að láta undan. De Gaulle sagði að það sem skipti mestu máli fyrir Frakk- land væri að Þýzkaland fengi að þróast og að friður væri tryggður. Með þetta í hug vildu Frakkar vinna að samningum um endursameiningu landsins, og vinna að auknum samskipt- um Frakka og Þjóðverja. Blaðamannafundurinn stóð í fimm stundarfjórðunga, og er sá ellefti, sem de Gaulle hefur hald ið frá því hann tók við völdum 1959. Lauk fundinum kl. 2,15 s.d. Klukkustundu síðar hófst blaðamannafundur Johnsons for- seta. Var forsetinn spurður álits á ummælum de Gaulles um end- urskoðun stofnskrár SÞ, en hann kvaðst aðeins hafa séð stutt ágrip af umræðunum og ekki geta dæmt um málið að svo komnu. Hinsvegar kvaðst hann Vindheimur í Neskaupstað Þingmenn Austurlandskjör- dæmis í Neðri deild hafa flutt frumvarp um heimild fyrir ríkis stjórnina til að selja bæjarsjóði Neskaupstaðar jörðina Vindheim í Neskaupstað. Samdráttur í iðnaði Þrír þingmenn Framsóknar- flokksins hafa borið fram þings- ályktunartillögu um athugun á samdrætti í iðnaði. Hlustunarskilyrði útvarps á Norður- og Austurlandi Jónas Rafnar og Jónas Péturs- son hafa borið fram fyrirspurn úil menntamálaráðherra um ráð- stafanir til að bæta hlustunar- skilyrði útvarps á Norður- og Austurlandi svohljóðandi: 1. Hvaða ráðstafanir hefur ríkis- útvarpið gert til þess að bæta hlustunarskilyrði á Norður- og Austurlandi? 2. Verður ekki tryggt, að allir hlustendur hafi full not af útvarpinu, áður en fram- kvæmdir hefjast við að korrn upp sjónvarpi? vilja kynna sér málið nánar og að því loknu láta í ljós sína skoð un. „En“, sagði Johnson, „við álítum að vandamál Sameinuðu þjóðanna megi rekja, ekki til stofnskrárinnar, heldur þeirra ríkja, sem hafa brotið af sér gagnvart stofnskránni." Ýms fleiri mál voru rædd á fundinum, svo sem ástandið í Suðaustur Asíu, hugsanleg heim sókn forsetans til Sovétríkjanna, sambúð Bandaríkjanna og Egyptalands og útför Churchills. Varðandi ástandið’ í Suðaustur Asíu sagði Johnson að Banda- ríkin væru ákveðin í að halda áfram aðstoð sinni við Suður Vietnam. Sagði hann að sú að- stoð væri aðallega í þeim til- gangi veitt að þjóðin sjálf gæti komið undir sig fótunum og tryggt sjálfstæði sitt. Kvaðst hann bíða 'með eftirvæntingu eftir heimkomu fulltrúa síns, McGeorge Bundy, frá Saigon með skýrslu um ástandið. En Bundy er staddur í Suður Viet nam til viðræðna við Maxwell Taylor, sendiherra, og fulltrúa ríkisstjórnarinnar. Johnson sagði að hann hefði engu við yfirlýsingu sína frá i gær að bæta, en þá lét hann í ljós von um að geta heimsótt Sovétríkin á þessu ári, og að leið togar Sovétríkjanna gætu komið í heimsókn til Bandaríkjanna. Hann sagði að* viðræður hafi farið fram . um þessar gagn- kvæmu heimsóknir, en ekkert yrði látið upp um þær meira að svo stöddu. Forsetinn var spurður að Þvi hversvegna hann hafi ekki falið Humphrey, varaforseta að vera fu'lltrúi Bandaríkjanna við útför sir Winstons Churchills. Svar- aði Johnson því til að í fyrstu hafi hann vonazt til þess að geta farið sjálfur. Hafi hann þá látið athuga hvort fyrrum forsetarnir Truman og Eisenhower gætu verið í fylgdarliði sínu. Truman hafði beðizt undan, en Eisen- hower samþykkt. Þá hafi hann snúið er til Warrens, forseta hæstaréttar. Þegar svo heilsa Johnsons meinaði honum að fara til Bretlands, áleit hann nægilegt að senda Eisenhower, Warren og Dean Rusk, utanríkisráðheriw, ásamt sendiherra Bandaríkjanna í London. „En það getur verið að mér hafi skjátlast með því að senda ekki Humphrey", bætti hann við. — De Gaulle

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.