Morgunblaðið - 05.02.1965, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 05.02.1965, Qupperneq 10
10 MORGUN*’ Fösíudagur 5. febrúar 1965 Nína Sæmundsson myndhöggvari FLJÓTSHLÍÐIN er af mörgum talin vera eitt hið fegursta lista- smið skaparans hér á landi. Víst er um það, að margir hafa hrif- izt af feigurð Hlíðarinnar, þvi vart getur meir heillandi sjén en horfa upp til Fljótshlíðarinnar frá söndunum. I»að er einnig fagurt að horfa frá Hlíðinni til jökulsins og út til hafs. Þar rísa Vestmannaeyjar úr sæ og gefa vísbending um að fleira sé handan hafsins en sjón- hending sér. Það var auðvelt fyrir litla stúlku, sem gætti ánna í kyrrð Jónsmessunáttanna og sem auk þess var gædd miklu hugarflugi, að láta hugann reika og gefa ímyndunaraflinu lausan taum- inn um það, sem hún ekki sá, en vissi að hlaut að vera stórt og framandi. Enginn vissi hvað bjó í huga litlu telpunnar, þar sem hún sat yfir ánum í bröttum brekkum Hlíðarinnar og horfði út í hið óræða. Foreldrunum, sem bjuggu í litla fátæklega bænum í Niku- lásarhúsum, datt heldur ekki í hug að litla telpan þeirra, myndi gera garðinn svo frægan, sem raun yarð á. „Lít ei svo með löntgiun yfir sæinn, lút ei svo gamla, fallna bæinn. Byggð’u nýjan, bjartan, hlýjan, brjóttu tóftir hins“. Nína dáði Einar Benedi'ktsson mest allra landa sinna. Vafalaust hefir hún fundið sömu hvöt hjá sér og hann, að byggja á ný og brjóta „tóftir hins“. Hennar vett- vangur varð eins og hans, erlend- is að mestu og það má segja að hún hafi komið heim til að deyja. Það er ekki ætlunin að líkja Ninu við hið mikla skáld á nokkurn hátt, enda myndi hún ekki hafa viljað það. Eitt áttu þau þó sameiginlegt, en það var að hvert sem leiðir lágu, var áett- land þeirra ávallt efst í huga. Nína hélt móðurmáli sínu við í hartnær hálfa öld, sem hún dvaldist samfleytt erlendis, með lestri íslenzkra ljóðabóka og þá éinkum Einars Benediktssonar og sagði hún mér að hún hefði eldrei lagzt svo til svefns að, hún hefði ekki lesið eitt íslenzkt ljóð áður. / Nína var búsett meiri hluta ævi sinnar í Ameríku, fyrst í New York og síðan í Hollywood. Eftir heimsstyrjöldina síðari ákváðu íslenzk stjórnarvöld í samvinnu við Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi, að bjóða nokkrum löndum, sem fram úr höfðu skarað í hinum nýja heimi, heim til íslands í viðurkenningarskyni. Þessum sið var þó fljótlega hætt sennilega í sparnaðarskyni, þótt næg- ur gjaldeyrir sé fyrir pípublásara að vestan. íslendingar í Vestur- heimi hafa mangir unnið heima- þjóð sinni mikið og meira en metið er hér, en íslendingar hafa ráð á að láta sér fátt um finnast. Nína var meðal þeirra, er boðið var og minntist hún þess æ síðan með ánægju og þakklæti. Nína vann sér góðan orðstír vestan hafs með list sinni og var mikils metin þar sem listamaður. Eitt háði henni þó mjög á frama- braut hennar þar, en það var að hún fékkst aldrei til að afsala sér hinum íslenzka rí'kisborgara- rétti, sem var þó skilyrði fyrir því að hún gæti tekizt á hendur verk þar fyrir opinbera aðila. Eitt sinn átti hún að undirrita samning um skreytingu á opin- berum skemmtiigarði og var öll- um skilyrðum fullnægt nema einu: hún varð að gerast banda- rískur ríkisborgari. Nína mat meir sinn íslenzka ríkisborgara- rétt en þriggja til fjögurra ára starf, sem henni var þó full þörf á, því að erlendir listamenn eiga erfitt framdráttar í Ameríku, nema fullnægja þessu skilyrði. Nína stóð einnig föstum fótum í öðru landi. Danmörk var henn- ar annað föðurland. Þar hlaut hún menntun sína og þar varð hún svo þekkt, að dönsk blöð, sem skrifuðu um hana fundu hvöt hjá sér til að eigna Dan- mörku þessa listakonu. Nína átti , fjölda vina í Danmörku meðal æðri og lægri og hafði mikil bréfaviðskipti við þá. Má m.a. nefna að hún og Alexandrine drottning skiptust á jólagjöfum meðan lifðu báðar. Nína hélt sýningu á nokkrum verka sinna á Charlottenborg fyrir nokkrum árum og var I henni vel tekið og hlaut góða J dóma. í Danmörku hlaut Nína menntun sína og standa landar ; hennar í þakkarskuld við frænku hennar, Helgu Guðmundsdóttir, sem tók á móti henni heilsulítilli 16 ára gamalli og reyndist henni æ síðan sem hin bezta móðir. Hún hlynnti að þessu stóra barni j sínu á þann hátt, .að það fræ, > sem í því bjó náði að bera ávöxt með þeim hætti, sem svo margir kunnu að meta, þótt telja verði að ýmsir landa hennar og þá einkum þeir er sízt skyldi, hafi ekki verið í þeim stóra hóp. Einn fyrsta listsigur sinn vann Nína á alþjóðlegri sýningu í París, er mynd hennar „Móður- ást“ hlaut- fyrstu verðlaun. Sú mynd hennar hefir verið augna- yndi Reykvíkinga í fjölda ára og myndi víst fáum til hugar koma að sprengja hana í loft upp. Marga aðra sigra vann Nína á erlendum vettvangi og eru verk hennar víða, þótt löndum hennar sé ókunnugt um. Sem dæmi um sinnuleysi það er íslendingar hafa sýnt henni og fleirum sem haslað hafa sér völl með erlendum þjóðum, minnist ég þess að hafa lesið í útbreidd- asta blaði landsins upptalninigu á stöðum þeim er styttur af Leifi heppna standa og eins upp- talningu af höfundum þeirra, en þeir voru taldir fjórtán í Amer- íku. Ein styttan gleymdist, en hún stendur í skemmtigarði í hjarta stórborgarinnar Los Angeles í Kaliforníu og styttan er eftir íslendinginn Nínu Sæm- undsson. Nína Sæmundsson var ekki í hópi misskilinni listamanna. Hún náði til fólksins og milljónir manna virða fyrir verk hennar árlega og margir þeirra vita áreiðanlega það eitt um ísland að höfundur þessara verka var það- an. Endurreisnartímabil íslénzkrar menninigar hófst að mestu á nítj ándu öldinni og náði nokkuð fram á þá tuttugustu. Þar skína margir bjartir logar, sem lýst hafa og lýsa munu þjóðinni fram á veg, enda var eldsneytið feng- ið úr íslenzkri þjóðarsál og bund- ið landinu sjálfu. Þótt Nína öðl- aðist í listþroska sinn meðal fram andi þjóða, var hún þó bundin ættlandi sínu þeim böndum, sem ekki gátu brostið og þótt hún ætlaði sér ekki stóran hlut í þeim hópi, sem áður er nefndur, munu þó komandi tímar skipa henni í þá röð. Ýmsir menningar vitar þeir, er nú rísa úr þokum íslenzkrar listsköpunnar virðast mörgum vera tendraðir eldsneyti því, er notað var til sjós og lands viðurkenningu hafði hún hlotið almennt erlendis og frá fólki, sem hún vissi að hafði vit á list að henni kom nokkuð á óvart sá tómleiki, sem henni var sýndur af þeim mönnum, sem vænta mátti að dómbærir væru í þess- um málum oig enda til þess trú- að dæma um þessi mál. Hversu henni hefir fallið að vera ekki lengur skipað á bekk með lista- mönnum skal ég ekkert um segja, en hitt má fullyrða, að því var hún óvön. Nína hafði séð meira af list víðsvegar í heiminum en flestir samlandar hennar. Hún skoðaði einnig sýningar íslenzkra lista- manna og hafði að sjálfsögðu sitt mat á verkum þeirra. Aldrei heyrði ég hana setja sig í dóm.ara sæti gagnvart öðrum listamönn- um, Neistinn til listsköpunnar var henni jafnheligur í hvaða formi, sem hann birtist. ‘ Sá háttur að listamenn gagn- rýndu hverir aðra í blöðum kom Spirit of achievement (Framfarahugur), verk Nínu á framhlið Waldorf Astoria hótelsins í New York. Nína í Hollywood. — Á myndinni konunni Hedy Lamarr, sem situr er hún að mota mynd af leik- fyrir. á myrkustu niðurlæigingartímum þjóðarinnar. „Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla.“ Hugur Nínu stóð ávallt heim til ættlandsins og svo fór að lokum að hún flutt- isdt hingað heim. Eftir heimsókn sína 1949 hafði Nína ástæðu til að ætla að löngun hennar til að vera fyrst og fremst íslendingur væri ekki ástæðulaus. Er hún kom að lokum alflutt komst hún að vísu að raun að blámi íslenzku fjallanna hafði ekki fölnað, en mikilleiki ýmissa landa hennar var ekki sá sami og hún hafði gert sér í hugarlund, í fjarska. Litla stúlkan, sem forðum sat yfir ánum sínum í bröttum brekkum Fljótshlíðarinnar og horfði á björtum sumamóttum dreymandi oig eftirvæntingarfull- um augum út yfir hið stóra haf, dreymdi drauma, sem hún lét síð ar rætast. Mörgum árum seinna þegar hún var komin út í hinn stóra heim og var orðin þekkt fyrri list sína, dreymdi hana enn á ný drauma og þeir voru um hennar kæra land. Og þessi kona, sem vart ferðaðist svo milli borga í hinu mikla landi, sem hún var búsett í, að þess væri ekki get- ið í blöðum, trúði því í draum- um sínum, að hér heima myndi bíða hennar verkefni síðustu ár ævinnar. Nína hafði ástæðu til að ætla að hún hefði náð alllangt í list sinni og fór þar meir eftir annarra dómum en eigin mati. Svo mikla henni ókunnulega fyrir sjónir. Hún hafði það sjónarmið að list- sköpunin væri hverjum lista- manni svo persónuleg, að hlut- laus gagnrýni á listsköpun ann- ara væri listmanni örðuig. Nína átti marga góða vini hér á landi eins og annars staðar, er hún hafði dvalizt. Flestir land ar hennar kunnu vel að meta list hennar og sumir dáðu hana mjög. Meðal þeirra var góð vin- kona hennar, sem einnig var lista kona. Henni varð ekki aldurs auð ið sem skyldi, en hún vottaði list Nínu virðingu sína og landinu elsku sína á þann hátt að láta því eftir megin'hlutann af eignum sínum, sem voru verulegar, með þeim skilyrðum að verkum Nínu verði í framtíðinni búinn sama- staður í 'hinu nýja listasafni. Með því verður fylgzt að þeim skil- yrðum verði hlýtt. Nína horfir nú ekki lenigur út í óvissuna. Trúarskoðanir hennar voru í samræmi við hennar innri mann. Trúin á hið góða var henn- ar innsta eðli og kom fram í öll- um skdðunum hennar og gjörð- um. Illan hug bar ‘hún ekki til nokkurs manns, enda átti hún því láni að fagna að þeir, er hún umgekkst voru yfirleitt gott fólk og eru það í raun og veru næg eftirmæli um hana að segja að „ þar sem góðir menn fara eru iguðs vegir.“ Líf hennar var ævintýri líkast. Þar skiptust á skin og skúrir, sigrar og ósigrar. Hún var trygg vinum sínum og mikill fjöldi bréfa, er hún stöðugt fékk, vott- aði um. Ég hygg að ekki gerist þörf á að veita neinum þeim, er til Nínu þekktu, leiðbeiningar um mynd þá, er þeir kunna að geyma í minningum sínum um þessa konu, sem svo langförul lagði land undir fót og gætti þess ávallt að vera því trú, sem hún unni heitast, en það var land hennar og þjóð. Þessir aðilar standa nú í þakkarskuld við hana og hún verður aðeins greidd á einn hátt, en hann er sá að þjóð hennar meti að verðleikum sína beztu syni og dætur og skilji að listin er ekki dægurfluga heldur igöfugt innsæi í hið djúpa og -mannlega. Eilíft og óendanleg þroskastig, sem maðurinn verður að ganga í gegnum og skilja til að öðlast þá lífsfullnægingu, sem fellst í því að vita með vissu að maðurin lifir ekki á brauði einu saman, vita, að lífið er sífelld leit, leit að sannleikanum, fegurð inni, igóðviljanum, fullkomleik- anum. Þeirri leit verður aldrei lokið og fullkomnum árangri ekki ‘ náð, en að geta eytt ævi sini í þesa leit, veitti Nínu lífs— hamingju. Nína Sæmundsson vissi að „Hinn mikli eilífi andi, sem í öllu og allsstaðar býr“ er einnig við 'hvers manns bæjar- dyr. Að finna hann er takmark, það er listin að lifa, það vissi hún. Nína Sæmundsson var yngst 13 barna hjónanna Þórunnar Gunnlaugsdóttur og Sæmundar Guðmundssonar, sem bjuggu að Nikulásarhúsum í Fljótshlíð um lanigan aldur. Systkini hennar níu, sem upp komust hafa mótað mörg gæfuspor i farinn veg. For- eldrum þeirra, sem þrátt fyrir erfiðan efnahag tókst að búa börn sín svo úr garði, að margir hafa notið hamingjustunda f kynnum við þau, hefir vafalaust ekki grunað, er litla stúlkan bætt ist í hinn stóra barnahóp fagran sumardag í ágúst 1892 að lífs— hlaup hennar yrði með þeim hætti, sem varð. Litla býlið við hliðina á, Hlíðarendakot, hafði fóstrað þjóðinni son, sem af bar. Hinum huldu vættum hinnar fögru oig sögufrægu sveitar, Fljótshlíðarinnar, þótti hlýða að færa henni einnig dóttur, sem einnig bar af otg minnst er nú i dag þótt minning hennar geymist öldum og óbornum í verkum hennar, sem lifa munu. P.F. LOKIÐ er einstakri lífsgongu ís- lenzkrar konu. Jarðneskar leifar listakonunnar Nínu Sæmundsson verða bornar til moldar í dag. •Ung og dreymin hélt hún til Kaupmannahafnar, þar sem frænka hennar, Helga Guðmunda dóttir, tók á móti henni. Helga hafði farið utan 15 ára gömul með dönskum hjónum og ílengzt ytra. Þeir sem eru forlagatrúar, mýndu segja, að hún hafi verið send utan til að undirbúa komu Nínu. Eitt er víst. Hún taldi það hlutverk sitt, þvottakonan, að annast þessa frænku sína og búa hana undir lífið. í fyrstu var hvorugri þeirra ljóst, hverja leið Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.