Morgunblaðið - 05.02.1965, Síða 14

Morgunblaðið - 05.02.1965, Síða 14
14 MORGU N BLADIÐ Fðstudagur 5. fetorúar 1965 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vígur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti S. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. FYRIRSPURNIR ÚT í HÖTT C*á þingmaður kommúnista, ^ sem sýnt hefur Atlants- hafsbandalaginu mestan á- huga flokksbræðra sinna, flyt ur annað veifið fyrirspurnir á Alþingi varðandi bandalag- ið. Þessar fyrirspurnir hafa verið út í hött, — og það mun þingmaðurinn sjálfur vita mætavel. Fyrirspurnirnar virðast stundum eingöngu gerðar í því skyni að vekja athygli á NATO og þátttöku íslands í bandalaginu, og er það vel. Að því leyti eru þær ekki út í bláinn. Því meira sem rætt er um hina sjálf- sögðu aðild íslands að varnar- bandalagi frjálsra ríkja, því betra. Hér áður fyrr á árum reyndu kommúnistar að hræða almenning með nafn- inu NATO og varð eitthvað ágengt. Nú er hins vegar ríkj- andi hér á landi mjög sterkt almenningsálit, hliðhollt At- lantshafsbandalaginu og þátt- töku íslendinga í því. Róg- burður og ófrægingaráróður kommúnista heldur áfram, en hann hefur þveröfug áhrif. Þingmaðurinn flutti fyrir- spurn í tveimur liðum á þingi í fyrradag, og síðar bættist reyndar þriðji spurningarlið- urinn við. Kommúnistaþing- maðurinn spurði, hver af- staða ríkisstjórnarinnar væri til kjarnorkuflota NATO, hvernig atkvæði íslands yrði beitt, ef kjarnorkuflotamálið kæmi fyrir ráðherrafund NATO, og hvort hugsanlegum kjarnorkuflota yrði veitt að- staða hér á landi. Utanríkisráðherra, Guð- mundi í. Guðmundssyni, veitt ist létt að svara þessum spurningum, eins og jafnan áður, þegar þessi herfræðing- ur kommúnista fer að spyrja. Kjarnorkuflotamálið hefur ekki verið rætt í NATO-ráð- inu síðan árið 1960, þótt ein- stök aðildarríki hafi rætt það sín á milli. íslendingar eru vopnlaus þjóð og engin áform um að taka upp vopnabúnað að nýju. Ráðherra sagði það því afstöðu íslands að taka ekki þátt í umræðum hinna einstöku NATO-ríkja um málið. Ekkert liggur fyrir í NATO um þetta mál, sem lík- ur eru fyrir að greiða þurfi atkvæði um í náinni framtíð. Alger óvissa ríkir því um málið og ekki hægt að gera því skóna, hvernig greiða eigi atkvæði í hugsanlegri at- kvæðagreiðslu um mál, sem liggur ekki einu sinni Ijóst fyrir. Þegar flutningsmaður fyr- irspurnarinnar talaði um þriðju spurningu sína, skor- aði hann á ríkisstjórnina að gefa yfirlýsingu um, að kjarn- orkuvopn yrðu aldrei leyfð í íslenzkri lögsögu. Utanríkis- ráðherra svaraði auðvitað, að ríkisstjórnin gæti ekki tekið afstöðu til þess, því að slíkar yfirlýsingar væru tilgangs- lausar og út í bláinn. Ríkis- stjórnir, sem koma - á eftir þessari eru vitanlega óbundn- ar af slíkri yfirlýsingu, eins og fyrirspyr jandi hefði reynd- ar getað sagt sér sjálfur. En til hvers eru þessar fyr- irspurnir? Til þess að vekja athygli á NATO? Til þess að vekja athygli á þingmannin- um, sem ber þær fram? Er samvizkan slæm? Þarf að friða fyrrverandi samherja, þ.e. þá, sem veittu honum at- kvæði sitt? Svörin hlaut hann alla vega að vita fyrir fram. HVALFJÖRÐUR ENN jT'lutningsmaður fyrirspurn- * arinnar, sem rætt er um hér að framan, hefur sérstakt dálæti á Hvalfirði sem her- stöð. Svo er og um marga aðra kommúnista. Það hefur löngum verið nauðsynlegt fyrir áróðurs- menn kommúnista að hafa sér eitthvert eftirlætismál til að hræða fólk með. Hætta! Hætta! hafa þeir hrópað, síð- an útibúið frá Moskvu var stofnað hér á landi. Smám saman hafa „hættumálin“ gleymzt, og þá hefur orðið að búa til ný. Hvalfjörður er eitt af nýrri nálinni, og þó er eig- inlega þegar farið að slá í það. Kommúnistar halda því fram, að gera eigi Hvalfjörð að hinni hryllilegustu gereyð- ingarstöð, atómstassjón með kjarnorkukafbátum og guð má vita hverju. Eiginlega sé þegar búið að gera fjörðinn að herstöð. Líklegt er, að Hvalfjörður geti verið mikilvægur frá hernaðarlegu sjónarmiði séð. Ekki er hann þó svo mikils- verður, að varnarbandalag okkar, NATO, hafi séð ástæðu til þess að fara fram á hern- aðaraðstöðu þar, og er ekki einu sinni vitað til þess að herfræðingar NATO hafi minnzt á hann í skrifum sín- um. Kommúnistar þykjast hins vegar vita betur. Sjálf- sagt hafa sovézkir herfræð- ingar augastað á Hvalfirði, eru e.t.v. hræddir um að þar verði komið upp öflugri her- UTAN ÚR HEIMI Kvikmynd um dr. Zivago Framleiðandinn sa, er gerði „Arabíu — Lawrence* Jarðarfararatridi úr myndinni. Sir Ralph Richardson til vinstri Siobhan McKenna til hætjri. DAVID LEAN útskýrir atriði fyrir hinum unga Tarek Sharíf. — Myndin er frá fyrsta degt myndatökunnar. • Kvikmyndaframleiðandinn David Lean — sá, er gerði myndina Araþíu Lawrence — hefur nú aftur tekið til hönd- um eftir alllangt hlé og er næsta verkefni hans kvikmynd byggð á sögunni frægu, Dr. Zivatgo eftir sovézka skáldið Boris Pasternak. Kvikmyndin verður að lang- mestu leyti tekin suður á Spáni og er Lean hinn bjart- sýnasti á að vel takist. Er haft eftir honum, að geti hann ekki gert betri mynd en Ara- bíu Lawrence sé eins gott fyrir hann að pakka saman og hætta kvikmyndagerð. Með hlutverk Zivagos á fullorðinsárum fer Omar Sharif en á barnsaldri er hann ieikinn af syni hans, Tarek Sharif sem er átta ára Geraldine Chaplin leikur sér í sólskininu á Spáni milli atriða. og hefur aldrei fyrr leikið í kvikmynd. Meðal annarra leikenda eru Sir Ralph Ric- hardson, Siobhan MoKenna, Geraldine Chaplin, Julie Christie, Rod Steiger, Tom Courtenay og Rita Tushing- ham. stöð, og því hefur forystu- mönnum íslenzkra kommún- ista verið skipað að búa til „þjóðlega andstöðu“ o.s.frv. gegn hugsanlegri herstöð þar. Kaldhæðni örlaganna mætti það teljast, ef síendurtekin skrif kommúnista um Hval- fjörð yrðu til þess, að menn færu almennt að líta á fjörð- inn sem sjálfsagða herstöð. Færi svo illa einhvern tíma, að nauðsynlegt reyndist að nota Hvalfjörð í hernaðarað- gerðum, hafa kommúnistar þó a.m.k. vanið menn við til- hugsunina, svo að slíkt kæmi fólki ekki eins á óvart og ella. Stjórn Fél. járniðnaðar- manna sjálf- kjörin FRAMIBOÐSFRBSTUR við stjórnatkjör í Félagi járniðnað- armanna var útrunninn kl. 6 þriðjudaginn 2. febrúar. Aðeins ein framboðslisti barst, listi stjórnar og trúnaðarmannaráðs. Var hann því sjálfkjörinn. Listinn er þannig skipaður: For maður Guðjón Jónsson, varafor- maður Tryggvi Benediktsson, ritari Theodór Ólafsson, vararit- ari Karl Finnbogason, fjármála- ritari Gunnar Guttormsson, gjald keri Ingimar Sigurðsson og með stjórnandi Snorri Jónsson. Snorri Jónsson ,sem verið Iief- ur formaður félagsins undanfarm ár, og hefur samanlagt gegnt formennsku um 20 ára skeið, lét af störfum að eigin ósk. Aðalfundur Félags járniðnaðar manna verður haldinn síðar í þessum mánuði. (Frá Félagi járniðnaðarmanna) Sjúkraliúsið á Akranesi Akranesi, 3. febrúar. NÚ er verið að byrja á að undir- búa grunninn undir aðra álmu hinnar nýju viðbyggingar sjúkra hússins hér. Þó nokkru fyrir jói var lokið við að steypa upp fyrri álmuna og gera hana fokhelda, Yfirsmiður er Sigurður Helga- son, trésmxðameistari. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.