Morgunblaðið - 05.02.1965, Side 21

Morgunblaðið - 05.02.1965, Side 21
Föstudagur 5. febrúar 1965 MORCUNBLAÐÍ1 21 í stuttu máli • AFGREIöSLUBANN Caracaa, Venezuela, 4. íebr. (AP). H A FNAR V ERiKAMHN N í ! Caracas neituðu í dag að af- I greiða franska flutningaskip- | ið Caraibe, sem komið er til borgarinnar með 700 lesta ' farm fyrir olíufélögin í land- | inu. Neita þeir skipinu um afgreiðs.lu í mótmælaskyni I vegna verzlunar Frakka við * stjórn Castros á Kúbu. • STVRKUR TIL BLAÐA | Stokkhólmi, 4. febr. (NTB) | ORÐRÓMUR er á kreiki í Stokkhólmi um að sérstök nefnd skipuð af sænsku stjórn | inni muni leggja fram frum- varp til laga um að sænskum dagblöðum verði veittur ár- legur styrkur að upphæð ails : 20 millj. sænskra króna, Gert Ier ráð fyrir að styrkurinn skiptist milli blaða etfir þing mannafjölda flokkanna, sem styðja þau. 1 • RANGER Kennedyhöfða, 4. febr. NTB BANDARÍSKIR vísindamenn munu dagana 17.—24. febr. I gera tilraun til að skjóta á loft nýju Ranger tunglfari til 1 að taka myndir af yfirborði 1 tunglsins, og innan mánaðar endurtaka tiLraunina. Verða geimförin af sömu gerð og Ranger 7, sem sendi myndir j af tunglinu til jarðar í júlí sJ. 1 • STEVENSON 65 ára. 1 Washington, 4. febr. (AP). ADLAI Stevenson, aðalfull- trúi Bandaríkjanna hjá SCÞ, i verður 65 ára á morgun, föstu dag. Sat hann í dag afmælis- boð hjá forsetahjónunum í Washington. • FLU GFARÞEGUM FJÖLGAR. Montreal, 4. febr. (NTB). MIKIL aukning varð á far- þegaflutningum flugleiðis yfir Norður-Atlantshaf á árinu 1964 hjá félögum innan IATA, allþjóðasamtökum flugfélaga. Var farþegafjöldinn á árinu 3.551.000, eða 25,2% meiri en árið áður. • HVEITI TIL SOVÉT Melbourne, 4. febr. (AP) TILKYNNT var í Melbourne í dag að undirritaðir hafi ver ið samningar við Sovétríkin 1 um sölu Iþangað á 750 þúsund I lestum af hveiti frá Astralíu 1 á iþessu ári. Er þetta stærsti , samningur, sem gerður hefur verið um sölu á áströlsku hveiti tki Sovétríkjanna, og samkvæmt honum hafa Sovét- l ríkin heimild til að auka I hveiUmagnið að verulegu leyti. • TSHOMBE Brússel, 4. febr. (NTB). MOISE Tshombe, forsætisráð , herra Kongó, hefur dvalið í Brússel í nokkra daga og átt viðræður við ýmsa leiðtoga um efnahagsmál. Tilkynnt var í dag í fyrsta sinn að viðræð- urnar hafi gengið vel og að mjög miði í samkomulagsátt. • IAN SMITH EKKI BOÐIÐ London, 4. febr. (AP-NTB) HAROLD Wilson, forsætisráð- herra, tilkynnti í dag að boðað hafi verið t»I ráðstefnu for- sætisráðherra Samveldisland- anna í London síðari hluta júní n.k. Tók hann fram að Ian Smith, forsætisráðherra Rhodesíu, væri ekki boðið til ráðstefnunnar. — Borgarstjórn Framhald af bls. 28 í Ijós, að skilyrði væru betri aust an við Laugarnes og var því tek- ið fyrir að rannsaka allt svæðið austan nessins. Fyrstu rannsókn Aimenna byggingarfélagsins lauk í júni 1961. I>ar eru teknar fyrir fjórar tillögur: Allar kostnaðar- tölur eru miðaðar við verðlag 1961. Tillögur 1. og 2. voru um hafn ir við Engey og voru mjög svip- aðar. önnur mundi kosta 1205 millj. með 8600 bólverksmetrum, en hin kosta 1097 millj. með 8400 bólverksmetrum. Tillaga 3 var um höfn við Kirkjusund. Sú höfn mundi kosta 353 millj. með 3200 bólverkmetrum og loks 4 tillag- an um Sundahöfn, sem mun kosta 855 millj. með 12200 ból- verksmetrum. Síðasti kosturinn þótti hagkvæmactur og ódýrast- ur, miðað við lengdarmeter ból- 'rerksins, eins og þessar tölur bera með sér. Borgarstjóri sagði það einnig mikinn kost á Sunda- höfninni, að hana væri hægt að bygigja í áföngum og án þess að byggja þyrfti nýja hafnargarða til bráðabirgða. Kostnaður við tillögu 1. er því 140 þús. á ból- verksmeter, 130,5 þús. skv. til- lögu 2, 110.4 þús. skv. tillögu 3, en aðeins 70 þús. á meíer skv. tillögunni um Sundahöfn. Borgarstjóri sagði gert ráð fyr- ir að Ijúka fyrsta áfanga Sunda- hafnarinnar í árslok 1967. Þegar hefði verið kannað um lánsfé, bæði hjá opinberum aðilum innanlands og einnig í Bretlandi. Geir borgarstjóri lagði á það áherzlu í ræðu sinni, að ákvörð- un um þessar framkvæmdir breyttu engu um nauðsyn þess að iiýta gömlu höfnina til fulls, enda væri mikið unnið þar að endurbótum, einkum í vestur- höfninni, en erfitt væri sem stendur með framkvæmdir við austanverða höfnina, vegna þess að skipulagi borgarinnar væri ekki að fullu lokið. Gert væri ráð fyrir töluverðu fjármagni til endurbóta í gömlu höfninni, en stækkunarmöguleikar hennar væru mjög takmarkaðir. Borgarstjóri sagði, að framþró unin gerði stækkun hafnarinnar nauðsynlega. Viðlegulengd gömlu hafnarinnar hefði aukizt frá 1918, þegar fyrstu fram- kvæmdum var lokið, úr 250 metr um í um 3000 metra nú. Þriðjung ur þessarar viðlegulenigdar hæfði þó aðeins smærri fiskibátum. Þá rakti borgarstjóri hina gifurlegu aukningu skipakomu til Reykja- víkur og au'kna vöruflutninga. Afkastageta gömlu hafnarinnar væri því á þrotum og nauðsyn- legt að hugsa fyrir nýrri höín. Með stækkandi skipum væri einnig hætta á því, að nýting gömlu hafnarinnar minnkaði. Þá drap Geir borgarstjóri á um- ferðarörðugleikana við gömlu höfnina og hvernig vænta má að úr rakni, þegar vöruflutningar beinast frá gömlu höfninni aust- ur í borgina. Borgarstjóri gat þess, að hinn nýi áfanigi Sundahafnar yrði væntaniega tekin í notkun ná- kvæmlega hálfri .öld eftir að fyrstu frá^|;yæn^pm var lokið við núvérandT'hcifjC Lýsti borgarsyórinn þeirri ósfk sinni, að samþykkt borgarstjórn- ar nú um byrjun framkvæmda við Sundahöfnina fylgdi jafnmik- ið gagn og gæfa fyrir borgar- búa og verið hafi af gömlu höfn- inni í rúmleiga hálfa öld. Borgarfulltrúarnir Guðmundur J. Guðmundsson, Einar Ágústs- son og Guðmundur Vigfússon tóku til máls að lokinni ræðu borarstjóra. Guðmundur J. ræddi um bætt vinnubrögð borgar- stjórnar í hafnarmálum og fagn- aði undirbúningsvinnunni, sem hann taldi góða. Hann vildi þó nbkkuð efast um að áætlanir stæðust, en nefndi þó ekkert sér- stakt þeim spádómi til stuðnings. Einar fagnaði þessum merka á- fanga og kvað málið mjög tíma- bært Guðmundur Vigfússon tók og I sama streng, en drap þó á hættu á því, að Sundahöfn gæti orðið iai lögð. Borgarstjóri kvað það hafa verið kannað, og væri talið, að ekki væri um óyfirstíganlega erf- iðleika af þessum sökum þótt um harðindavetur yrði að ræða. Mál þetta kom fram í fundargerð hafnarstjórnar, þar sem gert er ráð fyrir útboðinu, að borgar- stjóra og hinum nýja hafnar- stjóra Gunnari B. Guðmunds- syni, en í hlut hans fellur að standa fyrir framkvæmdum, væri falið a'ð undirbúa lántöku. Mál- ið var samþykkt með samhljóða atkvæðum allra borgarfulltrúa. Síðar á fundinum kom fram tillaga frá Guðmundi J. Guð- mundssyni um ýmsar endurbæt- ur við gömlu höfnina. Tillög- unni var að ósk flytjanda vísað til hafnarstjórnar og mun síðan fara fram um hana önnur um- ræ'ða. Cemlufallsheiði mokuð FLATEYRI, 4. febrúar. — Hér hefur verið ómuna góð tíð það sem af er þorra og snjór sem óðast áð hverfa. í dag er unnið að snjómokstri á Gemlufalls- heiði og mun vera mjög lítill snjór sem moka þarf og heiðin verða fær í dag. Þá verður fært til Dýrafjarðar. Margir urðu hissa þegar þeir fréttu í blöðunum að flutninga- skipið Jarlinn frá Flateyri hefði verið tekinn fyrir smygl, því að fáir vita að skipið er héðan, því Jarlinn hefur aldrei sézt í þessari heimahöfn sinni og er ekki mann aður héðan. Aflinn í janúar var sæmilegur miðað við veður, því tíð var erfið framan af mánuðinum, en skán- aði síðar. — K. G. Fréttir hcyrast viðlíka oft og gott orð í helvíti BREIÐDAL, 4. febr. — Tíðarfar er nú aftur mjög milt eftir hinn óvenju harða frosta og snjó- skafla. Gaddur er þó all mikill enn og fremur lítlir hagar til dala. Mikil gljá er á vegum og mjólk urflutningar frá dalabæjum hafa lagst að mestu niður um alllangt skeið. Síldari’ðjan hefur tekið á móti rúmlega 10 þús. tunnum bræðslu síldar frá 15. jan að telja. Bátar sem hér hafa landað, eru: Sig- urður Jónsson 3638 tunnur, Heim ir SU 1587, Sunnutindur SU 1045, Hannes Hafstein 1593, Sæfaxi NK 1092; Ólafur Tryggvason 433 og Bára SU 689. Það má segja um blessað út- varpið að öll þessi þjónusta hér er á eina lund og er það marg- rætt. Héðan heyrast útvarpsfrétt ir viðlíka oft og gott ortS í hel- víti. — PálL Brotizt inn í skreiðarskemmu Ra n n aók n arl'ögr egl un ni var tilkynnt í gær, að farið hefði verið inn í skreiðarskemmu i eigu ísbjarnarins á flugvallar- lóðinni rétt hjá olíustöð SheLl í Skerjafii'ði. Hafði stór segldúkur verið ristur í tvennt og annar helmingur hans hirtur. Einnig var stolið spyrðuböndum, skreið veltum og rótað til í skemmunnL Ekki er kunnugt um, hvenær innbrot þetta átti sér stað, en enginn mannaumferð var um skemmuna frá því fyrir helgL Rannsóknarlögreglan fann í skemmunni svarta prjónahúfu með hvítri rönd og litla vettl- inga, og virðist svo sem hér hafi krakfcar átt einhvern hlut að málL Málið er í rannsókn. — Minningarorð Framhald af bls. 10 skyldi halda. En þegar Nína hafði sýnt hæfileika sína við að móta myndir í leir og kunnáttu- menn látið í ljós álit sitt, tók Helga ákvörðun sína: Nína skyldi komast á Konunglega listaháskólann í Kaupmanna- höfn. Og í stuttu máli: þangað komst hún og sýndi fljótt, að jangað hafði hún átt erindi. Henni veittist óvenju fljótt sá heiður að fá myndir eftir sig teknar á vorsýningarnar í Char- lottenborg. Þær vöktu töluverða athygli, sumar mikla. Hún komst í blöðin í máli og myndum, og Helga frænka var stolt og glöð. En þá birtist mótlæti í grimmi legri mynd. Hún veiktist af berklum og mátti ekki vinna ár- um saman. Hin efnilega lista- kona hafði þá um skeið hlotið fjárstyrk nokkurra velunnara, sem nú kipptu að sér hendinni, en þó með þeim orðum, sem til hughreystingar hafa átt að vera, að hún mætti eiga von á frekari stuðningg þegar hún gæti farið að vinna aftur. Þá sárnaði Helgu. Nína skyldi fá bata. Helga sendi Nínu suður til Sviss og övoði meira en nokkru sinni. Nú rak hún þvottahús. Að nokkrum árum liðnum kom Nína til baka, og Helga fagnaði hraustlegri Nínu sinni. Nú gat hún haldið áfram á listabrautinni. En ekki vildi Helga, að hún þæði þá styrki, sem hún áður hafði notið. Síðan lá leiðin til drauma- borgar listamanna, Parísar. Þaðan bráust brátt góðar fréttir af Nínu. Hún fékk myndir tekn- ar á sýningar, þar sem strangar kröfur voru gerðar til þátttak- enda, og hlaut verðlaun og aðra viðurkenningu fyrir myndina „Móðurást". Verðlaununum fylgdi réttur til að sýna myndir í Grand Palais tvisvar á árL Þessarar myndar var sérstaklega getið í Parísarblöðum, og dönsku blöðin séu vel um að láta frétt- ina berast. Hróður Nínu var orðinn mikill. Hún kemur enn til Hafnar, og myndir af henni og „Arabakonunni", sem hún sýndi í Charlottenborg, birtast í helztu blöðum Kaupmanna- hafnar. Og það væri ekki að undra, þótt hendur þvottakon- unnar hefðu titrað lítið eitt, þegar hún hélt á bréfi til Nínu frá Aamalienborg. Það voru hamingjuóskir frá Alexandrine drottningu. Það var skrifað eigin hendi, og undir stóð: „Deres hengivne Alexandrine.*1 Síðan lá leiðin til New York, þar sem hennar frægasti sigur beið. í samkeppni um framhlið- armynd á glæsilegasta hóteli borgarinnar, Waldorf Astoria, fékk hún fyrstu verðlaun fyrir myndina .Spirit of Achieve- ment“. Þátttakendur voru um 400, og Nína varð á svipstundu orðin fræg í heimsborginni og um leið víðar. Og nú sat hóteljöfurinn sjálfur fyrir hjá Ninu. En það áttu margir honum enn frægari eftir að gera. Hún flutt- ist til Hollywood og bjó þar i 20 ár. Þar hafði hún næg verk- efni og hin ákjósanlegustu starfs skilyrði. Dáðustu leikkonur þeirra ára, Josephine Hutchins- son, Greta Nissen, Hedy Lamarr o. fl. fengu mótaðar myndir af sér í vinnustofu henriar sem og L d. Peter Freuchen, en áður hafði hún gert mynd af Vil- hjálmi Stefánssynf sem gefin var hingað í tilefni Alþingis- hátíðarinnar 1930. En hún hafði mörg önnur við- fangsefni en þau, sem gerð voru eftir pöntun. Tvær höggmyndir keypti Los Angeles-borg. önnur, „Leifur Eiríksson", sendur í Griffith Park, en hin, „Promot- heus“, í City Park. Voru báðar þessar myndir afhjú.paðar með viðhöfn mikilli, ræðuhöldum og hornablæstri. Togarasala HALLVEIG Fróðadóttir seldi í gær í Cuxhaven 164 lestir fyrir 124 þús. mörk. Þessu tímabili í ævi Nínu Sæ- mundsson lauk 1956, þegar hrúa hélt heim til íslands. Hún dvald- ist meiri hluta hinna síðustu átta ára ævi sinnar hér á landg en fór einnig utan nokkrum sinn- um. Fyrst fór hún til Hafnar, par sem Helga, frænka hennar, tók á móti hennL en þá höfðu þær ekki sézt í nær 3 áratugi. Ég heimsótti þær eitt sinn i Nordre Frihavnsgade, þar sem Helga hafði búið allan tímann. Þegar ég tók af mér frakkann í forstofunni, tók ég eftir gam- alli prjónahúfu, sem hékk þar á snaga. Ég fékk að vita, að Helga hafði haft hana þarna allan tímann síðan Nína hææti að nota hana sem ung stúlka. Nína var hennar barn, hið eina, sem hún átti, hennar stolt og dálæti. Nína vann furðumikið þessi síðustu ár, þótt heilsan tæki senn að bila. Hún hélt sýningar hér og í Charlottenborg. Mynd henn- ar af Þorsteini Erlingssyni stendur nú á æskustöðvum þeirra beggja í FljótshlíðinnL Hún fullgerði styttu af Jóni Sveins- synL Nonna, sem hefur þó enn ekki verið steypt í eir, og af forseta íslands gerði hún brjóst- mynd, sem er á Bessastöðum. Á sínum tíma keypti bæjar- stjórn Reykjavíkur fyrir atbeina Listvinafélagsins, myndina „Móð urást“, sem stendur í skrúðgarð- inum við Lækjargötu. 30 árum síðar keypti bæjarstjórnin mynd hennar „Hafmeyjuna", sem spell virkjar unnu á á nýársnótt 1960. Það féll í hlut minn að síma til hennar til Kaupmannahafnar á nýársdag, til þess að verða á undan döhsku blöðunum með fréttina. Það lýsir vel mann- eskjunni, hvernig hún tók þeim atburði, sem hlýtur þó að hafa verið henni mikið áfall. Ég varð aldrei var við biturleik til neinna, en hryggð hennar var djúp og sár. H,ún hafði sýnt það alla ævL að ættjarðarást hennar var einlæg og sterk. Má vera, að fjarveran eigi þar sinn ríka þátt sem svo oft, en hitt er víst, að hennar síðasta og mesta gleði var vissan um það, að verkum hennar var búinn framtíðarstað- ur hér á landi. Vinkona hennar, öðlingskonan Sesselja Stefáns- dóttir, sem svo vel reyndist henni, meðan hún lifðL tryggði þetta með arfleiðsluskrá sinni. Nína Sæmundsson var hin indælasta kona, full alúðar og velvilja til alls og allra. Hugljúf er minning hennar Blessuð sé hún alla tíð. Sveinn Ásgeirsson. — Aðalfundur Framhald af bls 19 blaðamanns þar um í þessum mánuði. Aðalfundurinn brýnir fyrir opinberum forsjármönnum þjóð- arinnar á þessu sviði að bregðast ekki lengur skyldu sjnni í þess- um örlagaríku slysavarnarmái- um. Þá vill aðalfundurinn enm ítreka fyrri áskoranir til almemv- ings um að sýna varúð í umferð og til lögreglu og yfirvalda un» síauknar ráöstafarur- .ti^^rekari umfetðarörv -kis Að umræðum hinn nýkjörni forrnawrupp og þakkaði traust það er fundar- menn sýndu sér og hinni ný- kjörnu stjórn. Þá flutti hann frá farandi formanni, séra óskari J. ÞorlákssynL þakkir deildarinnar; fyrir hans miklu störf s.l. 12 ár. Samþykkti fundurinn síðan ei» róma eftirfarandi tillögu: „Aðalfundur Svd. Ingólfur, haídinn 24. jan. 1965, þakkir frá- farandi formanni, séra óskari J. Þorlákssyni, fyrir mikið og fóriv- fúst starf í þau 12 ár, sem hana hefur verið formaður deildarina ar og biður honum og fjölskyldn hans blessunar á komandi árum“. Að likum þakkaði fráfarandl formaður fundarfönnum hlý orð í sinn garð og einlægt samstarf á liðnum árum. Gat hann þes* að þó hann hyrfi nú um sinn úr stjórn Ingólfs, þá væri hann ekki þar með horfinn slysavarnarmál um. Sleit hann síðan fundL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.