Morgunblaðið - 05.02.1965, Síða 26

Morgunblaðið - 05.02.1965, Síða 26
26 MORCU N BLAÐIÐ •Föstudagur 5. febrúar 1965 Guðmundur tg Hrafnhildur unnu 7 meistaratitla af 8 f A Armann sigraði KR í úrslitaEeik í sund-knattleik 8-4 Guffm. Gíslason (t. v.) og Trausti Júlíusson í viðbragoi í baksundi. SUNDMEISTARAMÓT Reykja- víkur var háð í fyrrakvöld og jafnframt úrslit í Sundknattleiks móti Reykjavíkur og þar vann Ármannsliðið sigur og vann nú titilinn 15. árið í röð. Unnu Ár- menningar lið KR í úrslitaleik með 8 mörkum gegn 4 og virðast enn hafa nokkra yfirburði, þó lið KR hafi að undanfömu veitt þeim vaxandi keppni og sé lík- legt til þess einn daginn að stöðva hina löngu sigurgöngu Ármenninga í þessari grein. Úr- slitaleikur félaganna var harður ®g engin grið gefin á hvoragan veginn. Fyrstu lotuna (5 mín.) vann Ármann með 2—1, næstu lotu með 4—1 og þriðju lotuna með 2—0. Þá vöknuðu KR-ingar og unnu síðustu lotuna með 2—0 og heildarúrslit því 8—4 Ár- manni í vil. ★ Mjór ,toppur“ Sundmeistaramótið er eink- um athyglisvert fyrir það að Guðmundur Gislason og Hrafnhildur Guðmundsdótt- ir vitma 7 meistaratitla af 8 sem um er keppt — eða allar greinar sem þau taka þátt L Vann Guðmundur þannig ekriðsund, bringusund, flug- sund og baksund — og það allt á sama klukkutímanum. Hrafnhildur vann á sama tíma allar kvennagreinar mótsins, skriðsund, bringusund og bak sund. Að vísu eru þau Guðmund- ur og Hrafnhildur afreks- menn hvort á sínu sviði, en þessi meistaratitlasmölun þeirra sýnir þó ljóslega hve fátækleg ísl. sundhreyfing er. Til að opinbera það enn meir er hvorugt þeirra í eins góðri þjálfun og þau hafa ver- ið um langt árabil. ir I.jósir punktar 1 Að vísu sigraði Guðmundur ekki í 100 m flugsundi karla en þar vann Davíð Valgarðsson ÍBK sem keppti sem gestur. En Guðmundur „synti“ fyrir titilinn og var langt frá sínu bezta, þó Davíð hafi verið honum sterkari í þessari grein að undanför-nu. Ungur KR-ingur Logi Jónsson færði KR fyrsta meistaratitil fé- lagsins um langt árabil. Vann Logi yfirburðasigur í 400 m skrið sund,i en þrátt fyrir yfirburði hans nú er langt bil í mettímann. En þarna er gott efni á ferð. Matthildur Guðmundsdóttir hafði svipaða yfirburði í sund- um telpna og Hrafnhildur í sund um kvenna. Skemmtilegust og jöfnust var keppnin í drengja- sundunum. Helztu úrslit urðu þessi: 100 m skriðsund karla; Rvíkur meist. Guðm. Gíslason ÍR 59.2 sek. 2. Davíð Valgarðsson ÍBK (gestur) 1.00.4. 3. Trausti Júlíus son Á 1.01.5. 4. Guðm. Þ. Harð- arson Æ 1.01.6. 200 m bringusund kvenna: Rvíkurmeist. Hrafnh. Guðmunds dóttir ÍR 3.04.0. 2. Matth. Guð- mundsd. Á 3.10.9. 3. Eygló Hauksdóttir Á 3.14.4. 200 m bringusund karla: Rvík- urmeist. Guðm. Gíslason ÍR 2.51.9. 2. Reynir Guðmundsson Á 2.52.0. 3. Einar Sigfússon .Self. (gestur) 2.54.8. 4. Erl. Jóhanns- son KR 2.55.4. 400 m skriðsund karla: Rvíkur- meist. Logi Jónsson KR 5.08.7. 2. Guðm. Þ. Harðarson Æ 5.17.1'. 3. Trausti Júlíusson Á 5.20.9. 100 m flugsund karla: Rvíkur- meist. Guðm. Gíslason ÍR 1.11.3. Sigurvegari varð Davíð Valgarðs son sem keppti sem gestur. 100 m skriðsund kvanna: Rvík- urmeist. Hrafnhildur Guðmunds dóttir ÍR 1.09.5. 2. Matth. Guð- mundsd. Á 1.12.6. 3. Hrafnhildur Kristjánsd. Á 1.15.0. 100 m baksund kvenna: Rvíkur meist. Hrafnh. Guðmundsd. ÍR 1.20.2 2. Auður Guðjónsd. ÍBK (gestur) 1.23.2. 3. Hrafnh. Krist- jánsd. Á 1.29.2. 100 m baksund karla: Rvíkur- meist. Guðm. Gíslason ÍR 1.12.5. 2. Trausti Júlíusson Á l.lý.9. 50* m skriðs. drengja: 1. Jón G. Eðvaldsson Æ 28.7. 2. Þorsteinn Ingólfsson Á 29.1 ý. Guðm. H. Jónsson Æ 29.5. 4. Sig. Sigurðs- son KR 32.3. 50 m skriðsund telpna: Matth. Guðmundsd. 32.3. 2. Ingunn Guð mundsd. Selfossi 32.5. 3. Hrafnh. Kristjánsd. Á 33.0 4. Guðfinna Svavarsd. Á 33.8. 50 m bringusund drengja: L Reynir Guðmundsson Á 36.6 2. Guðm. H. Jónsson Æ 36.7. 3. Guðm. Grímsson Á 37.0. 50 m bringus. telpna: 1. Matth. Guðmundsd. 39.7. 2. Eygló Hauksd. Á 40.9. 3. Dómh. Sigfús- dóttir Selfossi 41.6. 4. Þuríður Jónsd. Self. 41.8. Enska knattspyrnon MARKAHÆSTU leikmennirnir I Englandi eru nú þessir: 1. deild mörk Greaves (Tottenham) ......... 28 MeEvoy (Blackburn)........ 27 Byrne (West Ham).......... 23 Pickering (Everton) ......... 23 Harteley (Aston Villa).... 22 Law (Manchester U.) ......... 21 Bridges (Chelsea) .......... 20 Hunt (Liverpool) ............ 20 2. deild O’Brien (Southampton) .... 25 Davies (Bolton) ............. 21 Kevan (Manchester City) .... 20 Smith (Chrystal Palace) .... 20 Thomas (Derby) .............. 19 Bolland (Norwich)......... 18 Durban (Derby) .............. 18 3. deild Wagstaff (Hull) ............. 27 Hamilton (Bristol Rovers) . . 21 Bedford (Q.P.R.).......... 20 Chilton (Hull) .............. 19 Clark (Bristol City) ........ 18 4. deild Stubbs (Torquay) ............ 30 Metcalf (Chelsea) ........... 27 Hector (Bradford) ........... 25 Herbergi éskast Tvo unga sjómenn vantar 1 til tvö herbergi nú þegar. — Upplýsingar í sima 10870. Byrjendur fá tilsögn og reyna sig í goiíi. Byrjendur fá tilsögn í golfi Golfklúbburinn vill bæta við nýium félögum þvi glæsileg aðstaða er oð skapast á nýja svæðinu ÞAÐ er mikið líf og fjör í starfsemi Golfklúbbs Reykja- víkur um þessar mundir. Hafnar er uæfingar inni bæði fyrir byrjendur og hina sem lengra eru komnir. Annað og miklu umfangsmeira starf er nú skipulagt í Mosfellssveit en þar er komið upp nýtt golf- svæði að hluta og unnið er að því að fullgera þar nýjan og glæsilegan golfskála. Er Golfklúbburinn þarna að koma upp glæsilegu framtíð- arsvæði. Golfklúbburinn getur því í framtíðinni tekið við miklu stærri hóp til æfinga og úti- veru en verið hefur á undan- förnum árum. Nýir félagar eru því velkomnir og gera Golfklúbbsmenn sitthvað til að auðvelda þeim fyrstu sporin í golfíþróttinni, en sú íþrótt er einkar heppileg fyrir unga sem gamla, konur jafnt og karla, til skemmtilegrar ú.tiveru við viðfangsefni sem fær fólk til að láta hugann hvarfla frá gráum hversdags- leikanum. í golfíþróttinni geta menn ráðið sjálfir göngu hraða og hvert kapp er lagt í iðkun íþróttarinnar, en úti- vera og hreyfingin er nauð- syn hverjum manni sem við- halda vill heilbrigði sínu. Á miðvikudagskvöldið gafst blöðunum tækifæri til að koma í tíma sem GR hefur til kennslu fyrir byrjendur í golfi. Þar skýrðu Golfklúbbs menn frá eftirfarandi: Golfklúbbur Reykjavíkur er að byggja nýjan 18 holu golfvöll fyrir ofan Grafarholt. Þar er einnig að rísa nýr golf- skáli, sem er kominn undir þak. Með þessum framkvæmd um gjörbreytist aðstaða öll til batnaðar fyrir þá sem þessa hollu og skemmtilegu íþrótt vilja stunda. í golfklúbbnum eru rúml. tvö hundruð félag- ar, en skilyrði eru nú fyrir hendi til mikillar fjölgunar félagsmanna. Er þetta ólík að staða samanborið við ýmiss nágrannalönd okkar þar sem margir golfklúbbar eru fyrir löngu hættir að taka nýja fé- laga vegna þrengsla á golf- völlum. Eru þar víða hundruð manna á biðlista, svo miklar eru vinsældir golfsins. Golfklúbbur Reykjavíkur viil eftir beztu getu greiða fyrir því að nýir félagar bæt- ist í hópinn, og í því skyni m. a. er sú golfkennsla innan- húss, sem fram fer hér í íþróttasalnum í Laugardal. Það er ástæða til að vekja at- hygli þeirra sem hug hafa á að byrja golfleik á því, að slík tilsögn innanhúss er til þess fallin að auðvelda þeim að miklum mun byrjnuarerfið leika þessarar íþróttar. Þeim sem áhuga hafa á því að ganga í Golfklúbb Reykja- víkur skal bent á að hafa sam band við félagsmenn klúbbs- ins og þá sérstaklega formann hans og stjórnarmenn. Stjórnina skipa þessir menn: Þorvaldur Árgeirsson sími 11073, Gunnar Þorleifsson sími 13036, Tómas Árnason sími 24635, Páll Ásg. Tryggva- son simi 17954, Ingólfur Ise- barn sími 16155, Óttar Yngva- son sími 16398, Guðmundur Halldórsson sími 13700.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.