Morgunblaðið - 05.02.1965, Page 28

Morgunblaðið - 05.02.1965, Page 28
JELEKTROLUX UMBOÐIÐ LAUOAVEGI 69 sími 21800 30. tbl. — Föstudagur 5. febrúar 1965 Borgarstjórn samþykkir að hefja framkvæmdir viö Sundahöfn Fullnýting gömlu hafnarinnar verði jafnframt tryggð ÞAÐ var sögulegur fundur í borgarstjórn Reykjavíkur í gær, þegar samþykkt var að leita tilboða í fyrsta áfanga nýrrar hafnar í Reykjavík, Sundhafnar, en hún verður í Viðeyjarsundi, frá svonefndu Pálsflaki fram undan Laug- arnesi, rétt vestan við olíustöð B.P. og inn að Gelgjutanga í Elliðaárvogi og einnig inni í Grafarvogi. Fyrsti áfangi þess- ara framkvæmda, sem nú verður boðinn út skv. tilbúinni útboðslýsingu er við Vatnagarða og er gert ráð fyrir að ljúka verkinu á tveimur—þremur árum. Gert er ráð fyrir, að það kosti 75 til 90 milljónir að koma þessum áfanga í gagnið og mun Reykjavíkurhöfn sjálf geta lagt fram 30 milljónir af eigin fé. Því sem á vantar verður aflað með lánsfé, en til þess hefur höfnin góða aðstöðu, því að Reykja- víkurhöfn er nú skuldlaus með öllu. Þetta er einn sögulegasti at- burðurinn í sogu hafnarfram- kvæmda í Keykjavík í rúmlega hálfa öld eða frá þvi þcgar fram kvæmdir hófust við gömlu höfn- ina í bænum árið 1913. f áætluníim um hafnarfram- kvæmdir og hafnarmálin er ekki aðeins gert ráð fyrir áframh.ald- Geir Hallgrímsson. andí notkun gömlu hafnarinnar, beldur einnig endurbótum, sem tryggja sem hagkvæmasta nýt- ingu. Þessar upplýsingar komu fram í ræðu borgarstjóra á borgar- stjórnarfundi í gær. Geir Hailgrímsson borgarstjóri skýrði ákvörðun hafnarstjórnar og byggði þar aðallega á upplýs- jngum fyrrv. hafnarstjóra, Val- geirs Björnssonar, sem haft hef- ur veg og vanda af undirbúningi málsins. Árið 1957 til 1958 samþykkti bæjarstjórn að láta hefja undir- búning að stækkun innri hafnar- innar og var þá einkum haft í huga hafnarstæði á Engeyjar- svæðinu. Hafnarstjórn hafði þó ekki mannafla tæknifróðra manna til þess að vinna að þess- um umfangmiklu rannsóknum og var hafnarstjóra heimilað í júní 1958 að leita til Almenna byggingarfélagsins um verkfræði lega rannsókn á hafnarsvæðinu. Veturinn 1959—’60 voru fyrstu áætlanir tilbúnar og leiddu þær Framh. á bls. 21 Þessi mynd sýnir vel hvernig allt ofanþilja er brunnið aí bátnum Ingólfi og hann logar allur neð- anþilja. (Ljósm.: Adolf Hansen), Bátur brennur á miðunum Skipverjar bjargast af logandi skipinu t GÆRMORGUN kviknaði í vél- bátnum Ingólfi KE 12, ©r hann var að veiðum 24 sjómílur V-NV af Sasdgerði. Varð báturinn al- elda á skammri stundu. Skip- verjar fóru í gúmmibátinn og voru teknir upp í fiskibátinn Stafnes, sem kom að 10 mínútum siðar. Varðskip komu á vettvang og reyndu að slökkva eldinn, en árangurslaust og sökk Ingólfur um kl. 3,15 sáðdegis. Á Ingólfi voru 3 menn, Bragi Björnsson, skipstjóri, iem jafn- framt er eigandi bátsins; Guðni Sigurðsson, stjúpsonur hans og Friðrik Sigurðsson, vélstjóri. — Fréttamaður blaðsins í Sandgerði náði tali af Friðriki, er Stafnes kom að landi með skipbrots- Háskólakennslan flutt til í nokkra daga NORÐURLANDARÁÐ hefur sem kunnugt er fengið mikið af húsa- kynnum Háskóla íslands til af- nota dagana, sem fundur þess stendur um miðjan mánuðinn. Verða fundir í flestum kennslu- stofum skólans. Mlbi. spurðist fyrir um það hjá hóskólaritara, Jóhannesi Helga- syni, hvort kennsla féili þé nið- ur í Háskólanum á meðan. Jó- hannes sagði þa'ð ekki vera. Kennsian í háskólanum yrði flutt. ýmist í húsnæði sem Há- skólinn hefði sjáifur yfir að ráða eða þá út í Hagaskóla þessa daga. T.d. mundi verkfreeðideildin fiytja kennsiuna í teiknistofum- ar á efstu hæðinni í Háskólalbygg ingunni. mennina kl. 6,15 síðdegis í gær. Honum sagðist svo frá: Um kl. 7 í morgun kom eldur upp í vélarrúmi Ingólfs, og hef- ur sennilega kviknað í út frá raf magni. Þetta var á baujuvagt- inni og línan hafði verið lögð um 23—24 mílur í vest-norðvest- ur frá Sandgerði. Einn maður var á vagt, Guðni Sigurðsson, og vakti hann skipstjóra og vél- stjóra í snatri, er hann varð elds ins var. Sendu neyðarkall — og komust í gúmmíbát. — Um leið og skipstjórinn vaknaði tókst honum að koma út neyðarkalli, sem Stafnes svar aði strax. Eldurinn magnaðist mjög fljótt, þannig að þegar við vorum búnir að losa gúmmíbát- inn stóð eldurinn út um alla glugga stýrishússins. Við vorum búnir að vera um 10 mínútur í gúmmíbátnum, þegar Staínes kom að, sem kom sér mjög vel, því gúmmíbáturinn blés sig ekki upp nema að hálfu leyti. Blind- þoka var, er þetta gerðist, en ágætt í sjóinn. Friðrik rómaði mjög viðtökurn ar um borð í Stafnesi og sagði að þeir félagar hefðu fengið þar góða aðhlynningu. Stafnes kom með þá til Sandgerðis kl. 6,15. Hafa áður komizt í kast við eld á sjó. Þá áttum við stutt símtal við Braga Björnsson, skipstjóra, er hann var kominn heim til sín, Hann kvaðst hafa verið í koju, er eldurinn kom upp í vélarrúm inu, en verið vakinn. — Það var ekkert hægt að gera, sagði hann. — Þegar eldur er í vélarrúminu, kemst maður ekkí að til neins og allar dælur Framhald á bls. 27. Tertiera bergið kemur upp úr á Seltjarnarnesi í því liggja hitaæðarnar untfir Reykjavík GAMLA tertiera bergið, sem er yfirleitt á 80—100 m. dýpi undir Reykjavík, kemur næstum upp úr yngra grágrýtinu suðvestan undir Valhúsahæðinni, þar sem nú er verið að bora. Þetta kom í Ijós, er Jón Jónsson, jarðfræð- ingur, fór þangað í gær, til að athuga borkjarnana og bergið kringum borunarstaðinn. Á íyrstu 2—3 metruaum er jri- grýti, en þar fyrir neðan gamla bergið, sem er samskonar berg og það sem beita vatnið undir borginni hefur komið úr. Jón sagði að þetta hefði kom- ið sér nokkuð á óvart, því m.a. skv. hitamælingum vi'ð flugvöll- inn, Tjörnina og Örfirisey var ekki búizt við þesöu bergi svo ofarlega. Að vísu hafði Jón kom- ið au.ga á furðulegt berg á Sel- tjárnarnesinu er hann kortlagði svæðið árið 1954, án þess að hafa tíma til að athuga það nánar. En nú minntist hann þessa og skóðaði bergið betur í fjörunni norðan megin á nesinu og gekk úr skugga um að þetta er sarna bengið, tertiera bergið, sem þar kemur upp á yfirborðið um !f5öru. Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.