Morgunblaðið - 16.03.1965, Qupperneq 2
MQRGUNBLAÐIB
Þriðjudagur 15. tnarz 1965
rír ungir menn reyndu að
aka upp á Snæfellsjökul
Komust í 1000 metra hæð — urðu að snúa við
sökum mikiHar ísþoku
ÞRÍR un?lr menn frá Ólafs-
vík Jögðu af stað þaðan klukk
an 8 sl. sunnudagsmorgun á
Willisjeppa til að aka upp á
Snæfellsjökul. Þeir voru
Hjálmtýr Júlíusson, bifvéla-
virki, Stefán Alexandersson,
bifvélavirkjanemi og Jón Júlí
usson, bróðir JHjálmtýs.
Morgunblaðið átti í gaer tal
við Hjálmtý um ferðalag
þeirra félaga og sagðist hon-
um svo frá:
— Við héldum frá Ólafsvík
á Willisjeppa um kl. 8 um
morguninn og fórum suður
fyrir Arnarstapa og þar upp á
jökulhálsinn. Fórum við fyrst
að sæiuhúsi Ferðafélagsins og
ókum þaðan upp á jökulinn
sjálfan.
— Við ætluðum okkur upp
á hæstu brún hans, en Snæ-
fellsjökull er 1447 metrar að
hæð. En þegar við vorum
komnir í ca. 1000 metra hæð
vat komin svo mikil ísþoka,
og svo þétt, að við neyddumst
til að snúa við, því við sáum
lítið fram fyrir bílinn.
— Hallinn var svo mikill
þarna, að það var með naum-
indum að hægt væri að snúa
jeppanum við, en það bless-
aðist nú allt saman.
— Við fórum til baka, þar
sem gömlu mennirnir kalla
Jökulshálsheiði, og niður með
Gerðubergi og utan í fjalls-
snjúk, sem heitir Hrói og er
fyrir ofan Ólafsvík. Þaðan
ókum við svo að rafveitu-
stíflunni og komumst þar á
þjóðveginn. Við komum aftur
til Ólafsvíkur kl. 5 síðdegis.
— Við ætluðum að gamni
okkar að reyna að komast upp
á jökulinn í bíl, en það hefur
ekki tekizt til þessa. Menn
hafa þó ekki komizt akandi
eins hátt og við núna. Menn
hafa yfirleitt orðið að snúa
við við sæluhúsið. Það er eng-
inn efi á því, að við hefðum
komizt upp á jökulinn, ef þok
an hefði ekki skollið á.
— Við erum að spekúlera i
að reyna aftur ef veður leyfir.
Willisjeppinn reyndist alyeg
prýðilega.
— Það var skínandi færi og
klaki yfir öllu og hann var
svo mikill á jöklinum, að þar
var varla stætt. Illmögulegt
eða útilokað er að fara niður
jökulinn hinum megin, því
brattinn er svo mikill þar.
Verkfall löju á Akureyri hafið
*
Scimtöl við form. Iðju o«j frkvstj. F.fl.l.
Akureyri, 15. marz.
FÉLAG íslenzkra iðnrekenda
fyrir hönd nokkurra verksmiðja
bér á Akureyri og Iðja, féla?
verksmiðjufólks á Akureyri eiga
nú í vinnudeilu, sem ekki hefur
tekizt að leysa, og kom vinnu-
stöðvun til framkvæmda nú í
morgun hjá 5 iðnfyrirtækjum hér
Fram-fundur
I Hafnarfirði
LANDSMÁLAFÉLAGIF Fram í
Hafnarfirði heldor fund n.k.
miðvikudagskvöld kl. 9. Þing-
menn Reykjaneskjördæmis hafa
framsö-ju um þingmál. Ennfrem-
ur verða kosnir fulltrúar á
Landsfund Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisfólk, fjölmennið.
Spilakvöld
SJÁLF STÆÐISFÉLAG Garða-
og Bessastaðahrepps heldur
næsta spilakvöld sitt miðviku-
daginn 17. marz n.k. að Garða-
holti. Verðlaun eins og venjulega.
KÓPAV0GUR
SPILAKVÖLD Sjálfstæðisfélag-
anna er annað kvöld kl. 29,JO í
Sjálfstæðishúsinu, Kópavogi.
í bæ. Þau eru Klæðagerðin Am-
aro, Fatagerðin Burkni, Súkku-
laðiverksmiðjan Linda, Kex-
verksmiðjan Lorelei og Sana,
gosdrykkjadeild. Eftir þvi sem
næst verður komizt, eru fimm til
sex tugir iðnverkafólks í verk-
fallinu.
Vegna. þess að vinnudeilda
þessi er með nokkuð óvenjuleg-
um hætti risin, hefur Mbl. snúið
sér til beggja deiluaðilja oig beðið
þá að skýra málið frá sínum
sjónarmiðum.
Jón Ingimarsson, formaður
Iðju, komst svo að orði um deil-
una:
— Hinn 20. janúar sl. náðist
samkomulag milli Iðju og Vinnu-
málasambands samvinnufélag-
anna, og að því er við þá töldum,
einnig við Fél. ísl. iðnrekenda. í
þessu samkomulagi fólst, að
Vinnumálasambandið samþykkti
að stytta vinnuvikuna úr 49%
stund í 48, eða um lVz klst., með
óbreyttu kaupi, En til þess að
samræming fengist á kauptöxt-
um Iðju, sem hingað til hafa ver-
ið mjög mismunandi eftir vinnu-
stöðvum, þurftu aðrir iðnrek-
endur á Akureyri að hækka kaup
hjá sér um 3% til þess að hver
vinnutímaeininig væri alls staðar
í sama verðgildi. Fulltrúi Fél.
ísl. iðnrekenda var viðstaddur
samningsgerðina og lýsti sig
samþykkan samningunum, en
kaus hins vegar ekki að undir-
rita þá, af því að framkvæmda-
stjóri F.Í.I. var væntanlegur
hingað norður innan fárra daga.
Þegar hann kom, var þessu sam-
komulagi hins vegar hafnað af
félagsins hálfu.
— Samningaviðræður hafa
farið fram í Reykjavík og einnig
hér á Akureyri fyrir milligöngu
Framhald á bls. 21
Féðegur afli
á Suðumesjum
Keflavík, 15. marz.
AF Suðurnesjum eru yfirleitt
daufar fréttir af aflabrögðum.
í Keflavík hefur verið mjög lé-
legur afli undanfarið, bæði í net
og nót. Hann hefur komizt hæst
upp í 15 til 16 tonn. Aflahæstu
bátarnir eru Lómur, Keflvíking-
ur og Ingiber II.
f Grindavík hefur afli einnig
verið mjög lítill. Hafa bátar ver-
ið með 4—12 lestir í róðri, og
veiða þó bæði í net og nót. Það
sem af er vertíð eru aflahæstir
í Grindavík Þórkatla (380 tonn)
og Hrafn Sveinbjarnarson II
(379). Afli Sandgerðisbáta hefur
verið frekar lélegur líka. Flestir
bátar á Suðurnesjum eru nú
hættir línuveiðum en róa ein-
göngu með net og þorskanót.
— Hsj.
Tollverðir í Reykjavík taka í sínar vörzlur áfengi fyrrverandl
áhafnar Jarlsins.
w'
Afengið upptœkt
í annað sinn
JARLINN kom til Reykjavikur
s.l. laugardag. Þá tóku tollverð-
ir í Reykjavík i sinar vörzlur
nokkur hundruð flöskur af á-
fengi, sem var um borð í skipinu.
Blaðið átti tal við Unnstein Beck
tollgæzlustjóra í gær, og sagði
hann, að hér hefði ekki verið
um tilraun til smygls að ræða.
Tollgæzlustióri sagði, að hér
væri um sama vínið að ræða og
fundizt hefði í skipinu í Kaúp-
mannahöfn. Hefði það verið af-
hent skipverjum aftur, er mála-
rekstri gegn þeim ytra var lok-
ið. Eitthva'ð af víninu hefðu skip
verjar þó drukkið á leið heim.
Tollgæzlan hefði tekið vínið í
sínar vörzlur, vegna þess að skip
verjar sjálfir hefðu verið eig-
endur þess, en áhöfnin hefur nú
öll gengið af skipinu. Enda þótt
vínið hefði tilheyrt birgðum
skipsins, hefði það eigi að síður
verið gert upptækt, þar sem um
óeðlilega miklar birgðir heíði
verið að ræða.
Þá gat tollstjóri þess, að ekk-
ert annað áfengi hefði fundizt í
skipinu við komuna til íslands,
en mikil leit hefði verið geið í
því í Keflavík síðustu viku.
Áfengi Jarlsmanna i tollvörugey mslunni í Reykjavik.
Uppgripaafli
€rumlarfi.báta
Grafarnesi, 15. marz.
AÐ undanförnu hefur netaafli
Grundarfjarðarbáta verið mjög
góður og nálgast það að vera
landburður suma dagana. Hafa
farið saman góðar gæftir og nokk
uð jafn afli allra bátanna, en hér
leggja upp í vetur 7 til 8 bátar.
Ráðstefna ungra Sjálfstœðismanna um
,Vísindi og tækni'
CM siðustu helgi var haldin í
Hafnarfirði ráðstefna ungra Sjálf
stæðismanna um „Visindi og
tækni“. Ráðstefnan var haldin af
hálfu Sambands ungra Sjáifstæð-
ismanna, og fimm félaga ungra
Sjálfstæðismanna. Var hún, mjög
fjölsótt og þótti takast vel i hvi-
vetna. Ráðstefnuna setti Árni
Grétar Finnsson, formaður S.U.S.
Þá flutti ávarp Matthías MaUiie-
sen, .alþm. Erindi fluttu Sveinn
Einarsson verkfræðingur; dr.
Bjarni Helgason og próf. Magnás
Magnúsoon, og störfuðu umræðu-
hópar á ráðstefnunni um einstaka
málaflokka. Stjórnandi ráðstefn-
unnar var Þórir Einarsson við-
skiptafræðiragur.
Nánar verður sagt frá þessari
tnerku ráðstefnu í blaðinu síðar.
UM hádegi í gær var austan-
og norðaustan kaldi um allt
land og vægt frost norðan-
lands, en 2 til 5 stiga hiti
syðra. Snjókoma var á annesj-
um austanlands, en bjartviðri
vestanlands. Lægðarmiðja var
um 800 km suður af Vest-
mannaeyjum á hreyfingu
NNA-eftir. Hlýtt er nú um
Bretlandseyjar og Mið-Ev-
rópu, 10 til 12 stig, en fremur
kalt vestanhafs, 9 til 12 stiga
frost á Nýfundnalandi og 2
stiga frost í New York.
Aflahæsti báturinn, Farsæll, skip
stjóri Sigurjón Halldórsson, hef-
ur fengið yfir 40 lestir í róðri.
Algengasti afli undanfarna
daga hefur annars verið 15 til 30
lestir á bát. Mjög hefur reynzt
erfitt að gera aflanum þau skil
sem skyldi, er á land er komið.
Hefur því safnast allmikið fyrir
frá degi til dags en alir vinna
að nýtingu aflans nótt sem dag,
og nú er fólk farið að þreytasfc
og afköst þess minnka. Gripið
var til þess ráðs í gær að aka
nokrkum tugum tonna af fiski
að vinnuhælinu að Kvíabryggju,
en vistmenn þar tóku að sér að
gerð og spyrða fiskinn í skreiðar
verkun. Er að þessu hið mesta
hagræði, þar sem til hreinna
vandræða horfði með verkun afl
ans, sakir skorts á vinnuafli. Jafn
vel hafði komið til tals að senda
fisk á bílum til Reykjavíkur, svo
sem Ólsarar hafa orðið að gera
að undanförnu til Akraness.
Ur öllum verstöðvum Breiða-
fjarðar berast fréttir um mikinn
afla, enda fjölgar skipum nú ört
á miðum Breiðafjarðarbáta.
Samgöngur eru nú greiðar um
allt héraðið og hafa millilanda-
skip lestað hér í Grundarfirði að
undanförnu útflutningsvörur frá
öðrum verstöðvum á Snæfells-
nesL