Morgunblaðið - 06.04.1965, Qupperneq 30
30
MQRGUNBLAÐID
Þriðjudagur 6. apríl 1965
Islenzka
Tapaði fyrir Dönum og Norömönnum
með Htlum mun — og reyndist álika
sterkt og lið þeirra
ÍSLENZKA unglingalandsliðið í
taahdknattleik lenti í 4. sæti á
Norðurlandamótinu sem lauk í
Nyköbing-Falster á sunnudag. í-
við meiri vonir höfðu verið
taundnar við liðið en það sýndi
þó slíka frammistöðu í leikjum
sínum að ekki verður kvartað.
Svíar reyndust eiga sterkast ungl
ingalandslið Norðurlandaþjóða,
en lið Danmerkur, íslands og Nor
egs reyndust mjög jöfn og að-
eins heppnisatriði hvernig leikir
þeirra fóru. Finnland átti lakasta
liðið.
íslenzka liðið lék tvo leiki á
sunnudaginn. Það tapaði gegn
Svíum 20:11 og það tapaði gegn
Noregi 11:9.
• Island — Svíþjóð
Mbl. átti í gær tal við Axel
Einarsson aðalfararstjóra ísl. Jiðs
ins um tvo síðustu leiki íslend-
inganna, gegn Svíum og Norð-
mönnum.
— Það er alveg óskiljanlegt,
hve illa ísl. liðið stóð sig gegn
Sviunum. Það var mínútum sam-
an eins og aðeins eitt lið væri á
vellinum.
Byrjunin var ekki sem verst.
íslenzka liðið hóf sókn og áður
en mínúta var liðin stóð Jón
Gautur einn og óvaldaður með
knöttinn í höndunum á línunni
— en skot hans var varið. Þetta
var slæmt og liðið átti sig varla
fyrr en Svíar höfðu skorað 3 eða
4 mörk hjá okkur.
Miðað við leiki liðanna og getu
leikmannanna er þetta óskiljan-
legt. Að vísu átti Finnbogi slak-
an leik í markinu; Svíarnir fundu
hans veiku hlið og notuðu sér
óspart — en samt, leikur liðanna
gangur leiksins talaði 'ekki máli
10:2 fyrir Svía í hálfleik.
En þetta breyttist allt í seinni
hálfleik. Þá sýndi ísl. liðið að
það var fyllilega jafnfætis hinu
sænska bæði í línuspili, uppbygg
ingu leiks og snjallri hugsun.
Það kom þarna í ljós að pilt-
arnir í þessu liði eins og allir
aðrir ísl. íþróttamenn, sem utan
hafa verið sendir, skortir reynslu
— þeir eru vanir aðstæðum eins
og þær eru heima en skortir æf-
ingu til að geta sitt bezta við
framandi aðstæður.
í síðari hálfleik — þegar úr-
slit leiksins voru reyndar ráðin
— náðu ísl. piltarnir að sýna
hvað í þeim bjó. Og þeir sýndu
leik, sem var sízt lakari en Norð
urlandameistaranna — og leik
lyktaði með 20:11. (Síðari hálf-
leikur fór 10:9 fyrir sænsku
meistarana).
— Var Geir passaður vel í þess
um leik? spurðum við Axel.
— Já. En Ágúst Ögmundsson
kom mjög á óvart. Hann skoraði
4 mörk og sýndi slíkan leik og
slík tilþrif að Norðurlandameist
ararnir fengu ekki varizt. Hann
greip mjög vel og átti sömuleið
is mjög góðan leik í vörninni.
Hann var bezti maðurinn hjá okk
ur.
— Markverðirnir — sem léku
báðir í síðari hálfleik, áttu og
góðan leik — en Finnbogi sem
stóð í markinu allan fyrri hálf-
leikinn var mistækur þá.
• Noregur — fsland
Um kvöldið léku íslendingar
gegn Norðmönnum og Norðmenn
unnu 11:9. Þarna náði íslenzka lið
Danska liöið Gullfoss
kemur á laugardag
Leikur liér 4 leiki í boði KR
DANSKA handknattleiksliðið I.F.j Gullfoss vann sig upp í 1. deild
Gullfoss kemur hingað n.k. laug- í vor. Liðið kemur með nokkra
ardag í boði KR. Liðið leikur 4 ’ styfktarmenn með sér og eru
leiki, 2 á Háiogalandi og 2 á
Keflavíkurflugvelli.
Fyrsti leikurinn verður á
sunnudag kl. 15.00 gegn KR að
Hálogalandi, síðan leikur Fram
á þriðjudagskvöld, einnig að
Hálogalandi, á skírdag leika ís-
landsmeistarar FH gegn Dönun-
um á Keflavíkurflugvelli og á
laugardag fyrir páska leikur
landsliðið einnig á Keflavíkur-
fluigvelli.
Landsflakka-
glsinan 26. apnl
LANDSFLOKKAGLÍMAN verð-
ur háð mánudaginn 26. apríl n.k.
í íþróttahúsinu við Hálogland og
hest kl. 8,15. Mun KR sjá um
mótið og skulu þátttökutilkynn-
ingar sendar félaginu c/o Sam-
einaða, Tryggvagötu, fyrir 20.
apríL
þeirra á meðal danskir landsliðS'
menn. Verður nánar skýrt frá
skipan liðsins síðar í vikunni.
lingaliöið í
ið sér bezt upp — einkum framan
af. Þá fengu hinir sterku Norð-
menn allt ekki staðizt íslend-
ingum snúning og í hálfleik stóð
6:2 fyrir ísland. Sigurinn blasti
við.
En á fyrstu mínútum síðari
hálfleiks jöfnuðu Norðmenn og
síðan stóð yfir æsispennandi bar-
átta allt til leiksloka. Tókst Norð
mönnum ætíð að jafna 1 marks
forskot er íslendingar náðu unz
2—3 mínútur voru eftir að þeir
náðu einnig forskoti og unnu leik
inn 11:9.
Enn var Ágúst Ögmundsson
beztur og skoraði 4 mörk, Gísli
Blöndal 1, Hilmar Bjarnason 1,
Þórarinn Tyrfingsson 2 og Jón
Gestur 1.
• Úrslit.
Síðan léku Finnar og Danir
og unnu Danir 18:13. Þetta var
bezti leikur Finnanna í mótinu.
Stóð 8:5 í hálfleik.
Úrslitaleikinn léku Danir og
Svíar. Svíar unnu 16:7 og stóð
8:1 í hálfleik og þó höfðu Danir
skorað fyrsta mark leiksins.
Höfðu Svíarnir algera yfirburði
og sýndu þarna að þeir eru lang*®1
bezta lið mótsins. Þeir eru yfir-
leitt stærri og sterkari. og betur
þjálfaðir en liðsmenn hinna lið-
anna.
— Eruð þið ánægðir með
frammistöðuna?
— Já. Liðið kom yfirleitt mjög
vel frá leikjunum. Mér finnst,
segir Axel Einarsson, að ísl. liðið
hafi ekki átt nema einn lélegan
hálfleik — gegn Svíum. fsl. lið-
ið sýndi sig jafningja hins danska
og norska og réði aðeins lán
hvernig fór milli þeirra liða.
Mætti t.d. ætla að ísl. liðið hefði
unnið bæði þessi lið ef mótið
hefði verið haldið á íslandi, þar
sem okkar piltar njóta sín mun
betur — en þetta er alltaf vanda
mál er ísl. lið keppa við fram-
andi aðstæður erlendis.
Eftir mótið var haldin kveðju
veizla í Nyköbing-Falster. Þar
afhenti Axel Einarsson danska
sambandinu leirvasa til minning
ar um þátttöku íslendinga í mót-
inu og handknattleikssamband-
inu í Nyköbing-Falster leirskál.
Öllum piltunum líður vel og þeir
koma heim siðar í vikunni.
Þorsteinn Hallgrímsson
— ómissandi maður?
Körfuknattleiksm'óti 5:
ÍR-liiið býr sig undir
missa Þorstein
en vann slúdenta samt 93:49
Á LAUGARDAG og sunnudag
fóru fram sex leikir í fslands-
mótinu í körfuknattleik, allt
fremur þýðingarlitlir leikir utan
leikur ÍKF og Skallagríms í II.
deild, sem lauk með sigri ÍKF
eins og við var búizt og eru ÍKF-
menn því búnir að sigra ■ deild-
inni og bjóðum við þá velkomna
í I. deild næsta vetur.
Leikirnir á laugardagskvöld
voru II. flokkur karla KFR—KR,
hörkuspennandi leikur frá upp-
hafi og höfðu KFR-ingar þó held
ur yfirhöndina í hálfleik, 21:15.
Um miðjan síðari hálfleik ná KR-
ingar að jafna og komast fjögur
stig yfir, en þá tekur bezti mað-
ur leiksins, Þórir Magnússon hjá
KFR, góðan sprett og færir lið-
inu sigur, eins og oft áður. Hann
lék mjög vel og skoraði samtals
25 stig, þar af 19 af 26 stigum
Ágæt frammistaða
ÍSLENZKA unglingalandslið- 2. sæti því lítill munur væri
ið stóð sig með hinni mestu á liðum Dana, Norðmanna og
prýði á mótinu. Þó liðið hafi íslendinga.
„aðeins“ hlotið 4. sæti í keppn Karl lýstí ánægju sinni með
inni, er frammistaða þess með ýmsar útfærslur liðsins á varn
ágætum.
arleikaðferðum og eins hefði
Eitthvað á þessa leið fórust liðsmönnum tekizt að fram-
þjálfara ísl. liðsins Karli G. kvæma það sem til hefði verið
Benediktssyni orð er frétta- ætlazt í sókn — oftast nær.
maður Mbl. átti tal við hann Liðsmennirnir hefðu öðlazt ó-
í Kaupmannahöfn. Sagði hann metaniega reynslu. Úthaldið
að með örlítilli heppni hefði hefði verið i lagi, og yfir fáu
ísl. liðið eins getað komizt í að kvarta.
liðsins í seinni hálfleik; einnig
áttu mjög góðan leik þeir Rafn
og Sigurður. Hjá KR var Krist-
ján Steinsson langbeztur og skor
aði 15 stig.
II. deild: Skallagrímur, Borg-
arnesi — Skarphéðinn. Leikurinn
var einstefnuakstur frá upphafi
að körfu Borgnesinga og endaði
með algjörum yfirburðasigri
Skarphéðinsmanna, 67 stig gegn
23. —
I. deild: ÍR—ÍS. Eins og við
var búist reyndust stúdentar lítil
hindrun fyrir íslandsmeistara
ÍR. Léku ÍR-ingar án Þorsteins
mestan hluta fyrri hálfleiks, og
er það liður í æfingu liðsins und-
ir það að Þorsteinn yfirgefur lið-
ið næsta haust, er hann fer utan
til framhaldsnáms í verkfræði.
Sýnilegt var að þótt yfirburðir
ÍR væru algerir án hans vantaði
kjölfestuna í liðið þegar hann
var ekki inn á. Lokatölur urðu
93:49 fyrir ÍR.
Sunnudagskvöldið bauð upp á
tvo jafna leiki, milli ÍR a og
KFR í II. flokki, þar sem ÍR-
ingar höfðu algera • yfirburði á
öllum sviðum og sigruðu með 69
stigum gegn 18, og bar að vonum
mest á úrvalsleikmönnum IR,
þeim Jóni Jóhassyni, Birgi Jak-
obssyni og Antoni Bjarnasyni.
Einnig varð leikur ÍS og Ár-
manns yfirburðasigur fyrir Ár-
mann, 61 stig gegn 35, en þó ekki
fyrr en eftir að stúdentar höfðu
haldið leiknum nær jöfnum í
hálfleik en þá var staðan 18:20
fyrir Ármann. Beztir hjá Ár-
manni voru Birgir, Sigurður og
Davíð og hjá ÍS þeir Hjörtur og
Logi.
Eini leikurinn sem bauð upp á
sæmilega keppni var leikur ÍKF
og Skallagríms í II. deild; var
lítill munur á liðunum og var
barizt hart á báða bóga. Staðan
var 23:18 fyrir ÍKF í hálfleik.
Eftir hlé saxa Skallagrímsmenn
heldur á en missa tökin á leikn-
um undir lokin og ÍKF sigrar
með tólf stiga mun, 49:37. — Þó
ÍKF hafi með þessum leik tryggt
sér sæti í I. deild næsta ár, og
hafa sigrað alla keppinauta sína,
er það álit margra að lið Skarp-
héðins frá Selfossi sé það bezta
í II. deild, en þeim tókst ekki að
sigra ÍKF og hljóta því að dvelja
í II. deild enn um sinn.
Heyitdisi vera lotSna
AKRANESI, 5. apríl — Heima-
skagi landaði í morgun 13,4 tonn-
um af þorski, er hann veiddi í
þorskanót. S.l. laugardag lönduðu
10 þorskanetabátar samtals 44
tonnum. Fimm bátar voru á sjó á
sunnudaginn, höfðu is meðferðis
oig héldu sig út í Miðnessjó og á
þeim slóðum.
Síldin, sem sagt var að lóðað
hefði á undan Portlandi, reyndist
vera loðna er til kom. Kvað ný
loðnuganga vera á ferðinni, að
sagt er óhrygnd loðna. Loðnan I
Síldar- og fiskimjölsverksmiðju-
þrónum, sem nú er eftir, bræða
þeir á fjórum dögum. Allt síðan
verkfalli lauk hefir Síldar- og
fiskimjölsverksmiðjan unnið með
fyllstu afköstum. Sagt er að há-
setahlutur á Höfrungi III. á
loðnuveiðum, nemi allt að 50 þús.
kr.
M.s. Brúarfoss er hér í dag við
hafnargarðinn og lestar frosinn
fisik og lítilsháttar af hvalkjöti.