Morgunblaðið - 06.04.1965, Page 31
MORCU N BLAÐIÐ
31
Þriðjudagur 6. apríY 1965
Kosygin og Brezhnev
fagnað í Póllandi
l»essi mynd var tekin fyrir fraraan hiff glæsilega D.A.S.-hús. F. v. Auðunn Hermannsson
framkv^tj. happadrættisins, Jóhannes Þórðarsson vélstjóri, J óhanna Martcinsdóttir, Sigríður
Helgadóttir umboðsm. happdræddisins og Baldvin Jonsson framkv.stj. happdrættisins.
Þversuma miðans er 13
Stutt samtal við hjVitnin,
sem unnu DAS-húsið
Varsjá, 5. apríl (NTB-AP)
* LEIÐTOGAR Sovétríkj-
anna, Alexei Kosygin, for-
sætisráðherra, og Leonid
Brezhnev, aðalritari kommún
istaflokksins, komu til Var-
sjár í dag, og er opinber til-
gangur ferðar þeirra að end-
urnýja vináttusamning Sovét
ríkjanna og Póllands. Samn-
ingurinn, sem var undirritað-
ur 1945, var til 20 ára, og verð
ur nú framlengdur um jafn
langan tíma.
| Tilkynnt hefur verið, að
sovézku leiðtogarnir muni
ræða við pólska leiðtoga
meðan á heimsókninni stend-
ur og er gert ráð fyrir að
þeir ræði fyrst og fremst á-
greininginn innan kommún-
istahreyfingar heimsins og á-
standið í Víetnam.
Með Kosygin og Brezhnev í
förinni eru m.a. Andrei Gromy-
ko, utanríkisráðherra, Juri And-
ropov, sem er sérfræðingur um
mál er varða sambúð Sovétríkj-
anna og annarra kommúnista-
rikja í Evrópu, og Nikolai Kry-
lov, marskálkur, yfirmaður eld-
flaugasveita Sovétríkjanna. Hef-
ur koma Krylovs til Varsjár vak-
ið sérstaka athygli. Hann gegnir
lykilembætti innan Varsjár-
bandalagsins og ferðast mjög
sjaldan með leiðtogum Sovét-
ríkjanna.
Sovézku gestunum var ákaft
fagnað, er þeir komu á brautar-
stöðina í Varsjá í morgun. —
Meðal þeirra, sem þar tóku á
móti þeim voru Wladyslaw Go-
mulka, leiðtogi pólska komm-
únistaflokksins, og Josef Cyran-
kiewich, forsætisráðherra. Um 5
þús. manns höfðu safnazt saman
við brautarstöðina, þar á meðal
skólabörn og verksmiðjufólk,
sem hafði fengið frí í tilefni dags
ins.
Leiðtogarnir óku i opnum bif-
reiðum um göturnar og á gang-
stéttunum stóð fólk, sem veifaði
fánum og klappaði í kveðjuskyni.
Við móttökuna á járnbrautar-
stöðinni, minnti Gomulka á er-
indi sovézku gestanna til Var-
sjár og sagði, að vináttusamning-
urinn við Sovétríkin 1945 hefði
tryggt landamæri Póllands, og
endurnýjun hans nú myndi efla
samstarf rikjanna, báðum til
hagsbóta.
Vináttusamningurinn til næstu
20 ára verður undirritaður á
fimmtudagskvöldið, en sovézku
gestirnir halda heimleiðis á föstu
dag.
A LAUGARDAG s.l. var
dregið í happdrætti D.A.S. og
var þá m.a. dregið um stærsta
vinning ársins, sem er stórt
og glæsilegt einbýlishús að
Sunnubraut 36 í Kópavogi.
Vinningurinn kom á miða
númer 1024 en eigandi hans
er Jóhannes Þórðarson véi-
stjóri á ms. Kvndli. Við heim
sóttum Jóhannes og konu hans
Jóhönnu Marteinsdóttir á
heimili þeirra Brávallagötu 18
og röbbuðum við þau stundar
korn um þetta mikla happ.
Við byrjuðum að sjálfsögðu
að spyrja hin.nar sígildu spurn
ingar, hvort vinningurinn hafi
ekki komið mjög á óvart.
— Jú, að sjálfsögðu kom
þetta okkur mjög á óvart en
þó held ég að við höfum tekið
þessu með mestu geðró.
— Hafið þfð átt m.iða lengi
í happdrættinu?
— Já, við höfum verið með
allt frá byrjun en aðeins átt
þennan eina miða og aldrei
unnið á hann áður. Þess vegna
áttum við eiginlega ekki von
á að vinna á hann núna frem-
ur en vanalega.
— Ætlið þið að fllytja í
nýja húsið?
— Nei, þetta er alltof stórt
hús fyrir tvær fullorðnar mann
eskjur. Ætli maður reyni ekki
að selja það og haldi áfram að
búa hérna á Brávallagötunni.
— Hvað er verðmæti þessa
vinnings talfð vera?
— Framkvæmdastjóri happ
drættisins sagði okkur að hús
ið væri virt á tvær milljónir.
Gólfflötur hússins er 151.8
fermetrar auk þess fylgir því
bílskúr og nær fuMfrágengin
lóð.
— Hafið þið nokkuð ákveð-
ið hvernig þið ætlið áð ráð-
stafa þessum tveimur milljón
um?
— Nei, það er nógur tími til
stefnu, því afsalið fer ekki
fram fyrr en eftir tvær til
þrjár vikur. En ég held að
þetta happ eigi ekki eftir að
valda neinum straumihvörfum
í lífi okkar. Ég mun halda
áfram mínu vélstjórastarfi á
Kyndlinum en hjá Shellfélag-
inu hef ég verið í 34 ár og er
fyllilega ánægður með starfið
þar. Þáð var aftur á móti
heppni að ég skyldi vera í
smáfríi einmitt rtúna en ég
fer strax út aftur með næstu
ferð. Auðvitað notar maður
þessa peninga eitthvað en það
er of snemmt að segja nokkuð
ákveðið, hvérnig þeim verður
ráðstafað.
— Ætlið þið að bæta við
miðum fyrst þetta hefur gefiS
svona 'góða raun?
— Nei ætli það. Ekki nema
vfð fáum annað hús í viðbót,
þá ætti maður að hafa efni á
því.
— Hafa nokkrir hugvits-
menn í peningakröggum
hringt til ykkar og boðið sam
starf.
— Nei það hefur engum hug
kvæmst það ennþá en aftur
á móti hafa verið stöðugar
símahringingar frá vinum og
vandamönnum er hafa viljað
óska okkur til hamingju með
þetta lán.
— Nú er þversumma þessa
númers 13. Völduð þið þáð
vegna þess?
— Nei, það var algjör til-
viljun sem réði þvi að við feng
um þetta númer en núna er-
um við hins vegar orðin sann-
færð um að 13 sé alls ekki
slæm tala.
1: Hægviðri c,g frost norðanlands. Grænlandi þokast hingað aft-
Um hádegi í gær var hæg ur og mun vindur verða aust-
NA-átt um allt land. Norðan- anstæður hér á landi og held-
lands var 4-10 st. frost og víða ur mildara norðan lands. í
lítil snjómugga. Sunnan lands þessu veðurlagi eru lítil breyt-
var víðast léttskýjað og 2-5 ingar á hafísnum.
st. hiti. Háþrýstisvæði yfir
MIG-flugvélum beitt til
varnar í N-Vietnam
Bandaríkjamenn segjast hafa misst
21 flugvél i N-Vietnam frá 7. febr.
Hefur lítt látið
á sér kræla
Sauðárkróki, 5. apríl.
FYRIR svo sem þrem vikum
varð vart inflúenzu hér í bæn-
um. Heita má að síðan hafi veik-
in ekki náð neinni teljandi út-
breiðslu, og serh dæmi um það
er þess að geta, að fjarvistir nem
enda í skólunum eru ekki meiri
nú en undir venjulegum kring-
umstæðum. Hefur flenzan því
enn sem komið er ekki fært
venjulegt líf bæjarbúa úr skorð-
um, en ef.tir fregnum að dæma
héðan, sem birzt hafa í höíuð-
borginni, gæti almenningur hald
ið að veikin herjaði mjög hér
um slóðir.
Akranes
SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Akraness
heldur almenn-
an fund í kvöld
i félagsheijnili
templara. Fund-
urinn hefst kl.
20,30.
Fundarefni:
Ingólfur Jónsson
samgöngumála-
ráðherra, ræðir
stjórnmálavið-
viðhorfin. Þá fer fram kosning
fulltrúa á landsfund Sjálfstæðis-
flokksins.
Sjálfstæðisfólk er hvatt tif að
fjölmenna.
Saigon 5. apríl AP-NTB
• Bandarískar flugvélar héldu í
dag áfram loftárásum á vegi,
járnbrautarlínur og ratsjárstöðv-
ar í N-Vietnam. Að sögn her-
stjórnarinnar í Saigon var ein
bandarísk flugvél skotin niður,
en útvarpið í Hantoi segir fjórar
hafa verið skotnar niður. Ekki
áttu þar þó í hlut MIG-orrustu-
flugvélar frá N-Vietnamher eins
og í gær, er þær skutu niður
a.m.k. tvær bandarísk.ar flugvél-
ar af gerðinni F 105 Thunderbird.
Árásirnar í dag beindust eink-
um að járnbrautarlínu sem ligg-
ur þvert yfir N-Vietnam, en einn
ig var sprengjum varpað á ýmsa
mikilvæga vegi og brýr.
í gær beitti N-Vietnamher
flugvélum í fyrsta sinn gegn flug
vélum Bandaríkjamanna og S-
Vietnamhers. Voru það MIG-
þotur 15 og 17, sem talið er, að
hafi verið settar saman i Kína.
Að sögn herstjórnarinnar í Saig-
on voru skotnar niður tvær
bandarískar flugvélar af gerðinni
F 105 Thunderbird, sem eru með
hraðfleygustu og sterkustu her-
flugvélum. Stjórnin í Hanoi telur
feng sinn hafa verið mun meiri
— eða 19 flugvélar bandarískar
og kínverska fréttastofan Nýja-
Kína segir N-Vietnam hafa skotið
niður 57 óvinaflugvélar á laugar-
dag og sunnudag.
Atburður þessi" kom af stað
bollaleggingum blaða um að átök
in í Vietnam væru nú að komast
á nýtt stig og enn alvarlegra en
verið hefur. Og þó ekki hafi ver-
ið beitt MIG-vélum í dag, er
uggur um þetta engu minni. Á
það er bent, að her N-Vietnam,
hafi að öllum líkindum haft
MIG flugvélar til umráða, þegar
áður en Bandaríkjamenn hófu
loftárásir á N-Vietnam. Sennileg-
ast er talið að þær séu fengnar
frá Kina, því ekki er til þess
vitað, að Rússar hafi nýlega sent
flugvélar til N-Vietnam enda
líklegra að þær hefðu þá verið
af nýjustu gerð — MIG-19.
Hinsvegar herma fregnir frá
Moskvu, að Rússar hafi sent loft-
varnaflugskeyti til N-Vietnam.
Séu þau fimm metrar að lengd
og auðveld í meðförum. Fylgir
fregninni, að sovézkir sérfræð-
ingar séu komnir til N-Vietnam
til að kenna þar meðferð þessara
vopna.
Að því er fregnir frá Saigon
herma hafa Bandaríkjamenn
misst 21 flugvél frá því þeir
hófu loftárásir á N-Vietnam 7.
febrúar sl. Ellefu flugmönnum
hefur tekizt að bjarga, en 14 eru
látnir, týndir eða teknir til
fanga.
Sakaöir
um njósnir
Washington, 5. aprfL
NTB-AP.
* BANDARÍSKA leynilög-
reglan skýrði frá því í dag, að
handteknir hafi verið tveir
menn, grunaðir um að afla
leynilegra upplýsinga um
bandarískar landvarnir og
selja í hendur Rússum.
Menn þessir eru Robert Lee
Johnson, liðþjálfi, fiá Alexandria
í Virginia, og James Allen Mint-
kenbaugh frá Kaliforníu. Þeir
eru sagðir hafa starfað með
Rússa einum, Vitali Gurjoumov,
sem áður fyrr var starfandi við
sovézka sendiráðið í París en er
nú i Sovétríkjunum.
Að sögn FBI gengu bæði Jóhn-
son og Mintkenbaugh í þjónustu
Rússa árið 1953, en þeir voru þá
báðir í her Bandaríkjanna í
Berlín. Báðir eru sagðir hafa tek-
ið peningagreiðslum af Rússum,
200—300 dollurum á mánúði
hverjum um tima, auk þess sem
Mintkenbaugh hafi verið á njósna
námskeiði í Moskvu