Morgunblaðið - 24.04.1965, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 24. aprfl 1965
Séð yfir sviðið í Háskólabíói við sctningu landsíundar Sjálfstæ ðisilokksins, s.L i'immtudags-
kvöld. (Ljósm. Ól. K. M.)
— Ræba Bjarna
Benediktssonar
Framhald af bls. 8.
Aukið verðmæti í innkaupum
þeirra frá fyrra ári, þ.e. 1963, nam
570 millj. kr. og voru þó slík;
kaup 1963 meiri en í meðallagi.
Aukning innflutningsins á árinu
1964 frá árinu 1963 varð að þessu
frátöldu 8% eða mun minni en
aukningin á árinu 1963. Á þessu
ári, þ.e. 1965, hefur enn sem
komið er beinlínis dregið úr inn-
flutningi. Hið sama traust á gjald
miðlinum kemur fram í því, að
spari- og veltufjárinnlán jukust
um 1075 milljónir á árinu 1964
miðað við 660 milljónir á árinu
1963. Og það, sem af er þessu ári,
er aukningin enn ör. Þessi þróun
gerði vaxtalækkunina um síð-
ustu áramót mögulega og hefur
haldizt þrátt fyrir hana.
Þessari hagstæðu þróun hafa
aftur á móti fylgt örðugleikar á
fjárhag ríkissjóðs, sem fyrst og
fremst stafa af því, að hann hef-
ur tekið á sig auknar byrðar með
niðurgreiðslum til að halda verð-
lagi í skefjum og að minnkandi
kaupatilhneiging hefur leitt til
minni tekna en ráðgerðar höfðu
verið.
Ljóst er, að atburðir næstu
mánaða og þá einkum, hvernig
til tekst um nýja samningagerð
í stað júnísamkomulagsins, skera
úr um, hvort svo fer sem nú horf-
ir eða til hins verra bregður.
Sumir hafa ögrað stjórninni með
því, að hún hafi brotið á móti
stefnuyfirlýsingum sínum með
því að eiga beinan þátt í kaup-
gjaldssamningum og taka upp
samninga við stéttarfélög og al-
mannasamtök um löggjafaratriði.
Ef hin öflugu almannasamtök
fást til raunhæfs samstarfs við
ríkisvaldið um framgang áhuga-
mála sinna í stað óraunhæfrar
kröfugerðar og valdbeitingar
henni til framgangs, þá ber að
fagna því. Ríkisstjórnin lætur
eins og vind um eyru þjóta þótt
hún verði fyrir ögrunum og á
hana leggist erfiði, ef henni tekst
afarkostalaust að greiða fyrir
sáttum og friða þjóðfélagið svo,
að allir fái ótruflaðir að beita
starfskröftum sínum, sjálfum sér
og þjóðinni allri til nytja.
Júnísamkomulagið í fyrra var
ekki gallalaust. Samningsaðilar
höfðu ekki vald til þess að binda
einstök félög og raunin varð sú,
að hinir lægst launuðu, eiginlegir
verkamenn, urðu verst úti. Þeir
sömdu fyrst, og aðrir, sem á eftir
komu, ásældust meira en upp-
haflega hafði verið ætlazt til.
Kjarabætur Dagsbrúnarmanna
í heild hafa hins vegar verið
metnar um 6% og fengu sumir
þeirra nokkru meira, en aðrir
minna. Slík hækkun mundi hins
vegar hvarvetna annars staðar en
hér talin veruleg kjarabót á einu
ári, ef tækist að halda henni
raunverulegri, eins og nú hefur
hér átt sér stað vegna verðtrygg
ingar á launum.
Stytting vinnutíma hjá verka-
mönnum er raunhæfasta og mest
aðkallandi kjarabótin. En henni
verður ekki komið fram, ef þeir,
sem þegar hafa styttri vinnutíma
og búa við allt önnur vinnuskil-
yrði, heimta í sinn hlut uppbæt-
ur, er þeir telja svara til þeirra
kjarabóta, sem vinnutímastytting
færir hinum, sem nú vinna óhóf-
lega langan vinnutíma.
Þetta er meginatriði, sem ekki
verður fram hjá komizt, né held-
ur hinu, að kauphækkun verður
aldffei veruleg, nema hún sé raun
veruleg. Hún verður að vera í
samræmi við veruleikann, það er
innan þeirra marka, sem atvinnu
vegir raunverulega geta greitt,
svo að ekki þurfi að taka aftur
frá launþegum með annarri hend
inni það ,sem þeim er látið í té
með hinni. Þá aðferð höfum við
íslendingar nú reynt áratugum
saman með þeim árangri, sem
allir þekkja. Munurinn á júní-
samkomulaginu og fyrri samn-
ingsgerðum var einmitt sá, að
með því varð áð mestu hjá þessu
komizt, svo að kaupmáttur tíma-
kaups hefur nú raunverulega auk
izt eins og verkalýðsfélög árang-
urslítið hafa oft lagt áherzlu á
að verða þyrfti.
Kaupmátturinn
Iðulega hefur verið til þess
vitnað, að kaupmáttur I. taxta
Dagsbrúnar hafi farið minnkandi,
þrátt fyrir hækkað kaup í krón-
um, og er þetta tekið sem dæmi
um versnandi kjör verkalýðsins.
Nú er þessi samanburður að vísu
ærið hæpinn, því að þá er tekinn
verkamannaflokkur, sem áður
var fjölmennur en nú er fámennr
ur, og borið saman við neyzlu-
vöruvísitölu, sem er einungis
hluti vísitölu framfærslukostnað-
ar, sem verkalýðsfélögin sjálf
hafa samið um. Ef miðað er við
árið 1959, sem var verkalýðnum
hagstæðara í þessum efnum en
mörg undanfarin ár, og kaupmátt
urinn þá talinn 100 komst hann
samkvæmt þessari reikningsað-
ferð ofan í 84.1 á árinu 1962.
Síðan hefur hann aukizt og þó
mest eftir að júnísamkomulagsins
fór að gæta og mun meira en
meðan kauphækkanir voru hærri
en óraunverulegar. Hinn 1. marz
sl. var hann 88.2. Þessi reiknings-
aðferð er hins vegar meira en
hæpin. Því að ef miðað er við
Dagsbrúnarmenn í heild og fram-
færsluvísitöluna, sem verkalýðs-
félögin sjálf hafa samið um og
ekki verið óðfús að breyta, þá
var kaupmátturinn hinn 1. marz
1965 104,3 og hafði því hækkað
þvert ofan í það, sem oft er lát-
ið í veðri vaka. Ef víðtækari
samanburður er gerður og litið
á umsamið tímakaup verkafólks
og iðnaðarmanna og framfærslu-
vísitöluna, sést að kaupmátturinn
nú hinn 1. marz hafði hækkað
í 110,6. Allar eru þessar tölur
samkvæmt heimild Efnahagsstofn
unarinnar. Gefa þær allt aðra
mynd af þróuninni en tíðast hef-
ur verið haldið að mönnum. En
þótf áfram verði deilt um reikn-
ingsaðferðiina er - ekki hægt að
deila um, að júnísamk»mulagið
hefur veitt miklu verulegri kaup
hækkun en fyrri hækkanir, sem
voru mun hærri að krónutölu en
reyndust óraunverulegar.
Mishermt er, þegar sagt hefur
verið, að álagning söluskatts um
áramótin hafi verið brot á anda
júnísamkomulagsins. Þvert á
móti er óhætt að fullyrða, að
allir hafi ráðgert, að landbúnað-
arvöruverð yrði ekki haldið
niðri eftir áramót, nema því að-
eins, að til þess yrði aflað nýrra
tekna fyrir ríikssjóð. Ef horfið
hefði verið frá þeim auknu nið-
urgreiðslum, sem ákveðnar voru
eftir verðlagningu landbúnaðar-
vörunnar í haust, þá mundi það
hafa haft í för með sér meiri
verðlagshækkanir og þar með
allsherjar truflanir í verðlags-
málum heldur en söluskattshækk
unin þó hafði. En nærri má geta,
að til hennar var ekki gripið
i nema af brýnni nauðsyn.
Hlutur verkalýðs af vax-
andi þjóðartekjum .
Ég skal engu spá um það,
hvernig tekst til um samnings-
gerð nú í vor. Ef pólitísk illiinda-
öfl verða ofan á innan stéttar-
félaganna, þá verða samningar
vafalaust erfiðir eða ómöguleg-
ir. En að óreyndu verður að
vona, að þeir, sem raunverulega
vilja bæta hag umbjóðenda sinna,
ráði nú eins og í fyrra. Öll verð-
um við að leggjast á eitt um það
að gera okkur grein fyrir, hverju
er ábótavant, hvað er réttmætt í
þeim kröfum og umkvörtunum,
sem fram eru settar.
Það er vissulega eðlilegt, að
verkalýðurinn krefijst þess að fá
sinn hluta af vaxandi þjóðartekj-
um. En er það rétt, að hlutur
hans sé nú minni en áður? Hver
er dómur þeirra, sem þetta hafá
kannað og bezt skilyrði hafa til
þess um það að dæma?
f 13. hefti ritsins Úr þjóðar-
búskapnum, sem kom út í febrú-
ar 1964, var sýnt fram á það
með óyggjandi rökum, byggðum
á athugunum á árabilinu 1948
—1962 að í „höfuðdráttum hefur
hlutskipti launþega fylgt þróun
þjóðartekna", eins og þar stend-
ur. Athuganir á árunum 1963 og
1964 leiða til hins sama. Ef talan
100 er miðuð við árið 1948, fyrsta
árið, sem gögn eru til um, þá
var afstaða atvinnutekna
kvæntra verka-, sjó og iðnaðarr
manna til þjóðartekna á mann
bæði árin 1963 og 1964 98,8 og
er það sama tala og t.d. 1957 en
1958 var hún þessum stéttum
ívið óhagstæðari eða 97,0. Afstaða
ráðstöfunartekna til þjóðartekna
á mann hefur hins vegar hrakað
frá 97 árið 1963 í 95,2 árið 1964
og er þá þess þó að gæta, að á
því ári er enn einungis um
bráðabirgðatölur að raeða. Hér
segir hærri skattlagning á hækk-
andi tekjum til sín. Enn er þetta
hlutfall launþegum þó sýnu hag-
stæðara en það var árið 1958 þeg-
ar það var 92,6 og hvað þá árið
1957, þegar það var 90,6 eða hið
óhagstæðasta fyrir þessar stéttir,
sem skýrslur ná yfir. Hér er þess
ennfremur að gæta, að í þessum
samanburði um atvinnutekjur er
hvorki tekið tillit til opinberra
starfsmanna né ógiftra kvenna.
Laun beggja þessara hópa hafa
hins vegar hækkað mun meira
en annarra og eru þess vegna all-
ar líkur til þess að atvinnutekjur
launafólks í heild séu nú hlut-
fallega hærri en þessar tölur
snýa.
Annars er á það að líta, að
um vöxt þjóðartekna er hér gjör-
ólíkt því, sem á sér stað í þorsk-
uðum iðnaðarlöndum. Þegar litið
er á þjóðartekjur okkar yfir 20
ára tímabil frá árinu 1945 til árs-
ins 1964, þá sést, að á þeim hafa
orðið ótrúlegar sveiflur. Meðal-
vöxtur þeirra á ári á þessu tíma-
bili er 1,9% á mann. En á tíma-
bilinu frá 1945 til 1960 var hann
einungis 0,9%, en segja má hann
fara smávaxandi þetta tímabil,
og er hann frá 1956 til 1958 3,5%.
Aldrei hefur verið meiri stöðug-
leiki í vextinum en frá því, að
áhrif viðreisnarinnar fóru að
segja til sín, því að meðalvöxt-
ur frá árinu 1961 til ársins 1964
er 6,1%. Skýringarnar á þessum
miklu breytingum liggja í augum
uppi. Oftast eru það mismunandi
aflabrögð, veðurfar og verðlag á
okkar einhæfu útflutningsvöru,
sem úr skera. Skynsamleg stjórn
efnahagsmála segir til sín á ár-
unum 1961 til 1964. Þá koma
einnig til áhrif aukinnar tækni
og þekkingar um göngu fiski-
stofnanna.
Sjávarútvegur
Ég skal ekki gera upp á milli
um nytsemi atvinnuvega okkar.
Allir eru þeir ómissandi. En
sjávarútvegur verður áreiðanlega
um ófyrirsjáanlega framtíð okk-
ar höfuðatvinnuevgur að því
leyti, að hann skili mestum út-
flutningsverðmætum. Hann verð
ur að geta staðist erlenda
samkeppni. Þessvegna verð-
ur að búa að honum svo, að
hann þoli þær byrðar, er við
leggjum á hann. Kaupgjald í
landinu verður í höfuðatriðum
að miða við greiðslugetu hans.
Þegar þar hallar á, kemst þjóð-
félagið ekki hjá að jafna metin.
Þess vegna voru í janúar 1964
eftir kauphækkanirnar miklu í
desember 1963 sett ákvæði um
greiðslu hagræðingarfjár til hrað
frystihúsa og uppbætur til út-
vegsmanna. Þrátt fyrir mikla
fiskverðshækkun hefur þótt
nauðsynlegt að halda áfram
greiðslu hagræðingarfjár á þessu
ári, þótt í minnkandi mæli sé.
Að öðru leyti er hætt við upp-
bótargreiðslur nema til veiði línu
fisks og nú verður veitt heimild
til að hlaupa undir bagga með
skreiðarframleiðendum. Þá verð-
ur enn að bæta togaraeigendum
tjón þeirra af því, að hafa verið
sviptir veiðirétti á þeim miðum,
sem friðuð hafa verið fyrir þeim
í sambandi við stækkun fisk-
veiðilandhelginnar.
Andstæðingarnir reyna oft að
ergja okkur með þessum greiðsl-
um, og víst væri betra að vera
laus við þær, en sannarlega eru
þær smáræði miðað við uppbóta-
kerfið, sem áður var, Hjá slíkum
fyrirgreiðslum til að jafna met-
in verður seint komizt og þær
tíðkast einnig þar sem mest at-
hafna- og viðskiptafrelsi er, eins
og í Bandaríkjunum.
Aðalatriðið er, að þær verði
ekki svo miklar, að þær verði
til hindrunar frelsi í athöfnum
og viðskiptum eins og hér var
áður.
Stöðugt er unnið að eflingu
sjávarútvegsins. Með samkomu-
lagi við bankana hefur stofn-
lánadeild sjávarútvegsins verið
gert kleift að lána árlega h.u.b.
40 milljónir króna til eflingar
fiskiðnaðarins, og hafa fastar lán-
veitingar í því skyni ekki verið
fyrir hendi áður. Sumir hafa
haldið því fram, að ríkisstjórnin
sinni þessum málum ekki eins og
skyldi, af því að við höfum van-
trú á sjávarútvegi og oftrú á öðr-
um atvinnuvegum og þó einkum
stóriðju. Tilkoma þessara nýju
lána segja annað,, svo og saman-
burður á framkvæmdum í þess-
um efnum á dögum vinstri stjórn
arinnar og nú. Ef miðað er við
verðlag ársins 1960, var árið 1957
varið til fjármagnsmyndunar 1
vinnslu sjávarafurða 110,6 millj.
kr. og árið 1958 153,4 millj. en ár-
ið 1962 var sambærileg tala 179,4
millj. og árið 1963 173,7 millj.
króna.
Með sama hætti var árið 1957
varið til fjármunamyndunar 1
fiskiskipum 128,4 millj, kr. og
árið 1958 150,7 millj. En árið
1962 var sambærileg tala 150,S
millj. kr., árið 1963 287,2 millj.
og samkv. bráðabirgðatölu fyrir
árið 1964 362 millj. kr. eða meira
en tvisvar sinnum hærra en
1958. Af hálfu ríkisvaldsins hef-
ur fiskveiðasjóður hjálpað til við
þessi miklu skipakaup, og jafn-
framt hafa erlendar lántökur
verið heimilaðar, svo sem venju-
legt hefur verið og óhjákvæmi-
legt er.
Vinnsla og sala
sjávarafurða
Oft er á það minnzt, að við
þurfum að vinna meira úr fisk-
afurðum okkar en við höfum
gert, skapa þannig aukin verð-
mæti og flytja inn í landið vinnu,
sem aðrir hafi nú við framleiðslu
okkar. Víst er mikið til í þessu.
Hér eru þó meiri vandkvæði á
en ýmsir virðast í fljótu bragði
ætla. Nægir þar að benda á hina
lofsverðu tilraun, sem forystu-
menn Sósíalistaflokksins, Sameitt
ingarflokks atþýðu, gerðu á sL
hausti um sölu íslenzkrar niður-
lagningarvöru til Sovét-Rúss-
lands. Þeir náðu tali af Breznev,
sem skömmu síðar varð mesti
valdamaður í Sovétríkjunum.
Sömdu þeir allir í sameiningu
viljayfirlýsingu um að koma
slikum viðskiptum á, að vísu á
vöruskiptagrundvelli. Þótt svo
'hefði tekizt til, sem vonir stóðu
í fyrstu til, voru verulegir ann-
markar á. Ætíð er hæpið að eiga
mikil viðskipti undir pólitískri
góðvild stjórnenda annars ríkis,
auk þess, sem vöruskiptaverzlun
er mun erfiðari og yfirleitt óhag-
stæðari en sú, sem er frjáls. Á
þessa annmarka hefur hins vegar
enn ekki reynt að ráði, því þeg-
ar til kom varð ljóst, að sovézk
yfirvöld, þau, sem um þessi mál
fjalla, höfðu engan áhuga fyrir
viðskiptunum í neitt líkum mæli
og það, sem í upphafi hafði verið
ráðgert. Jafnvel þó að við miklu
minna væri miðað og fast sótt
eftir af okkar hálfu, þá hafa hing
að til í framkvæmd reynzt þeir
örðugleikar, sem allt hafa stöðv-
að.
Þetta er ekki neitt einsdæmL
Svipað hefur farið með sölutil-
raunir á niðursuðuvörum okkar
á frjálsum mörkuðum. Þeir eru
mun þrengri heldur en hér virð-
ist haldið, og tal okkar um ein-
staka gæða-vöru, er við fremur
öllum öðrum getum framleitt,
hrekkur skammt á meðan smekk
urinn er jafn misjafn og svo erfitt
er að ryðja nýjum tegundum leið
á ókunnum mörkuðum og raun
ber vitni. Raunhæfasta tilrauniu
í þessum efnum virðist enn vera
sú, sem Norðurstjarnan í Hafnar-
firði ráðgerir í samvinnu við
Bjelland-verksmiðjurnar norsku.
Sölufyrirkomulagið
Það, sem ég hefi nú sagt, eru
engar úrtölur, heldur einungia
lýsing á því, sem reynslan hefur
sannað okkur. Vafalaust eru
möguleikarnir fyrir hendi, en
þeir eru seinunnari og hæpnari
en við höfum vonað. Hér er þesa
ennfremur að gæta, að nokkurt
ósamkomulag virðist upp komið
á meðal forystumanna sjávarút-
vegsins um, hvort lengur eigi við
það sölufyrirkomulag á afurðum
hans, er Ólafur Thors beitti sér
í fyrstu fyrir, að upp var tekið
Framhald á bls. 25.