Morgunblaðið - 24.04.1965, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 24.04.1965, Qupperneq 23
Laugardagur 24. apríl 1965 MORGUNBLAÐID 23 Deilt um rétt Krepps- fél. til útsvarsálagninga KVEÐINN hefur verið upp í Hæstarétti dómur í máli, er reis út af ágreiningi um útsvars- skyldu manns, sem var heimilis- fastur í öðru sveitarfélagi en því, sem lagði á hann útsvar. Málavextir eru þeir, að Kjart- eni Guðomundssyni, Stykkishólmi, var gert að greiða útsvar til Skarðshrepps í Dalasýslu fyrir árið 1962 að upphæð kr. 5,135,00. t*að er hann hafði eigi greitt út- svar þetta krafðist oddviti 'hrepps ins þess, að lögtak yrði látið fram fara hjá Kjartani til tryggingar útsvari þessu. Kjartan mótmælti útsvarskröfunni og krafðist þess, eð synjað yrði um framgang hinn- er umbeðnu lögtaksgerðar. Mótmæli sín bygigði Kjartan á því, að hann hefði frá því á árinu 1950 verið heimilisfastur í Stykk- ishólmi og átt lögheimili þar. Hinsvegar hafði hann haft nytjar af % hlutum Akureyja í Gilsfirði, Skarðshreppi ásamt öðrum manni. Fyrir þessar nytjar hefðu verið á sig lögð útsvör í Skarðs- hreppi. Hefði útsvarsupphæðin í fyrstu numið kr. 200,00, en árið 1961 hefði útsvarið numið kr. 2,000,00. Útsvörin til Skarðs- hrepps hefði hann ávallt fengið dregin frá útsvörunum til Styk'k- ishólmshrepps og síðan greitt Skarðshreppi þá upphæð, sem á hann var lögð þar. Árið 1962 hefði verið lagt á hann fullt útsvar í Skarðshreppi, kr. 5,135,00 og þá hefði ekki verið tekið tillit til þess, að hann væri heimilisfastur í Stykkishólmi og þar lagt á hann fullt útsvar líka. Hélt Kjartan því fram, að hon- um bæri ekki að greiða útsvar nema á einum stað, þ.e. þar sem hann ætti lögheimili. Horíum hefði því aldrei borið að greiða útsvar til Skarðshrepps, en gert það vegna þess, að útsvörin til Skarðshrepps hefðu verið dregin frá útsvörunum til Stykkishólms- hrepps. Skarðshreppur rökstuddi kröfu sína með því, að Kjartan ræki fasta, sjálfstæða atvinnu í Skarðshreppi sem bóndi og megin hluti tekna hans stafaði frá þeirri atvinnu. Meðan hann starf. aði að búrekstri, hefði hann fast aðsetur í Skarðshreppi, en dveld- ist aðeins í Stykkishólmi þann tíma, sem búrekstur hans í Skarðshreppi útheimti ekki vinnu hans og nærveru. Niðurstaða málsins varð sú sama, bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, að synjað var um framgang hinnar umbeðnu lög- taksgerðar. Lögð hafði verið fram kvittun oddvita Stykkis- hólmshrepps fyrir greiðlsu út- svars Kjartans til hreppsins élögðu 1962, kr. 6,480,000. Enn- fremur vottorð hreppsstjóra Stykkishólmshrepps um að gerð- arþoli ætti og hefði átt lögheimili í Stykkishólmshreppi um mörg undanfarin ár, svo og vottorð Hagstofu íslands (þjóðskrárinn- ar) um að lögtieimi gerðarþola hefði árin 1960—1962 verið í Stykkishólmi. Var því talið, að Kjartan hefði átt lögheimili í Stykkishólmi, þegar umdeilt út- svar var á hann lagt í Skarðs- hreppi og útsvarsálagningin hefði því ekki átt við rö'k að styðjast, sbr. 30. gr. laga nr. 69, 1962 um tekjustofna sveitarfélaga, eink- um a- og j- liði þeirrar greinar. Málskostnaðar hafði ekki verið karfizt fyrir héraðsdómi, en í Hæstarétti var oddviti Skarðs- hrepps f.h. hreppsins dæmdur til að greiða Kjartani málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 5,000,00. — Á landsfundi Framh. af bls. 10. um verði haldið áfram inni í höfninni til þess að fleiri bát- ar geti fengið þar viðlegu- og athafnasvæði á næstu árum. — Hverjar eru helztu fram kvæmdir, sem hreppurinn stendur í fyrir utan hafnar- gerðina? — Næst hafnarframkvæmd unum er malbikun gatna aðalverkefnið, sem unnið verð ur að á vegum hreppsins á þessu ári. Einnig er orðin brýn þörf á stækkun vatns- veitunnar, og verður það æ meira aðkallandi eftir því sem bærinn stækkar og athafna- lífið þar vex. — Hvernig hafa aflabrögð- in verið í vetur? — Staðurinn liggur mjög vel við fiskimiðum og afli undanfarinna ára hefur ver- ið ágætur. Á þessari vertíð eru aðeins 4 bátar gerðir út á Patreksfirði. Heildarafli bát anna hefur verið mjög góður; hæsti báturinn er Helga Guð- mundsdóttir með 1300 til 1350 tonn, tveir aðrir bátar eru með um 100 tonn og sá fjórði 800 — 900 tonn. Patreks firðingum er nauðsynlegt að fá fleiri báta, og eiga þeir nú í smíðum tæplega 200 lesta skip. — Hvernig er afkoma íbúanna almennt? — Afkoma manna hefur undanfarin ár verið mjög góð, sem meðal annars sést af því, að hægt hefur verið að veita mikinn afslátt frá hin- um lögboðna útsvarsstiga, á sl. ári 25%. Ég er mjög bjart- sýnn á framtíð Patreksfjarðar sem vaxandi útgerðarbæjar, þar býr duglegt og kjarmikið fólk, sem ekki hefur látið margs konar erfiðleika aftra sér frá því að byggja staðinn upp. Ingibjörg Steinsdótfir, leik- kona — Minning ATHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa i Morgunblaðinu en öðrum blöðum. INGIBJÖBG Steinsdóttir, leik- kona, er dáin. í>að er dálítið erf- itt fyrir þá, sem þekktu þessa lífsglöðu, fjörmiklu konu, að átta sig á því, að hún eigi ekki eftir að skjóta framar upp kolli ein- hvers staðar ó landinu til að blása lífi í leiklistina með eld- legum áhuga sínum og dugnaði. Hygg ég að margur leikflokkur- inn á afskekktum stað í dreif- býlinu sakni vinar í stað; því Ingibjörg var ekki alltaf að velta vöngum yfir því, hvort skilyrði til leiksýninga væru fullkomin, þar sem hún kom til starfa. Hún skildi manna bezt þá heilbrigðu fegurðar- og túlkunarþrá, sem fær fólk til þess að eyða vikum og mánuðum af dýrmætum hvíld ar- eða annatíma til þess að þjóna Thalíu. Ég hygg að samúð hennar með þessu fólki og skiln- ingur á áhugamáli þess hafi oft komið henni til að takast á hend- ur leiðbeiningarstörf við skil- yrði, sem flestir aðrir leiklistar- menn hefðu hafnað. En þegar leiklistin var annars vegar anzaði Ingibjörg engum erfiðleikum, hún vann bug á þeim. En þetta brennandi áhugamál hennar varð ekki einungis öðrum til hjálpar, heldur hygg ég að það hafi ein- mitt verið styrkasta stoð hennar sjálfrar í erfiðleikum og and- streymi. Ingibjörg fæddist að Hvammi í Höfðahverfi í Suður-Þingeyjar- sýslu fyrir tæpum sextíu og tveim árum. Foreldrar hennar voru Steinn skipstjóri Jónsson og kona hans Þorbjörg Þorbjarnar- dóttir frá Blesastöðum á Skeið- um. Árið 1911 fluttist Ingibjörg með foreldrum sínum til Reykja- víkur, þar sem hún hlaut mennt- un sína í Kvennaskólanum og giftist ung, Ingólfi lögfræðingi Jónssyni, en þau skildu eftir all- langa sambúð. Síðar fluttist hún til ísafjarðar, þar. sem hún fyrst mun hafa farið að taka virkileg- an þátt í leiklistarlífinu, sem á þeim árum stóð þar með miklum blóma. Þar var hún búsett í sjö ár. Árið 1929 fékk hún ríkis- styrk til þess að kynna sér leik- list í Þýzkalandi. Þar kom hún ekki að tómum kofunum, því þetta var á uppgangsárum hins fræga leikstjóra Max Reinhardts í Berlín, og var Ingibjörg svo lán- söm að fá að fylgjast með kennslu í' leiklistarskóla þess fræga manns. Það hefur vafa- laust verið erfitt fyrir unga stúlku að koma hér að heiman úr fásinninu til þessarar stór- borgar ein síns liðs, en þá komu henni til hjálpar tveir ágætir listamenn, sem þar voru búsettir og greiddu götu hennar, tón- skáldið Jón Leifs og Jóhann Jóns son, hið merkilega ljóðskáld, sem dó fyrir aldur fram í Þýzkalandi. Minntist Ingibjörg oft á það, hve hjálp þessara góðu drengja hefði verið sér mikils virði. Eftir heimkomuna lék hún tals vert 'með Leikfélagi Reykjavík- ur, einkum undir stjórn Haralds Björnssonar, t. d. Ulrikku í Kinn arhvolssystrum, Valborgu í Gjald þrotinu eftir Björnstjerne Björn- son, Steinunni í Galdra-Lofti og Agnesi í Dauða Natans Ketils- sonar. Árið 1934 fluttist hún til Akureyrar og hóf brátt störf hjá leikfélaginu. Þar lék hún t. d. Staða-Gunnu í Manni og konu og frú Banks í Á útleið eftir Sutton Vane o. fl. og árið 1942 lék hún svo Höllu í Fjalla- Eyvindi hjá sama félagi. Eins og getið var í upphafi lét Ingibjörg ekki sitt eftir liggja að efla leiklistarlífið í dreifbýlinu. Hún hefur annast leiklistar- kénnslu á Akureyri, í Húsavik, Siglufirði og í Kópavogi, auk þess sem hún stóð fyrir leiksýn- ingum á þessum stöðum.' Hafði hún til þessara starfa nokkum styrk frá Alþingi. Meðan heilsan leyfði ferðaðist Ingibjörg um landið og hefur vafalaust verið leiklistinni víða lyftistöng, enda áhugi hennar og dugnaður frá- bær. Er mér ekki grunlaust um að lífsreynsla Ingibjargar hafi oft komið henni að góðu haldi í leik- listinni, því hún var hálfgerður „Boheme“ í aðra röndina, og slíkt fólk lendir í ýmsu. Hún* fékk áreiðanlega sinn skammt af erfið leikum í þessu lífi. Hún átti við mikla vanheilsu að stríða og varð að lokum að gangast undir lífshættulega uppskurði þar til líkamsþrek hennar bugaðist. En henni var ekki fisjað saman. Þrek og kjarkur voru einkenni hennar og aldrei lamaðist þrot- laus áhugi hennar á leiklistinni, allt til hinztu stundar. Vinir hennar og vandamenn senda henni nú kveðjur og hlýjar hugs- anir, er hún hefur byrj að sína nýju ferð fyrir handan. Við skul- um vona, að þar blasi áfram við henni verkefni, sem hún unni af jafn heilum hug og leiklistinni. ÆRK. 60 ára: Marel Bjarnasois 1 DAG 24. apríl þegar vinur minn Marel .Bjarnason hefur náð þeim merka áfanga að verða sex tugur get ég ekki annað en skrif að nokkur orð í tilefni dagsins og þakkað þessum trygglynda og góða dreng fyrar margra ára vináttu og langt samstarf. Hitt veit ég ósköp vel að vinur minn er lítt hrifinn af lofræðum og hrósi um sjálfan sig svo ég reyni aðeins að segja satt og rétt í þessum fátæklegu orðum. Mig langar að rifja upp í stórum dráttum sefi hans. Hann leit fyrst ljós þessa heims austur í Flóa en um æsku hans er ég ekki nógu kunnugur hitt veit ég að foreldra sinna naut hann lítt í bernsku en leiðin lá til vandalausra eins og oft var títt í þá daga. í Sölvholti í Flóa bjó þá góð kona, Margrét Magnús- dóttir og tók hún litla drenginn til sín og ól hann upp. Þá rann upp mikil gaefa hjá honum og þakklátum huga minnist hann ávallt fóstru sinnar. Og þegar að því kom að hún varð elli- móð og hjálparþurfi þá endur- galt Marel fóstru sinni með að taka hana á heimili sitt og reyn- ast henni sem bezti sonur. Ungur að árum fór Marel að stunda vinnu bæði til sjós og lands en uppúr árinu 1930 flutti hann til Reykjavíkur og hóf störf hjá vegagerð ríkisins þar sem hann vann mörg ár eftir það, en þaðan fór hann til Reykjavíkurbæjar og starfaði þar um árabil. Síðustu árin hafa svo verið vini mínum þung i skauti því hann misti heilsuna og hefur legið margar og erfið- ar legur á síðari árum. Þó hef- ur hann staðist sem sönn hetja þá þungu raun og er enn hress og kátur og lætur sem ekkert sé. Skömmu eftir að hann flutt- ist til Reykjavíkur gekk hann að eiga Sigurástu Sveinsdóttur og hefur hún reynzt honum hinn ágætasti lífsförunautur alla tíð. Þau hjón eiga 2 efnileg og uppkomin börn, Svein og Margréti, sem hafa reynzt for- eldrum sínum sérstaklega vel og | hjálpað þeim eftir föngum enda dvelja þau enn á heimili þeirra. Það hefur Marel vinur minn ekki farið neitt dult með að það telur hann sína mestu gæfu í þessu lífi að hafa eignast svo góðan lífsförunaut sem raun ber vitni. Að endingu færi ég svo Marel mínar beztu árnaðaróskir og þakka vináttu hans og fjöl- skyldu hans, við mig og mína fjölskyldu, þau mörgu ár sem leiðir lágu saman og bið þess að heilsa hans nái fullum bata, svo hann megi verða fullkom- lega hamingjusamur á sjöunda tug æfinnar. S. H. Moskvu, 12. apríl AP—NTB. 9 RICHARD Nixon, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna kom til Moskvu sl. laugardag og dvaldist þar einn sólar- hring. Hann reyndi m. a. að ná tali af Nikita Krúsjeff, en án árangurs. Var hor n ekki hleypt inn í húsió' þar sem Krúsjeff hjóniii búa. Nixon skildi þá eftir miða er á stóð „Ég kom t.. að óska yðu. og k .. yðar alls hins bezta og bera yður kveðju mín og frú Nixon. Ég harma, að mér oiyldi ekki takast að hitta yðu að má meðan ég var í Moskvu. Richard Nixon. ...iða þen.ia.. afhenti hann ræstin arkonu í næsta úsi og bað hana að færa Krúsjeft

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.