Morgunblaðið - 04.05.1965, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.05.1965, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 4. maí 1965 KR felldi 6 ára „einokun" Vann aukaúrslitaielk metS 64 stigum gegn 54 EFTIR sex ár lauk loks einokun ÍR á íslands- og Reykjavíkur- titlurium í körfubolta, og nýir meistarar eru teknir við. Eru það KR-ingar, sem sigruðu f R í auka- úrslitaleik í íslandsmótinu í körfubolta sl. föstudag, með 64 stigum gegn 54. Voru það á allan hátt réttlát úrslit, betra liðið vann — fimm menn sem léku eins og ein held allan tímann — sigruðu fimm andstæðinga sem of oft létu einstaklingshyggjuna ráða. Þjálfari KR-inga, hinn ameríski Philip Benzing, á sann- arlega heiður skilið fyrir þetta lið, sem hann hefur mótað svo að það útfærir leikaðferðir betur en áour hefur sézt hjá íslenzku liði. Óg það var einmitt fyrir taktíska yfirburði að sigurinn lenti KR megin. ÍR-liðið er byggt upp af öllu sterkari ein- staklingum en KR-liðið, en hefur ekki yfir jafn vel skipulögðum leik að ráða, þeir setja traust sitt of mikið á stærstu stjörau Jiðs- ins, og er augljóst að slíkt geng- nr ekki endalaust, því takmörk eru fyrir því hve miklu má búast við af einum manni í flokka- íþrótt. Eru þessi úrslit ÍR-ingum holl lexía og tekst þeim vonandi að bæta þá galla, sem komið hafa fram í leik þeirra. t Spennandi leikur Frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu var leikurinn æsispenn- andi. ÍR nær forystu' í upphafi, 13-6, en Einar Bollason og Gutt- ormur Ólafsson taka góðan sprett og tryggja KR forskot í hálfleik, 28-23. Var þessi hluti leiksins mjög vel leikinn á báða bóga og sáust snilldarleg tilþrif hjá báðum liðum. Flest stig í hálfleiknum skoruðu hjá ÍR Þor- steinn 10, hjá KR Einar 10 og Guttormur 8. í upphafi seinni hálfleiks breikkaði bilið og er staðan á tímabili 25-34 KR í vil. Sá munur hélzt fram undir miðjan hálf- leik, en þá er öðrum bakverði KR, öðrum aðaluppbyggjara liðs- ins, Kolbeini Pálssyni, vísað af velli með fimm leikvíti. Tekur þá að síga á ógæfuhliðina hjá KR og saxa ÍR-ingar á forskot þeirra Nýkjörnir íslandsmeistarar KR ásamt þjálfara sínum, Philip Benzing, t. h. (Ljósm.: Bj. Bj.). jafnt og þétt og þegar þrjár mín- útur eru eftir af leiknum jafnar Birgir, 49-49, KR skorar og aftur jafna ÍR-ingar, 51-51. Gunnar skorar fyrir KR og þá skeður „krítiskt" atvik, Agnar hjá ÍR er að reka knöttinn upp með hlið- arlínu vallarins, en missir hann út af þegar áhorfandi bregður fæti á knöttinn. Þessu taka dóm- arar hins vegar ekki eftir og dæma KR knöttinn. Agnar mót- mælir þessum dómi allkröftug- lega og fer svo að dómarar dæma tvö vítaskot á Agnar fyrir mót- mælin. Einar Bollason skorar úr öðru skotinu, þannig að fyrir prakkaraskap áhorfanda missa ÍR-ingar knöttinn óg fá auk þess á sig eitt stig. Ein mínúta er til leiksloka og Birgir skorar fyrir ÍR og er staðan þá 54-53 KR í vil. En síðasta mínútan var hrein KR mínúta og skora þeir táu stig gegn einu hjá ÍR. KR-sigur var orðinn staðreynd og áhorfendur ryðjast inn á völlinn í fögnuði og bera KR-liðið í gullstól af vell » Liðin Hinir nýbökuðu íslandsmeist- arar KR eru vel að sigri sínum komnir. Þeirléku sína tvo úr- slitaleiki við IR mjög vel og með samheldni og öryggi náðu þeir að brjóta niður alla andstæðinga sína í mótinu. Hittni þeirra var mjög góð í leiknum, og öryggi mikið í leiksuppbyggingu, svo að varla sást sending út í loftið. — Beztu menn liðsins eru Einar Uollason, sem er frábær skytta og vaxandi leikmaður við frá- kastahirðingu og varnarleik, Kol beinn Pálsson og Gunnar Gunn- arsson skipuleggja sóknina af sí- vaxandi nákvæmni og auk þess er Gunnar annar stigahæsti leik- maður mótsins. í úrslitaleiknum sýndu þeir Guttormur og Hjört- ur einnig mjög góðan leik og skoruðu þýðingarmikil stig. ÍR-liðið er borið upp af Þor- steini Hallgrimssyni og er eins og liðið hafi staðnað í því að láta Framh. á bls. 31 dskar aftur islandsmeistari Fram og Valur unnu um helgina TVEIR leikir Reykjavíkur- mótsins í knattspyrnu fóru fram um helgina. Á laugar- daginn kepptu Fram og Vik- ingur og- vann Fram 4-1. Á sunnudag kepptu Valur og Þróttur og Valur sigraði 4-0. Báðir leikirnir voru daufir og í þeim lítil knattspyrna. Er nú lokið fyrstn umferð í Rvíkur- mótinu og hafa öll félögin komið fram á sjónarsviðið. Fram, KR og Valur virðast eft- ir fyrstu umferðinni að dæma vera mun sterkari Þrótti og Víkingi — en allir hafa leik- irnir í þessari fyrstu umferð verið þannig að vart er hægt að byggja á þeim dóm um getu liðanna í sumar og öll hafa þau fengið að kenna á nokkuð þungum velli, þó oft hafi hann verið verri en í vor. Myndin sem hér fylgir sýn- ir Helga Númason skora ann- að mark Fram á laugardaginn. Myndin er kannski lærdóms- rík fyrir ísl. knattspyrnuunn- endur. Helgi hefur skotið vel en aldrei gæti svona mynd verið tekin við marks ensks — eða dansks eða nokkurs ann- ars félags en íslenzks. Það er eins og keppendurnir séu áhorfendur. Hvar er vörnin? Fjölmennasta badmintonmót hérlendis háð um helgina ÍSLANDSMÓTIÐ í badminton — hið fjölmennasta sem haldið hef- ur verið — fór fram um helgina í KR-húsinu. Mótið fór vel fram en nokkuð skyggði á að í einliðaleik karla, þar sem barizt er um þann íslandsmeistaratitil er mestu máli skiptir, vantaði nýlega kjörinn Reykjavíkurmeistara. En það skyggir ekki á glæsilegan sjgur Óskars Guðmundssonar KR sem sigraði með yfirburðum í einliða- Ieik og vann einnig tslands- meistaranafnbót í tvílialeik karla. Þetta fslandsmeistaramót í bad- minton var hið f jölmennasta sem haldið hefur verið. Úrslit mótsins: Einliðaleikur karla. Óskar Guðmundsson KR — Viðar Guðjónsson TBR 15:8, 15:5 Tviliðaleikur karla. Óskar Guðmundsson KR og Rafn Viglgósson TBR — Jón Höskuldsson TBR og Steinar Petersen TBR 15:13, 15:8. Tvíliðaleikur kvenna. Jónína Nieljoihniusdóttir og Hulda Guðmundsdóttir TBR — Lovísa og Halldóra Thoroddsen TBR 15:11, 12:15, 15:7. Tvenndarkeppni. Jónína Nieljohniusdóttir og Lárus Guðmundsson TBR — Halldóra Thoroddsen og Garð- ar Alfonsson TBR, 15:10, 15,4. I flokkur Einliðaleikur karla. Björn Helgason Vestra — Gunnar Felixson KR 15:12, 15:4. Tvíliðaleikur karla. Trausti Eyj61fsson og Halldór Þórðarson KR j— Hilmar Stein- grímsson og Gunnar Felixson KÉ 15:9, 15:6. Einliðaleikur kvenna. Jóna Sigiurðardóttir KR — Erla Friðriksdóttir KIR 5:11, 11:6 11:8. Tvíliðaleikur kvenna. Erla Friðriksdóttir og Jóna Sig- urðardóttir KR r— Guðbjörg Ingólfsdóttir o;g Álfheiður Ein- arsdóttir TBR 15:6, 15:7. Tvenndarkeppni. Erla Guðmundsdóttir og Matt- hías Guðmundsson TBR —f Jóna Sigurðardóttiir og Guð- mundur Jónsson KR 15:13* 15:13. Unglingaflokkur. Einliðaleikur. Haraldur Jón Kornelíusson TBR — Axel Jóhannsson TBR 11:5, 11:7. Tvíliðaleikur. Haraldur Jón Kornelíusson og Axel Jóhannsson TBR — Finn- björn Finnbjörnsson og Snorri Ásgeirsson TBR 15:7, 15:6. MSeiEavák vann Breiðablik 7:1 ISLANDSMEISTARAR Kefla- víkur í knattspyrnu léku sinn fyrsta opinbera kappleik á sumr- inu sl. lauarda,g er þeir mættu Breiðabliki frá Kópavogi á mal- arvellinum í Keflavík. Breiðablik hefur nú gerzt aðili að „litlu bikarkeppninni" og var þetta fyrsti leikurinn í þeirri keppni í vor. Keflvíkingar sigruðu með talsverðum yfirburðum, 7 mörk- um gegn 1, og var Jón Jóhanns- son hinn marksækni miðherji IBK einkum mjkil virkur en hann skoraði 5 mörk í leiknum. Óli B. Jónsson þjálfari IBK,- kvaðst vera nokkuð ánægður með þennan leik, einkum síðari hálf« leik, en þá hefði liðið náð góð- um samleiksköflum. Óli taldi þó að liðið myndi geta sýnt talsvert betri leik á grasi, því ósléttup malarvöllur hefði háð því nokk- UQ, Aðspurður taldi Óli B. að Keflavíkurliðið ætti að verða sízt lakara en í fyrra, jafnvel nokkra sterkara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.