Morgunblaðið - 29.05.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.05.1965, Blaðsíða 2
r 2 MORGUNBLAÐÍD Laugardagur 29. maí 1965 Áfengi aftur afgreitt í smáskömmtum í GÆR byrjuðu þjónar aftur að afgreiða áfengi í smáskommtum í veitingahúsum, en samkomulag náðist þá til bráðabirgða um sölu á „sjússum.“ í gær fóru veitingamenn fram á það við Félag framreiðslu- manna að þeir hæfu afgreiðslu á áfengi á ný í samræmi við gjald- skrá þá er gilti áður en deila þessi hófst. Jafnframt staðfestu þeir að veitingamenn mundu láta afskiptalaust að þjónustugjald sé lagt á söluskatt, meðan beðið er úrskurðar fjármálaráðuneytisins um það mál. Samþykkti Félag framreiðslumanna þessi tilmæli með bréfi til SVG í gær. Skrifstofa Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda veitti þær upplýsingar að sú gjaldskrá sem giíti áður, sé byggð á útreikn- ingum Áfengisverzlunarinnar og telji 18,75 sjússa í þeim þriggja pela flöskum sem um ,yar deilt. Aftur á móti telja allir aðilar t.d. 18 sjússa í brennivínsflösk- unnL , Úrskurður fjármálaráðuneytis- ins kom svo í gærkvöldi um söiu- skattinn, þar sem ráðuneytið tel- ur ekki heimilt að leggja þjón- ustugjald ofan á söluskattinn. Sannfæruur um sigur í handritamálinu 1 GÆR hafði Eimskipafélag ís- lands boð inni í Gullfoss fyrir 90 Vestur-íslendinga, sem hér eru nú staddir. Óttarr Möller bauð gesti vel- komna, en síðan flutti Einar 3- Guðmundsson stjórnarformaður nokkur ávarpsorð. Þetta er í þriðja skiptið, sem Eimskip hefir boð fyrir Vestur- íslendinga um borð í skipum sínum. Árni Eggertsson afhenti gjöf til félagsins, sem við kemur gestabók, er hann og kona hans gáfu á sínum tíma til minning- Arni Eggertsson afhendir gestah oRargjonna Einari B. Guðmund- syni formanni stjórnar Eimskip s. Að baki Árna standa Óttarr Möller franikværr.dastjóri og Gr ettir Eggertsson. Hlýnar um land allt BEZTA veður var um allt land, úrkomulaust og víða sólskin. Meira að segja á Rauf- arhöfn, þar sem hitinn hefur verið nálægt frostmarki að undanförnu var kominn 9 stiga hiti um nónbilið. Hlýjast var þó inn til dala. Á Nauta- búi í Skagafirði var t.d. 18 stiga hiti og einnig á Egils- stöðum. Veðurhorfur kl. 22 i gær- kvöldi: Suðvesturland til Vest fjarða og SV-mið til Breiða- fjarðarmiða: SA og S-gola, víða þoka og þokuloft á mið- um og annesjum á morgun. Vestfjarðamið: SV-kaldi, sums staðar þokusúld. Norð- urland til Suðausturlands: Hæg breytileg átt, víða þoka í nótt en léttskýjað á morgun. Norðurmið: Hægviðri, en síð- an vestan gola eða kaldi, skýj að og þoka á stöku stað. Norðausturmið til Suðaustur- miða og Austurdjúp: hæg- viðri, léttskýjað með köflum, en sums staðar. þoka. Veðurhorfur á sunnudag: Hæg suðlæt átt og alskýjað, en úrkomulítið sunnanlands og vestan, léttskýjað norðan lands og austan. ar um foreldra Árna, en bókin hefir verið gestabók í Gullfossi frá því hann hóf siglingar. Séra Philip M. Pétursson for- maður Þjóðræknisfélags íslend- inga þakkaði boðið og tilkynnti að félag hans myndi gefa merki Þjóðræknisfélagsiiis skipinu Gullfossi. Mhendir trúnaðarhréf HINN nýi sendiherra Portúgal, Antonio Pinto de Mesquita, af- henti í gær forseta íslands trún aðarbréf sitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum, að viðstöddum utanríkisráðherra. I VIÐTALI við Morgunblaðið í gærkvöldi komst Stefán Jóhann Stefánsson fyrrum sendiherra svo að orði, að það væri sín skoðun og margra löglærðra manna í Danmörku, að það muni ekki koma að sök varðandi endanleg úrslit handritamálsins, að málið fari fyrir dómstóla. Það muni hafa í för með sér ein- hverja töf á afhendingunni, en engu ráða um endanleg úrslit málsins. Stefán Jóhann sagði ennfrem- ur, að hann væri eftir sem áður sannfærður um endanlegan sigur í handritamálinu. — Kvað hann samþykkt danska þjóðþingsins um afhendingu handritanna vera einstakt atvik og til fyrirmynd- ar í samskiptum þjóða. m sstu ú Vísindamennirmr Surtseyjarflugi En sátu á fundum í allan gærdag RÁÐSTEFNAN um tilhögun á rannsóknum á Surtsey gat ekki hafizt fyrr en í gærmorgun vegna seinkunar á flugvél fulltrúanna frá Bandaríkjunnum. 14 þátttak- endur eru þaðan, 2 frá Svíþjóð, einn frá París og um 20 íslenzkir vísindamenn, frá Náttúrugripa- safninu, Atvinnudeild háskólans og tveir læknar. Fundir hófust í gærmorgun kl. 9. Þá gerðu íslendingarnir grein fyrir ýmsum viðhorfum varðandi þessar rannsóknir. Arinbjörn Kolbeinsson—díéknir talaði um bakteríurannsóknir í Surtsey, Ey- þói' Einarsson, grasafræðingur, um plöntulíf, Aðalsteinn Sigurðs son, fiskifræðiingur um líffræði- legar athuganir í sjónum kring- um eyna, Finnur Guðmundsson um fuglalífið og dr. Sigurður Þórarinsson gerði grein fyrir hugsanlegum samanburðarsvæð- um á landi og nefndi Hekluhraun, Öskjuhraun og sker sem standa upp úr Vatnajökli. Þá urðu umræður um friðun- arráðstafanir. Og á eftir var skipt niður í nefndir til að athuga ýmsar gremar rannsókna á eynni. Unnu þær í gærkvöldi og skila áliti í dag. Þeir fundarmenn sem komnir voru sáu kvikmynd Osvaldar Knudsen á fimmtudag, en ekki reyndist veður til að fljúga yfir Surtsey síðdegis í gær, er fundar- störfum lauk. HAPPDRÆTTI SJALFSTÆDISFLOKKSINS liieílOO Opið um he^gina SKRIFSTOFA Happdrættis Sjálfstæðisflokksins í Sjálf- stæðishúsinu við Austurvöll verður opin til kl. 18 í Álag, laugardag og á morgun sunnu dag kl. 10—12 f. h. og 2—18. Sími 17100. Þann 3. júní verð- ur dregið í þessu glæsilega happdrætti um tvo Ford Fair- laine að verðmæti 1260 þús. Notið tímann og gerið skil um helgina. Happdrætti SjálfstæðisfLokksins. '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.