Morgunblaðið - 29.05.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.05.1965, Blaðsíða 17
Laugardagur 29. maí 1965 MORGU N BLADID 17 UM BÆKUR Nokkur orð um nýja bók GuSmundur Frímann: SVARTÁRDALSSÓLIN Almenna bókafélagið. HÖÍ'UiNDUR þessarar bókar, Guðmundur Frímann, er vel- þekkt ljóðskáld, sem síðan 1922 hefur látið frá sér fara 5 ljóða- hækur og auk þess tvær bækur með þýddum ljóðum og sögum. Það getur því ekki komið nein- um á óvart þótt fyrsta smásagna- safn hans, er hann nú sendir frá sér, rúmlega sextugur að aldri, eé umtalsvert. Þess er fyrst að geta um bók- ina að hún er afarvel unnið verk hvað mál og stíl snertir. Eng- inn viðvaningsbragur neins staðar eða -vandræðafálm, engar tilraunir til þess að nota afkára- leg orð né tilgerðarlegar setn- ingar tilbúnar eða fengnar að láni. Liðugt, tilgerðalaust og fag- urt mál prýðir sögur þessar, að visu stundum nokkuð djarflega að orði komizt og tæpitungu- laust og á einstaka stað kannske telft á tæpasta vaðið er um feimnismál er ritað. Alls staðar ei brugðið upp lifandi myndum af fólki og atburðum. Hér er gáfaður og þjálfaður rithöfundur að verki. Að vísu eru sögur þessar nokkuð misjafnar að gildi og þrjár af tíu sögum geta frem- ur talizt frásagnir en skáldsög- ur. Það eru Systrabrúðkaup, Veiðimannasaga og Sagan af Svarta-Lása. En þær þrjár er^ vissulega vel sagðar sögur, þótt skáldskapur sé ekki mikill í þeim að mínu áliti. Þá er að geta hinna sagnanna. Fyrsta sagan, Svartárdalssólin er um eina af þessum dásam- legu konum, sem ósjálfrátt (og stundum sjálfrátt) seiða að sér unga karlmenn og það jafnvel þótt þeir séu ekki sérlega ungir að árum, ef þeir hafa ekki tapað karlmannseðli sínu. Þessar kon- ur eru stundum nefndar „kyn- bombur“. Áreiðanlega er þetta góð smásaga. Konan, Domma er hún kölluð, sem er gift, hálf- þrítug að aldri spilar djarft spil. Lesendur verða að dæma um það hvort hún tapaði eða græddi. Mér þykir það leiðin- le,gt að þessi dásamlega kona, sem á svo stóran bæ, með ótal göngum og skemmum og skálum, skuli láta strákglannann, Jöra, draga sig inn í kirkjuna til sam- lags. Slysið, síðar um nóttina er auðvitað heppilegt fyrir Svart- árdalssólina og fyrirbyggir það, að hún þurfi að lenda í hjóna- skilnaði og eignamissi og óvissu um góða framtíð fyrir sig og tví- bura þeirra, hennar og Jöra. .— Sem sagt góð saga en ekki galla- laus. Fjallalamb er að mínum dómi snilldarverk. Þar er engu við að bæta, hvert orð hnitmiðað, alger- lega heilsteypt verk þótt ekki sé sagan löng. Önnur snilldarsaga, stutt er Ferjustúlkan unga, næstsíðasta sagan í bókinni. Ef til vill er sú saga engu lakari en hin, svo vel gerð, að tæplega verður lengra komizt í smásagnagerð. — Ann- ars má bæta því hér við, að mik- ið er um ógæfusamar ástir, bæði frjálsar og þó einkum í meinum í þessari bók Guðmundar, skort- ir þar ekki hinn sára trega í aðra röndina en afprýði og vægðarlausa grimmd í hina. Venjulega er höfundurinn vægð- arlaus í frásögn, forðast að láta eigin tilfinningar raska rás við- burðanna, enda er það undir- staða góðrar skáldsagnaritunar eins og allir vita, sem nokkurt skynbragð hafa á skáldskap. Og áreiðanlega hefur Guðmund- ur Frímann gott vit á skáldskap. Feðgarnir í Vindási er af- bragðsvel gerð saga um lítinn dreng sem > verður fyrir hræði- iegu áfalli í fyrstu kaupstaðar- ferð sinni með föður sínum. Fað- ir hans verður ofurölvi og legst fyrir á almannafæri, fyrir hunda og manna fótum. Út á þessa átakanlegu sögu er ekkert að setja, hún er afbragðsvel gerð að öilu leyti. Samfylgd er hroðaleg svip- mynd af viðureign illmennis eins og manns sem verður viti sinu fjær af reiði og afbrýði. Óhugnanleg mynd af mann- dýrinu í versta ham. Næturgestur er saga sem margt mætti um rita. Eins og vant er vel rituð saga að máli og framsetningu og hefur bæði kosti og nokkra galla að mínu áliti. Ef til vill væri sagan bezt ef hann lyki með 5. kafla, þó með nokkrum viðaukum úr 6. kafla — því sagan er efalaust skáldsaga en ekki frásaga. Höf- undur lætur sögumann segja frá í I. persónu. Þessi maður lætur óþægilega mikið bera á sjálfum sér, það er að segja, miður geð- felldum tilfinningum sínum, því hann er áðeins aukapersóna, sem er eingöngu þulur. Þetta hefur að mínum dómi, truflandi áhrif á aðalefni sögunnar, alveg a9 óþörfu. Þá er ónefnd aðeins ein saga er nefnist Tveir raftar. Tvímæla- laust afbragðsvel gerð smásaga, kröftuglega rituð og að öllu leyti vel frá henni gengið. Hún mun verða talin í fyrsta flokki smá- sagna og mundi sóma sér vel á allan þátt hvar sem væri. Ég hef nú lítillaga getið þess- ara tíu smásagna Guðmundar skálds Frímanns. Eins og ég gat aður eru kvæði hans af öllum talin góð og mörg mjög góð. Ég hygg þó að hann hafi enn aukið við hróður sinn með þessum sög- Þorsteinn Jónsson. Félag íslenzkra leikara Hart í bak sýning í Austurbæjarbíói mánudagskvöld kl. 9 vegna mikillar aðsóknar. — Allra síðasta sinn. Allur ágóði rennur í styrktarsjóði Félags íslenzkra leikara. — Áðgöngumiðasala í Austurbæjarbíói í dag. — Sími 11384. 8ími 21515 Kvöldsími 33687 Laugavegi 1L 5 herbergja sérhæð Höfum verið beðnir að selja 5 herb. sérhæð á Sel- tjarnarnesi. íbúðin er tim 150 ferm. og er tilbúin undir tréverk og málningu núna. Tvöfalt verk- smiðjugler í gluggum. Sér híti, sér inngangur og sér þvottahús á hæðinni. Bílskúrréttur fylgir. Eignarlóð. CONTAFLEX SUPER B Fyrsta myndavélin með sjálfvirkri leifturljósstillingu Af fjölmörgum fylgihlutum má nefna: Skiptibök — skiptilinsur — sjónauka — nærlinsur millistykki fyrir smásjár — fullkomin tæki til að taka myndir af skjölum og bókum. ZEISS framleiða nú tuttugu gerðir myndavéla og fimm gerðir sýningarvéla. ZEISS alltaf feti framar IKOLUX AN 24. Sýningarvél með fjarstýringu af fullkomnustu gerð. * Einkaumboð og viðgerðaþjónusta: .nsv mi Sl Lindargötu 12 — Reykjavík Söluumboð í Reykjavík: Fótóhúsið, Garðastræti 6. — Sími 21556. Sími 16006 — Pósthólf 1006. Söluumboð á Akureyri Jón Bjarnason, úrsmiður, Hafnarstræti 94 — Sími 11175 — Pósthólf 205.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.