Morgunblaðið - 29.05.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.05.1965, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 29. maí 1965 Útgefandi: Framkvæmdast j óri: Ritstjórar: Ritstj órnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. AUKIN IBUÐALAN - ÁRANGUR VINNU- FRIÐAR egar júnísamkomulagið var gert í fyrra, var sem kunn ugt er ákveðin stórfelld aukn ing á lánum til íbúðabygg- inga. Ríkisstjórnin löfaði þá að sjá til þess að 250 milljón- ir króna yrðu lánaðar í þess- um tilgangi fyrir mitt ár 1965, og nú hefur verið staðið við það fyrirheit, og heldur bet- ur. Jafnframt var ákveðið að lán skyldu hækka úr 150 þús- undum króna í 280 þúsundir. Lánstíminn var lengdur og vextir lækkaðir, en hins veg- ar hefur nú verið tekin upp vísitölutrygging lánanna. Eigið fé húsnæðismála- stjórnar hefur verið aukið, og stofnunin mun því eflast á komandi árum, ef sæmilegt jafnvægi fær að ríkja í efna- hagsmálum. Efling húsnæðismálastjórn- arinnar og hin auknu lán til íbúðabygginga, sem nú er unnt að veita, er beinn árang- ur af júnísamkomulaginu í fyrra og þeim vinnufriði, sem þá tókst að tryggja. Áður hafa sem kunnugt er oft verið gerðar tilraunir til þess að koma upp öflugu íbúðalánakerfi, og hafa allar ríkisstjórnir glímt við þann vanda. Niðurstaðan hefur þó alltaf orðið sú, að grundvelli hefur verið kippt undan slíku lánakerfi, vegna mikilla víxl- hækkana kaupgjalds og verB- lags, sem leitt hafa til of- þenslu, þannig að ekki hefur reynzt unnt að afla fjármagns til útlána til húsbyggjenda — og raunar hafa aðrir lána- sjónir átt við sömu erfiðleika að etja. Nú þegar rætt er um nýja kjarasamninga, þurfa menn að hafa það vel hugfast, að frumskilyrði þess, að unnt sé að afla alhliða kjaiabóta er, að kauphækkanir leiði ekki til nýrrar verðbólgu, sem óvið- ráðanleg yrði, og m.a. mundi gera að engu þá tilraun, sem verið er að gera til þess að efla stórum lánasjóði hús- byggjenda. Auðvitað vilja allir fá sem hæst laun, en menn verða að gera sér grein fyrir því, að miklar almennar kauphækk- anir leiða ekki til kjarabóta. Hækkanirnar verða að vera innan þeirra takmarkana, að unnt sé að viðhalda sæmilegu jafnvægi og hindra öra verð- bólguþróun. Það er ekki sízt kappsmál þeirra, sem þurfa að brjótast í að koma sér upp íbúðarhús- næði, að unnt reynist enn eins og í fyrra sumar, að tryggja vinnufrið og hindra miklar hækkanir kaupgjalds og verð- lags. Annars er hætt við, að lítið yrði um húsnæðislán á næstu árum. Þess er einnig að gæta, að sá skynsamlegi háttur hefur verið tekinn upp við íbúðar- lán, að þau eru víxitölubund- in, þannig að skuldirnar hækka samhliða verðlags- hækkunum. Einnig af þeirri ástæðu á það að vera kapps- mál húsbyggjenda að vinnu- friður haldist og verðbólg- unni verði haldið í skefjum. SURTSEY OG VÍSJNDARANN- RANNSÖKNIRNAR egar Surtur byrjaði að gjósa setti að vonum ugg að mönnum, eins og ætíð hlýt ur að vera, þegar umbrot byrja í eldfjallalandi. Nú orð- ið treysta menn því þó, að ekki verði tjón af og megin- gosið sé búið. En Surtsey hefur haft mikla þýðingu til landkynn- ingar, og margir ferðamenn hafa komið hingað og munu koma einmitt vegna Surts og Surtseyjar. Og sérstaka þýðingu hefur Surtsey við vísindarannsókn- ir, enda hafa vísindamenn komið hingað víða að og nú eru 15 erlendir líffræðingar frá ýmsum löndum staddir hér, og hafa á fundum sínum rætt um rannsóknir í Surts- ey, bæði hingað til og á næstu árum. Prófessor Bauer frá Banda- ríkjunum hefur einna mestan áhuga sýna á Surtseyjarrann- sóknum og komið nokkrum sinnum hingað til lands til þess að greiða fyrir þeim og jafnframt gefið mikið fé til þeirra. Á hann þakkir skild- ar fyrir frumkvæði sitt. Nú hefur verið ákveðið að friða Surtsey, svo að ekki verði eyðilagt það vísinda- starf, sem þar er unnt að vinna á næstunni. Jafnframt er verið að smíða hús, sem reist verður á eynni, svo að vísindamenn geti haft þar af- drep. , Allt er þetta góðra gjalda vert, og vonandi að vísinda- mennirnir hafi árangur sem erfiði. BRIDGE □--------------□ ÁKVÖRÐUN Alþjóðabridgesam- bandsins að víkja þeim Reese og Scharpiro úr heimsmeistara- keppninni, he.".-r vakið mikið umtal meðal bridgeunnenda um allan heim. Hefur varla verið minnzt á glæsilegan sigur ítölsku sveitarinnar á heimsmeistara- keppninni, en sveitin vann titil- inn í sjöunda sinn í röð. Úrslita- leikurinn var á milli Ítalíu og Bandaríkjanna og lauk með glæsi legum sigri ítalanna 325 stig gegn 237. Heimsmeistararnir eru þessir: Pietro Forquet, Benito Gar- ozzoozzo, Camilo Pabis-Tieci, Mimo D’Alelio, Giorgio Bélla- donna og Walter Averelli. ítölsku spilararnir spiluðu framúrskarandi vel og eru allir sammála um, að þeir hafi aldrei spilað betur. Þar sem ákveðið var, að allir leikir ensku sveitarinnar skyldu dæmdir tapaðir, hlaut bandaríska sveitin annað sætið, Argentína varð nr. 3 og England nr. 4. Ekki hafa verið birtar tölur í öll- um leikjum enda erfitt sökum kærunnar á hendur ensku spilur- unum, þó er vitað um úrslit í þessum leikjum: ftalía — England 354:233 Bandaríkin — Argentína 361:250 Nú er vitað, að það voru banda rísku spilararnir Jay Becker og frú Dorothy Hayden, sem fyrst grunaði, að þeir Reese og Schapioro notuðu fingratákn meðan á sögnum stóð. Tókst bandarísku spilurunum ásamt fréttamanni New York Times, Alan Prescott, að upplýsa, að þvl er þau töldu, hvernig ensku spil- ararnir notuðu þessi tákn. Til- kynntu þau keppnisstjóra um niðurstöður sínar og þannig hófst þessi lokaþáttur heimsmeistara- keppninnar 1965, sem skyggði á allt annað. Á myndinni sjást konur í Ri o de Janeiro, kveðja eiginmen n sína í hernum áður en þeir halda tii Dóminikanska lýðve ldisins til að gegna störfum í g æzlusveitum OAS-ríkjanna þar. VÍSJNDIN OG ATVINNUVEG- IRNIR /"'Hldi íslenzkra atvinnuvega ^ byggist æ meir á niður- stöðu og rannsóknum vísinda- manna og daglegu samstarfi þeirra við framleiðendur. — Nægir í þessu sambandi að benda á hið árangursríka starf íslenzkra fiskifræðinga. Hitt er stóralvarlegt mál er opinberar stofnanir, sem starfa í þágu atvinnuveganna, ’hunza niðurstöður og rann- sóknir þekktra vísindamanna. Enn alvarlegra er, ef sömu stofnanir meina vísindamönn um aðgang að nauðsynlegum gögnum er þeir þurfa til rann sóknastarfs síns. Sama gildir að sjálfsögðu ef að engu eru hafðar ráðleggingar sérfræð- inga í hinum ýmsu greinum atvinnulífsins, en afturhalds- sjónarmið og gamlar kenning ar látnar sitja í fyrirrúmi. Nú fyrir skemmstu var bent á hér í blaðinu starfsaðferðir þær, sem hér að framan eru for- dæmdar, í opinberum stofn- unum eins af aðalatvinnuveg- um þessa lands. Þeim ásökun- um, sem þar koma fram hef- ir ekki verið mótmælt af for- ystumönnum íslenzks land- búnaðar, en um hann var f jall að í fyrrgreindri grein. Nútímaþjóðfélag verður ekki rekið í trássi við vísind- in og án fulls samstarfs við vísindamennina. Það er hins vegar vitað að vísindamenn greinir oft á og við því er ekkert að segja. Það er líka hlutverk þeirra að sanna kenningar sínar og það verð- ur æ auðveldara með tilkomu reikniheilanna, sem á skammri stundu skila niður- stöðum, sem áður tók mörg ár að finna. Opinberar stofnanir verða að gera sér það ljóst að þær hafa þjónustuhlutverki að gegna hver á sínu sviði. Þeim ber að vera hinn trúi þjónn þeirra atvinugreina eða ein- staklinga, sem þær þjóna. — Sannleikur og trúmennska er það eina, sem þar má ráða ríkjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.