Morgunblaðið - 29.05.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.05.1965, Blaðsíða 10
10 MÖRGUN**LA*ilÐ r Laugardagur 29. maí 1965 TJALDIÐ var dregið frá og þær gengu inn á sviðið, tveir samhuga fulltrúar finnskrar tónlistar, en þó ólíkir, bæði í útliti og að 'því er virtist skap- gerð. Hin yngri há- og ýtur- vaxin, ljóshærð og bláeyg, með há kinnbein og breitt bros, sem ljómaði í augunum — og þegar hún söng var auðvelt að hugsa sér hana í hlutverki einhverr- ar valkyrjunnar í Wagners- óperunum. Hin eldri fíngerð og virðuleg gráhærð kona, hæglát í leik og túlkun, en lók lög man-ns síns með ástúð og stolti. Einn tónlistargagnrýnend- anna í Reykjavík skrifaði um hljómleika þeirra Margit Tuure og Margaret Kilpinen undir fyrirsögninni „Túlkunartöifrar“ — og var það orð, sem vissu- Margit Tuure og Margaret Kilpineu Viö erum jú vinir núna - Finnar og Rússar - Stutt spjall við finnsku listakon- urnar IViargit Tuure og IMargaret Kilpinen lega hæfði þeim. Það hefur vist oft heyrzt glæsilegri píanóleik- ur og fullkomnari söngtækni á hljómleikum í Austurbæjarbíói — en það er ekki ýkja oft sem svo einlæga og persónulega túlkun hefur gefið að heyra. Þegar ég brá mér út á Hótel Borg nokkru síðar til að hitta þessar ágætu listakonur að miáli, var sumar í Reykjavík, glampandi sólskin og hiti — og við byrjúðum að tala um veðrið. Það er ekki svo oft, sem hægt er að vera reglulega stoltúr af veðrinu á íslandi. — Það er mifalu hlýrra hér í dag heldur en var í Finnlandi, þegar við fórum þaðan, sagði Margit Tuure. Hún benti út á Austurvöllinn og sagði: „Hérna er fallegt", og bætti við áð sig hefði lengi langað að koma til íslands. „Ég hef margt um fs- land heyrt, — og fornsögurnar. Þær hafa verið þýddar á sænsku, en þvi miður ekki á finnsku. Við höfum fylgzt vel með handritamálinu og vonum að þið fáið handritin heim frá Danmörku. Auk þess hef ég grun um að landslagi á íslandi svipi til æskustö'ðva minna í Kirjálahéruðunum, sem nú til heyra Rússum. Mig langaði að heyra meira um æskustöðvar hennar og hún svaraði: „Við áttum heima í bænum Viipuri. Hann var ekki mjög stór, íbúar hafa lík- lega ekki verið fleiri en sextíu þúsundir en eru nú eflaust miklu fleiri, við fluttumst það- an fyrir meira en tuttugu ár- um. Viiþuri hafði á sér nokk- urn heimsborgara blæ, engu að síður, því áð þangað höfðu flutzt margir Rússar auk þess sem bæði Rússar og Svíar áttu sér sumarbústaði í grendinni. — Munið þér eftir styrjöld- inni við Rússa? — Ja — já, svaraði hún hægt og skugga bar yfir and- litið, — en það er langt síðan, ég var ekki nerna fimm ára, þegar við fluttumst burt. — Hvað ætli margir Finnar hafi orði'ð að flýja heimili sín þá? — Ég veit ekki með vissu hve margir þeir voru, nokkur hundruð þúsund. Það vildu allir fara. Frú Kilpinen tók undir þessi orð og sagði með hita í rödd- inni. — Nei, það vildi enginn verða eftir.' Ég hafði heyrt að Margit Tuúre hefði misst mikinn fjölda ættingja sinna í styrjöldinni og var áð því kominn að spyrja um það nánar þegar hún sagði snöggt, en hló við um leið: — Annars skulum við ekki tala meira um styrjöldina, við erum jú vinir núna, Rússar og Finnar!- Við höfum alls konar samskipti, einkum á sviði menningar og viðskiptamála. Til dærnis lék David Oistrakíh fiðlukonsert eftir Síbelíus á Sibelíusarvikunni í Helsingfors um daginn. — Vel á minnzt, — þar hitt- um við Hailldór Kiljan Laxness og konuna hans og báðu þau fyrir kveðjur heim, sem • við komum hér með á framfæri. .Það var gaman að kynnast þeim. Laxness er afar vinsæll og mikið lesinn í Finnlandi. — Er mikill tónlistaráhugi í Finnlandi? — Já, allmikill — og hefur þó sjónvarpið dregið verulega úr aðsókn að tónleikum. En’ tónlistarmenntun er góð og traust. — Hverjir eru helztu söngv- arar Finna um þeSsar mundir? — Þeir beztu koma ekki heim nema endrum og eins, eru ráðnir við erlendar óperur eða eru stöðugt á hljómleika- ferðum. Af þeim helztu mætti nefna Anitu Valkki, sem m.a. hefur verið við Metrópolitan óperuna í New York, Raili Kostia, sem er í V-Þýzkalandi, Kim Borg við Stokkhólmsóper una, Tom Krause og Martti Tal vela í Berlín, en auk þess mælti nefna Göta Blömberg Aune Autti og Matti Lehtinen og raun ar fjölmarga aðra ágæta söngv- ara. — Og þér sjálf virðist eiga vel heima í óperum Wagners. — Já, það kann að vera, svarar Margit Tuure og hlær — ég lærði í Svíþjóð hjá Nanny Larsen Todsen, sem söng á sínum tíma ?mikið í Wagnersóperum, bæði hjá Met- ropolitan og í Bayreuth. En ég hef bara ákaflega lítinn áhuga á óperumúsik. Vil miklu held- ur syngja á hljómleikum, þvl að ljóðlist er mitt yndi. Og ég hef haft mikla ánægju af þvl að vinna með frú Kilpinen á þessu sviði. Frú Margaret Kilpinen er ekkja tónskáldsins Yrjö Kilpin ens, sem oft hefur verið kall- aður „Hugo Wolf'1 * * * * * 7 Norður- landa. Hann lézt árið 1959, 67 ára að aldri. Af Ijósmynd, sem frú Kilpinen hafði meðferðis mátti sjá, að hann hefur verið ákaiflega svipmikill maður, ekki fríður en sennilega sterkur per- sónuleiki, — stórskorinn, kjálka breiður og kinnbeinahár með mikið dökkt hár. Hann var af- kastamikið tónskáld, samdi u.þ. b. 700 sönglög, þeirra á meðal marga lagaöokka. Á hljómleikunum í Austur- bæjarbíói fluttu þær Mar'it Tuure og frú Kilpinen átta lög af 64, sem hann samdi við Kan- teletar, þ.e. finnskar þjóðvísur, hliðstæðar Kalevalaljóðunum, sem margir múnu þekkja af þýðingu Karls ísfelds. Eru Kanteletar lýrisk ljóð en Kale- vala epísk. Er orðið Kantelet- . ar að því er frú, Kilpinen sagði dregið af orðinu Kantele, sem er nafn á gömlu finnsku hljóðfæri, ekki ósvipuðu ís- lenzka langspilinu. — Sérhver lagaflokkur Kiin- inens hefur sinn sérstaka heild ar svip, sagði hún. Lögin túlka mjög vel merkingu ljóðanna en bera jafnframt með sér sterkan persónulegan skilning Kilpinens á þeim. — Frú Kilpinen er mikill sérfræðingur í tónlist manns síns, sagði Margit Tuure. Jafn- framt því, sem hún kennir píanöleik við Sibelíusar-aka- demíuna í Helsingfors, leikur hún oft með söngvurum/og hef- ur einnig leikið músik manns síns á hljómleikum á Norður- löndum, í Englandi og Þýzka- landi, m.a. á tónlistarhátíðum. Þykir enginn leika hana af jafn miklum skilningi. — En ungfrú Tuure er sú fyrsta, sem syngur svona mörg af Kantelet- ar-lögunum, sagði þá frú Kilpin en á sfðasta ári fengum við styrk til þess að ferðast um Finnland og kynna Kanteletar- lögin. — Kanteletar spenna yfir all- ar hræringar mannlífeins sagði Margit Tuure — gleði og 'sorg, ást og hatur, speglast þar í öllum litbrigðum,. Mörg kvæð anna eru frá Kirjálahéruðun- um, hvert öðru fallegra. Eitt þeirra lítið ástarljóð hefur ver- ið þýtt á meira en þrjú hundr- uð tungumái. Skyldi það ekki vera til á íslenzku? Ráöstefna Varðbergs hófst í gær Um 30 fulltrúar mættir 1 GÆR hófst í Borgarnesi fjög- urra daga ráðstefna Varð'bergs um „ísland og samstarf Atlants- haferíkjanna". Var þessi fyrsti dagur aðallega helgaður starf- semi Sameinuðu þjóðanna og skildum efnum. Þátttakendur eru um 30 talsins, aðallega há- skólastúdentar. Einntg utan af landi. Ráðstefnan var sett kl. 2 e.h. af Ásgeiri Jóhannessyni, vara- formanni Varðbergs, sem m.a. ræddi um vöxt Varðbergsfélag- anna, en þau eru nú starfandi á 7 stöðum á landinu og stofnuðu á sl. hausti með sér samstarfe- nefnd. Ásgeir Péturson, sýslu- maður flutti því næst ávarp. Rifjaði hann þá upp að einmitt háskólastúdentar hefðu við valda ránið í Tékkóslóvakíu verið með al hinna fyrstu, sem gerðu sér til fulls grein fyrir nauðsyn þess að standa á varðbergi gegnvart yfirgangsöflum í heiminum. Fyrsta erindi ráðstefnunnar flutti síðan Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri um „Sameinuðu þjóð- irnar og Atlantshafsríkin." Þórar inn rakti sögu bandalagsins og vék að þeim árangri, sem orðið hefur af starfsemi þess á sviði mannúðar og félagsmála, örygg- ismála og fleira. Enda þótt vonir manna um styrk samtakanna hefðu enn ekki rætzt til fulls, hefðu þau fengið miklu áorkað 0\g mundi bíða þeirra mikið hlut- verk í framtíðinni. Þá fóru fram hringborðsum- ræður og var þátttaka í þeim mjög almenn. Stjórnandi var Björgvin Guðmundsson, við- skiptafræðingur. M.a. var rætt um hugsanlegar breytingar á sáttmála S.Þ., þau sjónarmið sem korrííð hafa fram um að breyta atkvæðisrétti til samræm- is við fjárframlög eða fjölda þjóðanna, ennfremur breytt valdahlutföll innan samtakanna og áhrif þeirra. Æskilegt var tal- ið að þátttaka fslendinga í starfi samtakanna yrði aukin, svo sem eðlilegt og skynsamlegt gæti tal- izt og var því fagnað að sérstakur sendiherra skyldi nú hafa verið skipaður af íslands hálfu hjá sam tökunum. Þýðing svæðabanda- laga til eflingar hugsjónum Sam einuðú þjóðanna var einnig ýtar- lega rædd og nauðsynlegt talið að t.d. Atlantshafebandalagið héidi áfram mikilvægu starfi sínu að varðveizlu friðar í heim- inum. Að loknum kvöldverði voru sýndar kvikmyndir frá starfsemi Sameinuðu þjóðanna. f dag fyrir hádegi mun Bene- diktdikt Gröndal ristjóri flytja erindi um „Atlantshafebandalag- ið og vernd friðar í heiminum", en eftir hádegið flytur Joseph Harned, frá Atlantic Institute í París erindi um „Atlantshafs- samstarf í nútíð og framtíð." Þá verða hringborðsumræður undir stjórn Gunnars G. Schram. Surtsey friölýst Leyfi þarff til landgöngu NÁTTÚRUYERNDARRÁÐ hef- ur ákveðið að lýsa Surtsey frið- land. Þar tm engu raska, og sér- stakt leyfi þarf til landgöngu. Tilkynning Náttúruverndarráðs um þetta birtist í Lögbirtinga- blaði 19. maí s.l. og hljóðar svo: Náttúruverndarráð gerir kunn- ungt: Samkvæmt heimild í c-lið 1. gr. 3. mgr. 12. gr. laga nr. 48/1956, um náttúruvernd, hef- ur náttúruverndarráð ákveðið að lýsa Surtsey sem friðland. Friðlýsing Surtseyjar er eink- um gerð í þeim tilgangi að tryggja, að landnám lífs á eynni og franwinda þess á kom- andi árum verði með eðlilegust- um hætti og sem minnstum trufl unum af manna völdum, en þetta er mjög mikilvægt frá vísinda- legu sjónarmiði. Þess vegna er hér með bannað að ganga á land í Surtsey, nema með leyfi Surtseyjarnefndar, en þar sean sú nefnd hefur umsjón með öll- um vísindarannsóknum í Surts- ey, hefur náttúruverndarráð ákveðið að fela henni usmsjón með eynni. Bannað er að ras-ka við noikkru á eynni og að flytja þangað lif- andi dýr, plöntur, frsé eða plöntulhluta, einnig er bannað að að skilja þar eftir hvers konar úrgang. Þeim, sem kunna að fá leyfi til landgöngu á eynni, er skylt að fara í einu og öllu eftir þeim reglum, sem náttúruverndarráð mun í samráði við Surtseyjar- nefnd setja um umgengni I eynni. Þeir, sem brotlegir gerast við ákvæði þessa úrskurðar, verða látnir sæta ábyrgð samkvæmt 33. gr. laga nr. 48/1956, um náttúru- vernd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.