Morgunblaðið - 29.05.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.05.1965, Blaðsíða 24
24 MORCU N BLAÐIÐ Laugardagur 29. maí 1965 ANN PETRY: STRÆTIÐ Hann leitaði vandlega. Nei, enginn kross var þarna, en íar- ið eftir hann var þar sem hann hafði hangið á veggnum — ná- kvæmlega eins í laginu og kross- inn sjálfur. Hann var þarna allsstaðar. Hann sá hann aftur og aftur greinilega fyrir augunum. Hún hafði galdrað bæði hann og íbúð ina með hoflum, og farið síðan. Hann gekk út úr herberginu og skellti á eftír sér hurðinni. Hann reikaði um gólfið í stof- unni og hlustaði á þetta tóma- hljóð af sínu eigin fótataki. Hann gat séð krossinn á gólfinu fyrir fótum sínum, svo kom hann snögglega á eldavélina og loks hékk hann niður úr loftinu. Þetta hafði Min gert honum. Og ef hann héldi svona áfram að sjá krossa, hvert sem hann leit, yrði hann vitlaus innan skamms. En hann þurfti nú ekki að verða um kyrrt hérna. Hann tók að telja upp fyrir sér allar ástæð- urnar til þess, að hann ætti að flytja héðan. Hann yrði laus við þessar stöðugu, illkvittnislegu gluggagægjur frú Hedges. Hann mundi ekki þurfa að sjá Lutie Johnson ganga út og inn með nefið upp í loftið, án þess að lát ast sjá hana, rétt eins og hann væri einhver skítur, sem saurg- aði augun í henni. Og svo var hann heldur ekkert vinsæll hérna. Fólkið var ekkert vingjarnlegt við hann. Jæja, þeg ar hvíti umboðsmaður kæmi í næstu viku, ætlaði hann að segja upp. Tilhugsunin um að fara gerði hann eins og frjálsah mann. Og hann gæti komið fram hefndinni sinni, eftir sem áður. Því að hvert sem hann færi, skyldi hann hafa samband við Bub og bráðlega yrði þessi litli lúsablesi gripinn. Og svo var of þröngt hérna. Hann ætlaði að komast í stórt hús þar sem íbúð húsvarðarins sneri út að götunni, þar sem hann gæti setið við glugga.nn, þegar hann ætti frí og séð það, sem fram fór á götunni. Tilhugsunin um þennan glugga gerði hann snögglega hungraðan eftir samfélagi annarra manna. Hann skyldi fara út og standa þar stundarkorn. Og vera nógu langt frá glugganum hennar frú Hedges, svo að hún sæi hann ekki. 50 Það var fjandans kaldsamt að standa úti. Fólkið, sem framhjá fór, flýtti sér. Hann kom auga á ungar stúlkur og horfði vandlega á þær, og hugsaði með sér, að nú væri hann frjáls. þegar Min var farin, og gæti náð í ein- hverja þessara, sem framhjá fóru. Það var verst, að það skyldi vera vetur, svo að þær voru svo þykkt klæddar, að hann gat ekki séð svo nákvæmlega, hvernig þær voru í vexti. Þær fóru framhjá, án þess að líta við honum og þær litu und- an áður en hann gæti séð í augún á þeim. Hann beindi því athygli sinni að öðrum bletti á götunni, þar sem nokkrir menn stóðu, mas andi og hlæjandi í daufu sólskin inu. En ef hann færi til þeirra og reyndi að taka þátt í samræðun- um, mundu þeir bara steinþagna. Hann hafði aldrei lært þá list að taka upp létt hjal, og færi hann til þeirra, mundi samtalið bara deyja út og mennirnir tvístrast. Þannig fór það alltaf. En ef hann gæti nú komið með sögu, eitthvað sem gæti gripið BUBBOUGHS COBPOBATION hinir heimsþekktu framleiðendur skrif- stofu- og bókhaldsvéla óska að ráða mann til þess að annast viðgerðir og eftirlit á rafeindareikni (Electronic Data Processing Systems), sem staðsettur verður í ná- grenni Reykjavíkur. Þeir, sem til greina geta komið, að ráðnir verði til þessa vel launaða starfs þurfa að vera vel að sér í ensku og hafa nokkra reynslu í viðgerðum á rafeindatækjum á einu eða fleiri af eftirtöldum sviðum: Fjarskiptitækjum Siglingatækjum (Radar o. fl.) Rafeindatækjum Sjálfvirkni , Rafeindareikni Umsækjendur þurfa að gera ráð fyrir, að ganga undir einskonar hæfnispróf á við- komandi sviði. Sá, sem ráðinn verður til starfans fær allt að 16 vikna kennslu í faginu í Banda- ríkjunum eða Evrópu með fullum launum ásamt greiðslu ferðakostnaðar og uppi- halds. Þeir, sem áhuga hafa sendi skriflega um- sókn á ensku þar sem fram er tekinn ald- ur menntun, við hverskonar störf á greindu sviði þeir hafi unnið — og hve lengi, hvort giftur eða ógiftur og hvaða byrjunarlauna sé krafizt. Umsóknir skulu siílaðar til: The Manager Personnel Burroughs International S. A. 18, rue St. Pierre. 1700 Fribourg, Switzerland og sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 3. júní næstkomandL — Ég hef skrifað kærustunni minni á hverjum degi í heilt ár, og nú er hún gift póstinum. athygli þeirra, yrðu þeir kyrrir og þetta voru kátir kallar. Hann mundi heyra eina og eina setn- ingu. Hann var svo niðúrsokkinn í þessar hugsanir, að hann tók ekki eftir tveim hvítum mönn- um, sem voru komnir rétt að honum. Þeir staðnæmdust hjá honum og sá minni sagði: — Ert þú húsvörður í þessu húsi? Hvað kemur það ykkur við ? Hann hafði ekki haft svigrúm til að athuga mennina, og snerist því snöggt til varnar. — Við erum rannsóknarmenn frá pósthúsinu. Hann sýndi gljá- andi merkL Þessu hafði hann verið að bíða eftir. Hann fylgdi merkinu ofan í vasa mannsins aftur. — Já, sagði hann. Hann var loðmæltur, svo að ekki var gott að skilja hann, því að einhver æð sló svo hratt í höfðinu á honum og líka í kverkunum. — Já, endurtók hann. — Ég er húsvörður. Hafa nokkrir leigjendur kvart að yfir, að bréfum hafi verið stol ið frá þeim ? — NeL nú varð hann að fara varlega og ekkL hlaupa á sig. — Ég er ofmikið á staðnum til þess að fólk eigi hægt með að stela. — Það er skrítið. Það hafa ver ið kvartanir úr næstum hverju húsi hérna, nema þessu eina. Þeir voru að fara, — Heyrið þið mig, sagði hann. Hann talaði hægt, rétt eins og honum væri nú fyrst að detta þetta í hug, og þyrfti að hugsa sig um. — Það er krakki hérna í húsinu . . . og hann hnykkti höfði að húsinu að baki sér. — Hann er alltaf að hlaupa inn i dyr hér í götunni og út aftur. Ég hef séð hann á hverjum degi eft ir skólatíma og verið að geta mér til um, hvað hann gæti verið að gera. Það skyldi þó aldrei vera hann? Mennirnir litu hvor. á annan, eins og í vafa. — Þú gætir eins vel verið hér á höttunum. Ef þú sérð hann fara framhjá, skaltu taka í hnakkann á honum. — Allt í lagi. Jones beið óþolinmóður þang að til krakkarnir tóku að þyrp- ast inn í götuna. Skólinn var úti og Bub hlaut, að fara að koma. En nú þegar allt var tilbúið gat hann fundið upp á því að koma alls ekki, bara til að stríða hon- um. Þannig fór alltaf fyrir hon- um. En svo kom Bub hlaupandi eftir götunni, sem var full af fólki. Skólabækurnar hans dingl uðu við hann í ól. Hann smeygði sér gegn um þröngina og lét eng an tefja fyrir sér og kom nú þjótandi. — Hæ, Bub- kallaði Jones. Drengurínn stanzaði, leit kringum sig og sá Jones. — Hæ, Vörður- kailaði hann með ákafa og gekk til hans. — Hvernig stendur á því, að þú er hérna megin í dag? — Það er betra loftið hérna, sagði Jones. Bub glotti svo sem til samþykkis. Jones lagði þuhga höhdina á öxlina á drengnum og hélt henni þar fastri. Jú. Menn- irnir vöru að horfa á hann. Þeir stóðu þarna skammt frá, rétt við stéttarbrúnina. — Þú ættir að fara að vinna strax, sagði hann. — Allt í lagi, kafteinn. Bub brá upp hendi í kveðju skyni. Hann þaút svo yfir götuna, dokaði andartak á stéttinni, og hvarf síðan inn í dyr á einu leigu húsinu. Hvítu mennirnir eltu hann. — Heyrðu mig, sagði sá minni. — Ef við tökum þennan strák, ætt um við að vera fljótir aöMcoma honum upp í bílinn. Okkur er tæplega óhætt hérna í götunni. Hinn kinkaði kolli og svo hurfu þeir inn í húsið á eftir drengnum. Jones beið úti á stétt inni og sleikti á sér varirnar meðan hann beið. Eftir fáar mín útur sá hann þá koma út aftur með Bub á milli sín. Annar þeirra hélt -á bréfi, sem sást greinilega í hendinni á honum. Drengurinn var grátandi og reyndi að slíta sig af þeim. Það urðu sem snöggvast átök þegar þeir komu út á götuna. Bub slapp úr höndum þeirra brot úr sekúndu, og það leit út eins og hann ætlaði að sleppa burt. Fólkið á götunni stanzaði til að glápa á þetta. Mennirnir, sem héngu utan í húsveggnum, réttu úr sér. Andlitin voru eins og á verði og með reiðisvip. — Viljið þið sjá. Þeir hafa náð í svartan krakka. Þegar mennirnir sáu, að mann fjöldinn færði sig í áttina að bíln um, sem stóð við stéttarbrúnina flýttu þeir sér, og komu Bub inn í bílinn á milli sín, og skelltu aft ur hurðinni. Og bíllinn af stað upp eftir götunni. — Hvað var þetta? — Hvað hafði hann gert? — Ég veit ekki. — Hverjir voru þetta? — Ég veit ekki. Einhverjii skrítnir, hvítir menn. Bíllinn hvarf og stanzaði ekki við rauða ljósið á horninu. Fóik ið starði á eftir honum. Mennirn ir, sem höfðu hallað sér að hús- veggnum, gengu þangað aftur, hægt og hægt, en þeir hölluðu sér ekki aftur . . . Þeir stóðu beinir, þöglir og hreyfingarlausir og horfðu í áttina, sem bíllinn hafði horfið í. Fólkið gekk burt, hægt og með tregðu. Loksins hölluðu mennirn ir sér aftur upp að húsveggnum og aðrir tóku sér stöðu við húsa dyrnar. Og hver og einn var gripinn einhverri kennd ósigur3 og missis, sem kom þeim til að stanza í miðri setningu og horfa í áttina, sem bíllinn hafði farið í. Meira að segja, eftir að dimmt var orðið, horfðu þeir eftir göt- unni, óróir menn við endurminn inguna um litla drenginn milli tveggja hvítu mannanna. Löngu eftir að bíllinn Var far inn, stóð Jones kyrr fyrir fram- an húsið. Það var nú það. Sjálf ur Junto gæti ekki fengið hann lausan, því að hann hafði verið staðinn að verki, og þannig mál um var ekki hægt að möndla. Strákkvikindið yrði að vera sinn tíma í óknyttaskóla. Jæja, þá, hafði hann náð sér niðri á hennL Vel og rækilega! Jóhann Ragnarsson 7 héraðsdómslögmaður. Málflutningsskrifstofa Vonarstræti 4. — Sími 19085. Málflutningsskrifstofa Sveinbjörn Dagfinnsson, hrl. og Einar Viðar, hrl. Hafnarstræti 11 — Sími 19406 lAWN-BOl? slær allt út mótor sláttuvélin Kelgi IUagnússon & Co. Hafnarstræti 19. Símar 13184 og 17227. Hafnarfjörður Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir Hafnarfjarðarkaupstað • er að Arnarhrauni 14, simi 50374. Kópavogur Afgreiðsla Morgunblaðsins í Kópavogi ee að Hlíðarvegi 61, sími 40748. AKUREYRI Afgreiðsla Morgunblaðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur I dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til fjölda ein- staklinga um allan Eyjaf jörð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.