Morgunblaðið - 29.05.1965, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.05.1965, Blaðsíða 21
Laugardagur 29. maí 1965 MORGUNBLAÐIÐ 21 SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA ÆSKAN OG FRAMTÍÐIN RITSTJÓRAR: GUNNAR GUNNARSSON, JÓN E. RAGNARSSON OG RAGNAR KJARTANSSON Frá 4. þingi Æskulýðssambandsins: „Æskulýðsstarfsemi nútímans ekki rekin, sem skyldi ef eingöngu á að trey sta á sjálfboðastarf" 4. ÞING Æskulýðssambands Is- lands var háð í Tjarnarbúð 1. — 2. maí sl. Þingið sátu 3 fulltrúar frá hverju aðildarsambandi, sem eru 11 talsins auk tveggja fyrr- verandi formanna þeirra Magnús ar Óskarssonar og Ólafs Egilsson- ar og fulltrúa Æ.S.t. í framkvjstj. WAY, Inga B. Ársælssonar, en þeir voru gestir þingsins. Þing- forseti var einróma kjörin Helga Kristinsdóttir (BÍF), sem nýver- ið hefur látið af störfum í stjórn Æ.S.Í. eftir langt og gott starf. Vara-þingforseti var Gísli B. Björnsson (ÆF) og þingritarar þeir Elías S. Jónsson (S.U.F.) og Sigurður Hermundarson (S.U.J.) Fyrri dag þingsins voru skýrslur tveggja undanfarinna stjórna skýrðar og ræddar auk þess, sem skipað var í nefndir. Nefndir störfuðu síðan að loknum þing- störfum á laugardag og á sunnu- dagsmorgun, en þinginu var fram haldið kl. 3 á sunnudag og stóð fram til kvöids og voru þá álits- gerðir nefnda lagðar fram rædd- ar og samþykktar. Hér á eftir fara helztu atriðin úr samþykktum þessa 4. þings Æskulýðssambandsins. ÁLIT ALLSHERJAR- NEFNDAR Þingið lýsir ánægju sinni og samþykki með þá starfshætti, sem stjórn samtakanna hefur upp tekið með að setja sérstakar starfsnefndir til athugunar og undirbúnings aðgerða í barátt- unni gegn hungri og fyrir mann- réttindamálum. 1. HGH. Þingið telur, að álit undir- búningsnefndar HGH, sem stjórn og fulltrúaráð hefur samþykkt, sé eðlilegur rammi þeirrar starfsemi, sem fyrirhuguð er á þessu sviði. 2. Mannréttindamál. , Þingið þakkar þær velheppn- uðu aðgerðir sem hrundið hefur verið í framkvæmd á vegum ÆSÍ og væntir þess að áfram verði haldið á sömu braut, Þing Æskulýðssambands Is- lands skorar á aðildasamböndin og félagsmenn þeirra að fylkja sér saman til framgangs „Her- ferðinni gegn hungri“ og öðrum þeim sameiginlegu baráttuverk- efnum, sem samtökin kunna að beita sér fyrir. ÁLIT FJÁRHAGSNEFNDAR Hin öra þjóðfélagslega þróun síðari ára hefur skapað æskulýð landsins síaukin vandamál, er gerir þörfina á skipulagðri æsku- lýðsstarfsemi enn brýnni en áð- ur. Það er álit þingslns, að bezt verði unnið að lausn vandamála æskulýðsins með því að efla sem bezt starfsemi hinna frjálsu æsku lýðssamtaka og heildarsamtök þeirra, Æskulýðssamband ís- lands. Æskulýðssamband íslands hef- ur nú starfað í 7 . ár og á þeim tíma hefur sambandiö öðlazt mikla reynslu í' æskulýðsstarf- semi hér á landi. Sýnt er að æskulýðsstarfsemi nú á tímum verður ekki rekin sem skyldi, ef eingöngu á að treysta á sjálfboðaliðastarf, held- ur verður að þjálfa æskulýðs- leiðtoga, er síðan geti sint æsku- lýðsmálum sem aðalstarfi við hlið hinna áhugasömu sjálfboða- liða. Því miður hafa fjárhags- örðugleikar hindrað, að tekizt hafi sem skyldi að rækja höfuð- verkefni samtakanna og engar líkur til að breytingar verði þar á, nema fjárhagur þeirra batni mjög. Fjárhagsnefnd fagnar skipun fjármálanefndar á sl. starfsári og væntir mikils af störfum henn- ar, enda er örugg lausn fjárhags- örðugleikanna grundvallar skil- yrði þess, að Æskulýðssamband íslands geti sinnt hinu veiga- mikla hlutverki sínu á sviði æskulýðsmála. Til þess að Æskulýðssambandi íslands verði fært að inna af hendi þau verkefni, sem því er ætlað samkvæmt lögum sínum, telur þingið brýna nauðsyn að sambandið fái til afnota fast skrifstofuhúsnæði og geti ráðið fastan starfsmann til að hrinda í framkvæmd hinum mörgu aðkall andi verkefnum. Þingið þakkar Alþingi, ríkis- stjórn og Reykjavíkurborg stuðn- ing á undanförnum árum, en skorar jafnframt á þessa aðila að auka enn fjárframlög til Æskulýðssambands íslands og gera því þannig kleift að rækja hlutverk sitt. Jafnframt bendir þingið stjórn sambandsins á að leita einnig eft- ir fjárstuðningi annarra að;la til sérstakra verkefna. ÁLIT FÉLAGSMÁLANEFNDAR 4. þing ÆSÍ haldið í Reykjavík 1. og 2. maí 1965 minnir á nauð- syn þess, að samtökunum takist að gegna hlutverki sínu með efl- ingu samstarfs og kynningar ís- lenzkra æskulýðssambanda, sem og við æskulýðssamtök annarra þjóða. Þingið ályktar, að ÆSÍ þurfi enn að efla starfsemi sína á inn- lendum vettvangi, einkum hvað snertir hagnýta upplýsingastarf- semi og þjónustu við aðildarsam- böndin: 1. Ráðinn verði framkvæmda- stjóri og skrifstofa opnuð sem allra fyrst, með sérstakri hlið- sjón af sívaxandi starfsemi sam- takanna og aðkallandi verkefn- um. 2. a) Haldin verði a.m.k. ein stór ráðstefna á ári hverju. Mæl- ir þingið eindregið með áliti starfsnefndar um ráðstefnu sem fjalli um húsnæðismál ungs fólks. b) Haldnar verði ráðstefnur forystumanna aðildarsambanda ÆSÍ þar sem m.a. verði unnið að því að efna til persónukynningar og umræðna um starf og hlut- verk ÆSÍ. c) Haldið verði áfram athug- unum á því, á hvern hátt ÆSÍ geti haft frumkvæði að þjálfun væntanlegra forystumanna æsku lýðssambanda landsins ,m.a. með námskeiðum og ráðstefnum. 3. a) Fréttabréf samtakanna komi áfram út, en jafnframt verði unnið skipulega að út- breiðslu þess, ekki aðeins til að- ildarsambanda ÆSÍ heldur einn- ig til þeirra opinberu aðila, sem með æskulýðsmál fara. b) Áfram verði unnið að út- gáfu kynningarbæklings um að- ildarsambönd ÆSÍ. c) Þar sem útgáfustarfsemi hinna einstöku æskulýðssam- banda á við mikla örðugleika að etja, felur þingið stjórn ÆSÍ að kanna möguleika á útgáfu sam- eiginlegs málgagns ungs fólks. 4. Þingið fagnar þeirri þróun sem orðið hefur að undanförnu um skipanir starfsnefnda á hin- um ýmsu vérsviðum sem ÆSÍ vinnur að. Leggur þingið áherzlu á að áfram verði unnið á þess- ari braut. 5. Þingið telur að efla beri menningarlega vakningu á hverri mynd, og hafa ætíð hliðsjón af hinu þjóðlega gildi, sem af starf- seminni getur skapazt. Þingið telur æskilegt, að komið verði á árlegum æskulýðsdegi til hátíða- halds, örvunar, áróðurs og til kynningar á samstarfi íslenzks æskulýðs. Ennfremur minnir þingið á, að störf í þágu íslenzkr- ar æsku eru til einskis gagns, ef æskulýðurinn fær ekki að alast upp í heilbrigðu umhverfi. 6. Samskipti við erlend æsku- lýðssamtök verði efld, og bendir þingið á mikilvægi setu fulltrúa ÆSÍ í fulltrúaráði WAY. 7. Þingið leggur áherzlu á, að þeir aðilar, sem fara utan á veg- um ÆSÍ skili skýrslum, sem síð- an verði sendar öllum aðildar- samböndum. Geti þær þannig komið að beinu gagni í uppbygg- ingu æskulýðsmála hér á landi, ásamt öðrum gögnum, sem ÆSÍ tekst að afla. 4. þing Æskulýðssambands fs- lands, haldið í Reykjavík, 1. og 2. maí 1965, lýsir ánægju sinni með, að í undirbúningi sé heild- arlöggjöf um æskulýðsmál. Legg- ur þingið áherzlu á að málinu verði að hraða, og væntir þess að nefnd sú, sem skipuð hefur verið til að fjalla um málið, skili áliti sínu sem fyrst og taki fullt tillit til reynslu og þekk- ingar ÆSÍ á sviði félagsmála. 4. þing Æskulýðssambands ís- lands haldið í Reykjavík 1. og 2. maí 1965, lýsir hryggð sinni yfir því, að eitt af stærstu æsku- lýðssamtökum landsins, Banda- lag íslenzkra skáta, skuli enn ekki hafa séð sér fært að gerast aðili að ÆSÍ. Telur þingið það til mikils tjóns fyrir samstöðu hinna frjálsu æskulýðssamtaka landsins, að ekki hafa náðst full eining meðal allra þeirra aðila, sem að æskulýðsmálum vinna, um aðild að ÆSÍ, og lýsir þeirri skoðun sinni, að aðild B.Í.S. að ÆSÍ myndi tvímælalaust verða mjög æskileg og til mikils gagns bæði fyrir B.Í.S. og að önnur æskulýðssamtök, sem að ÆSÍ standa. Vill þingið minna á í því sambandi, að Alþjóðaskrif- stofa drengjaskáta (Boy Scouts World Bureau) hefur jafnan haft mjög vinsamlegt samstarf við WAY sem ÆSÍ er aðili að, og sent áheyrnarfulltrúa til þinga WAY. Skorar þingið á BÍS að taka fyrri afstöðu sína íþessumáli til endurskoðunar, og felur stjórn ÆSÍ að undirbúa málið með við- ræðum við stjóm BÍS og eftir öðrum þeim leiðum sem þurfa þykir. ÁLIT LAGANEFNDAR 4. þing Æskulýðssambands ís- lands ályktar að fela stjórn sam- bandsins að skipa milliþinga- nefnd þriggja manna til endur- skoðunar á lögum ÆSÍ. Nefndin skal hafa lokið störfum 15. marz * 1966, en stjórnin skal síðan koma breytingartillögunum á framfæri við aðildarsamböndin. Þingið telur, að nefndin skuli leggja áherzlu á eftirtalin meg- inatriði: Hannes Þ. Sigurðsson, nýkjörinn form. Æskulýðssambandsins. „Bctur má — ef duga skal“ VANDAMÁL æskufólks eru tíðrædd hér á landi sem og annars staðar. Án nokkurs vafa má finna verulegt samhengi á milli tilveru þessara títtnefndu vandamála og þeirrar hvimleiðu staðreyndar að æskulýðsstarfsemin hefur ekki fengið svigrúm til að aðlaga sig breyttum tímum og skipu- leggja sig í nógu miklum mæli meðal æskunnar sjálfrar. — Þótt víða sjáist nokkur tilþrif í æskulýðsstarfi, fer þó oft- ast meira fyrir því í orði en á borði .Hér er fjárskorturinn vafalaust hvað þyngstur á metaskálum — æskulýðsstarf- semi, eins fjölþætt og viðamikil og nútíminn krefst, kallar á gífurlega vinnu — vinnu, sem ekki er hægt að krefjast eingöngu af áhugamönnum — þar þarf meira að koma til ef verulegt gagn á að hljótast af. Þessara vandamála verður mjög vart í starfi heildarsam- taka æskunnar, Æ.S.Í. og á nýafstöðnu þingi samtakanna er mikilvægi úrlausnar á þessu sviði réttilega undirstrikuð (sjá annars staðar á síðunni). Skýrt hefur verið frá að heild- arlöggjöf um æskulýðsmál sé nú í undirbúningi í fram- haldi af því vænta heildarsamtök unga fólksins, sem vilja vel en geta takmarkað vegna lítilla efna, að Alþingi geri sér ljóst að stóraukinn fjárhagslegur stuðningur við æsku- lýðsstarfsemina í landinu, er fjarri lagi fé, sem kastað er á glæ, heldur skynsamleg leið til að „fjárfestsa" í framtíðinni. Væri vel ef Alþingi og stjórnarvöld sýndu eins mikinn stór- hug í garð æskulýðsstarfseminnar eins og borgaryfirvöld Reykjavíkur sýna með öflugri starfsemi Æskulýðsráðs borg- arinnar. R.KJ. 3 IIIIHIIIIINIIIIIIIIMIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIHIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIUUIIII'IIIHIIIilllllllllllUIIIIIHIIIIIIIIIIIliaiiiitiiiMMi IIIIIIIIIIIIIMIilllillllllllllllllllllllllNllllllflllllllllllftlllM lllllllllllllllllllltlfllllllllllfllllllllllllllHlf 11111111111111111111111111111111111*1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.