Morgunblaðið - 29.05.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.05.1965, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLADID Laugardagur 29. maí 1965 ÞórhalBur ViEmun darson: Spurningu sjdnvarp svarað 1 LEIÐARA Alþýðublaðsins 20. þ.m. eru bornar fram fjórar spurningar við sextíumenningana svonefndu, sem undirrituðu áskorun um sjónvarpsmálið og sendu alþingi 13. marz 1964, og eru spurningar þessar endur- prentaðar í Staksteinum Morg- unblaðsins daginn eftir. Um- ræddar spurningar eru bornar fram af tilefni spurningalista, er lagður var fyrir menntamálaráð- herra á fundi, sem nokkrir úr hópi sextíumenninganna efndu til 17. þ.m. Nú mun leiðarhðfundi Alþýðu- , blaðsins og Staksteinahöfundi Morgunblaðsins kunnugt, að sextíumenningarnir hafa ekki wieð sér nein samtök, og því er ekki von á, að frá þeim berist eitt sameiginlegt heildarsvar við spurningum þessum. Hins vegar geta einstakir menn úr hópi þeirra að sjálfsögðu reynt að svara spurningunum hver fyrir sig. í>ar sem ég var einn þeirra, sem boðuðu til fyrrgreinds fund- ar með menntamálaráðherra, og átti þátt í að semja spurningar þær, er lagðar voru fyrir hann, vil ég leyfa mér að leitast við að svara spurningunum, en tek það skýrt fram, að þau svör ber að- eins að líta á sem persónuleg svör mín. 1) Er þessum samtökum ætlað að vinna einnig gegn ís- )' lenzku sjónvarpi? ? bví er í fyrsta lagi til að svara, að sextíumenningarnir hafa ekki með sér nein skipuleg samtök, svo sem áður er getið. Um af- stöðu þeirra til stofnunar íslenzks sjónvarps er rétt að vísa til áskorunar þeirra til alþingis, þar sem segir orðrétt um þetta efni: „Með stofnun og rekstri islenzks sjónvarps teljum vér, að ráðizt sé í svo fjárfrekt og vandasamt fyrirtæki með örfámennri þjóð, að nauðsynlegt sé, að það mái fál þróazt í samræmi við vilja og getu þjóðarinnar, án þess að knúið sé fram með óeðlilegum haetti." Þannig er ljóst, að sextiu- menningarnir hafa ekki tekið afstöðu gegn stofnun íslenzks ajónvarps. í hópi þeirra eins og annarra landsmanna mun vafa- laust gæta skiptra skoðana um það, •hvort og hvenær rétt sé að stofna íslenzkt sjónvarp. l>að hlýtur að fara eftir mati manna, annars vegar á gildi sjónvarps sem menningartækis og hins vegar á getu þjóðarinnar til að ráðast í svo kostnaðarsamt fyrir- tæki og halda því uppi á þann veg, að menningarlegur ávinn- ingur verði að. Þegar þetta hvort tveggja er haft í huga: að sextíu- menningarnir hafa ekki tekið af- stöðu gegn íslenzku sjónvarpi sem slíku og hafa auk þess ekki með sér skipuleg samtök, er auð- svarað fyrstu spurningunni á neikvæðan veg. Hins vegar kemur það fram i ályktun sextiumenninganna, að þeir hafa áhyggjur af því, ef jafnviðurhlutamikið mál og stofnun íslenzks sjónvarps er knúið fram „með óeðlilegum hætti“, þ.e. á þann veg, að fyrst sé erlendri sjónvarpsstöð á ís- landi að þarflausu gert kleift að ná til meirihluta þjóðarinnar, en síðan sé stofnun íslenzks sjón- varps eins konar neyðarráðstöf- un vegna hins erlenda her- mannasjónvarps. í samræmi við þetta sjónarmið hafa fundarboð- endur leyft sér að varpa fram ^ við menntamálaráðherra nokkr- um spurningum um fyrirhugað íslenzkt sjónvafp,_ rekstur þess og starfsskilyrði. Ég tel það per- sónulega einhverjar fáránlegustu afleiðingar hinnar slysalegu meðferðar íslenzkra stjórnar- valda á ameríska sjónvarpsmál- inu, ef þeim, sem ábyrgð bera á því máli, tekst að kæfa niður allar heilbrigðar umræður og gagnrýni á stofnun og rekstur íslenzks sjónvarps. Mætti ég minna á þau ummæli ívars Eskelands, útvarps- og sjónvarps- ráðsformanns Norðmanna, að hefði hann verið spurður þeirr- ar spurningar fyrír nokkrum árum, hvort íslendingar ættu ekki að koma upp sjónvarpi, hefði hann trúað spyrjandanum fyrir því, að hann hlyti að vera Kleppsmatur. Og stofnun íslenzks sjónvarps nú réttlætti Ivar Eskeland með því, „að sú ein- okunaraðstaða, sem hefur skap- azt hér fyrir eina erlenda sjón- varpsstöð hafi í för með sér lífs- hættu fyrir íslenzka þjóð, ís- lenzka menningu og íslenzkt nr;ál“. í viðtali, sem við Sigurður Líndal og Sigurður A. Magnús- son áttum við ívar Eskeland, staðfesti hann, að ekkert hefði gerzt 1 sjónvarpsmálum, sem breytti þeirri skoðun sinni, að það væri í rauninni óðs manns æði að stofna sjónvarp á ís- lendi, annað en tilkoma Kefla- víkursjónvarpsins. Það kann að vera, að þeim íslenzkum ráða- mönnum, sem dottið hafa ofan í hinn ameríska sjónvarpspytt og hugsa sér nú að nota stofnun ís- lenzks sjónvarps sem hálmstrá, ef ekki hafa það að skálkaskjóli, komi það betur, að hið íslenzka sjónvarpsmál fái að vera í friði fyrir allri gagnrýni, verða eins konar heilög kýr í þjóðfélaginu. Hinir, sera ekki bera ábyrgð á Keflavíkursjónvarpinu, heldur vöruðu við því frá upphafi, áskilja sér að sjálfsögðu rétt til frjálsra umræðna og fyrirspurna um íslenzkt sjónvarp, hvort sem spyrjendum líkar betur eða verr. 2) Vita sextíumenningamir ekki, að fjár til íslenzks sjón- varps er aflað eingöngu frá sjón- varpsnotendum og auglýsendum, en verður ekki tekið af almanna- fé frá öðrum stofnunum í land- inu? 3) Eru sextíumenningarair ekki sammála formanni norska útvarpsráðsins, sem sagði í fyrir- iestri í Reykjavík, að sjónvarpið hefði ekki dregið frá öðrum menningarstofnunbm, öllu frek- ar örvað þær? Hafa sextíumenn- ingarnir reynslu í sjónvarpsmál- um til jafns við þennan Norð- mann? í>ar sem báðar þessar spurn- ingar fjalla um fjárhagshlið ís- lenzka sjónvarpsmálsins, kýs ég að svara þeim í eiliu lagi. Persónulega er mér kunnugt um þá fyrirætlan íslenzkra stjórnarvalda, sem greint er frá i 2. spurningu. En ef leiðarahöf- undur vill gefa í skyn með þess- um tveimur spurningum, að en,g- in hætta sé á því, að íslenzkt sjónvarp muni draga fé frá ann- arri íslenzkri menningarstarf- semi, vil ég t.d. benda honum á eftirfarandi: Eins og kunnugt er, er margvísleg íslenzk menningar- starfsemi kostuð eða studd með fé, sem kvikmyndahúsin skila í ríkissjóð, svo sem Þjóðleikhús, Sinfóníuhljómsveit, félagsheim- ili o.s.frv. Auk þess eru sum kvikmyndahúsin beinlínis rekin til styrktar ákveðinni menning- arstarfsemi, t.d. Háskólabíó og Tónabíó, sem rekin eru til stuðn- ings Háskólanum og Tónlistar- félaginu. Nýlega skýrði einn af forstjórum kvikmyndahúsanna í Reykjavík frá því í viðtali við Lesbók Morgunblaðsins, að mjög væri nú farið að draga úr aðsókn að kvikmyndahúsi því, er hann rekur, og kenndi um sjónvarpinu. Reynslan erlendis staðfestir þetta. í Bandaríkjunum var lok- að þúsundum kvikmyndahúsa, eftir að sjónvarp kom til sög- unnar, og nýlega mátti lesa í vikuritinu Time, að hið brezka Þórhallur Vilmundarson. kvikmyndafélag Rank eitt hefði orðið að hætta rekstri um hundr- að kvikmyndahúsa eftir tilkomu sjónvarpsins. Þar sem leiðara- höfundur Alþýðublaðsins vitnar til ummæla ívars Eskelands um áhrif sjónvarpsins á fjárhag annarra menningarstofnana í Noregi, er rétt að taka það fram, að ívar Eskeland vék ekki einu orði að áhrifum norska sjón- varpsins á rekstur norskra kvik- myndahúsa. Hins vegar er vert að gefa því gaum, að ívar Eskeland taldi Það norska sjón- varpinu einkum til gildis, að það ræki „norskt sjónvarpsleik- hús“, sem orðið hefði til að örva leiklistaráhuga og leiklistar- menningu, einkum í dreifbýli í Noregi. í viðtali við eitt Reykja- vikurblaðanna taldi Eskeland þetta tvímælalaust langjákvæð- asta þátt norskrar sjónvarpsstarf- semi. En á fundinum með sextíu- menningunum lýsti menntamála- ráðherra yfir því, að sýning ís- lenzkra sjónleikja í fyrirhuguðu sjónvarpi hér yrði svo kostnaðar- söm, að um slíkt gæti alls ekki orðið að ræða um fyrirsjáanlega framtíð. Efni hins íslenzka sjón- varps yrði að mestu leyti erlend- ar kvikmyndir með íslenzkum leturtexta. Þannig virðist starf- semi hins islenzka sjónvarps helzt eiga að verða í því fólgin að flytja erlent kvikmyndaefni inn á heimili landsmanna með gífurlegum tilkostnaði og leysa þannig kvikmyndahúsin að veru- legu leyti af hólmi, en þau hafa til skamms tíma skilað góðum arði, m.a. til margháttaðrar ís- lenzkrar menningarstarfsemi. Um sjálfstæða sjónvarpsstarf- semi, sem verulegt fé kostar og ívar Eskeland telur helzt til rétt- lætingar norsku sjónvarpi, verð- ur hins veigar ekki að ræða. Ligg- ur það enda í augum uppi, að þjóð, sem er svo smá, að hún rís ekki undir gerð innlendra kvik- myhda, getur ekki haldið uppi merkilegri sjálfstæðri sjónvarps- dagskrá 365 daga á ári. 4) Hvaða menningarstofnanir á íslandi „svelta“? Er það Háskóli íslands, sem er nýbúinn að reisa bíó fyrir 30-40 milljónir? Er þessi fullyrðing, að menningar- stofnanir „svelti“, mat sextíu- menninganna á starfi Gylfa Þ. Gíslasonar sem menntamálaráð- herra og kveðja til hans? Spurning fundarboðenda var reyndar orðuð svo: „Telur ráð- herra svo mikinn ávinning að is- lenzku sjónvarpi, að fórnandi sé stórfé til rekstrar þess, á meðan aðrar íslenzkar menningarstofn- anir eru í svelti?“ Með þessu orðalagi telja fund- arboðendur sig ekki vera að ámæla núverandi menntamála- ráðherra fyrir fjárþröng ís- lenzkra menningarstofnana, held- ur skýra frá blákaldri og al- kunnri staðreynd, sem á sér dýpri og alvarlegri rætur en hugsanlegt tómlæti eins tiltekins ráðherra. Fjöldi íslenzkra menn- ingarstofnana er rekinn af alger- um vanefnum, enda hefur þjóðin nú þegar ráðizt í rekstur svo umfangsmikilla og fjárfrekra stofnana, að engin dæmi eru þess, að jafnfámennur hópur hafi tekizt slíkt á herðar. Sjálfum er mér kunnugt um fjárþrön,g og aðbúnað nokkurra menningar- stofnana, sem ég hef unnið hjá eða átt skipti við: Menntaskólans í Reykjavík, Háskólans og ríkis- bókasafnanna tveggja: Lands- bókasafns og Háskólabókasafns. Öllum landslýð er kunnugt um ástandið í húsnæðismálum Menntaskólans í Reykjavík, og mun taka mörg ár að bæta þar um. Fjárþröng Háskólans er slík, að jafnvel hefur ekki verið unnt að koma fram sjálfsögðustu um- bótum í stofnuninni, svo sem nauðsynlegri vélritunar- og símaþjónustu fyrir háskólakenn- ara, þjónustu, sem hvert venju- legt viðskiptafyrirtæki telur sjálfsagt að láta starfsmönnum sínum í té. Vandræðaástand ríkir feinnig í húsnæðis- og húsbún- aðarmálum stofnunarinnar. Bygging Háskólabíós var af ráðamönnum Háskólans eflaust hugsuð sem fjárhagslegt bjarg- ráð fyrir stofnunina, þótt bág- lega hafi til tekizt. Og um ástandið í málum ríkisbókasafn- anna tveggja er það að segja, að þar skortir hundruð milljóna til þess að kippa málum í viðunandi horf, en það verður aðeins gert með byggingu nýs þjóðbóka- safns, þar sem Landsbókasafn og Hákólabókasafn verði sam- einuð og auk þess komið fyrir Þj óðsk j alasaf ni og Handrita- stofnun ásamt öðrum skyldum stofnunum, og enn fremur méð stórfelldri eflingu bókakosts þjóðbókasafnsins, þannig að það vaxi upp í 1-2 milljónir binda. Fyrr en það hefur verið gert, er ekki unnt að segja, að þjóðin hafi eignazt nauðsynlegan lykil til hvers konar fræði- og vísinda- iðkana. Nú er hins vegar ástand- ið þannig í þessum efnum, að t.d. fær Háskólabókasafn einar 400 þúsundir króna á ári til bókakaupa og bókbands og á að þjóna fyrir það fé m.a. fræði- greinum eins og læknisfræði og verkfræði, þar sem hvert ritverk getur kostað þúsundir króna. Bókaverðir safnsins eru tveir, en við sambærileg söfn erlendis yrði talið fráleitt að hafa færri en 10-15 starfsmenn. Um annan aðbúnað að safninu, svo sem i húsnæðismálum, er bezt að fara sem fæstum orðum. Það mætti vera íslendingum umhugsunar- efni, að þjóð eins og fsraels- menn, sem ekki getur veitt sér alla hluti í einu fremur en fs- lendingar, hefur einmitt lagt kapp á að koma upp sem full- komnustum vísindastofnunum og sem beztri aðstöðu til vísinda- iðkana í landinu, en hefur hins vegar ekki enn ráðizt í stofnun sjónvarps. Ég hygg, að orðið sé tímabært, að íslendingar átti sig rækilega á því, að þeir verða jafnan að gera upp við sig, hverjar nýjungar f menningarmálúm þeir meigna að taka upp, að þeir verða að yelja og hafna í þeim efnum, ekki síður, heldur miklu fremur en ísraelsmenn. Minna má á, að fs- iendingar eru svo sérstæð þjóð sökum fámennis, að þeir munu vera nær eina sjálfstæða menn- ingarþjóðin, sem ekki getur rekið járnbrautarkerfi við hlið bilvegakerfis. Og fjölmargar stofnanir, sem reknar eru með góðum hagnaði jafnvel meðal smáþjóða erlendis, svo sem úti- skemmtistaði (tívolí), fjölleika- hús og dýragarða, er enn von- laust að reyna að reka hér á landi. Engum dettur í hug að setja á stofn verksmiðju, t.d. kísilsallaverk eða álbræðslu, án þess að kanna til fullnustu bæði markaðshorfur og áhrif slíkrar stóriðju á íslenzkt athafnalíf f heild. Ekki síður ætti að vera sjálfsagt, áður en til jafnstórfellds fyrirtækis og íslenzks sjónvarps er stofnað, að kanna rækilega, hver áhrif það muni líklegt til að hafa á hinn íslenzka menn- ingarmarkað, ef svo mætti kalla, en engin slík allsherjarathugun hefur farið fram, að því er menntamálaráðherra upplýsti á fyrrnefndum fundi um sjón- varpsmál. Ég vil að endingu taka fram að óspurðu, að víst tel ég guðs- þakkarvert, ef íslenzkum ráða- mönnum tekst að fóta sig á þvl að takmarka Keflavíkursjón- varpið við herstöðina eina, jafn- framt því sem þeir setja á stofn íslenzkt málamyndarsjónvarp, þótt ég að visu líti með fullu raunsæi á stofnun slíks sjónvarps — af írafári, á þessari stundu og við þessar aðstæður — sem ámátt- legt yfirklór yfir dýrasta axar- skaft aldarinnar. Þórhallur Vilmundarson. Það bezta sem lífið veitir nefnist erindi, sem C. D. WATSON, æskulýðsleið- togi frá London flytur í Aðventkirkjunni í kvöld, laugardag, kl. 8,30. Fjölbreytt æskulýðssam- koma sunnudagskvöld kl. 8,30. — Söngur og tónlist. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.