Morgunblaðið - 13.06.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.06.1965, Blaðsíða 10
10 MOHGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 13. júní 1965 Qtt y ^tt / v/ ' • •.tt •SC''“yvM'r "t. 't » Í\' A'y-^v, A% v v X' Konur vilja nú tilhúin Frk. Selmer teiknar mynstur og prjónar af þeim sýnishorn. vinnið þið þetta annars? spyrjum við. — Það er erfitt að segja. Við teiknum, veljum liti og prjón- um sýnishorn, þangað til okk- ur finnst það rétta komið. Það sparar prjónakonunum mikla vinnu. — Prjónakonunum? — Já, við erum í sambandi við 3ðö konur víðs vegar um Noreg, sem sitja og prjóna flíkurnar fyrir okkur. Þær gera það flestar í frístund- um, til að vinna sér inn auka- pening. Og svo eru valdar þær beztu til að „kontrol- prjóna“ síðast. Þetta gefst svo vel, að sl. 2 ár hefur ekki komið ein einasta kvörtun um uppskrift. Þegar við erum búnar að fá flíkurnar sem við höldum að séu nógu góðar, leggjum við þær fyrir stjórn- arfundi og valið er úr, það sem við ætlum að nota í næsta árs upplag af fyrirmyndum, en það eru venjulega um 130 uppskriftir, þar með taldar Igyfar frá fyrri árum af vin- sælum mynstrum. Við höfum úr miklu að moða í upphafi, því fjöldi af teiknurum og prjónakonum senda okkur uppástungur. Það liggur mikil vinna í þessu, áður en búið er að ákveða hvað við notum. Þá látum við prjóna eftir þessu og sendum sýnishorn til þeirra, sem selja mynstur okkar og garn og einnig útbú- um við stundum sýningar í borgum þeirra landa, sem nota þetta efni. Prjónakonurn- ar okkar prjónuðu á sl. ári 3500 peysur. En við seljum þær ekki. — Hvernig er með litina? Prjóna konur alveg eftir lit- unum, sem þið veljið í módel- flíkurnar, eða vilja þær sjálf- ar velja og setja saman liti? — Þær prjóna ákaflega oft nákvæmlega eftir uppskrift- unum með tilheyrandi litum. Það er líka mikill munur á því hvernig þetta er útbúið í hendurnar á þeim nú. Áður fengu konur aðeins svarthvít- ar myndir til að velja eftir, en nú eru gerðar kröfur til að liturinn sé valinn fyrir- fram og hægt að sjá hvernig hann lítur út á litmynd. Hvað okkur snertir, þá vitum við að nokkrir litir eru alltaf vinsælir og ekki hægt að mis- taka sig á þeim. En aðra þarf að kanna og leyfa fólki að smávenjast þeim og lita- samsetningunum, áður en því fellur þeir í geð. — Ég sé að á fnörgum norsk- um peysum eru handofin bönd og silfurhnappar. — Já, það er gömul hefð og slíka borða og hnappa er allt- af hægt að fá hér. Slíkt hefur verið notað á norskar peysur í aldaraðir. — Þið seljið þá ekki peys- urnar sjálfar? — Nei, þessi þjónusta er aðeins til þess að auðvelda konum að prjóna. Við erum búin að prófa nákvæmlega hve mikið fer af hverjum lit í flíkina og hvernig það fer. Þessveigna eru mikil þægindi í því og öryggi að geta fengið uppskriftirnar á sömu stöðum og garnið er keypt, eins og t.d. fyrir íslenzkar konur að geta fengið uppskriftir í þess- um tveimur þremur verzlun- um í Reykjavík, sem selja Dalagarnið. — Hvaða peysur finnst yður fallegastar af þeim sem þér sjáið hér? spyr frk. Selmer að lokum. Við byrjum að róta í bunk- unum í hillunum Oig getum engan veginn gert upp á milli þeirra hundraða af mynstrum og litum, sem þar er að finna. Við fáum því nokkrar myndir til að geta gefið sýnishorn af því sem við sjáum. Verst að ekki skuli hægt að birta þær í litum. — E. Pá. — Nú á dögum er þróunin sú, að konur prjóna mest eftir tilbúnum mynstrum, sem lögð eru upp í hendurnar á þeim með fyrirfram völdum lit- um. Einstaklingshyggjukon- urnar eru smám saman að hverfa af sjónarsviðinu. Þessi ummæli eru höfðu eftir frk. Selmer, sem er tæknifræðing- ur að mennt og yfirmynstur- teiknari hjá framleiðendum hins kunna norska Dalagarns. Til að mæta þeim kröfum og gera konum léttara að prjóna, velja mynstur, kaupa nákvæmt magn af garni í flíkina og forðast að eyða tíma og garni í tilraunir, byrjuðu Dalaverksmiðjurnar á því að láta útbúa mynstur á peysur og prófa þau. Þetta fékk þvílíkar móttökur, að nú eru á ári hverju unnar um 40 nýjar uppskriftir og sendar út í uppskriftabókum og sér- prentunum, og sums staðar eru haldnar tízkusýningar með þessum peysum. Peysurn- ar eru ekki seldar, en aðeins mynstrin með garninu. — Gömlu norsku mynstrin slógu strax í gegn og þau vekja margar góðar hugmynd- ir. Við gerum því mikið að því að grafa upp gömul mynst ur og fríska þau upp sjálf, segir frk. Selmer. Þau eru ákaflega litrík, og við höfum veitt því athygli að konur á Samtalið fór fram á skrif- stofu frk. Selmer í Dale, þar sem hún vinnur að því að út- búa vor- og haust-mynstur- bækurnar ásamt 5 öðrum stúlkum. í öllum hillum eru hrúgur af peysum í margvís- legum litum. — Hvernig mynztur tll að prjúna eftir Viðtal við frk. SeSmer íslandi virðast hafa sama smekk á mynstrum og norsk- ar konur, svo það hentar að senda umboðsmanni okkar á íslandi, Guðbirni Guðmunds- syni, sömu uppskriftirnar sem við notum hér. Aftur á móti verður að velja dálítið öðru- vísi flíkur á sýninigar t.d. á meginlandi Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.