Morgunblaðið - 13.06.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.06.1965, Blaðsíða 16
16 MOHGUNBLADID Sunnudagur 13. júní 1965 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Kitstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. SAMNINGA VIÐ- RÆÐURNAR Aparnir í Bronx dýragarðinum og sjónvarpstæki þeirra. Aparnir og sjónvarpið Þeir hættu öllum illindum þegar þeir fengu sjónvarp f Bronx ðýragarðinum í New York eru fjórir górillu apar. Þeir eru allir fæddir í Kongó, og voru 12 til 18 mán aða er þeir voru fangaðir. Nú er einn þeirra sex ára, tveir 15 og einn 17. Það hefur lengi borið á vanstillingu hjá öpunum þeg ar þeir voru teknir í hús á haustin. Hefur þeim komið illa saman á veturna, þeim hefur leiðst í búrum sínum eftir að hafa leikið lausari hala .á sumrin. En í vetur sem leið gegndi allt öðru málL Þeir höfðu sjónvarp og undu sér veL Enginn man nú langur hver átti hugmyndina aö því að satja upp sjónvairpstæki við apaibúrið. En því var komið milli grindanna að framam og glerveggsins hjá áhorfendia- svæðinu. Og þegar kveikit var á sjómvairpsitækLniu urðu gór- illu apairnir furðu loistnir. Og framkoma þeirra tó'k mikhim breytingum. Þeir hættu öll- um illindum og rifrildi, hættu að ráfa eirðarlausiir um og leita að bittoeini. Það var a’ð- eins stærsti apinn, sem öðru hvoru sneri frá sjónvairpiinu og tók upp fyirii illyndi. En talsmaður dýraigairðsins, Jos- eph A. Davis, segir að það hafi eingöingu verið á aiugiýs- ingatímium. Uppáhalds daigskrá górilla apanna voru þegar mikil og hröð hreyfing var á sjónvarps skermimim. Þetta gerðist í margskonar dagskrárliðum, edns og til dæmis kúreka- og indíánamyndum eöa dans- mynduiin. í næsta búri við górilla apana voru onangutan apar. Þeir gátu auðveldlega séð sjónvarpsdagsikránia, en höfðu engan áhiuga. Dr. John T. Emlen, prófes- son í dýrafræði við Wisoans- in hásikólan í Madison, segir aðspurður að hann hafi oft heyrt um önnur dýr, til daemiis hunda og ketti, sem hafi haift áhuga á sjónvarpi. Qg ýmsir bœndur hafi komið fyrir sjónvarpstækjum í fjós- urn til að róa kýrnar. Nú er búi'ð að hleypa górillu öpumum út úr toúrum símum, og enu þeir allan daiginm úti undix beru lofti. Fá þeir ekki að horfa á sjónvarp fyirr en í haust. En suimardiagskráin er hvort eð er að mikilu leyti endurfcekning á fyrri mynd- um. (Úr New York Times) TVTokkuð þokar áfram í ’ samningaviðræðunum um kaup og kjör. Norðurlandsfé- lögin eru sem óðast að stað- festa samninga þá, sem full- trúar þeirra gerðu hér í Reykjavík á annan í hvíta- sunnu, og hefur samkomulag- ið mælzt vel fyrir þar. Af- staða verkalýðsfélaganna á Austfjörðum er enn nokkuð óljós, en skýrist væntanlega nú um helgina. Það væri vissu lega illa farið, ef átök yrðu milli vinnuveitenda og verka lýðsfélaga á Austfjörðum nú. þegar síldarvertíðin er að komast í fullan gang og mundi valda verkafólki á Austurlandi og byggðarlaginu sjálfu miklu tjónL Nú hefur fyrsta verkalýðs- félagið í Reykjavík náð samn ingum og er það Iðja, félag verksmiðjufólks. Samningar þeir, sem Iðja gerði, byggjast í höfuðdráttum á því sam- komulagi, sem gert var fyrir norðan, 45 stunda vinnuviku og 4% grunnkaupshækkun. Er þess að vænta, að fleiri . verkalýðsfélög hér sunnan- lands fylgi nú í kjölfar og ljúki samningum sínum. Samningaviðræður við Dags brún standa enn, og er ekki óeðlilegt þótt þær taki nokk- urn tíma. Margt þarf að ræða og mörg atriði enn lítið unn- in. Mestu máli skiptir, að báð ir aðilar vinni að samninga- viðræðum með falslausum á- setningi um að komast að hag kvæmri niðurstöðu, sem byggi á þeirri grundvallar- nauðsyn að halda verðbólg- unni í skefjum, jafnframt því - sem hagur láglaunamanna rerði bættur svo sem kostur er. Ákvörðun Dagsbrúnar um stöðvun allrar yfirvinnu mun vafalaust valda nokkrum erfiðleikum í ýmsum atvinnu greinum. í því sambandi mega menn þó hugleiða hversu gjörólíkt andrúmsloft ríkir nú við samningaviðræð- ur samanborið við það, sem tíðkazt hafði hér fram að - júnísamkomulaginu. Áður var verkfalli umsvifalaust skellt á er samningstími rann út ,og samkomulag hafði ekki náðst. Að undanteknu verk- falli fámenns hóps á kaup- skipaflotanum hefur slíkt ekki gerzt nú og lofar það góðu um gagnkvæma lausn deilunna*- FERÐIZT UM ÍSLAND ]\Tú fer í hönd tími sumar- leyfa og ferðalaga. Þús- undir íslendinga taka sig upp með fjölskyldur sínar og leggja land undir fót ýmist út í hinn stóra heim eða hér inn anlands. Hinar tíðu utanferðir ís- lendinga eru ánægjulegur vottur þeirrar velmegunar, sem ríkjandi er hér á landi. Þrátt fyrir allan barlóminn virðist mikill fjöldi íslend- inga hafa góð efni á því að litast um úti í heimi og sífellt fjölgar ferðum til fjarlægari landa, Austurlanda, Afríku og jafnvel kringum hnöttinn. Fyrir þjóð eins og okkur, sem búsett er á eyju nyrzt í Atlantshafi er vissulega mikil vægt að fylgjast vei með því sem gerist hjá nágranna- og vinaþjóðum okkar, fylgjast með þeim straumum og stefn um sem þar eru uppi hverju sinni. Auk þeirra ánægju- stunda, sem þær veita þátt- takendum, þjóna sumarleyfis ferðir íslendinga þeim mikil væga tilgangi að viðhalda lif andi sambandi við umheim- inn, framfarir og nýjungar, sem þar verða. Hins vegar er ekki ólíklegt, að svo sé um marga, sérstak- lega af yngri kynslóðinni, að þeir hafi ferðast meir erlend is en í sínu eigin landi. Þótt gagnlegt sé að þekkja önnur lönd er þó mikilsverðara að þekkja sitt eigið. Full ástæða er til að hvetja fólk til að nota sumarleyfi sín til þess að kynnast betur landi <$g þjóð, starfsháttum og lifnaðarhátt- um í fjarlægari byggðarlög- um. Það fólk, sem býr hér við Faxaflóa hefur vafalaust farið mikið um Suður Vestur- og jafnvel Norðurland, sem lengi hefur verið vinsælt hjá ferðamönnum hér. Ferðir til Vestfjarða og Austurlands hafa líklega ver- ið færri en virðast nú vera að aukast. Bæði þessi byggð- arlög búa yfir sérstæðri og stórbrotinni náttúrufegurð, sem enginn skyldi fara á mis við. Þá er ekki síður mikils vert fyrir fólkið hér í þétt- býlinu að kynnast lifnaðar- háttum og viðhorfum fólks- ins í þessuna byggðarlögum. Slíkt stuðlar að auknum skiln ingi meðal fólksins sem býr í þéttbýlinu og hins sem lifir við fámennið. GISTIHÚS ÚTI Á LANDI jPrlendir ferðamenn koma nú hingað í sífellt stærri hópum víðs vegar að úr heim inum. Á síðustu árum hefur aðstaða okkar til þess að veita þessum gestum okkar sóma- samlega aðstöðu og þjónustu gjörbreyzt. Mikil breyting hefur orðið til batnaðar í gisiN,5stöðu hér í Reykjavík og með þeim framkvæmdum, sem í gangi eru og fyrirhugaðar í þeim efnum, virðist vel séð fyrir þörfum Reykjavíkur á þessu sviði. Nú ber hins vegar nauðsyn til að hefjast handa um stór- átök í byggingu gistihúsa úti á landsbyggðinni. A.m.k. eitt stórt og fullkomið gistihús verður að vera í hverjum landshluta. Mývatn hefur verið mjög vinsæll staður hjá erlendum ferðamönnum, enda er nátt- úrufegurð þar mikil. En full ástæða er til að byggja upp fleiri staði til heimsóknar fyrir erlenda ferðamenn og má í því sambandi sérstaklega benda á nauðsyn þe£» að byggja Snæfellsnes upp í rík- ari mæli fyrir ferðamenn. Þar er enginn skortur náttúrufeg urðar en þar vantar betri að- stöðu til þess að taka á móti ferðamönnum. Æskilegast er að áhuga- menn á hverjum stað bindist samtökum um að koma þess- um málum í betra horf, það tryggir nauðsynlega um- úyggju og hagkvæmni í rekstrL Fríðargæsín- sveitir SÞ ófram ó Kýpnr? S.Þ., New York, 11. júní, AP. NTB. U THANT, framkvæmdastjórl Sameinuðu Þjóðanna, lagði til í dag að friðargæzlusveitir sam- takanna yrðu áfram á Kýpur sex mánuði til viðbótar, en þær hefðu samkvæmt fyrri samning- um átt að hverfa brottu 26. júní. Sagði U Thant lönd þau sem lagt hefðu friðargæzlusveitunum til mannafla hafa lýst sig fús til þess að ljá hann áfram. S.Þ. hafa haft friðargæzlusveitir á eynni allt síðan í marz í fyrra og hefur dvalartími þeirra fjór- um sinnum verið framlengdur, um þrjá mánuði í senn. U Thant sagði að lítið hefðl miðað í átt til samkomulagá milli Grikkja og Tyrkja á eynni og taldi allar horfur á að þar kæmi tii átaka ef ekki nyti við hertnanna og lögregluliðs S.Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.