Morgunblaðið - 13.06.1965, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.06.1965, Blaðsíða 25
Sunnudagur 13. jBnf 1965 MORCUNBLAÐIÐ 25 Kvenskór Frá Englandi, Þýzkalandi og Danmörku Nýjar sendingar — Stórglæsilegt úrvaL Skóval Auslurstræti 18 Eymundssonarkjallara SPANARFERÐ rr L&r, 108 19 dagar — Verð kr. 21.300,00 — Brottför 9. sept. Þessi ferS er farin á þeim árstíma, sem er sá skemmti- legasti á Spáni. Ferðin er skipulögð með það fyrir aug- um að innsýn fáist í hið marg brotna þjóðlíf, fegurstu staðir landsins skoðaðir og að njóta þess sem heillar mest i þessu fagra landi undir suðrænni sóiL FER»AÁÆTLUN 9.—10. sept.: Farþegar mæti við afgreiðslu Loftleiða á Reykjavíkurflugvelli kl. 13,00 þann 9. sept. Ekið er til Kefla víkurflugvallar, en þaðan er flogið kl. 14,30 með þægilegri E>C6b flugvél til Malmö, en þangað er komið kl. 21,00. — Þaðan er haldið með annarri flugvél sömu nótt og flogið til Malaga á Suður-Spáni. Ekið til hótels. Eftirmiðdegin um varið til að skoða borgina. 11. sept.: Nú hefst hin eigin lega Spánarför. Við ökum frá Malaga til Granada, en þang- að er komið um hádegisverð- arleytið. Hér skoðum við Alhambrahöllina, sem stend- ur á klettanöf í skjóli Sierra Nevadafjallanna og gnæfir yf- j ir borgina. Um kvöldið heim- t sækjum við Sacro Monte þar sem Sígaunamir búa í hellum sínum. Hér sjáum við flam- enco dansa í sínu eiginlega umhverfL Gist verður á Hótel Versalles. 12. sept.: Grannda — Murcia — Alicante. Yfir Sierra Nev- ada fjöllin höldum við ferð- inni áfram í áttina að Mið- jarðarhafsströndinni. Hádegis- verð snæðum við í Puerto Lumeras. Áfram gegnum Murcia — Elche, sem er þekkt fyrir mikinn pálmaskóg. Til 1 Alicante er komið síðla dags. Búið verður á Gran Hotel. 13. sept.: AHicante — Val- encit. Við ökum nú um appel- sínu- og vínræktarhéruð. Há- degisverður í Penon en komið I verður seinni part dags til Valencia. Gist á Hótel Metro- pole. Borgin er hin glæsileg- asta og full af minjum frá fyrri tímum. 14. sept.: Valencia — Barc- elona. Þessi síðasti áfangi á leiðinni til Barcelona liggur meðfram strönd Miðjarðar- hafsins. Stanzað verur í Ben- edorm til að gefa tækifæri til að sóla sig á baðströndinnL Hádegisverður snæddur í Vín- aroz. Barcelona verður náð síðla dags. Gist á Hotel Roma. 15. sept.: Barcelona — Zara- gossa. Nú er farið gegnum Kataloniu og Argoniu héruð- in. Komið um eftirmiðdaginn til Zaragossa, hinnar ævafornu menningarborgar á bökkum Ebro-fljótsins. Gist á Hotel Gran Via. 16. sept. Zaragossa - Madrid. Lagt á stað snemma morguns og komið til Madrid um há- degisverðarbil. Hér verður gist á Hótel Balboa. Eftirmiðdag- urinn frjáls til eigin ráðstöf- unar. 17. sept.: Þennan dag verð- ur dvalið um kyrrt í borg- inni. Hér heimsækjum við Prado-safnið, Konungs'höllina auk fjölda margs annars. 18. sept.: Madrid — Toledo — Cordoba. Um morguninn ökum við til Toledo. Borgin er dæmigerð „spönsk'". Hún var fyrrum fræg fyrir hin ágætu vopn, sem þar voru smíðuð. Hér sjáum við einnig hús málarans E1 Greco. Til Cordoba er komið síðar um daginn og gist á Hotel Zahira. 19. sept.: Cordoba — Sevilla. Fyrir hádegi verður deginum varið til að skoða Cordoba. Dómkirkjan hér er sérlega athyglisverð, enda sérstætt listaverk. Eftir hádegi haldið til Sevilla um undurfagurt landslag. Gist á Hótel Colon. 20. sept.: Dvalið í Sevilla. Borgin hefur margt að bjóða, fyrst og fremst fagrar bygg- ingar, svo sem dómkirkjuna þar sem Columbus liggur grafinn. Við heimsækjum Alc- azar með sínum ótal mósaik- lögðu sölum og fögrum garði. Nautaats-sviðið hér er hið þekktasta á Spáni. Kvöldinu verður vel varið til að skoða mannlífið í þessum heimabæ Carmenar, sem fræg er af óperunni. 21. sept.: Sevilla — Jerer de la Frontera — Codiz. A leið- inni frá Sevilla förum við um heimkynni hinna þekktu Spán ar-sherrys. Hér heimsækjum við vínkjallara stórfyTirtækis, þar sem hundruðir áma standa á stokkum og að sjálfsögðu fáum við okkur glas af sherry. Eftir hádegisverð er haldið áfram til Cadiz. Gist á Hótel Francia y Paris. 22. sept.: Cadiz — Algeciras — Tangier. Nú birtist okkur nýr heimur því í dag heim- sækjum við Tangier í Afríku. Farið er með ferju yfir Gibr- altar-sundið. Viðbrigðin eru mikil, því að þetta er annar heimur. Borgin er að visu víða mjög nýtízkuleg, en mannlífið allt öðru vísi en við þekkjum frá Evrópulöndum. Við för- um kynnisferð um borgina, verzlum á bösurum, komum í Kashbah — hverfi Arabanna. Kvöldinu væri svo vel varið í krám og kaffihúsum að austurlenzkum sið. Gist verð- ur á Hótel Valasque Palaze. 23. sept.: Tangier — Gibr- altar — Malaga. Nú lokum við hringnum í þessari ferð. Við höfum tímann fram til hádeg- is til að skoða Tangier enn- frekar. Eftir hádegisverð för- um við með ferju yfir sundið. Ekið verður eftir endilangri Costa del Sol ströndinni, gegn um Torremolinos, Marbella og til Malaga. Gist um nóttina á Hótel Miramar. 24. sept.: Þetta er síðasti dagur okkar á Spáni. Eftir hádegi fljúgum við heim á leið, en flugvélin lendir í Malmö síðla dags. Strax á ferju yfir Eyrarsund og til Kaupmannahafnar. Gist verð- ur á hóteli miðsvæðis í borg- inni. 25. sept.: Dagurinn er frjáls fram undir hádegi, en Gull- foss, farkostur okkar, siglir um hádegisbilið. Til Reykja- víkur er svo komið að morgni þess 29. september. LÖND OG LEIÐIR Aðaístrœti 8 - Símar 20800 - 20760 anGlI ANGLI—SKYRTUR Mikið úrvaL Einnig með löngum ermum. KLÆDAVERZLUIV AINIDRÉSAR ANDRÉSSONAR Laugavegi 3. Sumarbústaðaland til sölu Sumarbústaðaland í skóglendi á einum fegursta og bezta stað er til sölu. Hentugt fyrir félagasamtök eða einstaklinga. — Þeir, sem vildu fá frekari upp lýsingar leggi nafn sitt, merkt: „6908“ inn á afgr. Mbl. fyrir 16. þ.m. NYGEN STRIGINN ER STERKARI EN STÁL INTERNATIONAL \* I ADEINS GENERAL HJÓLBARDINN ER MEÐ NYGEN STRIGA 1NTERNATI0NAL hjólbapðinn hf. lAUCAVtC 178 Slltll 35260

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.