Morgunblaðið - 13.06.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.06.1965, Blaðsíða 23
Sunnudagur 13. júní 1965 MORGUNBLAÐIÐ 23 75 ára: Kristjana Ö. Benediktsdóttir EN hvað tíminn líður fljótt! Eyrir nær tveimur áratugum sýndi Leikfélag templara sjón- leikinn Tengdamömmu og frú Soffia Guðlaugsdóttir var leik- stjóri. Þá vorum við frú Kristj- ena þar með og mig minnir að við værum ung- En nú er hún hálfáttræð í dag og ég á næstu tröppu----Svona gengur það. — !< Okkur kom saman um það, nokkrum félögum frú Kristjönu, ®ð þessa afmælis yrði að minnast að nokkru og það kom í minn hlut að skrifa fáar línur — sem verður þó engin æfisaga. Hún bíður áttræðisafmælisins! En til þess að fylgja gamalli hefð skrifa ég hér nokkur atriði. ' Kristjana er fædd að Bakka í Vatnsdal 13. júní 1890. For- eldrar hennar voru hjónin Kristín Þorvarðardóttir og Bene dikt Sigfússon, Jónssonar prests á Tjörn. Hjá þeim ólst hún upp og með þeim fluttist hún til Reykjavíkur meðan hún var enn á æskuskeiði og hefur dvalið hér síðan. * Snemma bar á því að Krist- jana væri námfús og bókhneigð. Ung að árum var hún við nám 1 Kvennaskólanum á Blönduósi og hún var ein af fyrstu nem- endum Kennaraskóla íslands, tók próf þaðan 1910 og kenndi síðan á ýmsum stöðum unz hún giftist Jóhanni Jóhannssyni, hús gagnasmið. Þau eignuðust fjögur efnileg börn, en mann sinn missti Kristjana þegar elzta barnið var 14 ára. Þá tóku við erfiðir tímar en Kristjana lét ekki bugast, sterk guðstrú og örugg vissa um framhaldslíf, léttu byrðina. Með tilstyrk frænda og vina kom hún börn- tmum öllum til manns. Þrjú þeirra eru vel metnir borgarar hér í Revkjavik, en elzti sonur- inn er dáinn fyrir nokkrum ár- nm, einmitt sá sem alltaf hélt heimili með móður sinni. Síðan hefur hún búið ein síns liðs — en þó studd af ástvinum hvenær, sem þörf er á, þar sem heilsan er nú tekin að bila. Kristjana er af þéirri tegund manna, sem vill sjá um sig sjálf meðan unnt er. Og ér það ekki líka bezt? • Hér verður ekki lengri saga eögð, þeir sem meira vilja vita ekulu líta í okkar góða Kenn- aratal. •I Kristjana Benediktsdóttir er ’gáfuð kona, sem hefur sterka skapgerð og sterkan vilja. En hún finnur líka til með þeim, sem þjást og vill rétta þeim hjálparhönd. Þess vegna vígðist hún ung að árum góðtemplara- reglunni og hugsjónum hennar. Hún gekk ? stúkuna Úndínu f .Vatnsdal 1902 og þegar hún kom til Reykjavíkur, gekk hún í st. Einingin nr. 14 og hefur verið ein styrkasta stoð þeirrar stúku ©g Reglunnar í heild, fram á þennan dag. Ég held ég þekki engan núlifandi m^nn, sem mér virðist hafa tileinkað sér jafn- vel hugsjónir Reglunnar og frú Kristjönu, eða sýnt félagsskapn- lim meiri ræktarsemi og tryggð. Ég hygg að félagar hennar i Ein- ingunni muni segja hið sama. Fyrr á árum var hún ein aðal- driffjöðurin í starfsemi stúkunn ar, hvort sem um var að ræða útbreiðslu eða skemmtanir á fundum. Hún er vel máli farin, égætur hagyrðingur og hefur flutt fjölda erinda um ýms mál innan Reglunnar. Mér er kunn- ugt um að hún hefur skrifað mikið varðandi sögu Reglunnar hér í Reykjavík og þá einkum félagsstarfið f Einingunni. Þar kynntist hún mörgum ágætum félögum, sem einnig eru löngu þjóðkunnir, t. d. Indriða Einars- eyni, Borgþóri Jósefssyni, frú Etefaníu Guðmundsdóttur, leik- konu, Helga Helgasyni o. fl. o. fl., «em of langt yrðí upp að telja. Hefur hún skráð skemmtilegar Níræð á morgun: Guðrún Sveinsdóttir „Fögur sál er ávallt ung, JTvö þeirra, Vilborg og Kjartan, minningar um alla þessa menn. Vona ég að það komi fram á sinum tíma, þegar skrifuð verður Saga góðtemplara. Lengi . var Kristjana mjög framarlega í leikstarfsemi templ ara, því að hún hefur ágæta leik hæfileika. Hún á líka gott með að umgangast margt fólk og á marga vini meðal yngri félaga Reglunnar, bæði fyrr og síðar. Þá mun hún og oft hafa rétt hjálparhönd þeim, sem við of- drykkju hafa barizt, en sjálfsagt beðið þar bæði sigra og ósigra. En það veit ég, að slíkir menn eiga hollvm þar sem Kristjana er. Og margir þeirra hafa látið þakklæti í ljósi fyrir veitta hjálp —. Og fjöldi samferðar- manna og félaga, munu senda Kristjönu hlýjar þakkir og kveðj ur í dag, þar sem hún dvelur nú á heimili dóttur sinnar og tengda sonar að Faxaskjóii 14 hér í borginni. Ég get ekki stillt mig um að endurrita hér nokkur orð, sem Halldór Kristjánsson skrifaði i afmælisgrein um Kristjönu, þegar hún var sextug. Vona, að höf. fyrirgefi mér það. Hann segir svo: „En þá afmælisósk man ég nú bezta til Kristjönu Bene- diktsdóttur að henni endist enn styrkur í starfi til að kenna fleifum og betur en mér þau helgu fræði, sem ég hef betur lært að meta og muna vegna þess að leiðir okkar lágu saman um skeið. En þar á ég við þann kristna anda Góðtemplarareglunnar, að leita lífshamingjunnar með því, að glæða samúð sína með öllum mönnum og reyna jafnan heldur, að koma fram til góðs en ekki,' svo að ekki sé nú mælt myrkara en þarf. — En til þess verða menn að gera sér grein fyrir afleiðing- um þess er þeir hafast að og meta það allt með alvarlegri ábyrgðartilfinningu". Ég hygg að við, félagar Krist- jönu, munum vilja taka undir þessi ummæli H. Kr. og biðja þess og vona, að henni endist enn um hríð heilsa og styrkur í starfi til þss að vinna að sam- eiginlegum hugsjónamálum okk ar góðtemplara í trú, von og kærleika. Þess hefur aldrei verið meiri þörf en nú. Jafnframt óskum við frú Kristjönu allra heilla á óförn- um æfidögum og þökkum inni- lgea samstarf og leiðsögn á liðnum árum. Ingimar Jóhannesson. Unnið við liöfn- ina allan daginn í fyrradap; HAFNARVERKAMENN mættu til vinnu í fyrradag á venju- legum tíma .Aðeins örfá skip voru í höfninni og unnið við þau sama vinnudag og tíðkazt hefur að undanförnu. í vöru- geymslum skipafélaganna var unnið eins og venjulega, því að næg verkefni verða þar fyrir hendi enn um sinn vegna hinna miklu vöruflutninga skipanna að undanförnu. Sum skipafélög- in fækkuðu nokkuð starfsmönn- um sínum á eyrinni í gær, þar sem minna var um verkefni en venja er til. undir silfurhærum“. Stgr. Thorst. NÍRÆÐ verður á morgun Guð- rún Sveinsdóttir, Miðtúni 1 í Keflavík. Guðrún er fædd að Smærna- velli í Garði 14. júní 1875. For- eldrar hennar voru hjónin Sveinn Sigurðsson og Margrét Guðna- dóttir, bæði ættuð úr Gríms- nesi. Börn þeirra voru 5 og var Guðrún næst yngst. Er hún nú ein systkina sinna á lífi. Guðrún ólst upp hjá foreldrum sínum og dvaldist hjá' þeim fram á full- orðinsár. Frá níu ára aldri var hún flest sumur austur í sveit- um ásamt foreldrum sínum í kaupavinnu. Kynntist hún því ung erfiðri lífsbaráttu og óblíð- um ævikjörum, þrotlausri vinnu en fáum frjálsum gleðistundum. En þegar á ungum aldri sýndi það sig, að hún var gædd þeim likams- og sálarstyrk, sem aldrei brást. Og þegar mest á reyndi, var hún sterkust og stærst. Haustið 1900 giftist Guðrún Eiríki Guðmundssyni, ættuðum austan úr Mýrdal. Þau bjuggu í Smærnavelli í 23 ár. Þaðan fluttu þau að Garðhúsum í Garði og áttu þar heima 10 síðustu sam- vistarárin. Þau eignuðust 6 börn, sem öll komust til fullorðinsára. eru látin. Á lífi eru: Guðmund- ur, býr í Garðhúsum, Þóra, hús- frú í Reykjavík, Marta, húsfrú í Keflavík og Guðný, húsfrú 1 Reykjavík. Hjónaband og heimilislif þeirra Guðrúnar og Eiríks var frábærlega ástríkt og farsælt. Eiríkur stundaði jafnan sjóinn, bæði sem háseti og formaður. Hann var mikilsvirtur dugnað- ar- og drengskaparmaður. Börn- in öll nutu ástríkis foreldra sinna í ríkum mæli. Og víst er um það, að haldgott og nota- drjúgt hefur það reýnzt þeim, veganestið, sem þau hlutu heima hjá föður og móður á æsku- og uppvaxtarárum sínum. Ennfrem- ur ólu þau upp dótturson sinn, Svein Ólafsson, frá eins árs aldri. Hann býr nú í Keflavík. Mann sinn missti Guðrún hinn 3 des. árið 1933. Árið eftir flutti Guðrún til Keflavíkur með Mörtu dóttur sinni og manni hennar Ólafi Inigiberssyni, bifreiðastjóra. Hjá þeim hefir hún átt heima fram til til þessa. Hefir Guðrún verið dóttur sinni ómetanlegur styrkur og veitt henni alla þá hjálp er hún hefir megnað á hennar stóra og umsvifamikla heimili. Þrátt fyrir sinn háa aldur er Guðrún ung í anda og með' óskerta sálarkrafta. Hún fylgist vel með öllu sem gerist og tekur þátt í hugðarefnum hins dagleiga lífs. Hún er bjartsýn og broshýr, glöð og góð. í návist hennar er jafnan friður og traust, — ótví- rætt merki þess, að þar fer kona, sem lifað hefir lífi sínu í öryggi einlægrar Guðstrúar. Orð skálds- ins vakna ósjálfrátt í huga: „Fögur sál er ávallt unig, undir silfuxmhærum“. Sjálfur þakka ég þér, Guðrún mín, öll okkar góðu kynni. Guð blessi þennan merka áfanga i lífi þínu og gefi þér enn margar bjartar og fagrar gleðistundir I hópi ástvina þinna og vina. Bj. J. \ £ Attræður á morgun: Jóhannes Jónsson, Hömrum Á M O R G U N, 14. júní, á Jó- hannes Jónsson, bóndi á Hömr- um í Grímsnesi, áttræðisafmæli. Hann er fæddur á Þórisstöðum i Grímsnesi, þar sem foreldrar hans, Rannveig Sveinsdóttir og Jón Jóhannsson bjuggu. Börnin voru fjögur fyrir, er þeim fædd- ust tvíburar, Júníus og Jóhann- es. Varð það hlutskipti Jóhannes- ar að vera fluttur næturgamall að Kringlu í Grimsnesi, þar sem hann var þrettán fyrstu vikur sinnar löngu ævi, og ekki ein- sýnt, að sveinninn hefði öllu lengri töf í þessum heimi. Fyrir því varð það að ráði, að ljós- móðir hans, Þórunri Guðmunds- dóttir, húsfreyja á Bjarnastöðum í Grímsnesi hafði hann heim með sér, er hún kom að vitja hans. Ólu þau hjón, Þórunn og Björn Jónsson, drenginn upp og bjó hann við sama kost og börn þeirra mætu hjóna upp frá þvi. Á þeim árum var barnafræðsl- an ekki meiri en þriggja vikna tilsögn í skammdeginu veturinn fyrir ferminguna, við grútarljós, og svo fermingarundirbúningur prestsins að Mosfelli, sr. Stefáns Stephensen. Þann tíma hefir Jó- hannes notað vel og haft tij næg- ar námsgáfur, því næst innstur stóð hann á kirkjugólfi, er skírn- arsáttmálinn var staðfestur. — Fermingarárið fór hann til sjós á skútunni Sturlu, eign Sturlu- bræðra, og var samfleytt níu ár á skútum á vertíð og vorvertíð, en síðasta árið fram að göngum. Allan þann tíma var hann heim- ilisfastur hjá fósturforeldrum sín um og fóstursystkinum, fyrst á Bjarnastöðum og síðan á Gelti í Grímsnesi og vann því heimili alla tíð. Seytján ára gamall fór hann á námsskeið í trésmíðum í Reykjavik, þrjá mánuði fram að vertíð. Var hann hvattur til þess af meistara sínum að halda áfram námi í smíðum, en af því varð þó ekki. Ttuttugu og fimm ára fór Jóhannes með uppeldisbræðrum sínum, þeim Ólafi og Guðmundi Björnssonum, að Skógarkoti í Þingvallasveit, en þar höfðu þeir fjárbú í eitt ár. Þaðan fóru þeir að Ormsstöðum í Grímsnesi, en þá jörð keyptu þeir bræður af Jóhannesi, bónda í Ey- vík. Þar var Jóhannes í þrjú ár og fór þaðan með Guðmundi Björnssyni að Vatnsnesi í sömu sveit, er Guðmundur hóf búskap þar. Árið 1916 hóf Jóhannes bú- skap á Gíslastöðum í Grímsnesi og bjó þar einn til ársins 1919, er hann fékk ábúð á parti úr Hömr- um. Hóf hann þar búskap um vorið með unnustu sinni, Sigríði Bjarnadóttur frá Minnibæ, og voru þau gefin samátt í Mosfells- kirkju hinn 16. maí 1920. Hafa þau búið þar fram á þennan dag, við vaxandi efni og umsvif. Börn þeirra eru þrjú: Ingibjörg, ^ift Einari Tönsberg, Guðrftn Jó- hanna, gift Bjarna Helgasyni og Gunnar Ragnar Þorbjörn, bóndi á Hömrum. Báðar dæturnar eru útskrifaðar úr Kennaraskólanum og sonurinn í röð fremstu bænda. Þegar Jóhannes hóf búskap á Hömrum gaf túnið af sér 64 hestburði af töðu. í dag mælist tún þeirra feðga um tuttugu og fimm hektarar, auk þrettán hekt- ara leigutúns. Áður var tvíbýli á Hömrum, en síðustu árin hafa þeir haft jörðina alla undir og á Gunnar nú þriðja part henn- ar. í byrjun voru öll hús moldar- kofar. Nú er á Hömrum nýtt, glæsilegt íbúðarhús, með tveim- ur íbúðum og öllum nútímans þægindum, steinsteypt fjós fyrir tuttugu og fjóra gripi, með kæli og þvottaklefa, fóðurgeymslu og safnþró steypíri. Hlaðan er búin súgþurrkun. Ný fjárhús fyrir fimmhundruð og tuttugu fjár, - samt viðbyggðri tilsvarandi hlöðu, hænsnahús fyrir 4—500 hænsni, tvær dráttarvélar og jeppi, auk annara nútíma hey- vinnsluvéla. Ekki dettur mér í hug að halda því fram, að þetta séu allt verk Jóhannesar eins. Hann er svo lánsamur að eiga þá konu, sem af eindæma þreki, metnaði og manndómi hefir staðið við hlið honum í langri lífsbaráttu og hvergi hlíft sér, og son, sem tók við forystunni og byggði á þeim grunni, sem foreldrarnir höfðu lagt, af svo miklum stórhug og myndarskap, að orð fer af. Eins og framan skráðar stikl- ur bera vott um hefir Jóhannea ekki átt margar tómstundir um dagana, en margar yndisstundir í þjónuslu lífs og gróðurs. Létt lund, meðfædd góðfýsi og óbif- andi traust til skapara síns og frelsara hafa gert Jóhannes að þeim gæfumanni, sem hann hlýt- ur að teljast í dag, er hann lítur af sjónarhólnum áttræður. í dag samfagna vandamenn hans og vinir honum á fögru jörðinni hans, sem á sér fegurri sjóndeild- arhring en orð fái lýst. Tryggvi Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.