Morgunblaðið - 29.07.1965, Page 27

Morgunblaðið - 29.07.1965, Page 27
#fmmtur1agíir 29. 'iúlí 1965 M * *> C U N B L A«’1Ð 27 E.B.E. Löndin 5 standa nú fast saman - en Frakkar sýna enn engan samningsvilja Brússel, 28. júlí — AP AMINTORE Fanfani, utan- ríkisráðherra Ítalíu, sem jafn- framt er for'.naður ráðherra- nefndar Efnahagsbandalags Evrópu, lýsti því yfir á fundi með fréttamönnum í Brússel í dag, að það hefði verið rangt af frönsku stjórninni að hætta þátttöku í umræðum um vandamál þau, sem nú steðja að bandalaginu. „Það voru enn fyrir hendi ýmsir mögu- leikar til samkomulags“, sagði Fanfani. Walter Hallstein, formaður framkvæmdanefndar banda- lagsins, tók í sama streng. Hallstein mótmælti harðlega árásum þeim á framkvæmda- nefndina, sem fram komu í út- varpsviðtali við Georges Pompi- dou, forsætisráðherra Frakk- lands, í fyrrakvöld „Við höfum hagað starfi okkar í samræmi við Rómarsáttmál- ann“, sagði Hallstein, „og aldrei farið út fyrir það starfssvið, sem hann setur“. Hallstein varði aðgerðir nefnd- arinnar, þær, sem leiddu til, að upp úr samkomulagsumleitunum slitnaði 1. júlí sl., svo og miðlun- artillögu þá, sem nýlega var rædd í ráðherranefndinni, án þátttöku Frakka. Hallstein sagði enn fremur, að tillagan um eflingu Evrópuráðs- ins í Strassborg hefði verið til umræðu um árabil. Benti hann á, að hollenzka þingið hefði sýnt mikinn áhuga á þessu máli. Hins vegar vísaði Hallstein á bug full- yrðingunum um, að framkvæmda nefndin hefði brugðizt hlutverki CÍnu. f lok ræðu sinnar sagði Hall- *tein, að menn yrðu að varast að gera deilurnar innan bandalags- ins að deilum um einstaka menn. Jafnframt taldi hann, að næsta tollalækkun innan bandalagsins, lOVo lækkun, myndi fara fram samkvæmt áætlun, 1. janúar 1966. Fanfani, utanríkisráðherra, kvað fulla einingu hafa náðst — Wilson Framh. af bls. 1 að stefna stjórnarinnar hafi vak- ið mikla óró. Þó það sé að vísu þýðingarmikið, að hægt sé að viðhalda tiltrú erlendra viðskipta manna Breta á sterlingspundið, iþá verði slíkt tillit ekki keypt með atvinnuleysi innanlands. Talsmenn sambandsins sóttu heim fjármálaráðherra stjórnar- innar, James Callaghan, í dag, og færðu honum orðsendinguna. í fyrstu fréttatilkynningunni, sem Heath hefur sent frá sér, eftir að hann tók við formennsku íhaldsflokksins, segir hann, að flokkurinn hafi í hyggju að auka velferð landsmanna, og auka áhrif Breta á gang heimsmál- anna. Fréttastofur í Bretlandi hafa mikið rætt atburði síðustu daga í stjórnmálum landsmanna. Gæt- ir þar víða ummæla á þá leið, að einnig sú, sem þessa dagana virðist ríkja innan íhaldsflokks- ins, sé í algerri andstöðu við á- standið í Verkamannaflokknum, þar sem hver höndin virðist uppi á móti annarri. Tetja flestir stjórnmálafréttaritarar, að stjórn arandstæðingar munj nú herða sókn sína, og megi búast Við meiri háttar átökuna á þitigi á næstunni. milli landanna — nema Frakka, sem ekki tóku þátt — er ráðherra fundur var haldinn fyrr í þessari viku. Fundurinn hefði verið lög- legur, þótt Frakkar hefðu ekki tekið þátt í honum. Sagði Fanfani, að allir hefðu verið sammála um það á þessum fundi, að nauðsynlegt væri, að eðlileg samskipti landanna héldu áfram, þrátt fyrir deilur þær, sem nú standa. Samkomulag hefði náðst um, að nýskipan land búnaðarmála skyldi gilda frá og með 1. júlí sl., þótt samningagerð hefði ekki verið lokið á þeim tíma. Fanfani lýsti því loks yfir, að hann vonaðist til, að Frakkar myndu senda fulltrúa til fundar- halda þeirra, sem hefjast 7. októ- ber nk. SAMKVÆMT bráðabirgðatölum Hagstofu íslands var vöruskipta jöfnuðurinn í júní óhagstæður um 843 millj. króna. Flutt var út fyrir 492 millj. en inn fyrir 975 millj. þar af skip og flug- vélar fyrir 468 millj. Á sama tíma í fyrra var vöruskiptajöfn- viðurinn óhagstæður um 593 millj. Útflutningur nam þá 442 millj., en innflutningur 1.035 millj. kr. þar af skip og flugvél ar fyrir 581 milli. Á fyrra helmingi þessa árs hefur vöruskiptajöfnuðurinn ver ið óhagstæður um 371 millj., en 70 árcr Þorsteinn Guðmundsson frá Reynivöllum Höfn, Hornafirði 28. júlí. 70 ára er á morgun Þorsteinn Guðmundsson, fyrrverandi hrepp stjóri frá Reynivöllum í Suður- sveit. Þorsteinn er fæddur að Skálafelli, sonur hjónanna Sig- ríðar Aradóttur frá Borg og Guð- mundar Sigurðssonar. Þorsteinn ólst upp hjá Þorsteini Arasyni oddvita á Reynivöllum. Þorsteinn bjó á Reynivöllum frá 1925 til 1963 að hann fluttist á Höfn. Hann var hreppstjóri Borgar- hafnarhrepps í 20 ár og hefur unnið mikið að félagsmálum er formaður Skógræktarfélags A- Skaftfellinga. Kona Þorsteins er Arelí Þorsteinsdóttir frá Reyni- völlum. Eiga þar tvó syni á lífi. — Gunnar. — Útsvarsálagning Framhald af bls. 28 ert tekjuútsvar á gjaldendur eldri en 70 ára. Hæstu útsvarsgreiðendur eru: Einstaklingar: Magnús Bergmann kr. 129.800.00 Sævar Brynjólfsson — 121.000.00 Halldór Brynjólfsson - 104.000.00 Fyrirtæki: Keflavík h.f. — 235.400.00 Ægir h.f. _ 134.500.00 Eldey h.f. _ 113.900.00 Hæstu aðstöðugjaldsgreiðend- ur eru: Kaupfélag Suðurnesja 592.000.00 Hraðfrystihús Keflavíkur •<s---------------------- Drengur slasast AKRANESI 28. júlí. — Það var í fyrrinótt, að fjórtán eða fimmtán ára. drengur var að vinna í mjölhúsinu og var að sauma fyrir mjölpokana. Stakkst þá nálin ofan til í þumalfingur á hægri hendi og risti fram úr nálægt beini og hefur hann nú fingurinn reifaðan vegna þessa. Drengurinn heitir Hjörtur Júlíus son til heimilis að Merkurteigi8. — Oddur. var á sama tíma í fyrra óhag- stæður um 586 millj. Harður árekstur i Hafnarfirði HARÐUR árekstur varð í gær kl. 15.15 á mótum Strandgötu og Sniðgötu í Hafnarfirði. Rákust þar saman bifreiðarnar A-2082 og P-768. Ætlaði A-2082 að aka fram úr hinni á gatnamótunum, en bifreiðarnar skullu saman og hvolfdi A-2082. Meiðsli munu hafa orðið á fólki, sem í bifreið- unum var, en Hafnarfjarðarlög- reglunni var ekki kunnugt um, hversu alvarlegs eðlis þau voru. Samið á Keflavíkur- flugvelli SAMNINGAR tókust í gær án milligöngu sáttasemjara milli fjögurra verkalýðsfélaga í um- hverfi Keflavíkurflugvallar og íslenzkra aðalverktaka. Er það á grundvelli samninga milli verkalýðsfélaganna og Vinnuveit endafélags Suðurnesja. Jarlinn lestar sement AKRANESI 28. júlí. _ M.s. Jarl- inn liggur hér við verksmiðju- bryggjuna og lestar 600 tonn af sementi,sem hann flytur til Húsa víkur Kópaskers Raufarhafnar, Þórshafnar, Borgarfjarðar og Seyðisfjarðar. Skipstjóri á Jarl- inum er Magnús Bjarnason, 1. stýrimaður Harry Steinsson og 2. stýrimaður Ásgeir Þórarins- son. — Oddur. Hvolfdi austan Krísu'x/Jkui* í GÆR kl. 14.10 var Hafnar- fjarðarlögreglunni tilkynnt, að bifreiðin G-3026 hefði farið út af veginum og hvolft austan Krísu- víkur. Kona, sem var í bifreið- inni, mun hafá meiðzt, en ekki alvarleg meiðsli Um helgina 10.—11. júlí slÁ var mikill asi á fólki, sem ^ sótti heim Atlavík í Hallormst staðaskógi. Þessi mynd sýnir/ þó, að kapp er bezt með forsjá.T (Ljósm.: Hákon Aðalsteinss.) J Brotizt inn í sumnrbústnð FYRIR nokkru síðan var brotizt inn í sumarbústað skammt frá Reykjalundi í Mosfellssveit og stolið þaðan nýlegu segulbands- tæki (Tandberg) í tilheyrandi tösku, transistor útvarpstæki (lít ið Telefunken), nýrri myndavél (Voigtlánder) í leðurtösku, kíki, koparstaupum, loftriffli o. fl. Innbrot þetta mun hafa verið framið að nóttu um helgina 17. eða 18. júlí sl. í fjarveru eig- enda. Bendir margt til að þarna hafa verið unglingar að verki. Þeir, sem kynnu að hafa orðið varir við einhverja af framan- greindum munum, ættu að gera lögreglunni í Hafnarfirði við- vart. Lestar 600 tonn hvalkjöts AKRANES 28. júlí. — Dragnótar bátarnir, þilfarstrillan Andey og trillan Björg fiskuðu hvor um sig í gær 1 þús. kg. Það er aðal- lega rauðspretta og ýsa og svo- lítið af smálúðu. M. s. Dettifoss varvhér í nótt og lestaði 250 tonn af hvalkjöti. Fór hann í morgun, en kemur aftur og tekur meira. Alls á Dettifoss að lesta hér í þessari lotu rúm 600 tonn hvalkjöts. Hluta dvalastyrki Menntamálaráðs RITHÖFUNDASAMBAND ís- lands hefur úthlutað dvalar- styrkjum frá Menntamálaráði ís- lands til rithöfunda, Styrki hlutu að þessu sinni rithöfundarnir Friðjón Stefáns- son og Ingimar Erlendur Sig- urðsson, kr. 10.000,00 hvor. — Grikkland Framhald af bls. 1 ar umræður fara þá fram um stjórnmálaástandið í landinu. I morgun, miðvikudag, var boð að til allsherjarverkfalls í stærsta bænum á Krít, Herakli- on, og er öll umferð og viðskipti í bænum nú lömuð. Það er á Krít, sem forsætisráðherrann fyrrverandi, Papandreou, nýtur mests fylgis. Verkamannasambönd, sem vin veitt eru stjórn Novas, efndu í dag til gagnráðstafana gegn and- stæðingum stjórnarinnar í Salon iki. Hefur verið boðað til fundar í borginni, en hann verður að fara fram innan dyra, því að úti fundir hafa verið bannaðir. Stjórnarandstæðingar þar hafa þó látið að því liggja, að þeir xnuni virða bannið að vettugL Loflur Torfason hóndi látinn Akranesi, 28. júlí: — MÁNUDAGINN 26. júlí lézt hér í sjúkrahúsinu Loftur Torfason, bóndi í Vík, Hafnarhólmi á Sels- strönd. Strandasýslu, eftir. sam felld eins árs veikindi. Var hann fyrst skorinn upp í Roykjavík og síðan á nýári hefur hann dval- izt í sjúkrahúsinu hér. Eftirlif- andi kona hans er Hildur Gests- dóttir. Hjónin eignuðust 13 börn, níu þeirra eru á lífi átta synir og ein dóttir. Ingimunduf býr á Hafnarhólmi, Guðbrandur í Hveravík, tveir sýnirnir eru bú- settir hér í bæ, tveir í Reykjavík, einn á Stað í Steingrímsfirði og einn er heima í Vík. Dóttirin Lineik Sóley er í Bæ á Sels- strönd. — Oddur. - 50,000 Framhald af bls. 1 anna, U. Thant, bréf sitt, þar sem þess væri beiðzt, að S.Þ. gerðu allt, sem í þeirra valdi stæði, til að finna friðsamlega lausn á vandamálunum í Viet- nam. • „Við viljum hvorki ógna neinum né ofbjóða með styrk okkar“, sagði Johnson, „en við munum ekki láta undan. Fyrsta takmark okkar í Vietnam er að sýna kommúnistum, að með vopnavaldi verður ekki á okkur unnið þar.“ Þá gerði forsetinn grein fjrrir því, að auknar aðgerðir Banda- ríkjanna í Vietnam myndu kosta aukið fé. Myndi varnarmálaráð herrann, Mc Namara, leggja nauðsynlegar tillögur fyrir þing- ið í þeim efnum. Ekki nefndi Johnson neina beina upphæð í þessu sambandi, en fréttastofur greina frá þvi, að nokkru áður en forsetinn kom til blaðamannafundarins, hafi formaður fjárveitinganefndar þingsins lýst því yfir á þingi, að forsetinn myndi fara fram á einn milljarð dala til að standa straum af auknum hernaðarút- gjöldum. Ræða forsetans var alllöng, og þar sagði hann m.a.: „t þremur styrjöldum, sem Bandaríkin hafa tekið þátt í á minni ævi, höfurn við lægt, að undanlátssemi veitir ekki öryggi, og ekki grið. Við eigutn í styrjöld, sem N-Vietnam stendur fyrir, með stuðningi Kína. Tilgangur þessara aðila er að leggja undir sig S-Vietnam, buga Bandarikin í viðleitni sinni þar, og gera kommúnismann að ríkjandi stefnu í gervallri Asíu.“ Forsetinn lauk ræðu sinni með því að segja: „Svo lengi, sem til eru menn, sem stjórnast af hatri og eyðileggingarhvöt, þá verða Bandarikin að hafa bol- magn til að veita mótspyrnu. Annars verðum við öll að fórna frelsj okkar. Við verðum að tryggja, að slíkt geti ekki gerzt. Því stöndum við föstum fótum í Vietnam". Að lokinni yfirlýsingu sinni svaraði Johnson, forseti, spurn- ingum fréttamanna. Forsetinn var m.a. spurður að því, hvort hann héldi, að styrjöldin í S- Vietnam gæti staðið í 5—7 ár. Hann svaraði: „Ég held, að bandaríska þjóðin geri sér grein fyrir því, að lausn á þessu máli verður ekki fundin í einni svip- an“. Hins vegar vildi hann ekki nefna neinar ákveðnar tölur, eða árafjölda. Þó sagði hann, að sva lengi, sem hann gegndi embætti forseta, yrði veitt öll nauðsynleg mótspyrna gegn árásum. Þá var forsetinn að þvi spurð- ur, hvort hann héldi, að hægt væri að binda styrjöldina við þann hluta heims, eða þær þjóð- ir, sem nú berðust, eða hvort hann teldi, að Sovétríkin myndu fyrr eða síðar gerast þátttak- andi. „Ég vona, að til þess komi aldrei. Við munum gera allt, sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir slík stórátök“, sagði Johnson. Vöruskiptajöfnuðurinn 303.000.00 Vélbátatrygging Reykjaness var vitað hve 250.000.00 i hennar voru.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.