Morgunblaðið - 31.07.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.07.1965, Blaðsíða 14
14 MORK n u b LAÐID lLaugardagUT 31. júlí 1965 — Ufan úr heim> Framhald af bls. 12. morfín og 30-falt sterkara en ópíum. — í>egar lögreglan, einhvers staðar í veröldinni, kemst yf- ir smyglað ópíum eða heró- in, sendir hún Brændun sýn- ishorn af því, og innan fárra klukkutíma getur hann sagt til um, hvar þessi ópíums- planta sé ræktuð. Og þessar upplýsingar eru samtímis sendar öllum þeim löndum, sem hafa samstarf við Inter- pol. Og þá er hægara um vik fyrir lögregluoia að rekja leið smyglsins. — í eitungeymslu stofunnar eru um 800 sýnishorn af op- íum frá 17 löndum, marihu- anavindlingar, hasiiwh, sem er unnið úr indverskum hampi og coca-lauf, sem koka ín er unnið úr. Indíánar í S.-Ameríku tuggðu það fyrir nær 500 árum, er Ev- rópumenn sáu þá næstfyrst (eftir þeim, sem Leifur sá), líkt eins við tyggjum munn- tóbak, og þótti hressing í — eins og okkur að tóbakinu, ihvort það er til að „tyggja, reykja eða taka í nefið“. — Árið 1909 var fyrst haf- izt handa um að hefta eitur- notkunina, á alþjóðlegum vettvangi. Og árið 1920 efndi Alþjóðabandalagið til eftirlits með eiturverzlun, og það er framíhald þess, sem UNO er nú að gera. — A efsta lofti í Alþjóðahöllinni í Geneve starfar Brænden með alþjóð- legu liði. Næst honum að völdum er kona frá Suður- Afríku, Esmé Lunden. Hitt að alfólkið er frá Sovét-Rúss- landi, Spáni og Englandi. Esská. ÚTVARP REYKJAVÍK Hjartanlegar þakkir sendi ég öllum þeim, sem sýndu mér vinarhug á sjötugsafmæli mínu, 10. júlí s.l. Guðlaugur Sigurðsson, Hrísum. Bifreiðarstjóri Óskum að ráða röskan bifreiðastjóra til starfa í verksmiðju okkar nú þegar. hf. Sanitas Sími 35350. Einbýlishús í Hveragerði til sölu á ágætum stað í þorpinu. Upplýsingar í síma 1-68-84 í Reykjavík og sima 11 í Hveragerði. ,t, Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir og afi SUMARLIÐI HALLDÓRSSON andaðist að Vöglum í Enjóskadal 29. júli. Jarðar- förin ákveðin síðar. Sigríður Sumarliðadóttir, Sigurlaug Jónsdóttr, ísleifur Sumarliðason og börn. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi SAMÚEL KRISTJÁNSSON Langholtsvegi 15, sem andaðist mánudaginn 26. júlí verður jarðsunginn frá Hailgrímskirkju laugardaginn 31. júlí kl. 10,30 f.h. Athöfninni verður útvarpað. Margrét Hannesdóttir, börn, tengdabörn og bamaböm. Maðurinn minn og faðir okkar KRISTINN INGVARSSON organleikari, verður jarðsunginn miðvikudaginn 4. águst frá Laugai- neskirkju, athöfnin hefst kl. 1,30. Guðrún Sigurðardóttir og dætur. Hjartanlegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför mannsins míns ÞÓRÐAR EIRÍKSSONAR F.h. bama hans og stjúpbarna. Guð blessi ykkur öll Si'grún Finnsdóttir. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför sonar okkar og bróður VIKTORS GUNNLAUGSSONAR Sigríður Dóra Jónsdóttir, Gunnlaugur Þorláksson, og systkini hins látna. SÉRA Gunnar Árnason talaði um daginn og veginn, mánudag 19. júlí. Vék hann m. a. að íslenzk- um landbúnaðarmálum. Taldi hann, að margir bændur notuðu of mikið útlendan áburð og fóð- urbæti. Athyglisverð var tillaga Gunnars um meiri og hagkvæm- ari verkaskiptingu í íslenzkum iandbúnaði. Sagði hann að sá bú skaparháttur mundi víða reynast heppilegastur, að einn bóndi ræki eingöngu fjárbú, en ann- ar einvörðugu kúabú. Sumar jarðir væru sérlega vel fallnar til sauðfjárræktar, en miklu mið ur til nautgriparæktar og öfugt. Sagðist sér Gunnar óttast, að bændur yrðu fuliseinir að bregða á þetta búskaparlag, sem mundi víða stuðla að mjög aukinni hag kvæmni í búskap. Mikiu víðar kom Gunnar við í þætti sinum, en margt af því hef ur verið talsvert rætt í útvarp- inu undanfarið, og meira að segja í sama þætti. Er það raun- ar ekki óeðlilegt', þótt útsýn um dag og veg feli í sér nokkrar endurtekningar mynda fyrir sjónum manna og máiflutningur manna með svipaðar lífsskoðanir verði því á stundum keimlíkur. Er skáldsagan dauð ? Það hlýtur að gegna nokkurri furðu, að þannig skuli spurt á íslandi einungis tíu árum eftir, að islenzkur rithöfundur hreppir þá viðurkenningu fyrir samningu skáldsagna, sem hæst er metin á þessari plánetu. Og meðan enn eru skrifaðar skáldsögur af all- miklum krafti bæði hér á iandi og erlendis. En staðreynd er það, að þessarar spurningar spurði Indriði G. Þorsteinsson fjóra nafnkunna bókmenntagagnrýn- endur síðar á mánudagskvöld. Menn þessir voru: Andrés Krist jánsson, Njörður P. Njarðvík. Bjarni Benediktsson frá Hofteigi og Eriendur Jónsson. Andrés Kristjánsson svaraði spurningunni afdráttarlaust neit andi. Taidi skáldsöguna mundu standa föstum fótum, meðan menn fæddust og iifðu. Skáld- saga væri eins og líkindareikn- ingur, þar sem reiknuð væru Jífs dæmi. Ef menn hefðu ekki skáid- sögur, töiuðu menn bara um ná ungann og spynnu sögur um hann. Andrés sagði, að það væru mjög skyJdar athafnir að Jesa og skrifa skáldsögur. Þær væru sprottnar af sömu þörf. Og þótt vandvirkir höfundar legðu mikla vinnu í samningu sagna sinna, þá semdi hver lesandi þær raun verulega upp á nýtt eftir sínum skilningi. — Svona mikil fjar- stæða er að spyrja, hvort skáld- sagan sé dauð, sagði Andrés. Ekki vildi Njörður P. Njarð- vík heldur skrifa undir það, að skáldsöguformið væri dautt eða að deyja. Raun- ... ar vissum við ekki, hvað fram | tiðin bæri í mmvM skauti sér í i, ' þeim efnum og | væri meinlaust, þótt við vissum það ekki. En hann sagðist aldrei hafa heyrt nein hald- bær rök færð fram fyrir því, að menn ættu að hætta að skrifa skáldsögur. Þá sagði hann, að öll frásögn væri í ströngum skiln-i ingi skáldsaga. Njörður sagði, að stundum væri það fundð skáldsögunni til foráttu, að „söguhetjan" væri stöðugt að troða sér á milli les- enda og sögunnar. En þannig hiyti það ávallt að verða, nema mönnum fyndist þeir raunveru lega sjálfir lifa söguna. En slíkt mundi aldrei takast, enda væri það enginn kostur við skáldsögu á rituðu máli. Einna svartsýnastur virtist mér Bjarni Benediktsson á fram tíð skáldverka og raunar ýmissa annarra andlegra verðmæta a.m.k. á Vesturlöndum. Hann sagði m.a., að í dag spyrðu menn ekki um epik, heldur íbúð og bíl. Krafan hljóðaði upp á ærsl og hávaða, en það væri andstætt skáldsögunni, list hins eina, hóf undar og síðar lesanda. Mynd og líf manns væri að verða ómerki legra skáldskaparefni en fyrr. — Sögulegar staðreyndir nútimans væru á margan hátt ómannleg fyrirbæri. Spumingi'n urn líf eða dauða skáldsögunnar væri jafnframt spurning um menningarlega og þjóðfélagslega þróun. Sagðist Bjarni ekki vera sérlega bjart- sýnn í þeim efnum. Tæknin væri ekki menning og fordinn ekki siðgæðisvera. Þó fyndist sér, að skáldsagan ætti enn að geta stuðl að að hafningu í menningu þjóða. Síðastur talaði Erlendur Jóns son. Hann sagði, að það kynni að vera álitamál, hvort skáldsagan byggi enn yfir virku endurnýj- andi afli. Hún ætti nú nokkuð erfitt uppdráttar hérlendis í sam keppni við leikhús, kvikmynda- hús og jafnvel sjónvarp, og auk þess mundi langur vinnutími svo til allra stétta há henni allmikið. — En jafnframt mætti þá spyrja hvort bókstafurinn væri ekki orð inn forngripur, jafnt í skáldsög- um sem í öðru rituðu máli. Slík- ar hugleiðingar gæfu e.t.v. til- efni til svartsýni. En einnig mætti leyfa sér að vera bjartsýnn. Skáldskaparform kæmu og færu. Eftir íslendinga- sagnaöldina hefðu rímurnar komið og ríkt í fimm aldir. fs- lenzka skáld- sagan væri ekki nema 150 ára gamalt fyrir- bæri. Það lægi nokkuð beint við að spyrja, hvort skáldsagan Jiði ekki undir lok sem tjáning arform á sama hátt og þessir forverar hennar. En Erlendur sagðist álíta, að sá tími væri a.m.k. enn ekki kominn. Svaraði hann spurningunni neitandi. Indriði hélt þannig heim, án þess að hafa dánarvottorð skáld- sögunnar upp á vasann. Það er athyglisvert, að einn af þekktari rithöfundum okkar skuli spyrja spumingar sem þessarar. Var hann elnungis að afla skáldsög- unni traustsyfirlýsingar á svona útsmoginn hátt? Eða finnur hann I þegar feigðarmerki sinnar eigin j skáldlegu andagiftar? Við skul- | um vona að fyrri tilgáfan sé réttari. Bragi Benediktsson, cand theol taiaði um trúarlegt uppeldi á þriðjudagskvöld. Ræddi um nauð syn þess að beina trúarbneigð barna, sem þeim væri meðfædd, á rétta braut. Nú, þegar efnis- byggjan væri svo rikur þáttur í viðhorfi manna, væri nauðsyn- legt, að heimili, skóli og kirkja 1 stæðu fast saman í þessu hlut- verki. Ævar Kvaran ræddi þetta kvöld um hol'leinzkiain húsaimálara sem fyrir kraft höfuðhöggs mik ils, er hann hlaut af slysi, öðlað ist yfirnáttúrlega hæfileika eða 1 „sjötta skilningarvitið'*. Hefur | hann síðan aðstoðað lögreglu við leit sakamanna svo og annazt fyrirgreiðslu ýmsa fyrir fyrir- tæki og einstaklinga. T.d. nægir honum oftast að snerta vél laus- lega, til að finna hvort einhver hlutur hennar er í þann vegmn ■ að bila. Hefur hann háar tekjur i af þessum störfum sínum. — Hæfileikar manns þessa til að leysa sakamál minna mjög á sög urnar um Sherlock Holmes. Virð ist þó Holmes hafa veri'ð öllu glöggari, og er þó ekki vitað, að hann hlyti slíkt höfuðhögg til að hressa upp á skilningarvitin. Á miðvikudag hélt Gerður Magnúsdóttir áfram að rekja ferðapistla föður síns, Magnúsar Magnússonar, ritstjóra, frá hring ferð hans um landið. Ráðlegg ég fólki eindregið að fylgjast með því, sem eftir er af þeim þátt- um. Ánægjulegt má telja, að út- varpið hefur nú undanfarið helg- að islenzkri tónlist sérstakan þátt í viku hverri og tekið fyrir hverju sinni ákveðið ljóðskáld og leikið lög við texta eftir það. Þá er þátturinn „Gömlu lögin sungin og leikin“ vinsæll, meðal fullorðins fóiks a.m.k. — Hins vegar er frámunalega leiðinlegt, þegar útvarpið bregður á það ráð, að geta einungis höfundar lags en ekki Ijóðs, þegar söng- lög eru sungin. Væri gott, ef sá vildi gefa sig fram, sem ábyrgur er fyrir því, svo að unnt væri að skamma hann persónulega. Á fimmtudags- og föstudags- kvöid vildi ég geta tveggja sér- staklega góðra þátta. Hinum fyrri stjórnaði Jón R. Hjálmars- son, skólastjóri í Skógum. Voru | sérlega skemmtileg viðtöl hans við tvo eyfellzka bændur: Sigur jón Magnússon í Hvammi og Giss I ur Gissurarson í Selkoti. Minnt- j ust þeir tveggja tíma. Sagði Giss ur t.d. að þegar hann fór að | muna fyrst eftir sér, upp úr alda mótum, hefði oft verið búsvelta hjá þorra bænda um þessar slóð ir. Aðeins allra efnuðustu bænd urnir voru þar undanskildir. Nú sagði hann, að menn byggju ákaf lega jafnt og vel undir Eyja- fjöllum. „Það er gott, að tímarnir hafa breytzt, en rómantík að hafa lifað þetta“, sagði Gissur. ! Hinn þátturinn, sem ég vildi geta var saminn og fluttur af Þórarni Þórarinssyni, skólastjóra á Eiðum. „Ekki fækkar ferðum um Fljótsdalinn enn“ nefndi hann þennan þátt, en þannig byrjar gamalt og gott Grýlu- kvæði eftir Stefán skáld ólaís- son. — Erindi þetta hygg ég hafa verið bezta vegvísunar erindi, I sem flutt hefur verið í þeim þætti á þessu sumri, og hafa þau þó mörg verið góð. Sagnfræði og staðfræði var þar ofin saman á listilegan hátt með þjóðsögulegu ívafi og öðru listvefnaðarskarti. Sumum þulum útvarpsins er mjög mismælagjamt um þessar mundir. Og það, sem ég kann ver við, þeir eru alveg að hætta að bóðja afsökunair á mismælum sínum. Nú vaeri málið auðvitað skiljanlegra ef þetta væri van- rækt, til að spara tíma, en svo virðist ekki vera. Oft þegja þul- irmir drykk langíi stumd eftir mis- mæli sín, líkt og þeir væru „groggy" eftir þung höfuðhögg. Tímasparnaður verður því oftast lítill af því að sleppa afsökunar- beiðnunum. Hlustendur eiga fullan rétt á afsökunarbeiðni frá útvarpinu sem stofnun, í slíkum tilv im, hver sem afstaða einstakr ’a kann að vera og hver ser k ina. Og enginn er minni r fyrir því, þótt hann bei? sökunar jafnvel fyrir í hönd. — Bezt væri að sjálí að fá verulegan niðursi . mismælunum. Skylt er að viðurkenna, að ekki eru allir þulir útvarpsins undir sömu sök seldir í þessum efnum. Ýmsir fara ágætlega með efni það sem þeir flytja og biðja þegar afsökunar, þá sjaldan þeim verður á mismæli eða mislestur. Sveinn Kristinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.