Morgunblaðið - 01.08.1965, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 01.08.1965, Qupperneq 2
MORGUNBLADIÐ Sunh'UGtagur 1. aguist 1965 2, Sovétríkin svíkja félkið í Vietnam - segir Alþýðudagblaðið í Peking Ferðafólkið um borð í Fagranesi í heimsókn til átthaganna ÁTTHAGAFÉLAG Sléttu- hrepps efnir þessa dagana til ferðalags til Sléttuhrepps, en hann er nú í eyði. Eru um 100 manns í fa rarhópnum, fólk, sem áður bjó í Sléttuhreppi, skyldulið þeirra og nokkrir kunningiar. Fararstjóiri er for maður Átthagafélags Sléttu- hrepps, Ingimar Guðmunds- son, kaupmaður. Ferðafólkið fór með Fagra- nesinu frá ísafirði til Hest- eyrar sl. fimmtudag og síðan að Sæbóli og Látrum í Aðal- vík. Til ísafjarðar verður aft- ur haldið á morgun, mán/udag. í dag kl. 2 mun sr. Sigurð- ur Einarsson í Holti messa í - Ljósm. Árni Matthíasson. kirkjunni á Stað í Aðalvík, en kona sr. Sigurðar frú Hanna Karlsdóttir er ættuð úr Aðalvík og eru þau hjónin með í þessari för. Peking, 31. júlí — NTB AÐALMÁLGAGN kínverska kommúnistaflokksins, Al- þýðudagblaðið í Peking, réð- ist í dag á Sovétríkin fyrir að „reyna að hræða fólkið í S-Vietnam til að láta af mótspyrnu sinni við árásir Bandaríkjamanna“. Segir blaðið að sovézku leiðtogarn- ir cndurtaki endalaust hin gatslitnu ummæli Krúsjeffs, hins afdankaða forsætisráð- herra, um að styrjöldin geti þróazt í kjarnorkuheims- styrjöld. Gagnrýnin í garð Sovétríkj- anna kom fram í grein, sem birt ist í blaðinu um heimsfriðar- þingið í Helsingfors fyrr í þess- um mánuði. Segir blaðið að sov- ézka sendinefndin hafi hætt að að styðja hina vopnuðu baráttu Hafa gestir utan úr geimnum sama smekk og jarðar- búar? Lisboa, 30. júlí (AP) FREGNIR af „fljúgandi diskum" berast nú að víða úr Portúgal og hafa menn séð ókennilega hluti á lofti yfir Sinatra, skammt frá höfuðborginni, og suður í Al- garve-héraði. Nokkuð er síðan „fljúgandi diskar" fóru aftur að gera vart við sig í fréttum og þá fyrst yfir Suður-skautslandinu en gest irnir utan úr geimnum virðiast óvenju eftirtektarsamir m háttu jarðarbúa á þessum tíma árs og sneru hið bráðasta frá Suður- pólnum og til Spánar. I>ar sáust ýmis undarleg tákn á himni nú fyrir skemmstu einkum í Suður- héruðunum og fyrst þeirra hefur ekki orðið vart fjær Spáni en í Portúgal virðist hafa farið fyrir þeim eins og fleirum, sem gista íberiuskaga, að þeim er óljúft að hverfa þaðan. and F .Thorbergsson ,Ic« I«nd I AP FHPH SN GíiaiHtKlw&r Vandel ín,b»edení l»f t’ darinf: ye*terd«y*s 2HO?6S sh— «Xf Ííajranser Freysteinn Þorbergsson er annar islenzku þátttakendanna í skák móti NorSurlanda, sem nú stend- ur yfir í Ósló. Hann hefur staðið sig mjög vel, og fyrir tveimur dögum hafði hann hlotið 6 vinn- inga. Tveir aðrir skákmenn höfðu þá hálfum vinningi meira. Myndin sýnir Elmar Vendelin, frá Svíþjóð, tefla við Freystein (t.h.) Piltur lærbrotnar markgrindin lá á vellinum og þurfti að færa hana til. Gengu .. ,4 eða 5 að til að framkvæma Akranesi, 30. juh. | UM áttaleytið í gærkvöldi varð | verkið, en einhverra hluta vegna það slys hér uppi á íþróttavelli, misstu þeir grindina niður. Varð að drengur á 14. ári lærbrotnaði. 1 þá Valgeir undir og lærbrotnaði, Drengurinn heitir Valgeir Val- geirsson og á heima að Presthúsa braut 32. Þetta atvikaðist þannig, að eins og fyrr segir. Hann var þegar fluttur í sjúkrahúsið og gert að sárum hans. Líðan hans í dag var furð- anleg eftir atvikum. — Oddur. fólksins í S-Vietnam gegn árás- um BándaríkjaThana, óg hafi sendinefndin þrástaglast á áðúr- nefndum ummælum Krúsjeffs, um að sérhver neisti geti orðið að alheims ófriðarbáli. Blaðið sakar síðan Sovétrífein um að vinna með Bandaríkja- mönnum í þeim tilgangi að þvinga fram friðarsamningá um Vietnam. Ræðst blaðið á sov- ézku sendinefndina á heims£riið- arþinginu fyrir að hafa stutt til- lögu frá bandarísku fulltrúun- um þess efnis að þingið sendi friðarnefnd til Vietnam, en þetta sé ekki annað en hið gámla svihdl Johnsons forseta um friðarsamninga án skilyrða. „Með hrifningarfullum stuðn- ihgi sínum við bandarísku til- löguna reyndi sovézka * sendi- nefndin að notfæra sér hin al- þjóðlegu, lýðræðislegu samtök til að gefa málunum óopinberau blæ, þannig að hægt væri að koma til móts við bandarísku heimsvaldastefnuna, og þannig var fólkið í Vietnam svikið", segir Alþýðudagblaðið. - Grlska stjórnm Framhald af bls. 1 og unglingar, slagorð gegn stjóm Novas og til stuðninsgs Papan- dreou, fráfarandi forsætisráð- herra, fyrir utan þinghúsið. Á miðnætti var allt með kyrr- um kjörum á götum Aþenu, og ekki höfðu neinar fregnir borizt um óeirðir eða handtökur fyrr um kvöldið. Fréttastofufregnir hafa eftir talsmajjni Novas að þingið verði kvatt saman til nýs fundar þeg- ar á mánudag, og lagði talsmað urinn jafnframt áherzlu á að stjórnmálaástandið í landinu væri mjög alvarlegs eðlis. Er talið að óhugsandi sé að Novas- stjórnin geti öðlast traust þings- ins, og er því álitið að það sé aðeins spurning um fáeina daga þar til stjórnin neyðist til að segja af sér og Konstantín muni þá tilnefna nýjan forsætisráð- herra. Novas, forsætisráðherra, neit- aði í dag þeim fregnum, sem uppi voru um að hann hefði leyst upp þingið og efna ætti til nýrra kosninga. Blöð í Aþenu höfðu haldið þessu fram í fyrstu út- gáfum sínum í morgun. Papandreou, fyrrum forsætis- ráðherra, gekk í morgun fyrir Kosstantín konung, og mun hann ganga á fund hans aftur í kvöld. Stjórnlagasérfræðingar vinna nú að því að athuga stöðu stjórn arinnar í lagalegum skilningi eftir þingfundinn á föstudag. I GÆRMORGUN var N-átt um allt land. Víða norðan- lands og austan var lítilshátt- ar rigning eða súld og hiti 3—5 stig á láglengdi. Sunnan- lands og vestan var sólar- laust nema helzt í Skaftafells sýslu. Eins stigs hiti vai bæði á Grímsstöðum og Hveravöli- um. AUar breytingar á veður kortinu eru nú hægfara. Blaðið fékk þessa mynd senda frá Akureyri „af einum, sem g leymdi a» taka eina af mörgum beygjum á veginum austur í !VI ývatnssveit*-, eins og segir í texta, sem myndinni fylgdi. — Já, bílstjórum er hollt að minnast þess ekki sízt um þá helgi, sem nú fer í hönd, að kapp er bezt með forsjá jaínframt þvi sem þeim ber að sýna lipurð og kurteisL (Ljósm,: Ólafur Bald- ursson).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.