Morgunblaðið - 01.08.1965, Síða 3

Morgunblaðið - 01.08.1965, Síða 3
®unnudagur 1. ágúst 1965 MORGUNBLADID 3 Séra Eiríkur J. Eiríksson Lítum í eigin barm Tjaldstæðið í Laugardal Ferðafólk í Reykjavík um verzlunarmannahelgina OKKTJR datt í hug að heim- sækja tjaldstæði það, er Reykjavíkurborg hefur látið gera við Sundlaugarnar í Laugardal. Það var fremur hryssingslegt veður, strekk- ingsvindur af norð-austan, en það virtist ekki hafa áhrif á hið góða skap, sem fólkið, sem við hittum, var í. fyrst hittum við fjóra stúd- enta frá Svíþjóð, sem verið hafa á ferð um landið að und anförnu, eða frá 8. júlí. Þeir heita Ola Kamnér, Kjartan Jöred, Lars Jerbery og Claes Wassberg. Tveir þeirra eru 1 stúdentar við tækniháskóla og Itveir við Háskólann í Stokk- hólmi. — Finnst ykkur ekki veðrið vera svolítið napurt? spyrjum " við. — Jú, þessa síðustu daga [ hefur það verið það, segir Ola. — Líkar ykkur ekki aðbún aðurinn hér á tjaldstæðinu vel? — Jú, mjög og það sen» meira er um vert, það kostar ■ ekkert að tjalda. Þegar við vor ' um á Akureyri kostaði tjald- stæðið 35 krórtur yfir nóttina og það safnast saman, þegar tjöldin eru fleiri en eitt. — Notið þið ekki sundlaug- arnar? — Jú, það er nú einn af hin um stóru kostum tjaldstæðis- ins, að laugarnar skuli vera svo nálægt. — Er þetta fyrsta landið, sem þið heimsækið? spyrjum við. — Áður höfum við verið í Danmörku og ferðast þar um. — Við fórum til Hveravalla og í Kerlingarfjöll um daginn, segir Kjartan. — Við leigðum okkur bíl á bílaleigu. Það var nú dýrara en við höfðum gert ráð fyrir, svo að nú bíðum við peningalausir til 5. ágúst, því að þá eigum við far heim með Krónprins Olai Við kveðjum nú Sviana og löbbuim að stóru tjaldi, bláu að lit, sem er þarna rétt hjá tjöldum Svíanna. — Göðan dag, segjum við á ensku, því að rétt hjá tjald- inu stendur bifreið með ein- kennisstöfunum GB, sem þýð- ir Stóra-Bretland. — Góðan dag, segir frúin, en þarna er heil fjölskylda frá Cornwall. Heimilisfaðirinn er fyrirlesari í jarðfræði við tækniháskóla í Cornwall og heitir Mr. Halford. — Hvenær komuð þið til íslands? spyrjum við. — Á fimmtudag fyrir viku, segir frúin. — Þið komuð með skipi? segjum við. — Já, með Gullfossi segir hún og hlær við. — Við hjón- in vorum svolítið sjóveik, en krakkarnir voru alveg stál- slegin. — Finnst ykkur ekki tjald- stæðið gott? — Skinandi, segja þau öll af sannfæringu. Hér eru öll þæg indi, salerni, rennandi vatn og allt það, sem unnt er að hugsa sér. Og það væri saga til næsta bæjar í Englandi, að allt þetta skuli vera án endur- gjalds. Og nú fer frúin að spyrja okkur út úr um íslenzkan mat o.s.frv. Þegar hún spyr, hvort við höfum komið til Eng- lands og við segjumst hafa verið í Liverpool, segir hún. — O, það er þaðan sem bítl arnir eru og Silla Black, og það er ekki laust við að hún fitji upp á nefið. — Megum við ekki taka mynd af fjölskyldunni? spyrj um við. — Sjálfsagt, segja þau og stilla sér upp fyrir framan tjaldið. Framh. á bls. 30 VII. Sunnudagur eftir trinitatis. Guðspjallið. Mark. 8, 1—10. UNGIR menn skjótast inn í húsa sund. Þeir gæða sér þar á brenni vínsflösku. Það er langt leyti framundan. Ef til vill, er að hefj ast víndrykkja þessara ungu ■manna, sem stendur frá miðjum föstudegi og fram á mánudag,— I þriðjudag. Vonandi er ekki um slíkt að ræða/ I Föstudagssíðdegin eru oft slæm með óreglu, og svo nær það ekki lengra með drykkjuna þá vikuna og ekki nærri alltaf, að víns sé neytt það síðdegið; mörg vikan alveg þurr. En pukur þiltanna með flösk- una í húsasundinu ásakar mann. Hvers vegna eru ungu menn- irnir að þessu? Vínnautn er að sjálfsögðu margþætt óg flókið vandamál, en vissulega má bjarga mörgum unglingnum frá örlögum drykkjumannsins með félagslegu starff sem kallar á margháttaða hæfileika ung- menna til persónulegrar tjáning- ar og fullnægingar athafnaþrá og vaxtarþörf þeirra. Við ræðum, oft um afreks- menn aldamótanna, og með réttu megum við dá þá og mikla framtak þeirra og afrek. Við skyldum þó gæta þess, að sjálfir voru þessir menn, ekki um allt meiri nútímakynslóðinni. Þeir voru menn, sem líkja má við gras á jörðinni, sem kemur grænt undan sjónum. Þar sem sent vorar, kemur sumarið svo að segja á einni nóttu — allt í öllu sínu veldi og dýrð. Þar sem veturinn er mild- ari og fer fyrr, kemur vorið seinna, sumarið lætur á sér standa. Að vissu leyti verður til sanns vegar fært, að vetrar er þörf, að sumar verði. Það dygði varla, að rigndi vikum saman að sum- arlagi, festi ekki á vetri snjó í fjöll og jöklar ætti ekki sér sin völd. Veðurfar batnaði með öld okk- ar, en meira máttu sín hlýviðri sunnan yfir sæ, sólfarsvindar frelsisins frá Norðurlöndum, er .. reis þar eins og þegar vorar eftir langan og strangan vetur,- Hinn kunni sænski hagfræð- ingur Gunnar Myrdaf segir, að erfitt sé að koma auga á, hvernig hungurvofunni verði bægt frá dyrum mannkynsins á næstu ár- um. Við vitum, að verulegur hluti mannkynsins býr við skort „í dag“ og talið er að heil þjóð- lönd byggi við örlög hungurdauð ans, kæmi ekki til erlend hjálp. Við lesum jafnframt um, að á síðustu 20 árum hafi bændura fækkað í Bandarikjunum um 2,< milljónir og offramleiðsla land- búnaðarafurða sé slík nú, að þeim þurfi enn að fækka um 2,4 milljónir. Er, ef til vill, að nálgast það ástand, er kennt var við heims- kreppuna miklu, er bændur l sumum löndum heims brenndu kornið af ökrum sínum, en fólk í öðrum löndum heims bjó rið uppskeruskort og beint hungur? Piltarnir með vikukaupið sitt í nokkrum brennivínsflöskum og svo börn úti í heimi sem ekki fá einn eipasta mjólkurdropa 1 pelann sinn og deyja — ekki formælandi Guði, því að þau geta ekki talað og vita ekkert um Guð, að því er við teljum, en ber ekki blærinn af fjarlæg- ari höfum handan frá enn fjar- lægari löndum dóm yfir kynslóð í landi, sem veit ekki, hvernig hún á að eyða og spilla sjálfri sér mest? Þetta eru öfgar, hvað islenzk ungmenni snertir. Ungt fólk á íslandi nú á sér ekki að fulltrú- um afvega unglinga með brenni- vínsflöskur. fslenzkur æskulýður vinnur meira en ungt fólk í flest um löndum heims og sama gildir um fólk yfirleitt, eldra sem yngra. Ungt fólk „í dag“ á íslandi skortir að lifa hugsjónalífL Hvað er að lfa hugsjónalífi það er að sjá meira en sjálfan sig. Jesús segir í guðspalli dagsins: „Ég kenni í brjósti um mann- fjöldann". Við vitum, hvað það er „að kenna í brjósti um“ náungann. „Hvar þú böl kannt kveð þér bölvi af“, sögðu forfeður okkar. Við get- um kennt þann hugsunarhátt við heiðni, en vissulega er lausn vandamála einstaklinganna og heimsins fólgin í þessari hugsun. Fræðimenn og Farisear, prestar og Levitar leystu ekki vandann á dögum Jesú. Jesús setur fram kenningu sína um lausn vanda- málanna með þessum orðum í sögunni af miskunnsama Sam- verjanum: ,Og er hann sá hann (þ. e. særða manninn við veg- inn), kenndi hann í brjósti um hann“ (Lúk. 10, 33). Yngri sem eldri skortir „í dag“ hugsjónalíf hins sanna mannkær leika og ekki hér á íslandi að- eins, heldur um gjörvallan heim. Nú er það svo, að mannúðar- starfsemi margháttuð fer í vöxt og um alla samhjálp erum við íslendingar áreiðanlega til fyrir- myndar öðrum þjóðum. Mannúð okkar er letruð á spjaldskrár og kemur alsköpuð út úr reikningsvélum okkar, en hún þarf að standa skrifuð í hjörtum okkar og böl náungans þarf að vera sérsauki í eigin brjósti og velferð annarra hug- sjón okkar í sannleika. Mikil mannfagnaðarhelgi stend ur yfir. Ánægjulegt er að sjá, hve viðleitni gætir nú að skapa yngri sem eldri mannsæmandi skilyrði til heilbrigðs samkomu- halds um þessa helgi og áreiðan- lega munu samtök þau, er helgi þessi er kennd við, vilja gera sitt bezta til þess 'að hún verði, svo sem aukið má verða, án slysa og vansæmdar. Minnumst þess, að. kristin hug- hjón mannkærleika og um- hyggju um hag margra fær ein fullnægt líkamlegum þörfum okkar mannanna og andlegan hag. Vði biðjum um mettun vel- megunar öllum til handa, að sytrjöld víki og hungursneyð fyrir friði og hófsamlegri neyzhx lífsgæðanna, að við kennum í brjóst um aðra menn í erfiðleik- um þeirra, margþættum, og ber- um fyrir brjósti velferð þeirra í hvívetna. ■— Amen. Halford-fjölskyldan. Sviarnir við tjöldin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.