Morgunblaðið - 01.08.1965, Side 10

Morgunblaðið - 01.08.1965, Side 10
MORGUNBLAÐID Sunnudagur 1. ágúst 1965 10 Guðmundur Daníelsson skrifar ferðabréf Svipazt um í Galileu ÞETTA, sem hér verður skrif- að, er að stofninum til séð og hugsað í Landinu helga, norð- anverðu, í þeim héruðum sem að fornu og nýju nefnast Gal- ílea, en dagurinn var fimmtu- dagurinn 15. apríl 1965, skír- dagur. Og nú sem við erum setzt upp í vagninn góða hjá þeim Símoni og Daníel Ler- man frá Haifa og frú Kaiser frá Uppsala og landið tekur að opnast í nýrri og nýrri út- sýn með nafnkenndum ein- kennum sínum, þá finnst mér þetta ekki vera i fyrsta sinn, sem ég sjái þetta og skynji, heldur hafi þetta allt borið fyrir mig áður: landslag og staðir gróður og auðn, dýr og fuglar. Lynghæna hrekkur upp úr kjarrbrúski við veg- inn, þegar hún heyrir dyninn af ferð okkar og finnur að titrar jörð. Þessi fugl hefur fyrr komið við sögu, um hann hefur verið skrifað: „Þá tók að blása vindur frá Drottni og flutti hann lyng- hænsn frá sjónum. Margir dóu af lynghænsnaátinu í Kibrót Hattava". Það hefur líklega verið upp úr því, sem Levítarnir greindu í sundur hrein dýr, sem mátti éta, og óhrein dýr, sem ekki mátti éta, og skrifuðu nöfn beggja á lista og felldu hann inn í Heilaga ritningu/ Nú rifjast þessi merka fugla fræði upp fyrir mér með þeim afleiðingum, að hvert sinn sem ég sé eitthvað á flugi í grennd við okkur, spyr ég Daniel um nafn þess, og er hér lítil skrá yfir óhreina fugla, sem ég sá í ísrael: Skegggammurinn og gleðan, hrafnakynið og svalan, uglan og storkurinn, pelíkaninn og leðurblakan. Síðasti „fuglinn", leðurblak an. er af seinni tíðar vísinda- mönnum talinn með spændýr- um, en ég las flokkun Biblí- unnar standa hér óraskaða. — Bleikrauðir asnar voru óhrein dýr, hófdýrin yfirleitt. Jórtur- dýrin. þau sem klaufir hafa, voru hrein og þess vegna æt. 1 flokki óhreinna dýra eru aftur á nrvóti talin þessi jórtur- dýr: úlfaldinn, stökkhérinn og hérinn — af því þau hafa ekki klaufir. Ekki veit ég hvers vegna ísraelsmenn til forna telja hérakynið til jórturdýra. Þeir um það. Leiðin liggur nú til austurs um frjósama lágsléttu og þétt- byggða. Mér S'kilst að vestari hlutinn sé kenndur við Zebúl- Onsættkvísl, en að minnsta kosti austurhluti hennar heitir Jesreelslétta. Sunnan við Jesreelsléttuna blánar fyrir Gilbóafjöllum, þar sem Filist- ar felldu Sál konung og syni hans fjóra, þeirra á meðal Jónatan, einkavin Davíðs. Fáar persónur mannkyns- sögunnar standa mér skýrar fyrir sjónum en Sál konungur síðustu daga og nætur fyrir fall hans. Hraustasta hermann sinn, Davíð Ísaíson frá Betle- hem, sem einnig er tengda- sonur hans, hefur hann vegna öfundar og afbrýðisemi hrakið í útlegð til Filistakonungsins í Askalon. Nú setjast að hon- um óheillavænleg hugboð, geðveikin gamla blossar upp: hann telur sér trú um að Guð hafi snúið við honum baki og ætli öðrum en honum og son- um hans konungdóminn í ísra el. Svefnlaus, matarlaus og einmana leitar hann til völv- unnar í Endor og fær hana með fortölum til að særa Samúel spámann upp úr gröf sinni og leita hjá honum frétta um, hvernig fara muni í yfirvofandi styrjöld. Andi Samúels er bólginn af reiði, þegar hann birtist, og boðar konunginum ósigur og dauða. Þegar til orrustu kemur, fer öll stjórn ísraelshers úr reip- um, flótti brestur í liðið, marg ir eru drepnir á vígvellinum, foringjarnir sumir felldir á flótta aðrir fremja sjálfsmorð, þeirra á meðal Sál. Um tvö þúsund og fjögur hundruð árum eftir þessa orr- ustu á Gilbóafjöllum er önnur keimlík orrusta háð á örlygs- stöðum í Skagafirði. Foringi Sturlunganna, Sturla Sighvats son, gengur deigur til leiks um morguninn, með feigðar- grun í brjósti eftir þunga drauma. Herstjórn hans verð- ur fálm eitt, og þrátt fyrir hrausta liðsmenn í bland, er orrustan töpuð um leið og hún hefst. Þarna fellur ættarhöfð- inginn, Sighvatur, og fjórir synir hans, auk margra ann- arra. En sá fimmti, Þórður Kakali, sem síðar berst svo frækilega til valda, hann er erlendis um þessar mundir, með fjandmönnum þjóðarinn- ar, eins og Davíð hafði verið á degi hins mikla ósigurs: gestur Filista. Hitt er svo ann- að mál, að meiri og varan- legri gifta fylgdi Davíð heim komnum til ættjarðar sinnar á ný, heldur en Þórði Sig- hvatssyni, sem hvorki entist aldur né hamingja til að verða þjóðarhetja íslendinga til fram búðar. Þannig reikar hugurinn milli Örlygsstaða og Gilbóa- fjalla þennan dag, og starsýnt verður mér suður yfir slétt- una, og hátt kliða fyrir eyrum mínum Sorgarljóð Davíðs eft- ir Sál og Jónatan: Prýðin þín, ísrael. liggur veg- in á fjöllum þínum. En að hetjurnar skuli vera fallnar. Segið ekki frá þvi í Gat, kunngjörið það eigi á Aékalon strætum svo að dætur Filista fagni eigi, og dætur óumskorinna hlakki eigi. Þér Gilbóafjöll, eigi drjúpi regn né dögg á yður, þér svikalönd. Sál og Jónatan, ástúðugir og ljúfir í lífinu, sem fest var á bókfellið:„Þjóð brautirnar voru mannlausar og vegfarendur fóru krókóttar leiðir“. Ekki á það við í dag. Beinar brautir og fjölfarnar ekur vagn okkar í austurátt, fyrsti áfangastaður okkar er Nazaret. En áður en svo langt er komið rekst ég á eina held- ur meinlega landfræðilega skekkju í minni gömlu hug- mynd um þessar sveitir: Ég hafði haldið að Efraímfjöllin væru fyrir norðan Jesreel- sléttuna, en því fer nú fjarri að svo sé, þau eru langt fyrir sunnan hana og sjást ekki héð an, einhvers staðar suður í Samaríu. Þar með er náttúr- lega orðið gerónýtt upphaf mitt að sögunni „Levítinn Akíra“, sem ég byrjaði á fyrir mörgum árum, en gafst upp við í bili, og hélt að kannski komast fyrsta daginn norður fyrir Jerúsalem til Gíbeu, þar sem Benjamínítar bjuggu. Þau þekkja þar engan og ætla að láta fyrirberast á torginu um nóttina. Þá kemur til þeirra gamall maður, sem ekki var af ættkvísl Benjamíns og bjó hér sem útlendingur, hann segir við Levítann að torgið sé ekki tryggur hvíldarstaður og býður honum og fylgikonu hans að gista hjá sér. Þetta góða boð þiggja þau. En strax þetta sama kvöld meðan þau eru að borða og drekka í húsi gestgjafa síns, umkringir hús- ið hópur óþokka úr borginni, lemur hurðir og heimtar að húsbóndinn framselji Levít- ann, svo þeir geti lumbrað á honum. Gamli maðurinn gekk til dyra og talaði til skrílsins og sagðist aldrei mundi níðast á gesti sínum, sem friðhelgur Við brunninn í Nazaret. Ferðamenn brynna ösnum sínum og úlföldum. Þetta er nútímamynd. skildu eigi heldur ídauðanum; Þeir voru örnum léttfærari, ljónum sterkari. ísraelsdætur, grátið Sál; hann skrýddi yður skarlati yndislega, hann festi gullskart á klæðnað yðar. En að hetjurnar skyldu falla í bardaganum, Jónatan liggja veginn á fjöllum þínum! Sáirt trega ég þig Jónatan bróðir minn, mjög varstu mér hugljúfur ást þín var mér undursamlegri en ástir kvenna. En að hetjurnar skuli vera fallnar og hervopnin glötuð! Það hefur líklega verið á þessum erfiðu tímum í Israel, gæti ég lokið við ef ég ferð- aðist fyrst um Landið helga. Efnislega ætlaði ég að styðj- ast við 19. og 20. kapítulann í Dómarabókinni: „Níðings- verk Gíbeita" og „Hefnd ísra- elsmanna". Þar segir frá Levíta nokkrum, sem bjó sem útlendingur lengst inni í Efraímfjöllum og tók sér fyrir hjákonu kvenmann nokkurn frá Betlehem í Júdeu. Hjá- konan var honum ótrú og strauk heim til sín og dvaldist þar fjóra mánuði hjá fólkinu sínu. Þá fór Levítinn með tvo asna til reiðar suður til Betle- hem að reyna að fá stúlkuna til að koma heim aftur. Faðir stúlkunnar tók honum vel og stúlkan féllst á að verða hon- . um auðsveip húsfreyja eftir- leiðis. — Að nokkrum dögum liðnum leggja þau af stað og Boðunarkirkjan i Nazaret. Byggð yfir hellinn. bar sem María bjó áður en hún flutti til Jósefs. Þarna kom Gabriel engill til hennar. yrði að vera, aftur á móti bauðst hann til að leiða út dóttur sína og fylgikonu Levítans hrakmennunum til skemmtunar, ef þeir vildu að öðru leyti hlífa þessu húsi við ofbeldi. Þessu tilboði gegndu þeir engu orði, en héldu áfram að grýta veggi og berja hurðir. Nú virðist Levítaniim öllum lokið og er engin feið að mæla bót tiltæki hans, sem ber í senn vott um grimmd og hugleysi: Hann hrindir hjá- konu sinni út til götuskrílsins, sem fór um hana ruddahönd- um alla nóttina og sleppti henni ekki aftur fyrr en dag- ur rann. Og þegar birta tók af degi reikaði konan heim að húsdýrunum, þar sem Levítinn hennar hafði læst sig inni, og hné þar niður. Seinna þegar hann kom á fætur og lauk upp húsinu, þá fann hann stúlkuna liggjandi úti fyrir dyrunum með báðar hendurn- ar á þröskuldinum, dauðvona. Fyrir þetta níðings verk Benjamíníta kom mikil og grimmileg hefnd, og er um það allt einkennileg saga i Biblíunni, en ég rek þetta efni ekki lengra. Þess í stað set ég hér upphafið á sögunni, sem ég ætlaði að semja, en gafst upp við, og afskrifaði endan- lega, þegar ég sá hversu land- fræðileg kórvilla mín var stór: „Um leið og sólin snart egg Bóafjallsins í vestri byrjaði trjásöngvan að kliða í laufi akasíunnar, Hamithæðirnar í austri brugðu skyndilega lit, silfurgiár olíuviðurinn og oddspírulaga krónur sýprus- trjánna, unz allt í einu dumb- rauð alda flæddi um hlíðar fjallanna og þau stóðu eld- roðin nokkur andartök, eins og eirskálar á hvolfi, eins og gullroðin hvolfiþö.k - Egyfta- lands. En aðeins skamma stund: upp af dalnum undir niðri sté náttblár rökkvi, sem

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.