Morgunblaðið - 01.08.1965, Page 13

Morgunblaðið - 01.08.1965, Page 13
Sunnudagur 1. ftgflst 1965 MORCU NBLAÐID 13 Af því aö allir aðrir fara til Mallorca FYRST sá ég bara hatt- inn. Churchill-hattinn, eins og hún kallaði hann síðar í roín eyru — og tvö skær blá augu sem horfðu kank- vís og aUs ódeig út í heim- inn undan hattbarðinu. Lilly Ákerholm-Fedortjuk, fyrrverandi ritstjóri „Mán- adstidningen" og starfandi blaðamaður (hjá Bonniers) um þrjátíu ára skeið, er kona ekki ýkja há vexti, snyrtileg og settleg í fasi, lágmælt og brosmild en með augu sem alltaf öðru hvoru koma upp um ófor- betranlegan prakkara undir niðri og niðandi kátínu í röddinni. Hún kom upp á blað til þess að leita upplýsinga og spyrjast fyrir um sitthvað — og þegar við vorum búnar að tala sam- an góða stund spurði ég hvort ég maetti ekki hafa við hana viðtal. Hún hló og sagði: — Það verður þá fyrsta við- taiið, sem ég iæt hafa við mig um dagana. Biaðamenn geta ekki níðzt á kollegum sínum —• en nú er ég ekki lengur í stétt- inni..... — Ég kom til íslands, sagði hún — af því allir aðtir fara suður til Mallorca. Mér hefur alltaf þótt meira gaman að gera eitthvað annað en allir aðrir. Svo hef ég líka nógan tíma til að flakka núna, er hætt vinnu og hef ekki nema um mitt hús að sjá og einn son og eiginmann, sem er ekki heima nema á hálfs annars árs fresti — hann er farmaður og sigiir um Suðurhöf og strák- urinn er í lögreglunni. Af hverju hafið þið annars lög- regluþjóna alltaf svartklædda? Heima eru þeir í biáum ein- kennisbúningum, það er ekki eins heitt og sér heldur ekki eins mikið á þeim. En mikið skelfing eru þeir elskulegir, hvort sem þeir skilja orð af því sem ég segi eða ekki — alltaf tekst þeim einhvern veg- inn að visa mér rétt til vegar og eru svo sjarmerandi og skemmtilegir. 31áu augun horfa á mig glettin. — En það eru fleiri skemmtilegir og sjarmerandi og dökkfataðir í henni Reykja- vík en lögregluþjónárnir — ég bý hérna, á Hótel Vík með út- syn yfir gleðskapinn i borginni á kvöldin — hvaðan fá þeir eiginlega allt sitt áfengi, þessir Ijómandi snyrtiiegu ungu piltar á dökku fötunum — þið eruð óskaplega velklæddir, ís- lendingar — og hvað kemur þeim eiginlega til að drekka eins og þeir gera, og ... . ? Að svörum fengnum hlær hún og heldur áfram:: Ég ætlaði út í gærkvöldi, dálítið seint að vísu — veðrið var svo gott — en komst ekki leiðar ihinnar fyrir ungum herramanni, sem sat á tröppunum og vildi með engu móti hleypa mér framhjá án þess að ég gerði honum þann heiður og ánægju að drekka honum til samlætis — piltur hafði f fórum sínum flöskur þrjár, viský, gin og koníak og mikinn veiðiútbún- sð, stangir og dót og kvaðst vera að bíða eftir vini sínum, sern ætlaði að sækja hann. Við töluðum saman dágóða stund og hann hélt áfram að nauða á mér að þiggja sopann, en ég lét mig ekki. Loks stóð hann upp, hneigði sig djúpt og sagði „þú ert andskoti þrjózk, en indælis kerling samt og farðu nú vel“. Við hlæjum báðar. — Hvar kemst ég næst Ihest- lega ekkert“. Þegar mér varð litið út um gluggan mokkrum mínútum sí'ðar sá ég hvar Lilly stóð upp við öskutunnuna og haíði lagt á hana teikniblokk- ina, en á girðingunni við hlið- ina sátu tveir strákar og sögðu „Svaka er hún fljót að teikna rnaðúr." Hinu megin við skurð- inn stóð sendiboðinn og var nærri búinn með heilt stórt franskbrauð en á leið til hans var vinkona úr næsta húsi með annað eins —. Svo drukkum við kaffi og borðuðum kanelköku og súkku laðiköku og appelsínuköku og fengum okkur aftur í bollana og svo spurði ég: Hvernig byrj- aði þetta eiginlega allt saman? — Blaðamennskan? sagði Lilly og hló. — Það er nú eig- inlega saga að segja frá því og stendur í sambandi við Evert Taube — kannist þér við hann? Ég játti og hún hélt ófram — við vorúm nefniiéga saman á iistaskóla heima í Sví- um, segir hún svo, og lítur á minnisblaðið nógu nærri til þess að teikna þá — mig lang- ar svo að teikna nokkra hesta áður en ég fer héðan, ég er svo hrifin af þeim. Ég fór í gær upp á skeiðvöll, til þeirra Fáks manna, en þar voru engir hest- ar utan svo langt í burtu, að ég hefði þurft kíki til þess að geta teiknað þá ........ Mér varð hugsað suður í Silfurtún, þar sem hestarnir eru handan við skurðinn að húsabaki, svo nærri, að með æfingu má henda til þeirra brauði út um eidhúsgiuggann. — O, það væri dásamlegt, sagði Lilly. Og svo fórum við inn í Siifurtún. Á leiðinni litum við á gömlu sundlaugamar og höilina hand- an við veginn og hún spurði — Af hverju eru hér eng- ar sundlaugar bara fyrir kven- fólk? Ég sagði að það væru sér tímar fyrir konur á flestum sundstöðum, en henni þótti það ekki nóg — það er aldrei á þeim tímum sem mann langar að synda, sagði hún, og ailtaf er nú tilhaldssemin ofarlega, þegar karlmenn eru einhvers staðar nálægir, hversu gamiar sem við verðum. Eg vil heldur hafa sér sundlaug og ég er ekki ein um það. Ég hló og svo fórum við til Ásmundar, sem stóð úti fyrir dyrum, tók í nefið og biim- skakkaði augunum upp á franska túrista, sem komnir voru^ að forvitnast „J’ai été a Paris il y a longtemps,“ sagði Ásmundur og snýtti sér hressi- lega — „men Ni talar svenska, það var ágætt, þá getum við talað saman, ég er farinn að ryðga í frönskunni." Og Lilly hló og skoðaði sig um í garðinum og ákvað að koma aftur seinna, þegar þeir frönsku væru farnir. Sólin var líka að koma fram úr skýjun- um og ég vissi að hestarnir myndu vera á leiðinni upp fyr- ir moldarbarðið suðurfrá. En inni í Siifurtúni var sól- in ekki alveg komin og hest- arnir ekki heidur, svo ég gerði sendimann út af örkinni með brauð til þess að ná í einn eða tvo handa Lilly að teikna. Á meðan skoðúðúm við húsið og horfðúm út á Áiftanes til for- setans, sem var víst ekki heima og heilsuðum upp á innanhúss- dýragarðinn, fuglana í búri sínu, fiskana í kerinu og kött- irm inni í eldhúsi, sem kom Hesturinn og strákurinn suður í Silfurtúni. (Teikning). hlaupandi inn af flugnaveiðum þegar kaffilyktin barst út um gluggann til hans, af því að hann vissi að kaffinu fylgir rjómi og kannske lika handa honum. Svo kom sá er sendur hafði verið, móður og másandi og tilkynnti að einn hestinn hefði hann fengið alveg heim að girð ingunni og annan hérumbil. Þeir væru bóðir fallegir á lit- inn og tilvaldir til að teikna, en hvort við ættum ekki meira brauð,“ því sá grái fékk eigin- þjóð og svo í París, Evert, Astr id Bergman, sem seinna varð konan hans, og ég. Við vorum ósköp ung og alltaf í fjárþröng og Evert sendi heim smágrein- ar og sitthvað til að bæta úr þessu. — Ég fór yfir þetta fyr- ir hann og teiknaði myndir með — Evert var ekki sérlega snjall að stafsetja á þeim dog- um — hún hlær — en honum var margt annað til lista lagt. — Kannist þér við San Remo — það var þar sem „Flickan i Havana" varð tiL — Þessi Lilly Akerholm-Fedortjuk, me8 Churcfaill-hattmn. sem átti enga peningana eftir? spwði ég. — Einmitt, sagði Liily, það áttum við nefnilega ekki heldur, ekki grænan tú- ski'ding. Við fórum til San Remo af þeirri einföldu ástæðú að einn vinur Everts gekk fram á hann á götu í París og leizt hann þuríandi fyrir sól og sumar. „Hérna,“ sagði hann „hafðu lykilinn minn, þú get- ur sólað þig syðra í þrjá mán- uði rreðan ég er í burtu — en taktu með þér einhvern til þess að elda ofan í þig.“ Evert tók okkur Astrid báðar og það var yndislegt að vera þarna — okkur tókst meira að segja að kenna ítölunum að dansa sænskan harobo. Það var dýrð- legt — bláu augun leiftra af kótínu. — En .. segi ég. — Já, segir Lilly, ég er alveg að komast að efninu. Þegar við svo Astr- id svo loksins fórum heim, löbbuðum við okkur upp á Bonniers, sögðum á okkur deili, vísuðum í okkar fyrri handaverk fyrir forlagið og Evert og spurðum hvort þeir gætu ekki haft af okkur eitt- hvert gagn en við af þeim pen- inga í staðinn. Þannig byrjaði það eiginlega, biaðamennskan, meina ég, segir hún og er kank vís — ekki beinlínis gáfulega kannski en harla skemmtilega — Astrid giftist svo Evert og hætti, en ég varð þarna áfram og gerði allt mögulegt. Ég byrj aði sem teiknari og fór svo í myndatexta, lengri texta, um- brot og svo smám saman út í allt saman og einhvernveg- inn gekk það. Það var ósköp gaman og áður en lauk held ég að ég hafi verið -búin að gera hérumbil allt sem undir blaðamennsku heyrir, en ég held ekki ég hafi nokkru sinni verið eins ánægð með sjálfa mig og þegar ég fékk borgaða fyrstu myndina mina. Þá var ég sautján óra og fékk fyrir hana sjö krónur og fimmtíu aura. Það var töíuverður pen- ingur. Þetta var líka skopteikn ing, en það þótti æplega kven- mannsverk í þá daga og var þessvegna ennþá meira gam- an. — Ég starfaði við „Vecko- tidningen” fram til ársins 1930 eða þar um bil, heldur Lilly áfram. Þá keypti Bonniers út- gáfufyrirtæki Áhlén og Áker- lunds, sem var geysi mikið fyrirtæki og gaf : i.a. út „Veck joumalen.“ Ekki gat Bonr s verið að gefa út tvö vikub • sem kepptu hvort við an,.„o og þá var „Vectotidningen’* gerð að „Mánadstidningen" og . hefur verið svo síðan. — Ég held að Bonniers hafi verið með 25-30 blöð og tíma- „ rit á sinni könnu um þetta leyti, segir Lilly, — Ákerlund átti um 15 þegar hann seldi. Það var nú líka dáfyndið, bæt- ir hún við og augun kvika — hvernig það gekk til, Áker- lund hafði veikzt og hélt sig ekki lengur færan um að stjórna fyrirtækinu, svo hann seldi það Bonniers og þóttist stórgræða á kaupunum. En svo heiisaðist honum vel og hann nagaði sig í handarbökin yfir sölunni í mörg ár á eítir, því hann hafði undirritað samn- ing um að hann mætti ekki setja á stofn neitt vikublað eða mánaðarrit í heil 10 ár._ Mikið skelfing held ég það hafi farið í taugarnar á aumingja karlinum.......Svo tölum við meira um Bonniers og Lilly segir mér fleiri sögur af fólk- inu hjá fyrirtækjunum báðum, „solsidan", það vorum við hjá Bonniers, segir hún og „skugg- sidan“ það voru þeir hinir — en nú hef ég dregið mig í hlé frá hvorum tveggju og er „bara húsmóðir“. Svona lítur húsið út, segir hún og sýnir mér mynd af því, það er rautt og dyraumbúnaðurinn hvítur, vafningsviður upp um alla veggi, blóm í öllum gluggum og garðurinn fullur af kirsu- berjatrjám — það stóð þannig á þessu húsi og garðinum þeim arna, að maðurinn mdnn, Val- erian Fedórtjuk, sem kom til Sviþjóðar í stríðinu, flóttamað- ur frá Úkraínu, tók sér fyrir hendur ávaxta og býflugna- rækt, — við höfðum fjörutíu býkúpur þarna í garðinum um tíma, sagðí hún og gretti sig~" og við seldum hunang í tonna- tali að mér fannst. En nú er ubýflugumar á bak og burt, sonurinn vaxinn úr grasi og eiginmaðúrinn kominn til Suðurhafseyja .... já, segir Lilly kankvrs, hann dreymdi alltaf um að sigla og eftir fimmtán ár í landi lét hann - loks verða af því. Nú sé ég hann bara á eins og hálfs árs fresti. — Það er nú nokkuð langt, segi ég og get ekki orða bundist. — Gat hann ekki far- ið ögn skemmra að heiman, blessaðúr? — Nei, segir Lilly, það var ekki við þao komandi, hann langaði suður —. þetta er heldur hreint ekki sem verst við erum búin að vera gift 1 fimmtán ár — hún brosir —■ * og þegar hann svo kemur, er hann iíka kyrr heima í þrjá mánuði ...... og nú fer að líða að þvi að hans sé von, svo ég verð að fara að haska mér heim og hafa allt tilbúið — en fyrst ætla ég að skreppa til Vestmannaeyja og skoða Surtsey og nýju litlu eyjuna. — Hún er horfin, segi ég, sökk í sjó. — Ha? segir Lilly van- trúuð, sökk hún? Já, segi ég, nema hún sé þá komin upp aftur, það væri svo sem eftir öðru þarna á slóðum Surts. Hún hlær. — Þetta er nú meira landið, segir hún, alltaf e'itt- hvað nýtt og skrítið og skemmtilegt á seyði. * En okkur er ekki til setunn- ar boðið. Lilly iítur í kringum sig og það er söknuður í blá- um augunum. — Mig langar að koma hingað aftur, segir hún, hér er allt svo hreint og bjart og fallegt. — En heima í Svíþjóð bíða kirsuberjatrén í garðinum og bráðum keraur sunnanfarinn úr hafi að vitja hússins síns að baki blómanna og trjánna, og þá verður Lilly að vera þar líka. — Sd. j

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.