Morgunblaðið - 01.08.1965, Page 16
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 90.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
MIKIL FERÐAHELGI
ITerzlunarmannahelgin er
" vafalaust ein mesta ferða
helgi ársins. Geysilegur f jöldi
fólks, bæði úr Reykjavík og
öðrum kaupstöðum og kaup-
túnum, taka sig upp með fjöl-
skyldur sínar og reyna að
komast sem lengst frá borg og
bæjum.
Um miklar ferðahelgar er
einkum þrenns að gæta. Um-
ferðarinnar, umgengni ferða-
fólks um landið og óhóflegrar
áfengisneyzlu unglinga, sem
stöku sinnum hefur vakið
mikla athygli um slíkar helg-
ar.
Umferðin á þjóðvegunum
er að sjálfsögðu geysimikil nú
um helgina og hafa lögreglu-
yfirvöld og Vegaþjónusta
FÍB gert margvíslegar ráð-
stafanir til að umferðin geti
gengið hindrunarlaust og
þeir, sem lendi í erfiðleikum
oig bilunum með bifreiðar
sínar eigi kost á aðstoð. í þess
um efnum hefur Vegaþjón-
usta FÍB unnið þarft verk á
undanförnum árum.
Stundum hefur viljað
brenna við, að illa væri geng-
ið um fagra staði út um land,
matarleifar og umbúðir skild-
«r eftir á víðavangi, en vafa-
laust hefur umgengni manna
á náttúrufögrum stöðum
batnað mikið síðustu árin.
í>að verður ekki nógsamlega
brýnt fyrir ferðafólki um
helgina, að ganga vel um þá
staði, sem það dvelst á og
gæta þess, að skilja ekki eftir .
pappírsrusl og annað slíkt. |
Landið okkar verður ljótt, ef
við göngum ekki vel um það.
Sjálfsagt hefur stundum
verið gert óþarflega mikið úr
drykkjuskap unglinga um
helgar eins og verzlunar-
mannahelgina, en þó er
ástæðá til að unga fólkið í-
hugi með sjálfu sér, hvort
skemmtunin og ánægjan af
útiverunni verður ekki miklu
meiri, ef áfengið er ekki með
í ferðinni. íslenzk náttúra er
fögur og fjallaloftið tært. Það
er öllum hollt að kynnast
þessu hvoru tveggja og njóta
þess, en úr áfengisneyzlu
unga fólksins um helgar sem
þessar, getur það eitt dregið
og einungis ef það tekur það
upp hjá sjálfu sér.
Ferðalög æskufólks, sem
annarra, um landið hafa auk-
izt mikið á undanförnum ár- (
um og er það vel. Við eigum
að leggja áherzlu á, að kynna
unga fólkinu okkar fegurð
landsins og náttúruundur.
Því betur sem upprennandi
kynslóðir þekkja landið sitt,
þeim mun vænna þykir þeim
um það.
En áfengisneyzla hæfir
ekki útiveru í íslenzkri nátt-,
j úru. Þetta ætti unga fólkið
okkar að hafa í huga um þessa
helgi og jafnan, þegar það
leggur land undir fót.
Vonandi verður þessi verzl-
unarmannahelgi öllum til
ánægju og sóma og það verð-
ur hún, hafi menn í huga þau
atriði, sem hér hafa verið
gerð að umtalsefni.
VANDASAMT
HLUTVERK
TVTú hafa rektorsembættin við
1 ’ menntaskólana í Reykja-
vík, hinn gamla og hinn nýja,
verið veitt, og er vonandi að
vel hafi til tekizt.
Einar Magnússon, sem skip-
aður hefur verið rektor gamla
menntaskólans, hefur verið
kennari þar í hátt á fimmta
áratug. Hann hefur jafnan
verið einn af atkvæðamestu
kennurum þessarar virðu-
legu menntastofnunar. Þann-
ig má segja, að fyrir liggi
eðlileg rök, þegar hann nú
hefur tekið við þessum gamla
skóla, sem hann svo lengi
hefur starfað við. Þar hafa
jafnan setið andans jöfrar,
forvígismenn á sviði menn-
ingar og skólamála. Er von-
andi að hinum nýja rektor
takist að halda á lofti merki
þeirrar fortíðar. Með það í
huga eru honum færðar árn-
aðaróskir.
Guðmundur ArnTaugsson
hefur um langt skeið verið
kennari við Menntaskólann í
Reykjavík og hefur hann nú
verið skipaður skólameistari
hins nýja menntaskóla, sem
rísa á við Hamrahlíð. Guð-
mundur Arnlaugsson hefur
getið sér gott orð í starfi sínu
sem menntaskólakennari. —
Hann fær nú það vandasama
hlutverk að móta nýja skóla-
stofnun frá upphafi og er
þess að vænta að hæfileikar
hans og mannkostir njóti síh
á þeim vettvangi. En þar
eiga ekki að vera nein vettl-
ingatök. Nýr menntaskóli í
Reykjavík er merk stofnun,
sem hlúa þarf að frá upphafi
og gera þannig úr garði, að
hann verði í senn mótaður af
rótgrónum menningararfi og
nýjum viðhorfum í skóla- og
menningarmálum. í mennta-
skóla á að vera hátt til lofts
og vítt til veggja. — Von-
andi tekst skólameistara hins
nýja skóla að skapa slíkt and-
rúmsloft þar sem viðhorfin
byggjast á því bezta í nútímr-
anum, en ekki á misjafnlega
flóknum kennisetningum. —
Skóli er ekki stöðuvatn, held-
ur fljót.
MORCU N BLADIÐ
Sunnudagur 1. ágúst 1965
Þessar myndir eru frá kapp- takandans, Norms Hall, rakst
aksturskeppni í Indianapolis á girðingu umhverfis aksturs-
og sýna, er bifreið eins þátt- brautina, tókst á loft og datt
í sundur í marga hluta. Hall
særðist illa í veltunni.
Sænsk menning í pökk
um seldist mjög illa
Verður nú seld með aíslætti á útsölu
Stokkhólmi í júlí — NTB
TILRAUN til þess að selja
ferðamönnum „ n i ð u r -
lagða“ sænska menningu í
pökkum, hefur farið út um
þúfur og er fyrirtækið nú
gjaldþrota að heita. Til-
raun þessi var gerð í
sænska smábænum Skövde
og verður nú „menningin“
seld á útsölu, til að bjarga
því, sem bjargað verður.
Aðgöngumiðar að listahátíð-
inni í Skövde áttu að seljast í
pökkum á 175 kr. stykkið, og
áttu að gilda fyrir tvéggja
daga dvöl þar, en til þessa
hafa aðeins 25 slíkir miða-
pakkar verið seldir, og þeir
munu ekki margir, sem áhuga
hafa á því að sjá „Fröken
Júlíu” Strindbergs setta á svið
á ensku, né heldur kvikmynd-
ir Bergmanns, balletsýningar,
listaverkasýningar og annað
hástemmt listahátíðaefni.
Nú verður „kúltúrinn" sett-
ur á útsölu, og pakkarnir snar
lækkaðir í verði. Tveggja daga
pakki kostar nú aðeins 120
kr. sænskar og einsdagspakki
50 kr. Úr því að erlendir ferða
menn hafa ekki áhuga á
sænskri menningu, á nú að
reyna að pranga henni inn á
sænskt tjaldbúðafólk og ýmsa
aðra. Yerður menningarhátíð-
in því með öllu meira sænsku
sniði en ráðgert hafði verið,
og á m.a. að setja upp „Frök-
en Júlíu“ á sænsku eftir 5.
ágúst og þar til „menningar- il
festivalinu“ lýkur 14. ágúst. í
Á blaðamannafundi í Sköv- 1
de héldu forsvarsmenn menn- w
ingarhátíðarinnar því fram, il
að það hafi verið sölukerfið á í
menningarpökkunum erlendis, I
sem hefði brugðizt. Auglýs- f
ingaefni hefði ekki verið í
dréift nógu víða og það hefðf J
ekki komið til ýmissa ferðá- i
skrifstofa fyrr en fjórum dög- f
um áður en menningarhátiðiíl il
átti að hefjast. Söfðu forsvars- A
mennirnir að menningin og 1
menningarpakkarnir hefðú f
heldur ekki sætt nógu góðri U
meðferð í Svíþjóð. J
Bæjarsjóður Skövde hefur J
tf-yggt 100,000 kr. og kaupsýslu 1
menn í bænum 300,000 kr. 1
sænskar af þeim 400.000 kr., fl
sem fengnar voru að láni til
áð setja menningarhátíðiná
upp.
Engispretturnar
á undanhaldi
EyðHeggingar af völdum
engisprettufaraldra hafa ver-
ið óverulegar á liðnu ári, og á
það einkum við um Norður-
Afríku. Aðeins frá Indlandi,
íran og Pakistan hafa borizt
tilkynningar um tjón af völd
um þeirra, en það hefur ver-
ið tiltölulega lítilvægt. Þess-
ar upplýsingar er að finna í
nýútkomnu yfirliti frá Mat-
væla- og landbúnaðarstofnun
S.Þ. (FAO). Hin sérstaka
nefnd þessarar stofnunar, sem
stýrir baráttunni gegn engi-
sprettum, telur nú fullreynt,
að orsakirnar til þessa séu
fyrst og fremst nýjar baráttu
aðferðir, sem beitt hefur verið
í stórum stíl bæði á alþjóð-
legum vettvangi og innan ein-
stakra ríkja. Nefndin bendir
á, að nú sé fyrir hendi ein-
stæður möguleiki til að halda
engisprettuplágunni í skefj-
um um ókomna tíð.
Af þessum sökum hef ur for-
stjóri FAO liagt á það ríka á-
herzlu við stjórnarvöild hlutað-
eigandi landa, að hafit veiði
vakiandi auga með engisprett-
unium, og að brugðið verði við
skjófct, ef þær sýna tilhneig-
ingu til að hópast sam&n.
Eins og stendur beitir FAQ
sér fyrir baráfctu gegn engi-
sprefctuplágunni með tilstyrk
Framkvæmdasjóðs Sameinuðu
þjóða.nna, og er hér um að
ræ'óa sex ára áætlun, sem 37
lönd í Afríku og Asíu eiga
aðild að, og leggja þau einnig
fé af mörkum til baráfcfcunnair.
Áætlunin fcekur m.a. til körtm-
unar á þeim klaksfcöðvum sem
eng ispretfcur mar nota, rann-
sókna á árangursríkum bar-
áttuaðferðum, þjálfunar starfs
liðs, funda sérfræðimga, bygg-
mgarranmsóknaistiöðva og aukm
ingar á sórsfcöku viðvörunar-
kierfi.