Morgunblaðið - 01.08.1965, Síða 19
r Sunnudagur t. ligðst 1965
MORGUNBLAÐID
19
Styrjöldin í Vietnam í myndum
Her bíður gamall skeggjaður maður með allar eigur sínar á bak-
inu, eftir að verða fluttur um borð í þyrilvængju ásamt þorps-
búum og fluttur til nýrra heimkynna. Hann var meðal 2.600
þorpsbúa frá Khe Tre, er fluttir voru til nýs þorps vegna árása
skæruliða Viet Cong. Þorpið Khe Tre er nyrzt í Suður-Vietnam.
Vietnam móðir hlúir að tveimur börnum sinum meðan byssu
kúlurnar þjóta skammt undan. Þau höfðu lent fyrir tilviljun
í miðri víglínu bandarískra hermanna og Viet Cong skæru-
liða, en það kemur ósjaldan fyrir
Hér er verið að binda tvo menn, er grunaðir voru um að vera i
•lagtogi með Viet Cong skæruliðum. Þeir voru handteknir ná-
lægt Tam Loc. Riffillinn, sem bandariski hermaðurinn heldur á
var meðal hluta, er fundust í fórum þéirra.
Uoi á flótta uadaa skæruliðum Viet Cong.
Þau eru þung sporin, sem íbúar Dong Xoai þurfa að taka hér. Skæruliðar Viet Cong höfðu gert
árás á þorp þeirra og gjöreyðilagt flest heimilin. Meira en helmingur 3000 íbúa, er þorpið
byggðu, létu lífið eða særðust að meira eða minna leyti í árásinni.
Tvær grátandi Vietnam konur fylgjast með, er líkum eiginmanna þeirra er lyft upp úr skot-
gröfum, þar sem þeir létu lífið, er þeir voru að verja þorp sítt gegn skæruliðum Viet Cong. —
Hermaðurinn lengst til vinstri er úr stjórnarhernum.
Hér sjást nokkrir bandarískir sjóliðar stíga á land við Da Nang-flóa í Suður-Vietnam. Þeir voru
hluti 3.500 manna liðs, er sent var til þess að verja Da Nang-flugvöllinn fyrir árásum Viet
Cong skæruiiða. Flugvöiiurinn er um 12 kílómetra frá ströndinni, þar sem „ormennarnir gengu á
land.