Morgunblaðið - 01.08.1965, Page 22
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 1. águst 1965
Dúkkur í þjóðbúningum
Lönguhlíð milli Miklubrautar og Barmahlíðar.
Öllum vinum og vandamönnum, sem sýndu mér hlý-
hug, á ýmsan hátt á sjötugsafmæli mínu 29. júlí s.L,
þakka ég af alhug. — Lifið heil. ,
Páll P. Christiansen, Patreksfirði.
Hjartkær móðir okkar,
ÞURÍÐUR MAGNtíSDÓTTIR
Sólvallagötu 43,
lézt að Landsspítalanum 30. júlL
Börn hinnar látnu.
Utför eiginkonu minnar
ÁGÚSTU SVEINBJÖRNSDÓTTUR
Brekkustíg 19,
er lézt 28. júlí fer fram frá Fríkirkjunni miðvikudaginn
4. ágúst kl. IV2 e.h. — Blóm vinsamlega afbeðin.
Einar Hróbjartsson.
MaðuTÍnn minn og faðir okkar
KRISTINN INGVARSSON
organleikari,
verður jarðsunginn miðvikudaginn 4. ágúst frá Laugar-
neskirkju, athöfnin hefst kl. 1,30.
Guðrún Sigurðardóttir og dætur.
Eiginmaður minn, -aðir, tengdafaðir og afi
KARL MAGNÚSSON
járnsmíðameistari,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn
4. ágúst kl. 2 síðdegis.
Eiginkona, börn, tengdabörn
og barnabörn.
Systir okkar
GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR
Smyrlahrauni 9, Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudag-
inn 3. ágúst kl. 2.
Guðmunda Gísladóttir,
Úrsula Gísladóttir,
Ingibjörg Gísladóttir.
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda hluttékningu við
andlát og útför konu minnar, móður, tengdamóður og
ömmu
SIGRÍÐAR INGIMUNDARDÓTTUR
Hörpugötu 41.
Guðjón Eyjólfsson, Emil Rúnar Guðjónsson,
Inga Guðmundsdóttir, Birgír Berndsen,
og barnabörn.
Hjartanlega þökkum við öllum er auðsýndu okkur
vinsemd og samúð við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður og ömmu
GUÐRÚNAR GUÐBRANDSDÓTTUR
frá Holtsmúla.
Guð blessi ykkur öll.
Börn, tengdasonur og barnaböm.
——iw—■—1 1—n n 1 ■■■ 11 ■ 11 111 ———1 1 n
Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu
við andlát og jarðarför
GUÐMUNDAR HELGASONAR
trésmiðs.
Sérstakar þakkir viljum vér færa stjórn og starfsfólki
Kirkjugarða Reykjavíkur.
Guðrún S. Benediktsdóttir,
böm, tengdaböru og barnabörn.
Vaktin, sem við röbbuðum við, taldir frá vinstri: Sigurgeir Benediktsson varavarðstjóri; Sveinn
Ólafsson varðstjóri; Helgi Schev ing, Þorkell Guðmundssoni, Ólafur Kjartansson; Ottó Jónasson,
Einar Gústafsson, Bjarni Mathiesen, Sigfús Svavarsson og Birgir Guðjónsson. (Ljósm.: Sv. Þ.).
- Slökkviliðið
Framhald á bls. 12
þessi ógurlegi gnýr dynur
við eyru og reykjarbólstrar
liðast til lofts. Þá var ekki um
að villast, að þetta var ísaga.
— Já, og þegar við komum
á staðinn, segir Bjami Mathie-
sen, mætti ég þar lögreglu-
þjóni, sem sagði við mig, að
við skyldum koma okkur í
burtu, hér væri allt að fara af
stað og svo hljóp hann eins og
fætur toguðu, líklega til að
sinna skyldustörfum.
— Hefur aldrei komið upp
misskilningur, þegar þið takið
á móti uppiýsingum um elds-
voða t.d. um síma?
— Jú, svo sannarlega. Einu
sinni var hringt til okkar og
okkur sagt að eldur væri að
Vesturgötu 2. Við fórum á
staðinn, en fundum engan eld.
Stuttu seinna kom maður inn
á slökkvistöðina í Hafnarfirði
og spurði hissa, hvers vegna
þeir kæmu ekki, það væri að
brenna að Vesturgötu 2. Sá,
sem kallaði á slökkviliðið hafði
sem sagt hringt á slökkviliðið
í Reykjavík í misgáningi. Vest-
urgata 2 er næsta hús við
slökkvistöðina í Hafnarfirðí.
— Svo hefur fólk hringt og
sagt, að kviknað hafi í hjá hon-
um Einari, hvort við vildum
ekki koma þangað o.S.frv. Það
hefur svo sem ýmislegt spaugi-
legt komið fyrir, þó að starf-
ið sem slíkt sé að sjálfsögðu
allt annað en spaug.
— Viljið þið ekki setjast hér
við borðið og taka einn slag,
svo að við getum teki ðaf ykk-
ur mynd, þegar þið eruð að
spila?
—Nei, við höfum einu sinni
lofað ljósmyndara að taka
mynd af okkur við spilaborðið,
en það gerum við ekki aftur,
segja þeir og kima hver til ann
ars.
— Eruð þið ekki ástríðufull-
ir bridsspilarar? spyrjum við.
— O, nei ekki svo, segir
Sveinn.
— Hvað gerið þið ykkur til
dundurs annað en að spila?
— Hlustum á útvarp, horfum
á sjónvarp, sumir lesa o.s.frv.
Og nú kemur inn úr dyrun-
0,83. Hann segir okkur einnig,
að til þess að annast eftirlit á
um Egill Hjörvar, er vinnur
hjá eldvarnareftirlitinu.
Egill segir okkur, að íslend-
ingar séu hæstir í fjölda bruna
á einstakling af öllum Norð-
urlöndum. f Bandaríkjunum
séu 2,7 brunaverðir á hverja
þúsund íbúa, en hér aðeins
olíukyndingum I heimahúsum,
samkomuhúsum og hinum
ýmsu athafnasvæðum borgar-
innar þurfi a.m.k. 10 menn og
eftir því sem þjóðfélagið
stækki muni nauðsynlegt að
skipuleggja allt eldvarnarkerfi
borgarinnar, enda muni það
gert í sambandi við íyrirhug-
við Tjamargötu.
aða breytingu.
— Hefur þú aldrei lent í ein»
hverju minnisstæðu atvikL
sem brunavörður, Egill?
— Jú, reyndar, en það var
áður en ég kom til slökkviliðs-
ins. Ég átti heima í Fjalakett-
inum þegar Hótel ísland brann.
og varð einna fyrstur til þess
að verða brunans var. Menn
voru hræddir um, að eldurinn
næði næstu húsum, svo að
menn tóku að bjarga eigum
sínum úr húsunum. Ég man,
að bróðir minn bar stóran bóka
poka út í Suðurgötu um nótt-
ina. Daginn eftir æ.tlaði hann
með hann til baka heim, en
þá loftaði hann ekki pokanum,
svo þungur var hann. Svona
getur hræðslan gert menn
sterka.
Og nú kveðjum við þá fé-
laga, þar sem þeir sitja og eru
fyrir alvöru farnir að tala um
gamla tíma. Við vonum, að
þeir megi bera gæfu til að
bjarga sem flestum frá því að
verða eldi að bráð, eða frá
þvi að standa uppi slyppir ög
snauðir. Megi gæfan fylgja
þeim í góu starfi.
Allur er varinn góður. Það fór betur en á horfðist í fyrstu. Flug
vélin lenti án stórvægilegra ske mmda.
Gamla slökkvistöðin
Vaktin sem kvödd var út á flugvöll, taldir frá vinstri: Bjarni Mathiesen, Ragnar Sólonsson, Val-
ur Þorgeirsson, Óskar Sigurðsson, Sigurjón Kristjánsson, Björn He rmanoisson, Kristinn 6. Kristins-
son, Sigurbjörn Ævarr Jónsson, Sigurþór Þórðarson, varavarðstj óri og Loftur Erlendsson varðstj.