Morgunblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 3
Miðvjkud.ipur 1. S@pf. 1965 MORGUNBLADIÐ Halldór Einarsson — vill, að verk sín verði varðveitt á íslandi. (Myndir: Gísli Gestsson). Kominn til íslands með þrjú tonn af tréskurði Rætt við Halldór Einarsson, sem undanfarin 43 ár hefur verið búsettur i Chicago — ÞAÐ var óneitanlega undarleg tilfinning að koma aftur til æskustöðv- anna, sagði Halldór Einars- son, sem undarfarin 43 ár Halldór Einarsson við eitt aí verkum sinum, sem var á sýningu í Chicago í fyrra og hlaut lofsamlega dóma gagnrýnenda. hefur verið búsettur f Bandaríkjunum og starfað við tréskurð. Halldór hyggst nú flytjast aftur heim til íslands, og hann hefur flutt heim með sér tréskurðarmyndir sínar. — Gafst okkur kostur á að sjá myndir Halldórs fyrir skömmu og röbbuðum þá við hann um stund. Halldór er fæddur í Brands- húsum í Flóa 1893, sonur hjón anna Einars Einarssonar og Þórunnar Halldórsdóttur. — Hann dvaldist í foreldrahús- um til 18 ára aldurs, en stund- aði síðan sjó um fjögurra ára skeið. Halldór hóf nám í tré- skurði hjá Stefáni Eiríkssyni, tréskurðarmeistara, 1916 og var hjá honum í 4 ár, en 29 ára að aldri hélt hann vestur um haf og fór fyrst til fundar við bróður sinn, Gest, sem bjó í Kanada ásamt konu sinni, Helgu Bjarnadóttur frá Vörum í Garði. í Winnipeg dvaldi Halldór í eitt og hálft ár, en hélt síðan til Chicago. — Áttir þu vini eða vanda- menn í Chicago? — Nei, ég þekkti engan þar, en þar var nóg vinna. Mér líkaði strax vel við Chica- go og þar hef ég svo dvalizt undanfarin 43 ár. Eiginkonu minni kynntist ég í Chicago, hún var bandarísk af pólsk- um ættum. Hún lézt 1951. Upp frá því hef ég verið ein- setumaður í skóginum, — ég hef búið í litlum bæ, sem heit- ir Lisle og er mu 25 mílur fyrir utan Chicago. — Ég hef starfað hjá tré- skurðarfyrirtækinu „Federal Wood Industry Incorporated“ og þeir hafa leyft mér að sinna mínum hugðarefnum, þegar lítið hefur verið um vinnu fyrir þá, en sú vinna hefur að mestu leyti verið fólg in í skrauti á húsgögn. Halldór kom hingað til lands 29. júní sl. og hefur bú- ið hjá systur sinni, Soffíu Ein- arsdóttur, Karlagötu 5. Hann hyggst halda utan aftur, þeg- ar líður á haustið, en þar verð ur aðeins um snögga ferð að ræða, því að hann hefur hugs- að sér að koma fljótlega aftur alkominn. Halldór á tvö syst- kini í Reykjavík, Soffíu og Hallmund, og tvær systur að Stóru Vatnsleysu, Guðrúnu og Þórunni. •— Já, ég hef komið til æskustöðvanna, segir Halldór. Gamli bærinn er nú í eyði. Það var eitt af hjáleigukot- unum frá Gaulverjabæ. — Hvort mundirðu heldur kjósa að setjast að í Reykja- vík eða uppi í sveit, Halldór? — Ég veit ekki hvernig gengur, en mig langar til að komast inn á Hrafnistu. — Nei, ég get vart sagt, að ég hafi saknað fslands meðan ég var í Chicago. Ég hef ekki haft tíma til þess! Þegar mað- ur hefur nóg að gera, leiðist manni aldrei. — Hittir þá fyrir marga ís- lendinga í Chicago? — Já, það er íslendingafé- lag starfandi þar, sem kemur saman 4 til 5 sinnurn á ári, og þá koma saman 60 til 100 íslendingar. Það er talsvert af skólafólki þarna, og einnig ís- lenzkum konum, sem gifzt hafa bandarískum hermönn- um. Einnig eru margir afkom- endur landnema í Kanada. Halldór hefur kömið tré- skurðarmyndum sínum fyrir að Þinghólsbraut 43 í Kópa- vogi og þar kennir sannar- lega margra grasa. — Allur farmurinn var hátt á 3.- tonn, segir Halldór og brosir við. — Hafa margir litið inn á þessa sýningu þína? — -Það eru helzt ættingjar og vinir, sem hafa vitað af þessu. Ég setti þetta upp, því að fólk hafði einhverja hug- mynd um, að ég væri með smá varning með mér, svo að STAKSTHNAR Xréskurðarmynd eftir Halldór Einarsson. ég varð að sýna einhvern lit á að hafa verkin til sýnis. — Hafa einhver verka þinna verið á sýningum vestra? — Já, ég átti tvö verk á sýningu í Chicago í fyrra. Þar hlaut ég 3. verðlaun fyrir mynd. Annars hef ég aldrei selt eitt einasta verk. Mig lang ar til ,að myndirnar mínar verði geymdar hér á íslandi. Það, sem vakti einan mesta athygli okkar, er við skoðuð- um verk Halldórs Einarsson- ar, voru alþingismenn frá 1944. Þarna voru þeir komnir allir, 52 að tölu, tálgaðir í tré af miklum hagleik. Fyrir- myndir Halldórs voru myndir af þingmönnunum úr bókinni Lýðveldishátíðin. Þctta eru alþingismen n frá 1944 — eins og Halldór hefur tálgað þá í tré. Að kunna að þegja Að óreyndu hefði mátt ætla, að stjornmálaritstjóri Þjóðvilj- ans hefði séð sér þann kost vænstan að þegja um viðskipti Islands og Sovétríkjanna eftir þá háðuglegu útreið, sem hann hef- ur fengið í sambandi við það mál að undanförnu. En svo virð- ist, sem stjórnmálaritstjóri Þjóð viljans kunni ekki þá list að þegja þegar það á við, og i blaði sinu í gær sér hann ástæðu til að hefja umræður um þessi mál á nýjan leik og gerir.það nú með ónotum í garð forsætisráðherra. Hingað til hafa menn haldið, að þessir uppáhaldsdrengur Einars Olgeirssonar væri hyggnari en svo að hann léti ofstækið hlaupa með sig í gönur, en svo virðist því miður ekki vera og er þess vegna ástæða til að ítreka nokkrar spurningar, sem lagðar hafa verið fyrir þennan mann og hann á vafalaust mjög auðvelt með að svara, ef hann vill. Þegar þessi mál voru mest rædd í blöð- unum fyrir nokkru þagði hann þunnu hljóði. En þar sem hann heíur fengið málið aftur í sam- bandi við viðskipti íslands og Sovétríkjanna verða þessar spurningar nú ítrekaðar. Hvað gerðist í Moskvu? Þeirri spurningu hefur aftur og aftur verið beint til komm- únista og málgagns þeirra, *hvað raunverulega hafi gerzt á Moskvufundinum fræga í fyrra, þegar Einar Olgeirsson og nokkr ir aðrir helztu forustumenn ís- lenzkra kommúnista áttu viðræð ur við Sovétmenn um viðskipta- mál og komu heim með þær fregnir, að hægt væri að gera „stóran nýjan viðskiptasamning“ við Sovétríkin með stóraukinni síldarsölu til þeirra. Alla tíð síð an hafa islenzk stjórnarvöld gengið á eítir efndum á þessum loforðum, eu svo virðist, sem ráðamenn í Sovétríkjunum hafi alls ekki kannast við þetta mál, hvað þá meira. Og aliir vita hvernig fór um samningaviðræð- urnar um viðskiptasamninginn í Moskvu nú fyrir nokkrum vik- um. Að óreyndu eru menn treg ir til að halda, að kommúnistar hafi beitt blekkingum hér á landi af ráðnum hug, enda hefði slíkt verið svo barnalegt og fyrirsjáan legt að það mundi koma þeim í koll að ekki er ástæða tii þess að halda að málið sé þannig vax- ið. En hafi kommúnistar hins vegar verið í góðri trú er greini legt, að eiíthvað hefur gerzt í Moskvu í 'fyrra, sem er á annan veg, en þeir sjálfir hafa haldið fram hér á landi. Og þess vegna er fyllsta ástæða til þess að spyrja stjórnmálaritstjóra Þjóð- viljans, sem þessum málum er kunnugur um það hvað raun- verulega hafi gerzt í Moskvu í fyrrahaust, við hverja var talað, hvar fóru viðræðurnar fram og nákvæmlega um hvað var rætt. Væntanlega stendur ekki á svari við þessum spurningum. I sumarfríi? Þá er ennfremur annað mál, sem ástæða er til að spyrja stjórn málaritstjóra Þjóðviljans um, úr því að hann hefur kosið að taka þetta mál npp til umræðu á ný og það er þetta: Hvað voru Einar Olgeirsson, Ægir Ólafsson o. ÍL að gera í Moskvu einmitt á sama tíma og íslenzka samninganefnd in var þar á fundi til þess að semja um nýjan viðskiptasamn- ing við Sovétrikin Voru þessir heiðursmenn í sumarleyfi i Moskvu eða var dvöl þeirra í ein hverju sambandi við samninga- viðræðurnar um aukin viðskipti mili landanna?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.