Morgunblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 10
10
MORCUNBLAÐIÐ
r
Miðvikudapur 1 sept. 1965
D'
úr þokunni
HÚN sat i stólrium sínum og
las Passíusálmana. Þegar ég
gekk inn 1 herbergið lagði
hún bókina frá sér og nú var
komið að mér: að kynnast
þeim passíusálmum sem voru
ortir úr lífi hennar og reynslu.
Ég virti hana fyrir mér. Víst
var hún með hrukkótt andlit,
þessi gamla kona, veðrað og
barið af vindgúlkum langrar
ævi. Hún greip ósjálfrátt ann-
arri hendi í prjónagarnið sem
var í brúnum poka hjá stóln-
um.
Ég heilsaði. Svo gekk ég að
borðinu, tók upp sálmakver
séra Hallgríms og blaðaði í
því. Það var ljósprentun af
eiginhandarriti hans. Hún
fylgdist af áhuga með forvitni
minni. Eins og andlit hennar
var ekki storknuð gríma,
þannig voru einnig sálmar
séra Hallgríms ekki dauður
bókstafur. Ég lagði Passíu-
sálmana á borðið, það var ekki
síður upplýsandi að rýna í
rithönd tímans í andliti
gömlu konunnar. „Ósköp er
hún falleg, skriftin hans séra
Hallgríms", sagði hún, „og þó
hafa hendurnar á honum lík-
lega verið farnar að dofna
þegar hann skrifaði þetta“.
„Lestu oft í Passíusálmun-
um?“ sagði ég og fékk mér
sæti. „Ég lít oftast eitthvað í
þá á hverjum degi,“ svaraði
hún.
Svo virti hún mig fyrir sér
mieð augum sem voru ekki
köld og hlutlaus eftir bardús
hundrað ára. Hún á djúpa og
vökula tilfinriingu þessi kona,
hugsaði ég. „Það skemmir
engan að glugga í Passíu-
sálmana“ muldraði hún, eins
og það sakaði ekki að minna
á það. „Þú hefur kynnzt þeim
ung“ sagði ég. „Já,“ svaraði
hún. „Þeir voru sungnir og
lesnir á hverju kvöldi á föst-
unni, þegar ég var ung
stúlka. Ósköp er nú langt síð-
an. Að hugsa sér — hverjum
hefði svo sem getað dottið
það í hug? Mér væri nær að
halda, að sumt væri nú með
öðrum brag, ef sá siður hefði
ekki lagzt niður að lesa
Passíusálmana á heimilunum.
XJnglingum er hollt að þekkja
þá. Þeir eru stundum einir,
unglingarnir nú á dögum.
Kannski væru þeir ekki eins
einmana, ef þeir þekktu
Passíusálmana."
Ég skoðaði myndir á komm
óðunni og aðrar sem hengu á
veggnum. Þar var stór teikn-
ing af Magnúsi, föður henn-
ar, og hjá henni var mynd af
ungri, gerðarlegri stúlku á ís-
lenzkum búningi. „Hver er
þetta, Vigdís?" spurði ég.
Gamla konan skáblíndi á
myndina, það var kominn
saknaðartónn í röddina þeg-
ar hún svaraði. „Þetta er
mynd af yngstu dóttur minni.
Hún var tvítug þegar hún
dó.“
Það var ekki laust við að
föliun roða slægi á þessi
gömlu augu, þau höfðu ekki
sjóazt í veraldarvolkinu sjálf-
um sér og heitri tilfinningu
hjartans til óbóta.
„Ég missti þrjár dætur aðr-
ar og þrítugan son,“ bætti hún
við og tíndi í huga sér marg-
lit blóm gamalla minninga.
„Hann dó frá konu og tveim-
ur börnum, blessaður dreng-
urinn. Hann var efnilegur eins
og hin bömin. En um það er
ekki spurt. Ég á enga mynd
af honum. Hann sagðist ætla
að láta taka af sér mynd ef
hann yrði einhvern tíma
ríkur, en það varð hann víst
aldrei á veraldarvísu: það
hefði líka dugað skammt að
eiga af honum ljósmynd.
Myndin sem geymist í hjart-
anu er kannski ekki alltaf eins
skýr, en hún er nálæg. Henni
týnir maður ekki. Og þó hef
ég haft augnabliksnautn af að
líta á stúlkuna mína þarna á
veggnum — ojá, ekki er laust
við að ég gjói til hennar aug-
um nokkrum sinnum á dag,
helzt ósjálfrátt,
Gleðitíð ég þrái þá
þungum söknuð slegin,
að ég frelsað fái að sjá
fólkið hinum megin.
Það er mörg vísan góð“,
bætti hún við. „Ljóðin hafa
oft hjálpað mér í sorgurr. og
sút, einhvern veginn hefur
mér alltaf fundizt styrkur að
fallegum Ijóðum. Eða þykir
þér ekki gaman að vísunum
eftir hann Fnjóska, — var
það ekki séra Einar á Borg?
Það er eins og mig minni það.
Sonur hans fórst af voðaskoti,
ég held á rjúpnaveiðiun —
þá kvað hann:
Þó ég hafi elzt um ár
ei vill skapið kyrra,
ennþá ber_ég sömu sár
sem að blæddu í fyrra.
Svona leita ég til Ijóðanna,
orna mér við afl þeirra og
yl. Það ættu allir að gera, þau
eru flestra meina bót. Blessuð
veri Ijóðin," bætti hún við,
gamla konan — og horfði á
stúlkuna sína á veggnum.
— ★ —
„Ónei, þér er víst ekki of
gott að tala við mig“, hafði
hún sagt, þegar ég gerði henni
grein fyrir erindi mínu að
Snæfelli, en svo heitir heim-
ili hennar á Stokkseyri. „Ég
talaði við Maríu í Stykkis-
hólmi, þegar hún varð 100
ára“, sagði ég. „Líklega er
það nú engin uppgerð að tala
við hundrað ára gamalt fólk,
ætli það? María hefur svarað
fyrir sig í fljótheitum, hún
er skarpgreind kona? Er hún
ekki eitthvað í ætt við Her-
dísi og Ólínu, skáldkonur?
Ekki man ég nú eftir neinum,
sem v&rð svona gamall í mínu
ungdæmi. En líklega hafa þau
verið ósköp gömul, hann Þor-
steinn og hún Guðbjörg í
Holtsmúla. Þar var tvíbýli og
áttum við heima á öðrum
bænum, en þau Þorsteinn á
hinum. Það pótti nú kannski
engin uppgerð að tala við
þau, blessaðar manneskjurn-
ar.“
Hún horfði sínum hlýju
augum út í herbergistómið,
starði inn í ósýnilega fortíð
sem fylgdi henni og lét hana
aldrei í friði, sumt líklega
séð eins og í móðukvikum
hillingum, annað nálægt og
raunverulegt eins og bæjar-
hóllinn. „Þetta er eins og lið-
inn draumur" sagði hún upp
úr eins manns hljóði. „Góður
draumur?" spurði ég. „Ekki
veit ég það.“ Hún teygði sig
eftir gleraugunum sem lágu
á borðinu og setti þau upp,
eins og til að geta betur grillt
atburði þessa tvíbenta
draums. „Ojæja,“ sagði hún
og tók af sér gleraugun aft-
ur, stakk þeim í vasann. Svo
fór hún að fletta Passíusálm-
unum. „Ég sætti mig vel við
líf mitt,“ sagði hún eftir dá-
litla þögn. „Ég er ósköp þakk-
lát guði og mönnum. And-
streymið varð mér einnig íil
góðs, þegar frá leið. Mér
hefur aldrei þótt ástæða til
að æðrast. Ég hef þekkt þann
sem hefur stutt við bakið á
mér, þegar á bjátaði, og ég
hef sagt við sjálfa mig, oft og
einatt, að ráð mitt sé allt í
hans hendi. Ég hef átt að
fagna því láni, sem hverju
láni er betra og dýrmætara:
að geta ávallt komið til dyr-
anna án þess að vera yfirbug-
uð. Sorgin hefur slegið mig
sínum sterka væng, en mér
hefur alltaf auðnazt að standa
upp aftur. „f rósemi og trausti
skal þinn styrkur vera“.“
— ★ —
Hún sagði mér nú draum
sem hana dreymdi, þegar
fyrsta barnið hennar lá á lík-
börunum. Þá var hún 23 ára
gömul, átti þessa einu dóttur
barna. „Hún hét Arnheiður, og
var tæpra 3ja missera þegar
hún lézt í kíghóstafaraldri,
sem fór um sveitina eins og
eyðandi eldur. Stúlkan var
lögð til eins og venja var.
Ég var aðframkomin, lagði
mig og sofnaði, en þó aðeins
örstutta stund, því vinnukon-
an sem var hjá mér og Magnea
hét, trúði ekki að mér hefði
sigið í brjóst á svo stuttum
tíma. Þegar ég vaknaði, segi
ég við Magneu: „Þetta er upp-
haf, en ekki endir.“ Þá svarar
hún: „Hvers vegna segir þú
þetta, Vigdís?“ Ég segi henni
að mig hafi dreymt draum.
„Það getur ekki verið,“ segir
hún, „á þessum tíma?“ En ég
vissi betur. Mig dreymdi að
hurðinni var hrundið upp og
inn kom maður með ljá í
hendi og var hann líkastur
stærstu torfljáum eins og
þeir gerðust í þá dag&- Ég
þekkti vel manninn í draumn-
um, hann hét Gestur og var
Jónsson, frá Sviðgörðum í
Gaulverjabæjarhreppi, sem
var einhver næsti bær við
okkur. Hann var gráhærður
maður og gamall orðinn. Jæja,
viltu nú vita. Nú lít ég upp
í loftið á baðstofunni og sé
þá að gólfstólpinn er alþak-
inn gulstör, frá gólfi og upp
í sperru. Gestur gengur að
honum og heggur af honum
alla störina með ljánum.
Ekkert er eins opinbert og
raunvérulegt í lífi mínu og
minningin um gulstörina, þar
sem hún hlykkjaðist niður á
gólfið undan ljánum.
Ég sat á rúminu mínu 1
draumnum og þótti sem and-
spænis mér sæti maður sem
ég þekkti ekki. Hann segir:
„Það bítur mikið vel hjá
svona gömlum manni“ — og
bendir á Gest. Ég segi: „Ég
get nú ómögulega þakkað hon
um, þó það bíti hjá honum,
því það er ekkert leiðinlegt
þetta gras“. Það voru mín
orð.
Á gólfstólpanum voru fjór-
ir fletir og hélt ég að draum-
urinn væri fyrir því, að ég
mundi missa fjögur börn um
mína daga. En dauðinn vildi
meira. Þau urðu fimm, það
hefur guð á mig lagt — eh
hann er löngu búinn að bæta
mér það. Reynslan kennir
okkur að skoða allt niður í
kjöl og rasa ekki um ráð
fram. Börnin eru að láni og
maður verður að skila þeim
aftur. Ég á tvo drengi á lífi,
þeir eru tvíburar. Þá hef ég
fengið að hafa hjá mér.“
„Hvað eru þeir gamlir?"
spurði ég.
„Á áttræðisaldri," svaraði
gamla konan og brá fyrir
brosglampa í öðru auga. Hún
bætti við: „Tvö barnanna dóu
úr spönsku veikinni eða af-
leiðingum hennar. Það voru
þau sem ég sagði þér frá áð-
an. Og loks missti ég tvær
telpur, báðar 3ja ára. Ójá,
til hvers dreymir mann, ef
það kemur ekki fram? Og
jafnvel draumar geta brugð-
izt, því skilningur okkar er
ekki alltaf upp á marga fiska.
Mér var hlíft við því að bera
kvíðboga fyrir börnunum
fimm. En draumurinn lagði á
mig sífelldan ótta við dauða
þeirra fjögurra. Ég var farin
að vona að syninum yrði
þyrmt og hann kæmist áfram
í lífinu með guðs hjálp. En
«
„Heldurðu að til séu for-
lög?“ greip ég fram í.
Gamla konan hugsaði sig
um. Ég fann að hún vildi
ekkert segja sem hún gæti
ekki staðið við og reynslan
hafði kennt henni.
„Hvað á ég að segja um
það?“ spurði hún. „Ég veit
það ekki. En það er gott að
verða gamall og þroskast með
guðs hjálp, losna við hégóm-
ann og óraunhæft mat á líf-
inu. Ég hlæ aldrei að litlum
hlutum. Ég leita mér trausts
og halds hjá guði. Bænin er
mín gleði. Guð gefur okkur
vit, það er ekki komið af
sjálfu sér, ónei. Það er manni
gefið eins- og annað. Ég held
að við tökum fátt af sjálfum
okkur — ég skoða það svo.
Og eitt kennir manni reynsl-
an, að dauðinn er ekki það
versta í lífinu.“
„Hvað er það versta?“
spurði ég.
„Að fara illa með það sem
manni er lánað eða gefið. Ég
er ekki að segja að ég hafi
alltaf notað það vel, sem mér
hefur verið trúað fyrir,
kannski ekki alltaf eins vel
og vera átti. En ég hef aldrei
reynt að leyna því, að guð
hefur lánað mér margt. Hann
hef ég aldrei ásak.að.“ Hún
brosir. „Og ég kvíði því ekki
að berja á dyrnar hjá hon-
um.“
„Hvað heldurðu að þar taki
við?“
„O, blessaður drengurinn
— auðvitað þessi sæla, sem
allfr keppa að, en enginn get-
ur kynnzt í þessu lífi.“
„Heldurðu þá, Vigdís, að
það sé til himnaríki?“
„Já,“ svaraði hún, en þó
hægt og athugandi og fyrirgaf
mér með broshlýja augnaráði
svo viðkvæma spurningu.
„Ætli það sé ekki eitthvað
sælla en hér“, bætti hún við.
„Einhvern veginn finnst
mér þú standa því nær heldur
en ég“ skáut ég inn í. „Mér
finnst eins og þú hafir verið
þar með annan fótinn.“
„Ojæja, einhvern tíma von-
ast ég eftir að komast þangað,
þá máttu spyrja mig eins og
þú vilt og ég skal svara þér,
eins og ég hef ástæður tiL
Nú fara þeir á gervihnöttum
um allar jarðir. Kannski verð-
ur ekki langt þangað til þeir
kynnast sjálfu himnaríki, guð
má vita. Annars hef ég aldrei
gruflað út í hvernig þar er
umhorfs — hvort þar er þessi
sæla sem allir þrá eða þessi
vansæla, sem margir kvíða
fyrir. Mér þykir samt ekki
trúlegt, að vansælan sitji þar
í fyrirrúmi. Og víst er uiri
það, að við fáum að reyna
þetta allt saman einn góð^n
veðurdag. Ég held það verði
tekið á móti okkur. Einu sinni
fékk ég kveðju frá föður mín-
um, hann sagðist biðja að
heilsa mér, ég skyldi vera
róleg. Þessi kveðja hefur ver-
ið mér ómetanlegur styrkur
— og því skyldi hún ekki
vera jafn áþreifanleg stað-
reynd í lífinu og ef ég til
dæmis bæði þig nú fyrir
kveðju til vina og kunningja
í bænum? Og ég hef verið ró-
leg — eða spurðu Margréti,
frænku mína, sem ég bý hjá
hér í Snæfelli. Hún er dóttir
Aðalheiðar, systurdóttur minn
ar og fósturdóttur. Hún er
mér mikið góð. En himnaríki,
sagðirðu. Ætli það sé ekki
eins og sæluhús á heiðinni.
En ég læt nótt sem nemur.
Ég fer frá góðum, en á svo
mikið hinum megin. Og svo
sagðist faðir minn mundu taka
vel á móti mér. Á meðan hann
lifði var óhætt að reiða sig
á það sem hann sagði og
ekki trúi ég að honum hafi
farið aftur í þeim efnum. Ég
efast ekki um að Þórunn.
auminginn hafi sagt rétt og
satt frá.
Ójá, hún var sjúklingur f
holdsveikraspítalanum og hét
Þórunn Guðbrandsdóttir, mik-
ill bessaður aumingi en vel
hugsandi manneskja. Hún
sagði, að sig hefði dreymt
draum. Henni þótti hún vera
komin yfrum og þar hitti hún
föður minn. Þau þekkjast og
heilsast og hún segir við
hann: „Svona ertu klæddur**
— því hann var í hvítum
kyrtli. Þá segir hann: „Ég er
nú svona klæddur, af því að
ég var maður.“ Hann hafði
tvær stúlkur við hvorahliðsér.
Þórunn spyr, hver eigi þessar
stúlkur. Þá segir hann: „Hún
Vigga, dóttir mín, á þær.“
„Ekki á hún nema þrjár“,
segir þá Þórunn, því hún vissi
ekkert um fyrstu dótturina,
sem ég misstL „Eins og hún
Vigdís Magnúsdóttir 100 úra ■ dag
Ljósmyndari Mbl. tók þessa mynd af Vigdisi fyrir nokkr-
um dögum.
.9