Morgunblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 14
!4 MORCUNBLADID Miðvikudapur 1. sept. 1965 Crtgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Rítstjórar: Sigufður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. í lausasöiu kr. 5.00 eintakið. RÁÐHERRASKIPTI CJvo sem skýrt hefur verið ^ frá, verða nú þær breyt- ingar á ríkisstjórninni, að Guðmundur í. Guðmundsson lætur af embætti utanríkis- ráðherra og tekur Emil Jóns- son við því, en Eggert G. Þor- steinsson tekur sæti í ríkis- stjórninni sem félags- og sjávarútvegsmálaráðherra. Töluverðar breytingar hafa nú orðið á núverandi ríkis- stjórn frá því að hún var fyrst mynduð haustið 1959. Ekki er óeðlilegt, þótt tíminn hafi slíkar breytingar í för með sér og er að mörgu leyti heppilegt, að nýir menn með nýjar huglnyndir fái tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Guðmundur í. Guðmunds- son hefur gegnt embætti ut- anríkisráðherra síðastliðin 9 ár, en hann hefur verið utan- ríkisráðherra frá því að vinstri stjórnin var mynduð sumarið 1956. Hefur Guð- mundur nú óskað eftir að láta af þessu virðingarmikla emb- ætti og fylgja honum góðar óskir til þeirra starfa, sem hann kann að taka sér fyrir hendur. Alþýðuflokkurinn hefur á- kveðið að sýna yngsta þing- manni sínum mikið traust með því að velja hann til ráð- herrastarfa og hefur það margoft sýnt sig, að hyggi- lega er ráðið að veita ungum mönnum mikinn trúnað. Égg- ert G. Þorsteinsson hefur leyst vel af hendi þau störf, sem hann hefur hingað til tek ið að sér og vafalaust mun hann leggja sig allan fram í því ábyrgðarmikla starfi, sem honum hefur nú verið falið. Ríkisstjórn Bjarna Bene- diktssonar hefur að loknum þeim breytingum, sem orðið hafa á undanförnum mánuð- um fengið nýjan svip og til starfa í henni hafa valizt til- tölulega ungir menn. Þeir Jó- hann Hafstein, Magnús Jóns- son og Eggert G. Þorsteins- son eru allir ungir menn, dugandi og framtakssamir. FRAMTÍÐAR- STEFNA í VEGAMÁLUM ipitt mesta hagsmunamál fólksins út um lands- byggðina er án efa samgöngu- málin og er raunar ótrúlegt hvað fámennri þjóð í stóru landi hefur tekizt að fram- kvæma mikið í vegalagningu á örfáum áratugum. Nú má heita, að nær allt landið sé komið í vegásamband, þótt enn séu fámennar sveitir í nokkrum landshlutum ein- angraðar, en unnið er að því að koma þeim í samband við vegakerfi landsins. Ef til vill gera menn sér ekki fullkomlega grein fyrir því, þegar þeir aka í sumar- leyfum sínum út um landið, hvílíkt afrek þessi vegalagn- ing er, þótt hún sé ekki full- komin, því að það kostar mik- ið fé á hvern einstakling í landinu að tengja allt landið og landshluta saman í vega- kerfi. Þess vegna ber að meta að verðleikum það mikla starf sem unnið hefur verið í þess- um efnum og einkennzt hefur af dirfsku og bjartsýni ráða- manna þjóðarinnar. Milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur hefur nú orðið ný bylting í vegagerð, sem raun- verulega markar framtíðar- stefnuna í þeim málum. Kefla víkurvegurinn nýi er glæsi- legt tákn um kunnáttu íslend inga í vegalagningu og hann i sýnir okkur, að við höfum nú öðlazt næiglega tækniþekk- ingu og fullkomin tæki til þess að leggja fullkomna steinsteypta vegi út um land- ið. Framkvæmdir á borð við Keflavíkurveginn eru mjög dýrar, en hann mun hafa kostað um 220 milljónir króna. Þess vegna er ekki óeðlilegt, að þeir sem hans verða að- njótandi standi að einhverju leyti undir þessum mikla kostnaði. En hið mikla fram- tíðarverkefni okkar í vegamál um hlýtur að verða að leggja allar helztu aðalsamgönguæð- ar landsins á sama hátt. Slíkt mun kosta geysilegt fé og það er úrlausnarefni í sjálfu sér hvernig afla á þess fjár. En mikilvægt er að það takist. — Keflavíkurvegurinn mun spara geysilegt fé í betri nýt- ingu bifreiða og minni við- gerðarkostnaði og líta ber á hann sem upphaf varanlegri og fullkomnari vegagerðar á íslandi. AÐGERÐIR VEGNA KALSINS F'yrir forgöngu landbúnaðar- * ráðherra, Ingólfs Jóns- sonar, var í sl. mánuði skipuð nefnd til þess að kanna á hvern hátt koma mætti bænd um á Austurlandi til hjálpar vegna hinna miklu kal- skemmda, sem urðu í túnum þar í vor. Nefnd þessi hefur nú skilað áliti til landbúnað- arráðuneytisins og gert á- kveðnar tillögur til lausnar vandamálum bænda á Aust- urlandi. í framhaldi af því hefur landbúnaðarráðuneytið „Sealab 2“, skömmu áður en því var sökkt til botns, á rúmlega 60 m dýpi. Geimfari á hafsbotni I - USA kannar nú undirdjúpin með aðstoð Scott Carpenler Á LAUGARDAG var sökkt niður á rúmlega 60 metra dýpi undan strönd Kali- forníu neðansjávarfari sem nefnist „Sealab 2“. Innan- borðs eru 10 menn, en alls mun tilraunin taka 45 daga. Þrisvar sinnum verður þó skipt um áhöfn á þessu tímabili, þannig, að hver 10 manna hópur mun dvelj ast neðansjávar samfleytt í 15 daga. Hér er um að ræða merki legan þátt í rannsóknum bandarískra vísindamanna á lífinu í undirdjúpunum, og hæfileika manna til að dveljast þar 'langdvölum. * Mennirnir hafa allir hlotið sérstaka þjálfun, og ber þar fyrst að nefna Scott Carpent- er, geimfara, sem fór þrjá hringi umhverfis jörðu í Mer- cury-geimfari 1962. Carpenter var fenginn að láni hjá geimferðastofnun Bandaríkjanna til tilraunar- innar, en hann mun dveljast neðansjávar með tveimur hóp unum, þ.e. í 30 daga alls. Undirbúningur að tilraun þessari hefur tekið langan tíma. Hefur orðið að slétta botninn, þar sem „Sealab 2“ á að hvíla, með sérstökum tækj- um. Þá hefur verið komið fyr- ir sérstakri rafmagnsleiðslu og neðansjávarlyftu, sem flutt getur sjúka menn til yfirborðs ins, ef eitthvað skyldi á bjáta. Eitt af fyrstu verkefnum á- hafnar „Sealab 2“ sl. laugar- dag var að eiga samtal við geimfarana Cooper og Conrad, sem voru þá enn á flugi um- hverfis jörðu í „Gemini 5“. Gekk það samtal að óskum, og ræddust þeir við um stund fé- lagarnir, Cooper og Carpent- er. Mun þetta vera I fyrsta skipti, sem menn í himin- geimnum ræða við menn í undirdjúpunum. Megintilgangur áhafnar „Sealab 2“ verður að kynna sér sjávarlíf, og aðrar aðstæð- ur í djúpinu, en áhugi vísinda- manna um allan heim hefur á síðustu árum mjög beinzt að þeim auðæfum, sem þar leyn- ast. Geta manna til að dvelj- ast langdvölum við erfiðar að- stæður á sjávarbotni hefur þó enn aðeins lítillega verið könn uð. óskað eftir því, að Búnaðar- félag íslands kanni hjá hin- um einstöku búnaðarfélögum, hversu mikið heymagn bænd- ur annars staðar á landinu geti látið af hendi rakna til bænda á Austurlandi. Hér í Morgunblaðinu hefur margoft verið bent á það í sumar, að þegar menn verða fyrir slíkum búsifjum sem bændur á Austurlandi hafa orðið fyrir vegna kalskemmda í vor verði að koma þeim til hjálpar með samstilltu átaki hins opinbera og annarra, sem betur eru staddir. í þessum málum hefur verið brugðizt vel og skjótt við og er þess að vænta, að þær ráðstafanir sem væntanlega verða gerð- ar á grundvelli þeirra til- lagna, sem fyrrgreind nefnd hefur gert, verði til þess að létta nokkuð erfiðleika bænd anna á Austurlandi vegna kal skemmdanna og, að þeir þurfi ekki að skera jafn mikið niður eins og þeir ef til vill hafa búizt við, að þeir yrðu að gera. Jafnframt er ákaflega nauð synlegt, að haldið verði áfram þeim rannsóknum, sem staðið hafa yfir á orsökum kal- skemmda því að mikilvægt er að komast fyrir orsakir þeirra og koma í veg fyrir að bænd- ur hvar sem er á landinu verði fyrir svo alvarlegum erfið- leikum eins og nú hefur orð- ið raunin á Austurlandi. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.